Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 18

Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 HÓTEL VEITINGAST. MÖTUNEYTI VEIÐIHÚS ÍÞRÓTTAHÚS FÉLAGSHEIMILI KLAKAVÉL Hentug hvar sem er, jafnt til einkanota eða til atvinnurekstr- ar. Framleiðir 24 kg. á sólar- hring, þ.e. 2000 klakakubba sem ekki frjósa saman. Stærð: h: 50, b: 59, d: 62. Hafið samband við sölu- menn í síma 69 1500. SÆTUNI6 SÍMt 691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 {/ti&uwiSveáyaiée/jí'i'ísaM/uiufujH, HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK. freeMOMZ BÆJARHRAUN114, 220 HAFNARFJÖRÐUR PÖNTUNARLÍNA 91-653900 Að leysa hjartaslaufuna eftir Matthildi Björnsdóttur í Morgunblaðinu laugardaginn 28. apríl var frétt með fyrirsögn þar sem kom fram að meiri kröfur væru gerðar til bama á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Þau yrðu fyrir fleiri slysum og nytu minni leiðsagnar fullorðinna en annars staðar. Það var einnig vak- in athygli á því að í stað þess að íslendingar brygðust við þessu með því að fá fleira fullorðið fólk til leiðsagnar væru börnin sjálf send á sysavamanámskeið! í Morgun- blaðinu laugardaginn 19. maí er síðan grein eftir Rannveigu Tryggvadóttur sem ég þakka fyrir og hefur að geyma löngu þarft umræðuefni. Þessi frétt um vanrækslu á böm- um kom undirritaðri síður en svo á óvart. Það er löngu tímabært að á þessu máli verði tekið og verð- mætamat og forgangsatriði varð- andi bameignir endurskoðaðar. Fyrir tæpum tuttugu ámm skrif- aði undirrituð bréf til þáverandi félagsmálaráðherra sem var Svav- ar Gestsson og bar fram þá tillögu sem nú er mikið talað um. Að gefa foreldram valfresli um að vera heima með bömin og greiða þeim þá peninga sem ríkið annars myndi greiða fyrir dagvistun. Sem einstæð móðir fannst mér að ég væri mun mikilvægari fyrir böm mín en fyrir einhvem vinnu- stað, og að það væri betra fyrir þjóðfélagið í heild ef ég vegna frjáls vals hlúði að þeim sjálf. Undirrituð hefur bæði verið barn á íslandi, móðir og einstæð móðir úti á vinnumarkaðnum og í öllum þessum tilvikum upplifað nokkuð harðneskjuleg viðhorf til bama. Þegar undirrituð sem gift kona ákvað að yfirgefa vinnustað vegna þess að hún tímdi ekki að missa af dýrmætum tíma í lífi bamsins síns, mátti hún verja málstað sinn af öllu afli. Það þótti merki um meiriháttar bilun á uppgangstím- um jafnréttisbaráttu að móðir gæti valið það að missa laun og fara heim til að vera með „einu bami.“ Þá þurfti móðir á öllum sínum hug- sjónarmætti að halda til að halda höfði gagnvart sjálfri sér í trú sinni á málstaðinn, og í að sýna fyrram vinnufélögum að hún væri sæl og sátt við sitt hlutskipti. Hætt er við að þær hafi verið nokkrar hugsjónarmæðumar sem hafi liðið sömu þjáningar á þeim tímum og líklega allar götur síðan. En fróðlegt væri að vita í hveiju magni þessi hörkuleg viðhorf hafí kostað þjóðina í töpuðum gæðum einstaklinga vegna vanrækslu. Og þá ekki síst varðandi andlegu og tilfínningalegu hliðamar. Börnum virðist ætlað að hafa fæðst með þá þekkingu og andlegan styrk sem þarf til að verða fullgild og andlega fullnægð persóna á fullorðinsáram. í heildina fínnst mér oft ríkja nokkuð hranaleg viðhorf á íslandi