Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 34

Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake ^ Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Þú verður að sýna þolinmæði fyrri hluta dagsins. Daður leiðir ekki til neins sem er einhvers um vert. Þú nýtur byrjarins frá því í gær og átt gott leiði fram undan. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er tilvalið fyrir þig að fara í ferðalag núna ef þú treystir þér til að hafa hóf á ferðakostnaðin- um. Þú færð góðar fréttir og nýtur þess að leika þér með börn- unum. Farðu á mannamót. Tvíburar (21. maí —' 20. júní)- Þú verður að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þú varst með í bígerð. Maki þinn færir þér furðufregn. Nostraðu við eitthvað heima fyrir i kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HH8 Þú endurskoðar samning sem þú hefur gert. Smávegis kostnaður lendir á þér fyrri hluta dagsins. Þú fagnar innilega jákvæðum breytingum á hjónabandinu. Þú ættir að verja kvöldinu með maka þínum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú verður fyrir truflunum árdeg- is, en eftir það hefur þú góðan vinnufrið. Fjárhagshorfur þínar ættu að fara batnandi úr þessu. Láttu ekki hroka og eigingimi spilla árangri þínum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt í erfiðleikum með að ein- beita þér í morgunsárið. Ein- hverjar breytingar verða á áætl- unum þínum núna, en þeir kostir ^ sem nú koma í augsýn eru engu síðri en hinir sem eru úr sögunni. Vog (23. sept. 22. október) Þú kannt að fá gesti á óþægileg- um tíma eða eyða of miklum tíma í tilgangslaus símtöl. Kvöldinu verðu heima í kyrrð og næði með fjölskyldunni. Sporddreki (23. okt. — 21. nóvember) Nú færðu að kynnast leik kattar- ins að músinni. Þú hlýðir á til- löguflutning sem ekkert stendur á bak við. Kvöldið verður ánægju- legt. Bogmaöur * (22. nóv. — 21. desember) & Það leikur allt í lyndi hjá þér i -vinnunni í dag. Þú öðlast viður- kenningu allra sem starfa með þér. Haltu þig í hæfilegri fjarlægð frá fjárplógs- og spákaupmönn- um enda þótt þeir bjóði gull og græna skóga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu krítarkortið þitt af hóf- semd. Þú ert himinlifandi yfír góðu gengi þínu í gær og heldur áfram á sömu braut í dag. Frum- leikinn er það sem gildir núna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú færð enga næðisstund fyrr en síðdegis. Þú kannar ítarlega fjárfestingarmöguleika sem þér standa til boða um þessar mund- ir. Flýttu þér hægt. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) TSí Sólundaðu ekki tíma þínum. Vertu við því búinn að grípa gæsina þegar hún gefst. Kvöldið verður ánægjulegt í hópi góðra vina. Hjón eru sem einn maður. AFMÆLISBARNIÐ er skapandi og opinskátt, en stundum svolítið fastheldið á skoðanir sínar. Það hefur ríka ábyrgðarkennd,/en er ákaflega seintekið sem vinur. Það laðast oft að iðkun lærdóms eða sérfræði. Það á auðvelt með að vinna með öðrum og hvetja þá til dáða. Stjörnuspána á aö lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visíndalegra staðreynda. DYRAGLENS ( HVAO ER ftAÐ SEM 11 l þ(!»S>MÍPAR? Jf* V ^ / þ40ER OMDlRIÆfZíC-^B TAKA-syri-ueui^uM i'ssf V KOMIÐ J'™ s-y~\ \ i Íí \ ÍSÍfeÓ /Tl/J \ A GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA SMÁFÓLK LINU5, UJHAT 5HE 5 5UCH A PRETTV AM I 60IN6 LITTLE GIRL..DO YOU THINKSHE'LLPULLTHE „ BALL AWAY7TELL ME I ; ^_TO PO? iTt—u CgÖ- Xmt CAN TRU5T HER,LINU5.. | w ' B| i|‘ Lalli, hvað á ég Svona lítil og sæt að gera? stelpa ... Heldurðu að hún ýti boltanum til hlið- ar? Segðu að ég geti treyst henni, Lalli... YOU CAM TRUSTHER,OJARllE BROUJN ! YOU'RE IN L0VE, AREN'T YOU?G0 FORIT! KICR THAT FOOTBALL, CHARLIE BROLONÍ Þú getur treyst henni, Kalli Bjarna! Þú ert ástfanginn, er það ekki? Gerðu það bara! Sparkaðu boltanum, Kalli Bjarna! Hvað hef ég gert? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Úrslitaleikur Bandaríkjanna og Pakistans 198L §pil 28. Geim gæti verið í hættu í slæmri legu, en hvorugt parið í NS lét það aftra sér frá því að melda slemmu. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ DG104 V 876 ♦ KG8432 *- Austur ♦ 53 VD1092 ♦ 9765 ♦ Á109 Suður ♦ ÁK97 VÁK3 ♦ - ♦ KG8754 Opinn salur. Vestur Norður Austur Suður Solodar Nishat Levin Nisar Pass Pass Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 5 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Lokaður salur. Vestur Norður Austur Suður Masood Meckst. Zia Rodwell Pass Pass Pass 1 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 lauf Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 tíglar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Éftir aíkröfuopnun Nisars hlustar Nishat með 2 tíglum, en telur sig síðan þvingaðan til rót- tækra aðgerða þegar hann heyr- ir makker nefna spaða. Klunna- legar sagnir, en Precisionkerfi Meckstroths og Rodwells vinnur lítið betur úr spilinu. Eftir sterka laufopnun og nokkrar eðlilegar sagnir sýnir Rodwell slemmu- áhuga í spaða með 4 hjörtum. Hann reynir aftur með 5 hjörtum og Meckstroth „öryggismeldar" 6 tígla (Það er aldrei að vita hvað makker er að fara). í opna salnum fékk Nisar að svitna yfir úrspilinu. Út kom hjarta, sem hann drap og tromp- aði lauf. Hann fór aftur heim á hjarta og stakk lauf á ný. Þá trompaði hann tígul og gældi aðeins við laufkónginn. En hætti við og trompaði lauf lágt. Ásinn féll og þegar trompið lá 3-2 var spilið unnið. Zia kom hins vegar út með laufás á hinu borðinu, sem létti róður sagnhafa veru- lega. Vestur ♦ 862 ♦ G54 ♦ ÁD10 ♦ D632 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á hraðmóti í London fyrr á árinu kom þessi staða upp í skák Eng- lendinganna Mc Donald (2.360), alþjóðlegs meistara, sem hafði hvítt og átti leik, og Norman (2.215). Svartur lék síðast 18. — Hf8 og hótaði þar með að drepa hvíta riddarann á f4. 19. Hdhl! - Hxf4 20. Hxh7! — Rg6 21. Dh5 - Df5 22. Hxg7+ og svartur gafst upp, því er mát eftir 22. í\ Kxg7 23. D7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.