Morgunblaðið - 09.09.1990, Side 12

Morgunblaðið - 09.09.1990, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 ing ekki dugað til að rétta við. Saga Arnarflugs síðan er reyfara líkust. Nýju eignaraðilarnir voru allir þekktir úr viðskiptalífínu, höfðu glímt við ýmsar þrautir, en líklega aldrei komist í hann j'afn krappan og hjá Amarflugi. Hörður Einarsson stjómarformaður hafði á bak við sig um 17,5% hlut í félaginu, eignarhlut Frjálsar fjölmiðlunar sem gefur út DV og hlut þriggja aðila, Islensku útflutningsmiðstöðvarinnar, Jóns Brynjólfssonar og Rækjuvers. Jó- hann Bergþórsson, forstjóri Hagvirk- is, átti sæti í stjóm, en hans fyrir- tæki var skráð fyrir 15,4% hlut. Axel Gíslason var fulltrúi Sambands- fyrirtækjanna, Regins, Samvinnu- ferða, Samvinnutrygginga og Olíufé- lagsins, sem samtals áttu 11,7%. Gunnar Bernhard var fulltrúi Honda á íslandi, sem átti 9,2%, Siguijón Helgason fulltrúi Rækjuness, sem átti 8,4%, Lýður Friðjónsson fyrir Vífilfell, sem átti 3,4% og Guðlaugur Bergmann fyrir Kamabæ, sem átti 2,8%. Nokkrir stórir aðilar voru utan við stjómina, svo sem Hótel Saga sem átti 5,9%, Smjörlíki sem átti 2,5%, P. Samúelsson, sem átti 0,8% og Skúli Þorvaldsson í Hótel Holt, sem átti 0,8%. Alls em hluthafarnir ríflega 2.000, en fyrrgreind eignar- hlutdeild er nokkuð á reiki eftir til- komu Svavars Egilssonar í fyrirtæk- ið, en að því verður vikið síðar. Fyrir þessum mönnum lá að end- urskipuleggja fyrirtækið. Það reynd- ist útilokað án tilstyrks ríkisvaldsins. Jarðvegur fyrir ríkishjálp var ekki slæmur á þessum tíma. Sár vora opin eftir gjaldþrot Hafskips og margir máttu ekki til þess hugsa að enn eitt reiðarslagið dyndi yfir, gjald- þrot Arnarflugs. Á síðasta starfsdegi Alþingis 23. apríl árið 1986 var mælt fyrir stjómarframvarpi um málefni Amarflugs og það síðan samþykkt samdægurs. Lögin heimil- uðu ríkisábyrgð á láni allt að 2,5 milljónum bandaríkjadala, um 150 milljónir á núgengi, „til að bæta greiðslustöðu fyrirtækisins" og var jafnframt heimilað að ríkissjóður tæki þátt í greiðslu vaxta af lánum. Eilífar þrætur við ríkisvaldið í lögunum era þrenns skonar skýr skilyrði fyrir ríkisábyrgð. Þess er krafíst að fyrir liggi „skilyrðislaus loforð“ um nýtt hlutafé, a.m.k. 95 milljónir króna á þávirði. Við þetta var staðið af hálfu nýju eignaraðila Amarflugs. í öðra lagi skyldi kaup- leigusamningur Arnarflugs um Boe- ingþotuna TF-VLT vera til trygging- ar ríkisábyrgðinni. í þriðja lagi skyldu öll opinber gjöld Amarflugs sem þá vora í vanskilum greidd upp á fjóram áram. Að auki var tekið fram að fjármálaráðherra væri heim- ilt að setja frekari nauðsynleg skil- yrði fyrir ríkisábyrgðinni. Ekkert varð úr afgreiðslu málsins sumarið og fyrstu vikur haustsins 1986, en þann 28. nóvember tókust samningar við Sumitomu-bankann um lán til Arnarflugs með ríkis- ábyrgð, 2,5 milljónir dollara með breytilegum vöxtum. Hluta lánsins, 400 þúsund dolluram var varið til að greiða upp eldri lán og vanskil hjá ríkisábyrgðasjóði, en meginhluti þess, 1.540 þúsund dollarar, var greiddur Útvegsbankanum. í ágúst 1988 ábyrgðist ríkissjóður síðan ann- að lán frá sama banka, að fjárhæð 229 þúsund dollarar, og skal það greiðast upp að fullu þann 10. ágúst árið 1995. Auk þeirrar fyrirgreiðslu sem byggðist á lögunum frá vordögum 1986, töldu forsvarsmenn Amarflugs sig eiga það loforð hjá stjómvöldum frá sama tíma, að þau sæju um að fjármagna sölu hluthafaskuldabréfa, þannig