þegar kemur til tilfínningalegra hluta. Um þetta allt mætti skrifa heilu bækumar, en ég ætla að láta eftir- farandi atriði duga í þetta sinn. Á bameignaviðhorfí Islendinga era í raun tvær andstæðar hliðar. Á einn veginn er mikil pressa frá utanaðkomandi fólki um bam- eignamál einstaklinga. Ef einhver fínnur sér föranaut af hinu kyninu er það mjög algengt að fjölskylda og vinir fari strax að hefja barn- eignaáróðurinn. Það er eins og fólk gleymi því að barneign er einkamál fólks og mikil ábyrgð sem ekki skyldi flana að. Það hefur í raun engin siðferðilegt leyfí til að skipta sér af bameignamálum annarra. Ef fólk er mjög forvitið getur það kannski spurt viðkomandi hvað það hugsi sér og leyft fólki þannig að svara og færa rök fyrir ákvörðun sinni hver sem hún er. Og virða þá ákvörðun. Venjulega era þetta þó athuga- semdir sem gefnar era í skipunar- tón. Þú verður, þið verðið að koma með eitt lítið. Hversu oft hafa ekki ung og oft ósjálfstæð hjón rasað út í ótímabærar bameignir sem þau hafa síðan ekki reynst tilbúin fyrir. Viðhorfín era eins og hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri gjörir, því það er ekkert samræmi á milli þessa þrýstings á fólk um að „eign- ast“ böm og þess sem á eftir kem- ur þegar fólk síðan á böm sem þarf að hlú að. Það er í raun áhugavert rann- sóknarefni af hveiju íslendingum er svo óumræðilega umhugað um bameigriir annarra. Af hveiju virð- ist svo erfítt að sjá að lífið býður upp á aðra möguleika nú á dögum getnaðarvama. Hvað um fólk sem er það raunsætt að það gerir sér grein fyrir ábyrgðinni sem falin er í að eiga bam og era sönn við sjálf sig og umheiminn að hafa gert það upp við sig að forgangsatriði þeirra séu á öðram sviðum. Auðvitað er barneign sérstök og ólýsanleg reynsla út af fyrir sig. Við verðum þó líka að vera fær um að horfa á raunsæjan hátt í eigin barm og vera viss um hvað við viljum. Þó svo að íslendingar telji sig þurfa á fleiri þegna um að halda er ekki rétt að slíta hluti úr sam- hengi og ekki er rétt að gera bam- eignir að einskonar einhliða her- skyldu þjóðarinnar. Allra síst ef þjóðfélagið hefur ekki skynjun til að meta gildi þess sem felst í að- hlynningu þessara einstaklinga. Vinnutími þarf að verða sveigj- anlegri og þjóðfélagið í heild þarf að viðurkenna bæði kynin sem full- gild foreldri. Feður hafa of lengi misst af dýrmætum tíma í lífí barna sinna, svo ekki sé minnst á alla þá feður sem era tapaðir bömum sínum vegna þess að þau fengu Matthildur Björnsdóttir „Þú verður, þið verðið að koma með eitt lítið. Hversu oft hafa ekki ung og oft ósjálfstæð hjón rasað út í ótíma- bærar barneignir sem þau hafa síðan ekki reynst tilbúin fyrir.“ aldrei tíma með þeim á mikilvæg- ustu skeiðum- h'fs síns. Feður sem aldrei era með börnum sínum fyrr en um og eftir kvöldmat og kannski um helgar og í fríum missa af mjög mikilvægum hlutum í ferli bama sinna. En ekki era allir skapaðir til að vera foreldrar frekar en inn í aðrar greinar lífsins, og það má ekki ætlast til þess einhliða að allir verði foreldrar. Einstaklingar era mis- jafnlega gerðir og fólk á misjöfnum stigum lífsins hefur mismunandi þarfir, viðhorf og reynslu. Slíkt virðist oft gleymast í bameigna- heilaþvottaþörfum íslendinga. Þar er til dæmis fólk sem kannski hefur verið gift áður, eign- ast böm og kynnst ábyrgðinni, en giftist aftur. Á því er einnig pressa og kannski sagt við konurnar, burt- séð frá aldri: „Þú verður að koma með eitt lítið, þó ekki sé nema fyr- ir hann.