Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
9
Miskunnsami Samverjinn
eftir sr. HJÁLMAR
JÓNSSON
Guðspjall:
Lúk. 10:25-37
Hver er náungi minn, og hver
er ekki náungi minn? Það er
spurning dagsins. Því er hver ein-
stakur að svara jafnóðum. Alla
ævi erum við að kynnast fólki.
Lífið er röð af atvikum þar sem
við mætumst, eigum samskipti,
viðskipti, en síðan skilja leiðir,
liggja saman að nýju, eða ekki.
Sumir gleyma eða gleymast, aðrir
muna eða hafa áhrif sem ekki
gleymast. Orð eða verk festast í
minni.
Hugsanir, orð og gerðir skipta
máli í samskiptum við fólk í sam-
félaginu. Rangindi og óvild spillir
og eitrar en réttlæti og kærleikur
bætir og græðir.
í sögu dagsins greinir Jesús frá
manninum, sem féll í hendur ræn-
ingja. Hann lýsir ólíkum viðbrögð-
um þeirra, sem áttu leið hjá. Hann
segir frá mannlegum samskipt-
um. Ástæðan var sú að lögfræð-
ingur, sem. einnig var vel að sér
í heilagri ritningu, spurði hann út
í eilíft líf. Hann velti því fyrir sér
eftir hvaða reglum og „paragröff-
um“ þyrfti að fara til þess að
ávinna. sér þegnrétt ( eiltfðinni.
Hann virðist kunna það bærilega
fyrir þetta líf, — það veldur honum
ekki áhyggjum heldur það kom-
andi.
Jesús tekur dæmi, sem viðmæl-
andinn hlýtur að skilja. Hann seg-
ir honum frá manni, sem varð
fyrir líkamsárás. Hann bendir á
það sem var alltaf að gerast.
Hann sagði þessum áhugamanni
um eilífa lífið, að vettvangurinn
væri hér í heimi. Hann lifði og
gæti lifað lífí sinu hér á jörð með
hliðsjón af eilífðinni. í daglegum
viðbrögðum og afstöðu væri hann
að bregðast, — eða bregðast við.
Kristin trú felur í sér virka,
ábyrga, afstöðu til lífs og samfé-
lags. Guðsríkið er hér mitt á með-
al okkar. Eilífðin er undarlega
samfléttuð tímanlegu lífi. Við
skulum ekki vera með áhyggjur
af eilífu lífi. Við gætum misst það
ef við erum sífellt að basla við
að ávinna okkur það sjálf. Okkur
hefur borist vitneskja, opinberun^
á vilja Guðs og tilgangi lífsins. I
guðspjallinu segir, að svo hafi vilj-
að til að mann hafi borið þar að,
sem særði maðurinn lá. Hann var
prestur, sem var að flýta sér í
musterið. E.t.v. var hann að velta
því fyrir sér hvernig hann gæti
áunnið sé eilíft líf. Jesús bendir á
þann sem er hjálparþurfi og segir
að eilífa lífið sé fólgið í því að
blanda sér í málin, láta sig varða
hag og heill þeirra, sem eru á
sömu leiðinni, — eru náungar. Það
ber svona til að Guð kemur góðu
til leiðar í mannlegu samfélagi.
Einn er hjálparþurfi, annar, sem
er honum næstur í það sinnið,
hjálpar eftir mætti. Það er sjálf-
sagt mál og ekki gert í því skyni
að vinna sér inn fyrir bættum
kjörum annars heims. Að leggja
lið og reynast vel náunga sínum
er sjálfsagt mál í því ríki sem
Kristur er að breiða út um heim-
inn. Með því móti er maðurinn
að sinna því hlutverki, sem hann
er skapaður til.
Við erum á ferð með fyrirheiti.
Far og gjör hið sama og miskunn-
sami Samveijinn. Spyrðu ekki um
skoðanir þess sem þarf á náunga-
kærleika að halda. Settu þig inn
í aðstæðurnar og bættu úr eftir
því sem þú hefur tök á. Gerðu
það vegna Krists. Náunginn er
þér viðkomandi.
í guðspjallinu var prestur annar
þeirra, sem gengu hjá án þess að
hjálpa. Gamall prestur 'sagði við
annan, sem var að hefja prests-
skap. Reyndu, drengur minn,
reyndu. Þú mátt gjarnan gera
mistök. Það er þúsund sinnum
betra en að ekkert sé reynt.
VEÐURHORFUR í DAG, 9. SEPTEMBER
YFIRLIT: Skammt vestur af Vestfjörðum er 995 mb lægð á hreyf-
ingu norðaustur. Á sunnanverðu Grænlandshafi er lægðarbóla einnig
á leið norðaustur en milli Grænlands og Laborador er vaxandi lægð
sem mun koma inn á Grænlandshaf í fyrramálið.
HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan hvassviðri með mikilli rigningu
um landið vestan- og sunnanvert, en úrkomulítið norðaustan- og
austanlands. Hlýtt, einkum á Norður- og Austurlandi.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri 8 skýjað Glasgow 11 skýjað
Reykjavík 9 rigning Hamborg 11 súld
Bergen 12 rigning London 10 skýjað
Helsinki 12 þokumóða Los Angeles 22 heiðskírt
Kaupmannah. vantar Luxemborg 11 skýjað
Narssarssuaq 4 alskýjað Madrid 17 skýjað
Nuuk 2 súld Malaga 22 skýjað
Osló 12 skýjað Mallorca 21 kýjað
Stokkhólmur 11 þokumóða Montreal 7 heiðskírt
Þórshöfn 10 léttskýjað NewYork 20 léttskýjað
Algarve 19 léttskýjað Orlando 24 mistur
Amsterdam 13 skúr Paris 11 skýjað
Barcelona 18 alskýjað Róm 22 léttskýjað
Chicago 19 skýjað Vín 11 skýjað
Feneyjar 13 heiðskírt Washington 24 skýjað
Frankfurt 11 þokumóða Iqaluit 2 skýjað
ö A Norftan, 4 vindstlg:
Heiftskirt / / / / / / / Rignlng V Skúrír Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjööur
4
Léttskýjaö * / * $ Slydduél er tvö vindstig.