að ríkissjóður, ríkisbanki eða önnur ríkisstofnun lánaði hinum nýju hluthöfum með þægilegum kjörum meginhlutann af þeim 95 milljónum í hlutafé, sem lögin settu sem ský- laust skilyrði ríkisábyrgðarinnar. Að sögn embættismanna í fjármálaráðu- neytinu voru engin tiltæk gögn í ráðuneytinu, sem bentu til þess að slíkt loforð hefði verið gefið, en að lokum höfðu stjómvöld þó milligöngu um hagstæð lán til nýrra hluthafa, aðallega í Framkvæmdasjóði og Út- vegsbanka. Eftir þetta þetta hafa sífellt verið fréttir af samskiptum Amarflugs- manna og stjómvalda. Viðhorf Am- arflugsmanna hafa einkennst af stór- hug, að sögn ráðuneytismanna, þeir hafa sýnt fram á hveija björgunarað- gerðina eftir aðra, og kynnt til sög- unnar áhugasöm fyrirtæki og afreks- menn úr viðskiptalífí beggja megin Atlantshafsins. En niðurstöður hverrar lotu hafa reynst í öfugu hlut- falli við upphaflega bjartsýni, segja ráðuneytismenn. Samgönguráðherra var þá þegar farinn að beita sér fyr- ir því að Amarflug sameinaðist Flug- leiðum. í desember 1988 fóra viðræð- ur í strand og á sama tíma ræddu Amarflugsmenn við fulltrúa holl- enska flugfélagsins KLM um fjár- hagsaðstoð og skuldbreytingu og afslátt af viðskiptum í eitt eða tvö ár. Út úr þessum viðræðum kom lítið sem ekkert og á meðan beðið var úrslita harðnaði enn á dalnum hjá Amarflugi. Eurocontrol, fyrirtæki sem sér um innheimtu yfírflugs- gjalda í Evrópu, hótaði að kyrrsetja vél Arnarflugs ef ekki yrði sinnt skuld félagsins við það. Nú hljóp ríkisábyrgðarsjóður undir bagga enn einu sinni með 8 milljóna króna greiðslum á þávirði, því sýnt þótt að kyrrsetning myndi hleypa öllu í strand. Amarflugsmenn kynntu til sögunnar fleiri bjargvætti, þar á meðal John Vartan, sem kallaður var „bísnessmaður ársins í Harrisburg. Hann var sagður tilbúinn að leggja hundruðir milljóna króna í félagið, en einhverra hluta vegna komst hann ekki til landsins á tilsettum tíma, að sögn embættismanns í fjárrnálaráðu- neytinu. Enn og aftur var leitað til Flugleiða en ekki náðist samkomulag um verð og viðræðum slitið eins og fyrr, í lok febrúar. Nýr tónn og samkomulag við Ólaf Ragnar Um þetta leyti var ríkisábyrgðar- sjóður búinn að leysa til sín vélina, þjóðarþotuna, í samræmi við lögin frá vorinu 1986, því ekki hafði verið staðið í skilum. Því töldu ýmsir að nú væra dagar Amarflugs loks tald- ir, varla gæti félagið verið flugvéla- laust. Annað kom á daginn. Amar- flugi tókst að leigja vél frá Flugleið- um. Að endingu samþykkti ríkis- stjómin 17. mars árið 1989 tillögu um aðgerðir til handa Amarflugi um að ríkið gefí eftir eða breyti í víkjandi lán 150 milljónum króna af skuldum Amarflugs hf. við ríkissjóð. Ríkið útvegi Amarflugi hf. lán upp að því marki sem fullnægjandi og aðgengi- leg veð væra fyrir samkvæmt skil- yrðum ríkisábyrgðarsjóðs eða Frám- kvæmdasjóð. Að öðra leyti verði skuldir Amarflugs við ríkissjóð gerð- ar upp með söluandvirði TF-VLT, þjóðarþotunnar. Ákvörðun var hins vegar með fyrirvacg um samþykki Alþingis. Síðan ségir í samþykkt- inni: „Það er skoðun stjómarinnar að það sé síðan hlutverk aðila sem leggja, ef til kemur, nýtt fé inn í fyrirtækið að meta hvort viðunandi endurfjármögnun náist fram með þessum hætti og hvort um nægjan- lega traustan rekstrargrandvöll verði að ræða.