Morgunblaðið - 30.08.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.08.1990, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 Álver við Eyjafjörð eftir Torfa K. Stef- ánsson Hjaltalín í skýrslu náttúrugripasafnsins á Akuréyri um náttúrufar og minjar á Vesturströnd Eyjaljarðar frá ár- inu 1982 segir m.a., að Eyjafjörður allur og sérstaklega könnunarsvæð- ið (vesturströnd ijarðarins) hafi svo auðugt og fjölbreytt náttúnifar að tæplega verði saman jafnað við önnur svæði af sambærilegri stærð hérlendis. Verndargildi þess verði því að teljast langt umfram það sem aimennt gerist hér á landi. Því sé mikið í húfi ef illa tekst til um land- nýtingu eða val nýrra atvinnuvega. í skýrslunni er ennfremur bent á, að náttúruskilyrði, svo sem inn- ilukt lega og staðviðri, geti stuðlað að aukinni hættu á skaðlegri loftm- engun og lokaorð skýrslunnar eru þessi: „I Eyjafirði er því nauðsyn að viðhafa meiri gát í þessum efnum en víðast hvar annars staðar á landinu." Mengun í niðurstöðum skýrslu Rannsókn- arstofnunar landbúnaðarins, sem gerð var fyrir staðarvalsnefnd um iðnrekstur á vegum Iðnaðarráðu- neytisins árið 1986’ og byggðist á niðurstöðum úr dreifíngarspá NILU (Norsk Institut for luftforskning) frá árinu 1985, kemur fram að áhrif loftmengunar frá álveri við Dysnes í Eyjafírði á gróður og bú- fénað, miðað við 195 þúsund tn. ársframleiðslu áls (minni stærð fyr- irhugaðs álvers nú er 200 þús. tn.) nái annars vegar yfir 2.000 hektara lands (ef mengunin er 0,5 kg flúor á hvert framleitt tonn áls) og hins vegar yfir 5.000 hektara (ef meng- un er 1,0 kg flúor á hvert framleitt tonn áls) lands. Vert er að taka það fram, að engar reglur eru til hér á landi um hámark leyfilegrar flú- ormengunar. í nýrri skýrslu frá NILU (júní 1990) er gert ráð fyrir því, að við- miðunarmörk um leyfilega flúor- mengun verði þau sömu hér á landi og í Noregi eða 1,0 kg flúor á hvert framleitt tonn áls. Með þau viðmið- unarmörk í huga er í skýrslunni gert ráð fyrir að hættumörk meng- unarsvæðisins nái 4 km í norður og 4 km í suður frá álverinu (ríkjandi vindáttir eru norður/suð- ur) miðað við álver sem framleiðir 200 þúsund tonn á ári. Búskapur Þetta þýðir m.a. það, að ekki er ráðlegt að búa með grasbíta (kýr, hesta, kindur) innan þessa svæðis. í hinni nýju skýrslu frá NILU er reyndar gert ráð fyrir stærra meng- unarsvæði en Atlantsálsmenn höfðu áður talið sig örugglega geta staðið við. Þeir hafa fullyrt að hættusvæð- ið yrði innan tveggja km radíusar frá álverinu en nú er Ijóst, að þeir vilja hafa rýmri viðmiðunarmörk ef eitthvað kemur uppá. í skýrslu Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar til Atlantsálsmanna frá því í júlí á þessu ári, er því haldið fram, að innari þessa svæðis sé búið með Gautaborgarháskóli: Yigdís útnefnd heiðursdoktor FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, verður sæmd heið- ursdoktorsnafnbót við mann- vísindadeild Gautaborgarhá- skóla í haust. Lars-Áke Engblom, forstjóri Norræna hússins, skýrði frá þessu á blaðamannafundi í fyrradag. Lars-Ake sagði að háskólayfir-. völd hefðu ákveðið að útnefna Vigdísi heiðursdoktor vegna fram- lags hennar til norræns mennmgar- samstarfs. Forsetinn mun í næsta mánuði opna bókasýninguna Bok och Bibliotek í Gautaborg, sem í ár er helguð íslandi. Lars-Áke sagði að heiðursdoktorsnafnbótin tengd- ist þeim atburði ekki beinlínis, og útnefningin myndi fara fram síðar í haust. Útnefningin sýndi þó að ísland og forsetinn nytu mikillar virðingar í Gautaborg. 750 fjár og 20-30 kýr. Er þá gert ráð fyrir því, að búskapur leggist alveg af á um 10 bæjum, flestum mjög smáum. Þessi fullyrðing er síðan endurtekin á blaðamanna- fundi sem Héraðsráð Eyjafjarðar hélt föstudaginn 17. ágúst sl. Þar töluðu héraðsráðsmenn um að bú- ast mætti við áhrifum mengunar á tíu til tólf bú með fullvirðisrétt þriggja til fimm meðalbúa og vitn- uðu til skýrslu NILU máli sínu til stuðning. Lögð var rík áhersla á það, að öll umræða byggist á „réttum for- sendum“, að umræðan færi fram á „réttum grundvelli". Ég leyfi mér að fullyrða að það er misbrestur á að þeir geri slíkt sjálfir. Farið er frjálslega með þær niðurstöður sem draga má af niðurstöðum skýrsl- unnar. í fyrsta lagi er á þessum 10 bú- jörðum búið með 37 kýr, ekki milli 20 og 30 eins og haidið er fram í skýrslu Iðnþróunarfélagsins. í öðru lagi