Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 48
TNINCHESTER 'lSi
BYSSUR OG SKOTFÆRI
Heildsöludreifing:
I.Guðmundsson, simi :24020
I3RETLAN0I
FIMMTUDAGUR 30. AGUST 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Vélarbilun í Bessa:
Rak 74 mílur
tilhafsmeð-
angertvarvið
Isafirði.
ALVARLEG vélarbilun varð í log-
aranum Bessa IS á Vestíjarðamið-
um á laugardagskvöld. Að höfðu
samráði við útgerð skipsins ákvað
yfirvélstjórinn, Valgeir Jónasson,
að gera við bilunina úti.
Viðgerðin tók rúma 40 tíma. A
meðan rak skipið 74 mílur til hafs
og var farið að halla upp á land-
grunnið við Grænland þegar vélin fór
í gang um kl. 14 á mánudag. Togar-
inn er nú í höfn í Súðavík, þar sem
fullnaðarviðgerð fer fram.
Um tíma voru 8 vindstig þar sem
i j*Jogarinn var á reki, en að sögn skip-
stjórans, Jóhanns Símonarsonar, fór
skipið mjög vel undir rekinu og ekki
var hætta á ferðum. Hann taldi skip-
veija hafa unnið mikið afrek við véla-
viðgerðina. Það var álit manna sem
fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við
að það hefði kostað milli 10 og 12
milljónir króna að draga þetta 500
milljóna króna skip til hafnar.
Úlfar
Kærumál
í Flatey
DEILUR um umráðarétt yfir frið-
uðu íbúðarhúsi í Flatcy á Breiða-
firði, gamla prestbústaðnum á
Klausturhólum, hafa leitt til þess
að ábúandinn á Klausturhólum
hefur verið kærður til sýslu-
mannsins á Patreksfirði fyrir að
hindra að afkomendur séra Sig-
urðar Jenssonar geti neytt réttar
síns samkvæmt leyfi landbúnaðar-
ráðherra, lil að taka við umráðum
yfir húsinu og endurbæta það.
Aður hafði ábúandinn haft umráð
hússins um árabil en til hans hafði
því verið ráðstafað þegar 807«
eyjarinnar voru tekin eignarnámi.
Að sögn Jóhanns Salberg Guð-
mundssonar, lögmanns kærendanna,
er aðdragandi þess að kæran var
lögð fram sá að þegar fólkið hugðist
á grundvelli leyfis ráðuneytisins
hefja endurbætur á húsinu 16. júní
hótaði ábúandinn lögbanni. Fólkið
hafi þá frestað vinnu sinni en hafist
handa að nýju um verslunarmanna-
helgina. Þá hafi 15 manns mætt til
vinnu í Flatey og slegið upp tjöldum.
Sköminu síðar hafi nautgripir verið
reknir inn á lóð hússins og að tjöldum
fólksins. Þá hafi því verið sýndur
ýmis fjandskapur annar.
Jóhann Salberg Guðmundsson
sagði ástæðu þess að fólkið hefði
farið fram á og fengið umráð hússins
þá að húsið hafi verið vanrækt um
langan tíma og legið undir skennnd-
um af þeim sökum.
Valur vann í vítaspyrnukeppni
Morgunblaoið/KAX
Valur varð bikarmeistari í knattspyrnu í gærkvöldi eftir að hafa sigrað KR í vítaspyrnukeppni. Liðin höfðu leikið tvo framlengda leiki í
samtals 240 mínútur án þess að úrslit réðust. Þetta er í fyrsta skipti í þriggja áratuga sögu keppninnar, sem úrslit ráðast í vítaspyrnukeppni.
Sjá nánar um leikinn á íþróttasíðum, bls. 46 og 47.
Tillaga samgönguráðuneytis:
Flugleiðir sinni áætlunarleiðum
Arnarflugstil 1. febrúar 1991
Arnarflugsmenn vilja að ísflug taki við
Samgönguráðnneytið hefur lagt til við stjórn Arnarflugs, að Flug-
leiðir hf. taki við fiugi á öllum áætlunarleiðum Arnarflugs til 1.
febrúar 1991. Á þeim tíma verði unnið að endurskipulagningu á íjár-
hag Arnarflugs, sem taki við fluginu á ný að þeim tíma liðnum.
Sljórn Arnarflugs hf. liefur tjáð samgönguráðuneytinu, að þetta sé
mjög slæniur kostur fyrir fyrirtækið og spurt, hvort ráðuneytið
væri tilbúið til að veifii ísfiugi hf. flugréttinn á þessu tímabili, ef
nýir aðilar tækju við því fyrirtæki ineð auknu hlutafé.
Samkvæmt. upplýsingum Morg-
unblaðsins setti samgönguráð-
herra þessa tillögu fram á fundi
með forráðamönnum Arnarflugs
hf. í gærmorgun. Þeir töldu þetta
hins vegar mjög slæman kost
vegna þess, að við slíkar aðstæður
yrði Arnarflug að segja upp öllu
starfsfólki sínu jafnframt því að
taka á sig kostnað vegna launa-
greiðslna til starfsfólks á uppsagn-
artíma. Að þessu tímabili liðnu,
þ.e. hinn 1. febrúar 1991, mætti
búast við, að þetta starfsfólk, þar
á meðal flugmenn hefði horfið til
annarra starfa og sú þekking á
flugrekstri, sem væri til staðar
innan fyrirtækisins, mundi glatast.
