Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
Um 4% færra fé slátrað
í haust miðað við í fyrra
NOKKRU færra fé verður
slátrað í haust hjá sláturhúsi
Vonámikilli
kartöflu-
uppskeru
„BÆNDUR voru svo að segja
rétt búnir að smyrja vélarnar
þegar byrjaði að rigna sem
aldrei fyrr,“ sagði Olafur
Vagnsson ráðunautur hjá Bún-
aðarsambandi Eyjafjarðar, en
kartöflubændur bíða flestir
hagstæðara veðurs til upptöku.
Ólafur sagði að kartöflubændur
í Eyjafirði byijuðu almennt að taka
upp kartöflur af krafti í fyrstu
viku septembermánaðar, en
nokkrir byrjuðu fyrr. Hann sagði
að horfur væru á að uppskeran
yrði mikil í haust.
„Það er nú kannski of mikið
sagt, að það séu bara vandræði
sem nú vaxi niður í jörðinni eins
og sumir vilja meina,“ sagði Ólaf-
ur, en bætti við að vissulega yrði
uppskeran afar mikil ef góð sprett-
utíð verður næsta hálfa mánuðinn
eða svo. „Ég reikna með að upp-
skeran verði í góðu meðallagi, það
er allt útlit fyrir það.“
Sauðfjárslátrun hefst 12. september:
KEA á Akuréyri en var í fyrra,
eða um 4% færra. Samkvæmt
sláturfjárloforðum verður um
42 þúsund fjár slátrað nú, en
var rétt tæplega 44 þúsund í
fyrra.
73 íbúðir aldraðra við Víðilund:
Sauðfjárslátrun hefst í slátur-
húsinu 12. september næstkom-
andi og sagði Óli Valdimarsson
sláturhússtjóri að miðað væri við
að Ijúka sláturtíð 24. október.
Um 120 manns vinna í slátur-
húsinu þær vikur sem sláturtíð
stendur yfir og sagði Óli að eftir-
spurn eftir vinnu hefði sjaldan eða
aldrei verið meiri. „Ég á ekki von
á að erfitt verði að manna slátur-
húsið í haust,“ sagði hann.
Nú eru til um 70 tonn af kinda-
kjöti í sláturhúsinu og átti Óli von
á að um 50 tonn eða rétt um
mánaðarbirgðir yrðu til þegar
sauðijárslátrun hæfíst eftir tæpar
tvær vikur. „Þessar birgðir eru
meðal annars til hjá okkur núna
vegna þess að við höfum verið að
taka kjöt frá Húsavík og Þórs-
höfn. Það væri auðvitað best ef
lítið sem ekkert kjöt væri til þegar
sláturtíð hefst,“ sagði Óli.
Marínó Þorsieinsson, einn íouanna
í fjölbýlishúsinu við Víðilund, fagnar
sjötugsafmæli sínu í dag, en hann
var einnig kátur í gær þegar íbúð-
irnar 30 í húsinu voru formlega af-
hentar. A myndinni með Marinó eru
bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arn-
viðarson, Birna Sigurbjörnsdóttir
og Heimir Ingimarsson. A innfelldu
myndinni afhendir Sigríður Stefáns-
dóttir forseti bæjarstjórnar Jóhann-
esi Eiríkssyni lykil að íbúð sinni.
Hér er risinn vísir að litlu þorpi
- segir Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar við afhendingu 30 íbúða
aldraðra í fjölbýlishúsi við Víðilund
„ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli, nú er liðið eitt ár frá því
að afhentar voru 30 ibúðir í fjölbýlishúsi við Víðilund og nú er verið
að afhenda aðrar 30 íbúðir í systurhúsi þess,“ sagði Sigurður
Ringsted formaður framkvæmdanefndar um íbúðabyggingar fyrir
aldraða, <jn í gær, á afmælisdegi Akureyrarbæjar, voru afhentar
formlega 30 íbúðir í fjölbýlishúsi við Víðilund. Þar hefur nú risið
íbúðabyggð fyrir aldraða, tvö 30 íbúða (jölbýlishús og 13 íbúðir í
raðhúsum. Flestar ibúðanna eru eignaríbúðir, en Akureyrarbær á
einnig nokkrar þeirra og leigir út.
Morgunblaðið/Rúnar I>ór
Þórsarar Akur-
eyrarmeistarar
Þórsarar léku við hvern sinn fíngur
á mánudagskvöld er lið þeirra varð
Akureyrarmeistari í knattspyrnu.
Þór sigraði KA með þremur mörk-
um gegn einu í framlengdum leik
á regnvotum Akureyrarvelli. Orm-
arr Örlygsson skoraði fyrsta mark
leiksins, en Valdimar Pálsson jafn-
aði fljótt fyrir Þór. í framlenging-
unni skoraði Árni Þór Árnason tvö
mörk og það voru því kampakátir
Þórsarar sem tóku á móti bikarnum.
Svo sem knattspyrnumönnum er
kunnugt er Þór í næstneðsta sæti
í Hörpudeildinni, en áhugamönnum
um knattspyrnu sem sáu umræddan
leik varð að orði í stúkunni að hér
eftir þyrfti að lengja leiktíma Þórs;
liðið næði sér ekki á strik nema í
framlengdum leikjum! Á myndinni
tekur Hlynur Birgisson fyrirliði
Þórs í leiknum við bikarnum.