eru ,jaðarbæirnir“ fjórir en ekki tveir eins og haldið er fram af héraðsráðsmönnum. Ef jaðarbæirnir eru taldir með þá má búast við áhrifum mengunar á 14 bújarðir með 118 kýr og 1115 kind- ur auk geldneytis, kálfa og hrossa. I þriðja lagi er óhætt að setja spurningarmerki við tölur þeirra vegna þess að síðan NILU-skýrslan var gerð hefur byggingarsvæðið verið fært úm 1 km til suðurs og þá er eitt stærsta kúabú Eyjafjarð- ar, Dagverðareyri, með yfir 50 kýr komið inn á jaðarsvæðið. Ennfrem- ur ijölgar bújörðum á hinu raun- verulega áhættusvæði. í flórða lagi verður að hafa stækkunarmöguleika verksmiðj- unnar upp í 400 þús. tonn í huga. Krafa Atlantsálsmanna um mögu- leika á stækkun álversins upp í 400 þús. tonn skiptir ekki síður máli um stærð mengunarsvæðis, en lóðar- stærð. Ef þetta allt er haft með í reikn- ingnum (og gert ráð fyrir 400 þús. tonna álveri) þá má búast við, að í framtíðinni verði ekki hægt að heyja á hluta af túnum á um 30 bújörðum alls og dregst þá búskap- ur meira og minna saman á þeim. Þessar tölur er byggðar á athugun- Torfi K. Stefánsson Hjaltalín „ Að mínu mati er álver hvorki ódýr né raunhæf byggðastefna fyrir Ey- firðinga, heldur slæm- ur kostur.“ um verkfræðistofunnar Vatnaskil á mengunaráhrifum frá 400 þús. tonna álveri, athugunum sem gerð- ar voru fyrir Iðnþróunarfélag Eyja- Ijarðar nú í sumar. Á þessum 30 bæjum er búið með um 330 kýr, 485 geldneyti, tæp 2.000 fjár, 150 hross og Ijórar geit- ur! Verður þetta að teljast meira en 3-5 meðalbú! Alls eru skráðir til heimilis á þessum bæjum um 130 manns. Ljóst er af ofansögðu að ef af byggingu álvers við Eyjafjörð verð- ur, þá mun það leiða af sér mikla byggðaröskun, miklu meiri röskun en Iðnþróunarfélagið og Héraðsráð Eyjaíjarðar fullyrða. Hér skiptir það engu þótt mengunarvarnir verði það fullkomnar að einungis verði 0,3-0,5 kg flúors á hvert framleitt áltonn sleppt út í andrúmsloftið að meðaltali. Nær fulljóst er að viðmið- unarmörk Hollustuverndar vegna mengunar verða 1 kg flúors á hveit framleitt áltonn og innan þess svæðis, sem er í hættu vegna slíkrar mengunar, verður hvorki leyft að nýta heyfeng af túnum né bithaga. Lokaorð Það var upphaflega ekki ætlun mín að fjalla um þessi mál á annan hátt en ég hef gert hér að framan, þ.e. að gera athugasemdir við með- ferð álverssinna á tölum þeim sem draga má af mengunarskýrslu NILU frá í sumar. Þó er veit að benda á ýmsa aðra þætti svo sem þá, að hugmyndir um stóriðnað á borð við áliðnað eru í hróplegu ósamræmi við þá umræðu um um- hverfisvernd sem á sér stað um þessar mundir hér sem annars stað- ar í heiminum. Ljóst er t.d. af ýms- um ummælum áhrifamanna undan- farið, að ekki verður krafist vot- hreinsibúnaðar til að draga úr brennisteinsdíoxíðsmengun frá fyr- irhuguðu álveri, þrátt fyrir áherslu Náttúruverndarráðs á að slíkt verði gert. Hætt er þá við að ímynd ís- lands sem hreins og ómengaðs lands fari að breytast. Einnig vil ég nefna það að varla mun nokkur ábyrgur aðili ganga svo langt að telja mengun stórs landsvæðis í einhveiju besta land- búnaðarhéraði landsins, réttlætan- lega til að takmarka offramleiðslu landbúnaðarafurða! Helstu röksemdir fyrir álveri við Eyjaijörð eru þær, að slíkt álver sé ódýr og raunhæf byggðastefna. Að mínu mati, sem ég hef reynt að leiða rökum að hér að ofan, er ál- ver hvorki ódýr né raunhæf byggða- stefna fyrir Eyfirðinga, heldur slæmur kostur. Nauðsynlegt er því að hefjast strax handa og semja við stjórnvöld um aðrar leiðir til atvinnuuppbyggingar hér um slóðir. Þó svo að of mikill tími og pening- ar hafi farið í að fá álver hingað norður, þá er ekki of seint að leita annarra leiða. Ef álveri verður valinn staður á Suðvesturhorninu, eins og allt bend- ir til eftir ummæli forsætisráðherra í viðtali við Morgunblaðið sunnu- daginn 19. ágúst sl., þá er sjálfsagt að krefjast þess, að tekjur af rekstri þess renni til byggðamála. Fordæmi fyrir slíku er fyrir hendi, því þegar álveri var valinn staður í Straumsvík hér um árið, þá fékk landsbyggðin greiddar „skaðabæt- ur“ og Framkvæmdastofnun (síðar Byggðastofnun) sett á laggirnar í framhaldi af því. „Samningsstaða" okkar Eyfirð- inga er sterk og brýnt að nota hana sem allra fyrst. Höfundur er sóknarprestur í Möðruvallaprestakalli í Hörgárdal og ábúandi á Möðruvöllum I.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.