Þá munu forráðamenn Arnar-
flugs liafa bent á, að félagið yrði
Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði:
Metverð fyrir þorsk úr Rán
RÁN HF, sem er í elgu Stálskipa lif. í Hafnarfirði, fékk metverð,
eða 104 króna meðalverð, fyrir 37 tonn af þorski, sem seld voru á
fiskmarkaðinum í Hafnarfirði í gær, miðvikudag. Grandi hf. keypti
megnið af þorskinum. Seld voru 26 tonn af karfa úr skipinu fyrir
49 króna meðalverð og 8,6 tonn af ufsa fyrir 53ja króna meðalverð
en alls voru seld tæp 72 tonn úr skipinu fyrir um 5,6 milljónir
króna, eða 77,72 króna meðalverð.
Á fiskmarkaðinum í Hafnarfírði
. voru einnig seldar gellur frá Fiskiðj-
unni Bylgju í Ólafsvík fyrir 525
króna meðalverð, sem er metverð.
Grétar Friðriksson, frarn-
kvæmdastjóri markaðarins, segir
að verðið hafi verið hátt á innlendu
mörkuðunum undanfarið vegna
mikils skorts á fiski og mikillar eft-
irspurnar og hann reikni með að
verðið haldist hátt á næstunni.
„Verðið hefur lækkað á mörkuðun-
um á sumrin en það gerði það htns
vegar ekki í sumar," segir Grétar.
„Allt, sem syndir í sjónum, fer á
háu verði. í þessum mikla fisk-
skorti fara menn að leita að nýjum
leiðum í vinnslu og nýjum mörkuð-
um. Á innlendu fiskmörkuðunum
kostar til dæmis kílóið af keilu
50-60 krónur, steinbít um 70 krón-
ur og. tindabikkju 20 krónur.“
á þessu trmabili að standa undir
leigugreiðslum vegna flugvélar,
sem engin verkefni hefði. Tillaga
samgönguráðuneytis fæli því í sér
talsverðan viðbótarfémissi fyrir
Arnarflug, sem áætla mætti a.m.k.
100 milljónir króna sem beint fjár-
hagstjón.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun stjórn Arnarflugs
hafa beint þeirri fyrirspurn til
samgönguráðherra, hvort _ hann
væri tilbúinn til að veita ísflugi
hf., sem var stofnað haustið 1989,
leyfi til þess að halda uppi flugi á
áætlunarleiðum Arnarflugs á
þessu tímabili fram til 1. febrúar
1991 að því tilskildu, að nýir hlut-
hafar kæmu inn í það fyrirtæki
með auknu hlutafé, sem dygði ti!
þess að halda þessari starfsemi
uppi. ísflug hf. mundi bjóðast til
að taka við ráðningarsamningum
starfsmanna Arnarflugs og leigu-
samningi flugvélar. Með þessum
hætti telja stjórnendur Arnarflugs
að hægt sé að firra félagið frek-
ara fjárhagstjóni.
Arnarflug fengi með þessum
hætti svigrúm til þess að endur-
skipuleggja ijárhag sinn. Að því
tilskildu að það tækist mætti sam-
eina Arnarflug og ísflug í eitt fyr-
irtæki, sem hefði fjárhagslegt bol-
magn til þess að takast á við þetta
verkefni.
Mikil fundahöld voru hjá Arnar-
flugi í gær. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins verður áætl-
unarflugi haldið uppi með eðlileg-
um hætti í dag. Nokkrir af starfs-
mönnum Arnarfiugs mættu ekki
til vinnu í gær vegna óvissunnar
um framtíð félagsins. Geir Gunn-
arsson, stjórnarformaður Arnar-
flugs, sagði að enginn starfsmaður
hefði þó sagt upp störfum, og
hann ætti von á sumu þessu starfs-
fólki í vinnu aftur í dag. Talsmenn
Arnarflugs áttu samtöl við aðra
ráðherra auk samgönguráðherra í
gær en í gærkvöldi lá ekki fyrir
hver yrði endanleg niðurstaða
samgönguráðuneytis.
Grænlenskt
frystihús:
Icecon átti
lægsta tilboð
ÍSLENSKA fyrirtækið Icecon
bauð lægst í nýtt frystihús sem
fiskviiinslufyrirtæki græn-
lensku landsstjórnarinnar,
Royal Greenland, hyggst reisa
í Nuuk.
Fjögur tilboð bárust og voru
þau opnuð í gær. Að sögn Laur-
itz Christiansen hjá Royal Green-
land nam tilboð Icecon um 69
milljónum danskra króna, eða
648,6 milljónum íslenskra króna;
næstlægsta tilboðið var frá græn-
lenska fyrirtækinu ETCON sem
bauð 70 milljónir danskar, eða
658 milljónir íslenskra króna.