Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
17
fannst ég þurfa að taka mér eitthvað
fyrir hendur þangað til. Blaðamanna-
miðstöð hafði verið sett upp á hótel-
inu en starfsmennirnir voru ekki
mættir. Ég ákvað að hringja í Peter
Salah, fyrverandi ráðuneytisstjóra í
upplýsingaráðuneytinu. Ég hafði
kynnst Peter Salah í fyrstu ferðinni
til Jórdaníu fyrir níu árum. Við höfð-
um haldið kortasambandi og drukk-
um jafnan saman te og hjöluðum
saman þegar ég var í Jórdaníu. Ugg-
laust gæti hann gefið mér holl ráð
og leiðbeiningar. Svo væri kannski
ráð að prófa myndavélina mína sem
ég hafði aldrei nokkurn tíma tekið á
fyrr.
Peter Salah hafði fengið sér morg-
ungöngu, sagði konan hans og
hvatti mig til að hringja eftir kortér.
Blaðamannamiðstöðin var enn harð-
lokuð. Þetta var allt hið ruglaðasta
mál. Ég ákvað að ganga undir blæ
himins blíðan og íhuga málið.
Handan götunnar var mikill
mannsöfnuður, en allt virtist það að
vísu friðsemdarfólk. Ég hugsaði með
mér að það væru sennilega í þann
veginn að bijótast út óeirðir, fiestir
blaðamennirnir hlaupnir út og suður
og ég sæti ein að stórfrétt. Ég tók
nokkrar myndir af þessum mann-
söfnuði og beið svo átekta, það gæti
dregið til tíðinda á hverri stundu.
Svo rann upp fyrir mér ljós nokkru
síðar, bandaríska sendiráðið
var þama til húsa; flestir í
hópnum námsmenn í Banda-
ríkjunum að endumýja árit-
unina sína. Þar fór sú stór-
frétt fyrir lítið. Gengur betur
næst, hugsaði ég og rölti
dulítið niðurlút inn aftur.
Peter Salah hélt yfir mér
heillangan leiðbeiningalest-
ur þegar ég náði í hann. Ég
skyldi tala við þennan og
hinn, héma og þama og
hann lofaði að hringja og
leggja inn gott orð. „Eg hef
nú einhver áhrif enn,“ sagði
hann og bað mig láta sig
vita um kvöldið hvemig
hefði gengið. Ég trítlaði í rösklega
34 stiga hita í upplýsingaráðuneytið.
Mér var vísað inn á biðstofu og
fyrir var hópur blaðamanna. Þeir
voru úfnir yfir því hvað þeir væm
látnir bíða. „Það er ábyggilega eitt-
hvað að gerast. Það væri ekki komið
svona fram við blaðamenn ef þeir
væm ekki í einhveijum vandræð-
um,“ var sagt allt í kringum mig.
Það var sem sagt móðgað lið —
fyrir utan mig sem beið. Ég fór að
hallast að því að sumir hefðu
kannski ekki komið í ráðuneyti í
arabalandi áður.
Loks kom ráðuneytisstjórinn,
hann afsakaði ekki biðina. Spurði
hvort íslenski blaðamaðurinn væri
kominn. Ég gaf mig fram hálfhik-
andi og hann benti mér að ganga
inn. Einn Þjóðveiji stóð upp og mót-
mælti harðlega. „Við erum blaða-
menn,“ sagði hann með áherslu-
þunga. „Það er ekki hægt að láta
okkur bíða svona endalaust." Ráðu-
neytisstjórinn kippti sér ekki upp við
þessi orð, brosti og sagði við Þjóð-
veijann: „Þessi frú er blaðamaður
og ég hef hugsað mér að tala við
hana smástund." Það sigu á þeim
brýnnar en ráðuneytisstjórinn hló og
skríkti þegar við höfðum sest inn í
skrifstofuna hans. „Nú fáum við
okkur te,“ sagði hann. „Peter Salah
hringdi í mig og sagði mér deili á
þér. Mér þótti líka forvitnilegt að
heyra að íslenskt blað sendi mann
hingað. Salah sagði ég myndi skilja
það þegar við hefðum talað saman.
En segðu mér nú fyrst eitthvað um
ísland ... “
Eg sendi hugskeyti til Salah, barm-
afullt af þakklæti. Þegar við
hittumst fyrst hafði ég dáðst að því
hve allt stóð eins og stafur á bók
hjá honum og virtist hann J)ó bæði
utan við sig og óskipulegur. Ég þakk-
aði mínum sæla fyrir að hafa haldið
sambandi við hann. Salah hafði einn-
ig frætt mig þegar ég kom hingað
fyrst af hófsemi og yfirgripsmikilli
þekkingu sem ég gat oft leitað í og
átti auðveldara með að auka við fyr-
ir vikið.