“ Þetta „fyrir hann“ er mjög fyndið og lýsir þessu óraun- sæi enn betur, þar sem það er því miður sjaldgæft að feður njóti barna sinna í þeim mæli að það réttlæti slíkt. Það er eins og fólk sjái börn eins og fasteign á fótum, en ekki sem vera sem þurfí að sinna. Ef þú ert Islendingur og segir það upphátt að þú og maki þinn hafíð ákveðið að eignast ekki böm eruð þið álitin meira en lítið biluð. Hvers vegna, hefur aldrei komið fram. Ástarsamband er mjög flókinn hlutur og það að vera elskhugi er eitt og það að vera foreldri er ann- að. Sumir era góðir elskhugar og félagar en reynast ómöguleg og ábyrgðarlaus foreldri. Svo er það foreldragerðin sem kannski tekst aldrei að halda ástarsambandi lif- andi í hjónabandi. Þeir eru tiltölulega fáir sem tekst að halda báðum þáttunum í jafn- vægi. Hjónaskilnaðir segja sína sögu þar um. Það er í raun tímabært að það verði farið að leggja áherslu á að fólk kynnist sjálfu sér nógu vel áður en það leggur út í svo vanda- saman hlut sem það er og á _að vera að koma barni út í þennan heim. Svo að það geti kannski gert sér grein fyrir því hvort það er innréttað fyrir foreldraábyrgð eða ekki. Einhvem veginn er eins og svo mörgum íslendingum sé gjörsam- lega ómögulegt að koma auga á að það eru líka andleg verðmæti fólgin í því fólki sem leggur mesta áherslu á ástarsambandið sem slíkt, sjálfs síns vegna, og að við- halda því, án bama. Slík hjónabönd virðast oft vera séð eins og ómark og annaðhvort er fólki vorkennt eða að því er álasað. Aldrei er gert ráð fyrir að slíkt geti verið fyrir fijálst val eftir að fólk fann út hvemig börnin urðu til og hvemig mætti koma í veg fyrir það! Áðurtalin atriði ber að virða í lífí og valfrelsi einstaklinga. Meira raunsæis er þörf í þessum efnum, ekki síst þegar litið er til staðreynda í íslensku þjóðfélagi. Til dæmis þeirrar sorglegu stað- reyndar þar sem era kröfur fólks og efnahagsástandið. En þó fyrst og fremst raglað verðmætamat þjóðfélagsins í heild sem hefur í æ meira mæli stolið af þeim tíma og umönnun sem böm þurfa á að halda. Dagvistarstofnanir, þó góðar séu geta aldrei komið í stað foreldra. Útlendar konur, sem hafa alið upp börn á íslandi, hafa sagt að íslendingar etji bömum sínum út á guð og gaddinn rétt eins og sauð- kindum. Fyrmefnd niðurstaða þingsins undirstrikar þetta að nokkra, því miður. Þó svo að ýmislegt hafi verið gert til að bæta kjör bama, eins og það að lengja fæðingarorlof og fleira sem er gott svo langt sem það nær, er það ekki nóg. Lög era eitt og þjóðarviðhorf annað. Vinnu- félagar era ekki alltaf tilbúnir að leggja meira á sig vegna þess að einn úr liðinu er heima heill heilsu yfír veiku bami. Það vita margir foreldrar og það er ekki alltaf tek- ið út með sældinni að nota slík „réttindi" foreldra. Togstreitan og stressið verður tvöfalt. Um það eitt gætu margir foreldrar áreiðanlega vitnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.