Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 3

Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. AGUST 1990 3 Enn reynt að semja um Hvítárnetin: Netabændum boðnar rúmar 8 milljónir fyrir að veiða ekki lax Veiðiréttareigendur og leigj- endur stangaveiðiréttinda í berg- vatnsám Borgaríjarðar hafa enn gert netaveiðibændum tilboð í laxinn óveiddan og náist sam- komulag verður engin laxveiði í net í Hvítá í Borgarfirði á næstu sumrum. Samningsaðilar, sem Morgunblaðið hafði tal af, vörð- ust allra frétta og sögðu málið Lítið selt af loðnu- afurðum LITIÐ hefur verið selt fyrirfram af loðnuafurðum í sumar en búið er að selja allt mjöl og lýsi, sem framleitt var á síðustu loðnu- vertíð. Verð á loðnulýsi komst fyrir skömmu upp í 300 Banda- ríkjadali fyrir tonnið og nokkur hunduð tonn voru seld fyrir það verð, að sögn Jóns Olafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra fískmjölsframleiðenda. Jón Ólafsson segir að verð á loðnulýsi hafi lækkað aftur niður í rúmlega 290 Bandaríkjadali fyrir tonnið. Greiddir eru um 8 dalir fyr- ir prótíneininguna af loðnumjöli en mjölverðið fer heldur hækkandi. Hvorki íslensk né erlend skip hafa leitað að loðnu í íslensku lög- sögunni undanfarnar vikur, að sögn Landhelgisgæslunnar. Álagning skatta 1990: Kærufrestur rann út í gær KÆRUFRESTUR vegna álagn- ingar skatta á þessu ári rann út í gær. Ingvar Rögnvaldsson skrifstofustjóri á Skattstofu Reykjavíkur sagði í samtali í gær, að ekki lægi enn ljóst fyrir hve margar kærur hafí borist, þar sem enn sé einhver hluti þeirra ókominn úr pósti. Tekið verður við kærum sem póstlagðar voru í gær og bera póststimpil þess dags. Áfram verður þó tekið við beiðnum um lækkun gjalda vegna erfiðra Ijárhagsað- stæðna, en Ingvar segir að æskilegt sé að þær berist sem fyrst. í fyrra bárust skattstjóranum í Reykjavík alls 5.150 kærur vegna álagningar 1989, að meðtöldum beiðnum um lækkun vegna erfiðra aðstæðna. Aukin tíðni ferða SYR VETRARÁÆTLUN SVR tekur gildi mánudaginn 3. september. Þá eykst tíðni ferða á 9 leiðum. Vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 aka á 15 mínútna fresti klukkan 7-19, mánudaga til föstudaga. Akstur á kvöldin og um helgar á áðurtöldum leiðum er óbreyttur. Vagnar á leiðum 8-9 og 13-14 aka á 30 mínútna fresti alla daga, einnig á kvöldin. Helgina 1. og 2. september verð- ur skipt um leiðaspjöld á viðkomu- stöðum SVR. viðkvæmt og tvísýnt að vanda, en tvívegis áður hafa samningar um þetta farið út um þúfur, m.a. vegna þess að netabændur hafa ekki verið einhuga um að ganga að tilboðunum. Veiðiréttareig- endur vilja hins vegar semja við alla netaveiðimenn eða engan. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er tilboðið nú upp á 547,50 krónur á kílóið af laxi og miðað sé við um 5.000 laxa með- alveiði tíu síðustu árin. Miðað við 3 kg meðalþyngd laxins á þessu tímabili má ráða að um rúmar 8 milljónir sé að ræða og mun sá kostnaður dreifast á seld veiði- leyfi næsta sumar. Netabændur hafa nú tilboðið til athugunar og munu funda um það á næstu dögum. Að vanda eru margir samningsfúsir, en óvfst hvort allir séu til að þessu sinni. Undir lok síðasta vetrar fóru fram könnunai-viðræður í Borgarfirðin- um og töldu viðmælendur Morgun- blaðsins þá að samningar gætu tek- ist. Málið strandaði þá hins vegar á því að of seint var af stað farið og nokkrir leigutakar bergvatnanna gátu ekki hækkað verð veiðileyfa, þar sem þau voru flest seld og greidd er málið komst á skrið. Fyrst var málinu hreyft árið 1988 af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Þá strandaði á afstöðu netabænda í Ferjukoti þar sem netaveiðihefðin er rík og aldagömul. Síðan hefur SVFR samið um upptöku nokkurra lagna upp á sitt eindæmi vegna leigu sinnar á Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði. Fiskifræðingar hafa almennt tal- ið að laxagöngur í bergvatnsárnar muni stóraukast við upptöku net- Laxveiði í net í Hvítá. anna, en hins vegar beri að feta sig varlega áfram, því ekki sé ljóst hvernig vistkerfi ánna taki við fyrir- sjáanlegri aukningu á fullorðnum laxi á hrygningarstöðvar að hausti. EVRÓPUKEPPNILANDSLIÐA Á LAUGARDALSVELLINUM 5. SEPTEMBER KL. 18.30 Forsala aðgöngumiða hefst í dag, fimmtudag, og verður ÍKRINGLUNNI daglega, frá kl. 12 -18 og í AUSTURSTRÆTI dagana 3., 4. og 5. september. Ég ætla ekki að missa af þessum leik! Edda Andrésdóttlr Guðmundur J. Guðmundsson Steingrímur Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.