Þegar ég kom út frá ráðuneytis-
stjóranum hafði enn fjölgað á bið-
stofunni. „Þetta er hneyksli,“ sagði
bresk stúlka og hafði engar vöflur á
heldur rétti míkrafóninn að ráðu-
neytisstjóranum: „Hvað viltu segja
um ástandið í Miðausturlöndum í
dag.?“Og annar hrópaði: „Er að
bijótast út nýtt Persaflóastríð?“ Ég
starði á þau agndofa og hugsaði með
mér að þama hefði þeim heldur bet-
ur orðið á skyssa; það er sjálfsagt
hægt að skrifa Persaflói þegar mað-
ur er heima hjá sér en meðal araba
má aldrei nefna hafið annað en Fló-
ann. Svona undirstöðuatriði ætti
heimspressan að hafa á hreinu áður
en hún fer að afla stórfréttanna. Svo
fóru ljósmyndarar að mynda ráðu-
neytisstjórann svo ótt og títt að það
var eins og sjálfur Saddam væri
kominn. Ég skáskaut mér framhjá
kollegum mínum sem æptu spuming-
ar sínar eins og líf lægi við. Ég var
ögn hnarrreistari þegar út kom. Með
upplýsingar, símanúmer og leiðbein-
ingar sem dygðu til að halda mér
að verki að minnsta kosti næstu tólf
tímana. Kannski gæti ég sent frétt
strax um kvöldið ef svo
héldi fram sem horfði.
Og allt elsku kall-
inum honum
■ Peter Salah
að þakka.
Allan dag-
inn var ég á
þeytingi. Ég fór I
leigubílum á skrif-
stofur og ráðuneyti,
gaf mig á tal við bflstjórana og
spurði þá eins og málakunnátta
beggja leyfði. Ég arkaði um í hitan-
um milli manna eða / staða til að
spyija nánar, skeiðaði í innanríkis-
ráðuneytið að fá leyfí til að fara yfir
á Vesturbakkan og í sýrlenska sendi-
ráðið að fá áritun til Sýrlands, og
samkvæmt ábendingu Stefaníu, sem
kennslukona en ekki blaðamaður.Svo
settist ég niður á smástaði fékk mér
hressingu, te brauð og humus. Alls
staðar voru menn fúsir að tala og
ég fór að átta mig á að það hafði
kannski verið eitthvað til í þeirri stað-
hæfíngu Salah um morguninn að
Saddam Hussein nyti ótrúlega víð-
tæks stuðnings. Sama hvert litið
væri. „Er það ekki bara vegna
hræðslu,“ sagði ég við leigubílstjór-
ann sem keyrði mig undir kvöld heim
á Intercontinental. Hann hristi höf-
uðið ákaft. „Það er einlægur stuðn-
ingur við hann, það er mikil reiði í
garð Bandaríkjamanna og það er
illska í garð Kuweita og þessara fo-
kríku sjálfbyrginga í furstadæmun-
um við Flóann sem hafa, aldrei látið
neitt af hendi rakna sem um munar.“
I
nm á barnum á Intercont voru
flestir blaðamennimir komnir úr
leiðangri dagsins og voru nú að slaka
á áður en næsta lota hæfíst. Ég
tyllti mér niður og bað um bjór,
reyndi að láta ekki fara mikið fýrir
mér. Satt að segja var mér ekki al-
veg rótt í návist þessa fólks hvað sem
dagsreynslu minni leið. Einn Svíanna
sem ég hitti í ráðuneytinu kom og
spurði alþýðlegur hvers ég hefði orð-
ið vfsari þar. Ég varð undrandi og
horfði á hann í léttu og fínu ljósu
fötunum sínum og enn með segul-
bandið á maganum og eina merki
þess að hann væri óöruggur var að
hann var enn með sólgleraugun. „Nú
varst þú ekki þar líka,“ sagði ég en
bætti við að mér virtist stuðningur
við íraksforseta vera mikill meðal
þorra manna. „Ég var að meina ráðu-
neytið. Þeir hljóta að hafa sagt þér
eitthvað sem við fengum ekki að
vita.“ Ég sagði að það þætti mér
heldur ótrúlegt. „En hvert sem ég
fer eru menn að lýsa því yfir að
Saddam hafí slegið sér upp á tillög-
unni um að hann fari frá Kuweit ef
... „Kvaseiru,“ greip Svíinn áfjáður
fram í. „Er það? Értu viss? Ég á
nefnilega eftir að senda heim í
kvöld. Við fengum ekkert út úr þeim
í ráðuneytinu og þeir voru eitthvað
að tala um þetta en mér fannst það
fjarri öllu lagi. Ég gæti sem sagt
vitnað í „opinberar heimildir“ er það
ekki öruggt?“
„Ég var nú að hugsa um að vitna
líka í nokkra leigubflstjóra og fólk
sem ég hef hitt í dag á kaffíhúsi eða
testofum," sagði ég glaðlega. Svíinn
stóð upp, ýtti sólgleraugunum aftur
á hnakka. „Ég skil fyrr en skellur í
tönnum. Þú vilt ég verði mér til
skammar.“ Þar með hann var hann
rokinn, án þess að kveðja; borgaði
ekki einu sinni bjórinn sinn. Hann
var sem sagt ekki á þeim buxunum
að taka mark á leigubílstjórum og
einhveiju fólki á strætum og torgum.
