Morgunblaðið - 30.08.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.08.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 13 ,+ Er dans list eða íþrótt? eftirBáru Magnúsdóttur Ætla má að dansáhugi íslend- inga fari vaxandi um þessar mund- ir. Skólarnir eru í óða önn að und- irbúa vetrarstarfið sem hefst hjá allflestum dansskólum í september! Islandsmeistarakeppnin í vor ber þess merki að áhugi rís hátt þar sem um 1.000 einstaklingar mættu til keppni og óhætt er að segja að aldrei á 5 ára ferli keppninnar hef- ur hún verið eins glæsileg og nú í vor. Það hefur valdið stjómendum keppninnar nokkrum erfíðleikum að vekja áhuga fjölmiðla á keppn- inni og dansi yfírleitt, hvort sem um er að ræða listdans eða sam- kvæmisdans, og virðist sem þeir fylgist ekki nógu vel með þeirri vakningu sem orðið hefur meðal almennings í dansi. Sé skoðaður sá tími í ríkissjónvarpinu sem tekinn er undir allskyns íþróttir er ekki að fínna mikið efni um dans. Nær allar greinar íþrótta er fjallað um og þær kynntar sjónvarpsáhorfend- um og eiga sumar hveijar fastan sess í dagskránni — þó ekki dans. Er dans list eða íþrótt? Þessi klassíska spuming skýtur oft upp kollinum og er síðan ýtt til hliðar ósvarað að því er virðist. Dans kemst því ekki að í neinum dag- skrárlið, því hann heyrir ekki undir neinn dagskrárgerðarmann. Þetta ástand er bæði óþolandi og órétt- látt. Dans er bæði list og íþrótt. Þar að auki hefur dansinn hagnýtt gildi, bæði listdansinn og sam- kvæmisdansinn. I samkvæmisdans- skóla lærir viðkomandi alla almenna dansa, sem kemur honum að gagni allt lífíð. í jassballett og ballett- skóla er mikil líkamleg þjálfun sem um leið beinir einstaklingnum inná hollar lífsvenjur og eykur þol og þrek viðkomandi. Af þessu má ráða að dans í hvaða mynd sem er hefur hagnýtt gildi og hvað börn og ungl- inga varðar mikið uppeldislegt gildi. Hitt er svo augljóst mál að það eru Bára Magnúsdóttir „Málið á ekki að snúast um það hvort dans er list eða íþrótt.“ miklu færri einstaklingar sem skara framúr og gerast listdansarar í jass- ballett eða ballett eða topp keppnis- fólk í samkvæmisdönsum. Málið á ekki að snúast um það hvort dans er list eða íþrótt, heldur þá staðreynd að fjöldin allur af börnum, unglingum og fullorðnum stunda dans sem tómstundagaman. Þetta er þeirra áhugasvið. Þar á að gera öllum jafnt undir höfði fyrst á annað borð er verið að fjalla um tómstundir fólks, eins og til dæmis í sjónvarpinu, þar sem fólk fær svör- un við áhugamáli sínu hafí það áhuga á sundi, handbolta, skíða- iþrótt, fímleikum, pílukasti, keilu, kraftlyftingum, torfæruakstri og svona mætti lengi telja, öllu öðru en dansi! Er ekki kominn tími til að fjöl- miðlar taki dansinn í sátt og viður- kenni hann sem áhugasvið fjölda fólks á öllum aldri. Höfundur er djassballettkennnri. • • POTTAPLONTU 20-50%AFSLÁTTU R > 4*z’.Tr% ► lA4 Okkar árlega pottaplöntuútsala stendur nú yfir. Aldrei fyrr höfum við boðið jafn góðar plöntur á jafn góðu verði! Ótrúlegt úrval af fyrsta flokks plöntum með 20-50% afslætti! Afsláttur á fallegum jukkum og burknum: JUKKUR 50% BURKNAR 50% KAKTUSAR 30% Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. Sérstök tilboð í tilefni útsölunnar: KERAMIKPOTTAR 20-40% AFSiATTUR. SfeRLAGAÐUR BLÓMAÁBURÐUR - KYNNINGARVERÐ. Dæmi um verð: AOur Nú Áöur Jukkur 35 sm ,792,- 396,- Pálmar (Areka) 350,- Jukkur 45 sm 1.192,- 596,- Pálmar (Areka) 1.029,- Jukkur 60 sm 1.977,- 988,- Stofnaskur 625,- ,541,- 270,- Gúmmítré .770,- Burknar, stærri 649,- 324,- Kaktusar, minni 198,- Fíkusar ,7-92,- 475,- Kaktusar, stærri .286,- Nú 245,- 720,- 437,- 539,- 139,- 199,- Landsbyggðarþjónusta - sendum hvert á land sem er. Nú er kjörið að fegra umhverfi sitt með fallegum plöntum - og ódýrum! W'* Kærkomnar nýjungar - ekki síst fýrir smáfólkið. Þykkmjólk er mildsýrð, hnausþykk, bragðljúf, holl og næringarrík með BIOgarde®gerlum sem öllum gera gott. eru þegar ný aíkvæmi líta dagsins ljós Við fögnum tveimur nýjum afkvæmum þykkmjólkurkýrinnar góðu. Þykkmjólk með súkkulaði og appelsínum og treflaríkri þykkmjólk með möndlunij hnetum, ananas, appelsínum, rúsínum og marsípani. AUK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.