Við afhendingu íbúðanna í gær
sagði Sigurður Ringsted að fyllilega
væri tímabært fyrir Akureyrarbæ
að huga að byggingu fleiri íbúða
fyrir aldraða því þegar væru um
20 manns á biðlista eftir íbúðum.
í ávarpi sínu við afhendinguna
minntist Sigurður tveggja manna
sem nýlega eru látnir, þeirra Erl-
ings Davíðssonar og Stefáns Rey-
kjalín, en báðir störfuðu þeir mikið
að málefnum aldraðra á Akureyri.
Sigríður Stefánsdóttir forseti
bæjarstjórnar gerði grein fyrir að-
draganda þess að ráðist var í bygg-
ingu íbúðanna og sagði að hann
mætti rekja til ársins 1982 er Félag
aldraðra var stofnað á Akureyri.
Innan félagsins var mikill áhugi á
að reisa eignaríbúðir fyrii- aldraða
og var stofnuð samstarfsnefnd fé-
lagsins og bæjarins. Eftir tillögum
hennar var farið, en þæi- voru þess
efnis að reisa skyldi tvö fjölbýlishús
og nokkur raðhús á óbyggðu svæði
við Víðilund.
Fyrsta skóflustungan var tekin
af fyrra ijölbýlishúsinu í október
árið 1987 og fyrstu íbúarnir fluttu
inn í júlí á síðasta ári. Framkvæmd-
ir hófust við síðara fjölbýlishúsið í
október 1988 og fluttu fyrstu íbú-
arnir inn í síðasta mánuði. íbúðirn-
ar voru síðan formlega afhentar við
athöfn í gær, á afmælisdegi Akur-
eyrarbæjar, er Jóhannes Eiríksson,
einn íbúanna, tók við lykli að íbúð
sinni úr hendi Sigríðar Stefánsdótt-
ur forseta bæjarstjórnar.
„Hér hefur risið byggð, vísir að
litlu þorpi,“ sagði Sigríður í ræðu
sinni í gær, en samtals eru 73 íbúð-
ir á svæðinu. Framkvæmdir eru
hafnar við byggingu þjónustukjarna
á milli fjölbýlishúsanna tveggja.
„Það er brýn þörf fyrir fleiri slíkar
byggingar og það hlýtur að verða
framhald þar á.“
Bjarni Reykjalín og Árni Ólafs-
son arkitektar hönnuðu bygging-
arnar, Teiknistofa Hauks Haralds-
sonar hannaði burðarvirki og lagn-
ir, Raftákn sá um hönnun og gerð
raflagna og Teiknistofa Halldórs
Jóhannssonar um lóðarhönnun.
Aðalverktakar að byggingunni voru
Fjölnismenn hf., en undirverktakar
voru Magnús Gíslason, Framtak,
Hákon Guðmundsson, Blikkrás,
Þórir Magnússon og Sigurður
Víglundsson.
Hundamálið á Dalvík:
Ákæra gefin
út á hendur
manninum
Ríkissaksóknari gaf í gær út
ákæru á hendur manninum sem
sigaði þýskum fjárhundi á lög-
reglumenn á Dalvík á sunnudags-
kvöld. Hundurinn hefur verið
aflífaður.
Arnar Sigfússon fulltrúi hjá sýslu-
mannsembættinu sagði að rannsókn
málsins væri lokið og hefði ríkissak-
sóknari gefið út ákæru á hendur eig-
anda hundsins í gærmorgun. Ákæran
er byggð á því að maðurinn hafi
gerst brotlegur við 106. grein al-
mennra hegningarlaga sem íjallar
um árás á opinbera starfsmenn.
Forsaga málsins er sú að tveir
drukknir menn sátu að drykkju á
Sæluhúsinu á Ðalvík á sunnudags-
kvöld, þeir sinntu ekki beiðni um að
yfirgefa staðinn, en annar mannanna
hafði scháfer-hund sinn með inni á
veiðingastaðnum og hafði gefið gest-
um staðarins í skyn að hann gæti
sigað á þá hundinum. Maðurinn sig-
aði hundi sínum á tvo lögreglumenn
sem komu á staðinn og hlaut annar
þeirra nokkur meiðsl af. Mennirnir
tveir, sem voru aðkomumenn á
Dalvík, voru handteknir á Akureyri
á mánudagskvöld.
Héraðsdómari hjá embætti bæjar-
fógeta og sýslumanns hefur fengið
málið í hendur og mun dæma í því.
/
7
CV
VERKMEKNTASKÖUNN
Á AKUREYRI
Skólasetning fer fram í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 2. september nk. kl. 17.00.
Skólameistari.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fjórir á slysadeild eftir árekstur
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á Leirubrúnni yfir Eyja-
fjörð síðdegis í gær. Ökumaður Toyota-bifreiðar, sem kom úr austur-
átt, missti stjórn á bifreið sinni á blautum veginum og skall hún
framan á Lada-bíl, sem kom vestan að. Ekki var vitað í gærkvöldi
hversu alvarleg meiðsl fólksins voru.