Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 30
) c MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ ESKUMYNDIN... R AF MAGNÚSIJÓNATANSSYNI, KNATTSPYRNUÞJÁLFARA Stjómsamurog dugmikill Kröfur. - Alltaf mátti gera betur. UR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Við höfhim IAGNÚS Jónatansson, knatt- pyrnuþjálfari, er kennari og iróttakennari að mennt. Síðustu r hefur hann aðallega unnið við íarkaðs- og sölustörf og tók við tarfi markaðsstjóra hjá bókafor- 'aginu Erni og Orlygi fyrir kömmu. Magnús á að baki Iitrík- n feril sem þjálfari samfellt í im 20 ár. Hann byrjaði hjá sínu famla félagi, Austra á Eskifirði, •n hefur síðan þjálfað Þrótt í •ieskaupsstað, lið Isfirðinga, Tindastól á Sauðárkróki, KS á iiglufirði, Selfoss, KR, Breiða- >lik, Víking og er nú þjálfari ínattspyrnufélagsins Þróttar í >riðju deild. Nýverið fengu sjón- /arpsáhorfendur að njóta ■eynslu Magnúsar og þekkingar i knattspyrnu, þegar hann sýndi i sér nýja hlið og aðstoðaði þróttafréttamenn Sjónvarpsins /ið beinar lýsingar frá Heims- neistarakeppninni. Magnús fæddist þann 5. febrúar árið 1949. Hann er Eskfirð- ngur, sonur hjónanna Jónatans Helgasonar og Ólenar Magnúsdótt- ur. Jónatan er nú látinn. Hann var sjómaður á Eskifirði og mikill áhugamaður um knattspyrnu, einn af stofnendum Vöisungs á Húsavík og í 10 ár formaður Austra á Eski- firði. Eiginkona Magnúsar er Jóna Theódóra Viðarsdóttir, fjármála- stjóri Þýsk- Islenska. Þau eiga eitt barn saman, en áttu sitt barnið hvort fyrir hjónaband. Magnús var duglegur < strákur. Hann ólst upp við mikla hvatningu föður síns, hafði alltaf að einhverju að keppa. Faðir hans lét sér aldrei nægja að strákur stæði sig vel og skoraði mörk, alitaf mátti gera bet- ur. Magnús virtist una þessu vel og hefur ailtaf þótt gera miklar kröfur til sjálfs sín um leið og hann gerir kröfur til annarra. Iljá honum er annaðhvort sigur eða tap, ekkert þar á milli. Aðeins 10 ára gamall hóf hann sína fyrstu útgerð á bryggjusporðinum á Eskifirði. Hann veiddi þorsk á færi og lagði inn í frystihúsinu. Síðar átti Magn- ús eftir að sækja fiskinn lengra og stunda sjómennsku um 5 ára skeið. Þá var komið að alvörunni og fékk hann að heyra það, eins og svo margir sem hefja sjómennsku: „Ef þú étur ekki helvítið þitt, verður þér hent í sjóinn." Þar dugði enginn pempíuskapur. „Magnús var mikill nagli. Vildi alls staðar vera fremstur í flokki, sterkastur og duglegastur,“ segir Hjörvar Ó. Jensson, útibússtjóri Landsbankans í Ólafsvík, æskuvin- ur Magnúsar. Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins, ereinnigEsk- firðingur. Hann og Magnús byrjuðu snemma í bæjarvinnunni og þóttu nokkuð stjórnsamir. Sagan segir að þeir hafi fljótlega verið farnir að skipta á hlutverkum við verk- stjórann, þeir vildu frekar standa á skurðbarminum og skipa fyrir á meðan verkstjórinn mokaði. Hér heilsast fánar framandi þjóða. / Hér mæla skipin sér mót ... “ kvað skáldið forðum í kvæði sínu um Reykjavíkurhöfn og það var ekki eitt um að hafa taugar til þessarar lífæðar borgarinnar, sem höfnin er. Frá upp- hafi blaðaljósmyndunar á íslandi hafa myndir frá höfninni birst með vissu millibili og ósjaldan hafa slíkar myndir prýtt forsíðu Morgunblaðs- ins og tilefnið oft ekki annað en spegilmynd skipanna á rennislétt- um haffletinum. í fórum Ólafs K. Magnússonar er að vonum að finna ljölda mynda frá Reykjavíkurhöfn og eru þær sem hér birtast valdar af handahófi að öðru leyti en því, að þær eru allar tuttugu ára gamlar, teknar um 1970. Um þetta þarf í rauninni ekki að hafa fleiri orð og við ljúkum þessari