Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 4

Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 Heim úr sex vikna íjtillaferð á Grænlandi SEX menn á aldrinum 19-24 ára lentu á Reykjavíkurflugvelli í gær eftir sex vikna ævintýraferð um grænlensku Stauningsalpana. Menn- irnir, sem allir eru í Islenska alpaklúbbnum, höfðu aðalbækistöðvar á skriðjökli í um 40 km fjarlægð skíðum á alpana. „Ferðin var mun erfiðari en við gerðum ráð fyrir í fyrstu, aðallega vegna mikilla birgða sem við höfð- um meðferðis. Við hrepptum engin óveður en það rigndi hressilega á köflum," sagði Sigursteinn Baldurs- son, einn leiðangursmanna. „Þetta gekk mjög vel enda mikið búið að hafa fyrir þessu,“ sagði Haraldur Öm Ólafsson. „Undirbún- ingur stóð yfir í hálft ár. Við þurft- um að sækja um leyfi hjá dönskum og grænlenskum yfirvöldum og það gekk fremur illa að fá það. Við fengum aðstoð íslenska utanríkis- ráðuneytisins til að afla tiiskilinna leyfa. Einnig fór langur tími í kaupa réttan útbúnað sem að mestu leyti var fenginn erlendis frá og skipu- lagning ferðarinnar verður að vera mjög góð því engu er hægt að bjarga eftir að lagt er af stað í slíka frá Meistaravík og gengu þaðan á för,“ sagði Haraldur Örn. Haraldur sagði að það sem hefði einna helst komið þeim á óvart í ferðinni var hversu mikið snjóa hefði tekið upp og aðstæður á fjöll- um og jöklum því erfiðari en ella. „Þarna höfðu verið miklar leysingar en þær voru að mestu yfirstaðnar þegar við komum á svæðið,“ sagði Haraldur. íslensku fjallamennimar höfðu aðalbúðir nærri búðum bresku fjall- göngumannanna. „Það kom mér einnig á óvart hve mikið er hægt að læra af slíkum ferðum og ég held að það leiki eng- inn vafi á því að við gerum eitthvað slíkt aftur. Það er margt sem er heillandi við svona ferðir, maður öðlast vissa lífsreynslu og upplifun- in er stórkostleg," sagði Haraldur Örn. Frá vinstri: Haraldur Örn Ólafsson, Guðmundur Eyjólfsson, Stefán Smárason, Ingimar Stefánsson, Haraldur Þorri Grétarsson og Sigursteinn Baldursson. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 30. ÁGÚST YFIRLIT { GÆR: Um 400 km suður af Ingólfshöfða er 985 mb. leegð sem mun fara að grynnast og þokast í átt til Skotlands, en hægfara hæðarhryggur á Grænlandshafi og 998 mb. lægð við Hvarf. SPÁ: Norðan- og norðaustankaldi um vestanvert landiö, en hæg suðaustanátt austan til á landinu. Dálítlar skúrir á vestanverðu norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum, annars að mestu þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAGí Hæg norðan- og norðvestanátt um aust- anvert landið en hægviðri annars staðar. Víðast skýjað en úrkomu- iaust. Hiti 6-12 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Sunnanátt, víðast goia eða kaidi. Lítils- háttar súid eða rigning sunnan- og vestaníands en þurrt og bjart í öðrum iandshlutum. Hiti 10-15 stig. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað A. Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning / / / * / * / * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El == Þoka = Þokumóða ’ 5 ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður kl. 12:00 í gær að ísl. tíma h«i veður Akureyri 9 rigning 11 rigning________ 20 hálfskýjað 19 skýjað 24 téttskýjað 11 rigning 6 skýjað 20 skýjað Stokkhólmur 23 mistur Þórshofn 12 Þoka Bérgen Heisinki Narssarssuaq Nuuk Algarve Amsterdam Barcelona Beriln Chlcago Feneyjar Franldurt LasPalmas London Lúxemborg Madríd Mallorca Montreal NewVork Orlando Parts Róm Vín Washington Winnipeg 27 helðskírt 27 mistur 27 sltýjað 26 léttskýjað 19 léttskýjað 30 léttskýjað 28 heiðskírt 15 rigningés.klst. 26 heiðskirt 27 skýjað 30 sk]gað 18 heiðsklrt 26 léttskýjað 30 sknað 28 mlstur 29 léttskýjað 19 skýjað 23 skýjað 25 heiðskfrt 31 skýjað 28 iéttskýjað 29 léttskýjað vantar 13 Fjórir beijast um for- ystuna í Kuhmo-ralli Hálf mínúta milli þriggja efstu ÁSGEIR Sigurðsson og Bragi Guðmundsson á Metro 6R4 höfðu nauma forystu í Kuhmo- rallkeppni Hjólbarðahallarinnar sem hófst síðdegis í gær. Skammt undan voru feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnars- son á Ford Escort RS og Steingrímur Ingason og Guð- mundur Jónsson á Nissan. Mun- aði aðeins rúmri hálfri minútu á fyrstu þremur bílunum, eftir fyrri leiðarhluta af tveimur í gærkvöldi. Kumho-rallið er fjögurra daga langt, 1.280 km og liggur í dag um Kaldadal, Tröllháls og nokkrar stuttar leiðir. Miðstöð keppninnar er í Hjólbarðahöllinni og þangað koma bílarnir í viðgerðarhlé kl. 22.30 í kvöld. Kuhmo-rallkeppnin stendur fram á laugardag. Staðan í gærkvöldi eftir fyrsta leiðarhluta: 1. Ásgeir/Bragi, Metro 6R4, 34,56 mínútur, 2. Rúnar/Jón, Ford Escort, 35,15, 3. Steingrím- ur/Sæmundur, Nissan 35,29, 4. Ólafur/Halldór, Talbot, 35,59, 5. Birgir/Gunnar, Toyota Corolla, 37,41. Morgunblaðið/Björn Blöndai Jon Voight heilsar Árna Samúelssyni við komuna til Keflavíkur í gær. Hér ætlar kappinn að dvelja í tvo daga. Jon Voight, leikarinn heimsfrægi, á íslandi; Loftið hér er bæði tært og hressandi Keflavík. „ÉG HEF beðið eftir þessari stundu lengi, loftið hér er bæði tært og hressandi,*1 sagði Jon Voight, kvikmyndaleikarinn heimsfrægi, við komuna til Keflavíkur í gær. Hingað er kappinn kominn til að kynna nýjustu kvikmynd sína Et- emity sem verður sýnd í Bíóhöllinni innan tíðar. Með Voight í förinni er Steven Paul leikstjóri myndarinn- ar ásamt foreldrum sínum sem eru framleiðendur myndarinnar. Árni Samúelsson framkvæmdastjóri Bíó- hallarinnar hefur undirbúið komu Voight hingað til lands og sagði Árni sem er vel kunnugur leikaran- um að Voight hefði þegar við töku myndarinnar haft orð á að koma hingað til að kynna myndina. Með- al þekktra mynda Voights má nefna Midnight Cowboy, Runaway Train, Deliverence, Odessa File og Coming Home. - BB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.