/ * / * Slydda V
Hálfskýjaö / * / * * * É1 ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus
m Skýjaö * * * * * * * Snjókoma V = Þoka
m Alskýjaö 5 9 9 Súld oo Mistur = Þokumóöa
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í
Reykjavík, dagana 7. september til 13. september, að
báðum dögum meðtöldum er í Laugavegs Aoóteki. Auk
þess er Holts Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunn-
ar nema sunnudaga.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17
til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga
daga 10-16, s. 620064.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600).
Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara
fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl.
16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini.
Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg-
is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknireða hjúkrunar-
fræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka
’78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar
eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum.
Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra,
s. 22400.
Krabbamein. Uppl. og ráögjöf. Krabbameinsfél. Virka
daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og
fimmtud. 11-12 s. 621414.
Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis-
tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við
lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki aö gefa upp nafn. Við-
talstímar miövikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari
tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam-
taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S.
91-28539 — símsvari á öðrum tímum.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöö, s. 612070: Virka daga
8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virká daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-
tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög-
um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga —
fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14.
Uppl. vaktþjónustu í s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12.
Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á
laugardögum ogsunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka
daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14.
Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl-
ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiöra heimilis-
aðstæðna, samskiptaerfiðleika/einangrunar eða persón-
ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa
Ármúla 5 lokuð til ágústloka. Sími 82833. Símsvara verð-
ur sinnt
Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður-
götu 10.
G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks.
Uppl. veittar í Rvík f símum 75659, 31022 og 652715. í
Keflavík 92-15826.
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s.
622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingart.
Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12.
Fimmtud. 9-10.
Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal-
ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir
aðstandendur þriðjudaga 9—10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól
og aðstoð fyrir konur sem beittar. hafa verið ofbeldi í
heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun.
MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s.
688620.
Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum.
S. 15111 eða 15111/22723.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22.
Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem
orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 626868/626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu-
múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn-
arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.—
föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12,
s. 19282.
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða,
þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega.
Fréttasendingar Rfkisútvarpsins til útlanda daglega á
stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands
Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15770, 13830
og 11418 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 15770, 13855, 11418
og 3295 kHz.
Hlustendum á Noröurlöndum geta einnig nýtt sér send-
ingar á 17440 kHz kl. 14.10 og 13855 kHz kl. 19.35 og
kl. 23.00.
Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35-
20.10 og 2300-23.35 á 17440, 15770 og 13855 kHz.
Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft
nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55.
Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu-
dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku.
ísl. tími, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild.
Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður
kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn-
artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl.
20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð-
deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19.
Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl.
16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu-
daga kl. 18.30 til kl. 19.30og eftir samkomulagi. á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla
daga kl..14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól
hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens-
ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð-
in: Kl. 14 til kl. 19. Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. -
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-
16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og
kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30
til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími
daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali
Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkr-
unarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eft-
ir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhring-
inn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík -
sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—
19.30. Um helgar og á háVðum: Kl. 15.00—16.00 og
19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími
alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild
og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysa-
varðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud.
— föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur
mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánssalur (vegna heimlána)
sömu daga kl. 13-16.
Háskólabókasafn: AÖalbyggingu Háskóla íslands. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú
veittar í aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti
29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122. Bústaöasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru
opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud.
kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsalur,
s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda-
safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19,
þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Við-
komustaðirvíðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Geröu-
bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl.
10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16.
Árbæjarsafn: Opið alla daga nema.mánudaga kl. 10-18.
Þrjár nýjar sýningar: „Og svo kom blessað stríðið“ sem
er um mannlíf í Rvík. á stríðsárunum. Krambúð og sýning
á vogum og vigtum. Prentminjasýning og verkstæði bóka-
geröarmanns frá aldamótum. Um helgar er leikið á harm-
onikku í Dillonshúsi en þar eru veittar veitingar.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19.
Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl.
13-15.
-Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn-
ingarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18. íslensk verk í eigu safnsins sýnd í
tveim sölum.
Safn Ásgríms Jónssonar: Opið til ágústloka alla daga
nema mánudaga kl. 13.30—16.
"Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opið alla daga kl. 10-16.
Húsdýragaröurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku-
daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga nema mánu-
daga kl. 13.30—16. Höggmyndagarðurinn daglega kl.
11-17.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Þriðjudaga 20-22. Kaffi-
stofa safnsins opin. Sýning á andlistsmyndum.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóöminjasafns, Einholti 4: Opið
sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og
laugardögum kl. 13.30-16.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl.
10-21. Lesstofan kl. 13-19.
Byggöasafn Hafnarfjarðar: Opið alla daga nema mánu-
daga, kl. 14-18. Sími 54700.
Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið alla daga nema
rrfánudaga kl. 14-18. Sími 52502.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri s. 96-21840.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavik: Sundhöllin: Mánud. — föstud.
kl. 7.00-20.30. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-
15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-
17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-
17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-
20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-
17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.; 7.00-20.30.
Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga:
7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-
17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga — föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga:
7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu-
daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar-
daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16.
Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga
7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl.
7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga
kl. 9-16. Kvenpatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl.
20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl.
7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260.
Sundlaug Seltjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl.
7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.