umíjöll- un eins og við byrjuð- um, með tilvitnun í kvæðið „Við höfnina“ eftir góðskáldið Tómas Guðmundsson: - Og skipin koma og skipin blása og skipin fara sinn veg. Dreymnum augum eftir þeim starir æskan þegjandaleg. í huganum fjarlægar hafnir syngja. Það hvislar með lokkandi óm: Rússland, Asía, England og Kína, Afrika, Spánn og Róm. Höfnin hefúr löngum haft mikið aðdrátt- arafl fyrir strákana enda morar allt af kola og marhnútum við bryggjusporð- ana. SMÁVINUR VIKUNNAR HYDR/OMENA FURCATA VÍÐIFETI birtist um 20. júlí en hann flýgur allt fram í byrjun septenjber. Víðifeti er heldur illa ' þdkkaður af garðræktendum. rgif kannast við það þegar -laufþykkni víðilimgerðisins feV að þynnast í seinnihiuta júní. Þá er lirfa víðifetans farinn að gera óskunda. Hún vex upp í júní og nærist á laufum ýmissa víðiteg- unda, bæði villtra og ræktaðra. M.a. geta gulvíðir, viðja og ekki síst brekkuvíðir orðið verulega fyrir barðinu á honum. Stundum má sjá þessar tegundir gjörsamlega aflaufgaðar. En sem betur fer ná þær oftast að jafna sig seinni hluta sumarsins þegar lirfurnar hafa lok- ið vaxtarskeiði sínu. Víðifeti hefur fundist víða um land, en getur ver- ið nokkuð staðbundinn og mikið af honum þar sem hann er að finna. Víðifeti er meðalstór feti, með um 28 mm vænghaf. Hann er held- ur óásjálegur af feta að vera, óft- ast brúnn, stundum ryðbrúnn á lit með misjafnlega greinilegt belta- mynstur á framvængjum. ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ-- Garðar Sverris- son blaðamad- ur sagði m.a. í grein um skyndilokun fjármálaráð- herra á ÁTVR fyrir hvíta- sunnuhelgina 1982. Breyskieika hinnar vinnandi stéttar er nefnilega þannig farið að hún þarfnast tíðum obbolítillar ráðningar af hálfu hinnar æðri stéttar, sem um taumana heldur af orðlögð- um bróðurkærleik." BÓKIN ÁNÁTTBORDINU Bókin sem ég er að lesa heitir „Lyckans Galosch" eftir sænskan höfund, Inger Alfvén. Þetta er skáldsaga sem fjallar um miðaldra hjón og áhrif framhjáhalds á líf þeirra og annarra. Einnig hef ég verið að lesa fræðirit um tvíbura, um þróun persónuleika þeirra. María Kristjáns- dóttir leik- stjóri TTtg var að lesa spennusögu eftir Jli Raymond Chandter sem heitir „Litla systir“, og „Frásögn um margboðað morð“ eftir Gabriel García Márquez, í þýðingu Guð- bergs Bergssonar. Nú svo er stafli af suður-amerískum skáldsögum á náttborðinu sem ég er að kíkja í. ■i&m PLATAN Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆKINU I SiguröurK. I Sigurkarls- Einar Þor- varðarson handknatt- leiksmaður. * Eg set sjaldan plötu á fóninn, hlusta meira á snældur. Síðast hlustaði ég á „The Newest Hits“ með hljómsveitinni Queen. Mér finnst líka gantan að spila gömlu Bítlana, en annars hlusta ég nú oftast á það sem krakkarnir eru að spila. Sígild tónlist finnst mér ekki skemmtileg. * Eg gef mér sjaldan tíma til að horfa á myndband, horfi aðal- lega á íþróttir og fréttir. En síðasta mynd sem ég sá var ágæt, heitir „Abyss“, ég man bara ekki lengur hverjir léku í henni. Eftir að börnin komust í plötu- spilarann læt ég mér bara nægja að hlusta á það sem þau spila allan daginn. En í þau fáu skipti sem ég kemst að, spila ég helst hugguleg karlakórslög. Síðast var ég með Lúðrasveitina Svan á fóninum. Mynditi sem er í tækinu núna er búin að vera þar ansi lengi! Það er kvikmynd sem við erum að gera fyrir LÍU um sjávarútveginn og sýnir sjósókn og útgerð í Vest- mannaeyjum. Við höfum verið að vinna að henni öll kvöld og því hef ég nú ekki haft neinn tíma til að horfa á aðrar kvikmyndir. -jr '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.