“ Síðan segir: „Rétt er að undirstrika að hér er um endanlega afgreiðsltj ríkisstjómarinnar að ræða og eigendur og stjórnendur Amar- flugs hf. geta á engan hátt reiknað með frekari fyrirgreiðslu af hálfu stjómvalda á grundvelli þesSarar af- greiðslu nú eða framvegis." Enn og aftur stóð í stappi hjá Amarflugi og fjármálaráðuneytinu, því ráðuneytið hefur talið nauðsyn- legt að félagið gerði mjög skýra grein fyrir sínu máli, svo hægt verði að leggja málið fyrir Alþingi og efna þar með loforð ríkisstjórnarinnar. Á aðalfundi félagsins í sumar sauð síðan upp úr, þegar Hörður Einars- son, sem var að hætta stjómarfor- mennsku, gaf frá sér yfirlýsingar og ásakanir í garð Ólafs Ragnars Grímssonar, fjármálaráðherra. Nýr stjórnarformaður, Geir Gunnarsson, kaus hins vegar að fara mjúku leið- ina gagnvart ráðuneytinu, segja kunnugir, með þeim árangri að nú virðist hafa náðst samkomulag milli ráðuneytisins og félagsins í stórum dráttum um heildarskuldimar og hvernig ríkisstjórnarloforðið komi til framkvæmda. Þótt Geir sé nú andlit fyrirtækisins út á við, segja heimild- armenn Morgunblaðsins að Hörður Einarsson vinni hörðum höndum bak við tjöldin. „Það er rétt að búið að er að halda þessu gangandi, meira af vilja en mætti,“ segir Geir Gunnarsson og bætir við. „Ég er ekki fylgjandi slíkum vinnubrögðum. Annað hvort tekur maður þetta með trakki, eða það gengur ekki.“ Óvæntu tiboði hafnað Að margra mati létu stjómarmenn Arnarflugs tækifæri úr greipum sér ganga í byijun árs, er þeir höfnuðu tilboði sem kom í fyrirtækið. í sam- starfi við þýska aðila buðust Skúli Þorvaldsson, í Hótel Holt og Ómar Staða Arnarflugs gagnvart ríkinu Staðan í órslok 1986 var oróin sú aó rikisóbyrgóasjóður var baeói óbyrgur fyrir greióslum af Sumitomo-lóninu, og greiðslum vegna kaupleigu- samnings þjóóarþotunnar. Arnarflugi gekk afar illa að standa við þessar skuldbindingar sínar, og hefur rfkisóþyrgöasíóður ó hverju óri síðan 1987 orðið að standa skil ó itiiklum greiðslum fyrir félagið. Leigugreiðslur vegna þotunnar 1987—'90 Vextir og afborganir af Sumitomo-lónunum lóntökukostnaður Greitt til „Eurocontrol" Tryggingariðgjöld Greiðslur vegna „C-skoðunar“ Greitt vegna „Aer Lingus" Ymis kostnaður Vextir Ríkisóbyrgðasjóðs' 127.057.595 kr. 45.144.763 kr. 1.092.213 kr. 8.669.798 kr. 780.138 kr. 23.762.002 kr. 5.219.456 kr. 288.159 kr. 96.375.239 kr. Samtals 308.389.363 kr. Samtals innborganir fró Arnarflugi 55.239.091 kr. Skuld við Ríkisóbyrgóasjóð 1.7.1990 253.150.272 kr. Sem kunnugt er leysti rikið til sín Boeing-þotuna í febrúar 1989 meó því aó nýta kaupréttarókvæóín í kaupleigusamningnum. Ríkið keypti vélina ó 4,1 mílljón dollara, og skyldi söluhagnaði Arnarflugs varið til að gera upp vanskil, en að öðru leyti renna til Arnarflugs samkvæmt ókvæðum í samningum ríkisins og Arnarflugs fró 1986. Ríkið seldi síðar Boeing-þot- una, 4. janúar 1990, og er söluverð 7,1 milljón dollara, sem dragast fró eftirstöðvum Sumifomo-lónanna og vanskil Arnarflugs við ríkisóbyrgða- sjóð. Þegar gerður hefur verið upp söluhagnaður af þotunni og af lón- um Arnarflugs er lokastaðan þessi: Eftirstöðvar Sumitomo-lóna Skuld við ríkisóbyrgðasjóð 387.91 6.069 kr. 253.150.272 kr. 641.066.341 kr. Söluandvirði þotunnar 441.399.062 kr. Skuld Arnarflugs 199.667.279 kr. Heildarskuld Arnarflugs við ríkið Samanlagðor skuldir Arnarflugs í júlí við rikið, rikisóbyrgóasjóð, eru því eins og hér greinir: skattskuldir og skuldir við Skuld vegna skatta Skuld við rikisóbyrgðasjóð 158.451.135 kr. 199.667.279 kr. Samtals 358.1 18.414 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.