Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 47

Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNI KSI - URSLIT Vöm er besta sóknin! Sterk vörn Vals skilaði liðinu bikarmeistaratitli eftir vítaspyrnukeppni STERKUR varnarleikur Vals- manna og góð markvarsla Bjarna Sigurðssonartryggðu Valsmönnum sigur í öðrum úr- slitaleik sínum gegn KR í Bikar- keppni KSÍ. Þeir lögðu áherslu á vörnina, léku skynsamlega og tóku engu áhættu og í víta- spyrnukeppni varði Bjarni tvær spyrnur. Valsmenn sigruðu í vítaspyrnukeppninni 5:4 en KR-ingar geta sjálfum sér um kennt; þeir fengu ótal færi í leikjunum tveimur en nýttu þau ekki og verða því að bíða enn um sinn. alsmenn eru líklega með sterk- ustu vörn landsins og eftir að hafa endurheimt Sævar Jónsson virtust þeir ákveðnir í að taka enga áhættu. Þeim tókst að verjast sóknum KR-inga, þrátt fyrir að snilldarsendingar Rúnars Kristinsson- ar hafi oft skapað hættu, en Bjarni var öruggur í markinu. Smám sam- an dró úr sóknarþunga KR-inga og Valsmenn komust meira inní leik- inn. „Við reyndum að spila af öryggi og tóku enga áhættu í leiknum. Þegar kom í framlengingu var þetta bara spurning um þolinmæði og undir lokin biðum við bara eftir víta- spyrnukeppninni,“ sagði Sævar Jónsson. Leikurinn var mjög ólíkur þeim fyrri; meiri harka og minna fór fyr- ir skemmtilegu spili sem einkenndi fyrri leikinn. Á blautum velli má ekki mikið útaf bregða og bæði lið gerðu sér grein fyrir því. KR-ingar voru þó mun ákveðnari og með Rúnar Kristinsson sem besta mann náðu þeir strax völdum á miðjunni. Hann átti margar glæsilegar send- ingar en Pétri Péturssyni og Birni Rafnssyni tókst ekki að hrista af sér sterka vörn Vals. Færin voru þó nokkur og Bjarni varði tvívegis mjög vel með úthlaupum. Eftir rúmlega fjögurra tíma leik var loks komið að úrslitum. Víta- spymukeppnin var spennandi, eins og leikirnir báðir, en spumingin var fyrst og fremst um heppni. Bjami varði vel frá Birni Rafnssyni en Ólafur Gottskálksson svaraði fyrir KR er hann varði glæsilega frá Snævari Hreinssyni. Bjarni setti pressuna aftur á KR er hann varði víti Gunnars Skúlasonar og Sigur- jón Kristjánsson var öruggur í síðustu spymunni; setti boltann efst í vinstra hornið. Valsmenn léku af skynsemi og vöm liðsins var mjög sterk. Sævar, Þorgrímur og Einar Páll vom vel vakandi og Bjarni gífurlega örugg- ur í úthlaupunum. Baldur Bragason var n\jög sprækur á miðjunni í fyrri hálfleik og Steinar Adolfsson barð- ist vel. í framlínunni var Antony Karl sprækur en átti oftast í höggi við tvo eða þrjá varnarmenn og bar lítið úr býtum. KR-ingar vom sterkari í leiknum; á því er enginn vafi. En leikir vinn- ast ekki án marka og í raun ótrú- legt að liðið skuli aðeins hafa gert eitt mark í leikjunum tveimur. Rúnar var mjög ógnandi á miðjunni og Ragnar Margeirsson var sterk- ur, vann boltann oft og hélt honum veí. Lítið reyndi á vörnina og Ólaf- ur fékk aðeins tvö hættuleg skot á markið. Björn Rafnsson fékk fjölda færa og hann gleymir leikjunum líklega ekki í bráð. Pétur fékk einn- ig tækifæri til að tryggja KR-ingum sigur en við markið voru KR-ingum allar bjargir bannaðar. „Ég vil þakka KR-ingum fyrir tvo frábæra leiki og ég veit að þeir eru sárir. Þeir fengu færin en eftir nokkur ár verður ekki spurt að því. Við reyndum að leika skynsam- lega og það færði okkur sigurinn,“ sagði Þorgrímur Þráinsson. Logi Bergmann Eiðsson skrífar Morgunblaðið/KGA Mjólk er góð! Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Vals, fagnar sigri í Mjólkurbikarkeppninni á táknrænan hátt! Magni Blöndal Pétursson er til vinstri og hetja Valsmanna, Bjarni Sigurðsson markvörður, fyrir miðri mynd. „Valdi homið á síðasta metranumM - sagði Sigurjón Kristjánsson sem gerði síðasta markVals Morgunblaðið/RAX Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals og fyrrum markakóngur Iiðsins, hampar bikarnum í gærkvöldi. Hann hefur nú bæði orðið bikarmeistari sem leikmaður og þjálfari. Davíð Oddsson, borgarstjóri I Reykjavík, var heiðursgeistur á báð- um úrslitaleikjunum og afhenti fyrirliða Vals, Þorgrími Þráinssyni, sigurlaunin. Það var Siguijón Kristjánsson sem skor- aði úrslitamark leiksins í gær, úr 6. víti Valsmanna, en hann hefur verið meiddur og kom inn á sem varamaður í leikn- um. Davíð óskar honum til hamingju með handabandi á myndinni. Eg var gjörsamlega á taugum og blát.t áfram titraði. Ég vissi ekki hvort ég fengi að taka víti en vonaði það, og var ákveðinn í að skora og Bjarni létti af mér press- unni með því að verja vítið á und- an. Ég var ekki ákveðinn hvert ég ætlaði að skjóta en vaidi hornið á síðasta metranum,“ sagði Sigutjón Kristjánsson sem skoraði úr síðustu vítaspyrnu Vals. „KR-ingar fengu færin í leiknum og léku vel en vörn- in hjá okkur var mjög sterk og við sýndum að við erum „karakterlið“,“ sagði Sigutjón. „Leikur íjárnum“ „Þessi leikur var í járnum allan tímann og alls ekki jafn opinn og fyrri leikurinn. Við höfðum trú á að við gætum farið alla leið og ég held að það hafí ráðið úrslitum,“ sagði Bjarni Sigurðsson, markvörð- ur Vals. Hann stóð sig mjög vei í leikjunum tveimur og varði tvær spyrnur í vítakeppninni: „Ég lét viðbragðið ráða og hreyfði mig ekki fyrr «n þeir skutu og það heppnað- ist,“ sagði Bjarni. „Sigur liðsins" „Við lékum agað allan leikinn enda lærðum við það í fyrri leiknum að mistök eru dýrkeypt. Það hafði vissulega mikið að segja að fá Sævar aftur en þetta var ekki ein- stökum leikmönnum að þakka, heldur öilu liðinu sem heild,“ sagði Ingi Björn Albertsson, þjálfari Vals. Hann sagðist ekki hafa valið víta- skytturnar fyrr en eftir leikinn. „Þetta er í annað skipti sem við lendum í vítaspyrnukeppni og ég tel það best að sjá fyrst í hvernig ástandi menn eru.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.