Selim Ajmb, einn starfsmanna
blaðamannamiðstöðvarinnar, rak inn
nefíð og þar sem enginn úr heims-
pressunni sýndi áhuga á að klófesta
hann af því þau voru öll svo upptek-
in af eigin málum, spurði ég hvort
ég mætti ekki setjast hjá honum.
Við fórum að spjalla saman og
þar kom að ég stundi upp hugleiðing-
um mínum um starfsfélaga mína.
Selim fómaði höndum. „Ég hljóma
kannski hrokafullur," sagði hann.
„En vanþekking þeirra er alveg ótrú-
leg og þeir virðast ekki hafa neinn
áhuga á að setja sig inn í málin af
alvöru. Margir þeirra eru
sendir án þess að hafa
nokkurn skilning á þess-
um heimshluta, þá vantar
alla undirstöðu. Þeir
hneykslast á siðum og
venjum og sýna háttemi
sem er okkur afar ógeð-
fellt.“ Hann bætti við að
þetta ætti vitanlega ekki
við um þá sem hefðu fast
aðsetur á þessum svæð-
um. „En þessir sem
minnst vita fara um í
grúppum, eru í vernduðu
eigin umhverfí, tala aðeins
við einhverja sérstaka ráð-
amenn, hlusta aldrei á al-
þýðu manna. Dettur aldrei í hug að
spyija fólkið á götunni. Þeir koma
margir með sínar heimasniðnu skoð-
anir hingað — þetta er svart, hitt
er hvítt og svo skrifa þeir fréttir sem
passa inn í þetta snið. Ég hef vem-
legar áhyggjur af þvi sem margir
þeirra senda frá sér.“
Hollenskur ljósmyndari kom ask-
vaðandi og benti samstarfsmönnum
sínum á að herra Ayub úr blaðaman-
namiðstöðinni væri þarna og sæti
meira að segja á tali við þessa ís-
lensku sem hefði troðist framfyrir
alla í ráðuneytinu um morguninn.
Svo komu menn og tóku myndir af
herra Selim Ayub og einn spurði:
„Segið mér herra Ayub, hvað á Huss-
ein Jórdaníukonungur eiginlega
mörg börn?“ Þegar herra Selim
hafði greitt úr þessari alþjóðlega
mikilvægu spurningu hurfu blaða-
mennirnir aftur í bjórinn sinn. Hann
leit á mig, yppti öxlum ráðleysisleg-
ur. „Það er til dæmis þetta sem ég
meina .“
| æstu daga þegar ég hlammaðist
með rútum yfir á Vestur bakk
ann, seinna í samskonar farartæki
til Sýrlands og hjalaði við hvem þann
sem gat skilið hina furðulegu arab-
ísku mína eða gert sig skiljanlegan
á ensku fann ég að sú freisting sem
hafði gert vart við sig, að hverfa inn
í þennan hóp starfsbræðra minna
hafði gufað upp. Það var úr mér
allur kvíði og með dyggri aðstoð
Peters Salah og Stefaníu og herra
Selims fann ég að mér voru ýmsir
vegir færir. Það vottaði fyrir Þórðar-
gleði þegar ég heyrði einhveija býsn-
ast yfír því kvöldið eftir, að það
væri vafasamt að áritun fengist til
Sýrlands fyrr en eftir' dúk og disk
og og kannski alls ekki og þau búin
að panta bílaleigubíl og allt. Eg hugs-
aði blíðlega til sýrlensku áritunarinn-
ar minnar sem hafði fengist þá um
morgunin og fór í bólið eftir að hafa
sent pistil heim.
Og komst að þeirri niðurstöðu eft-
ir að hafa staðið á haus í átján tíma
á sólarhring næstu tíu daga að af-
raksturinn hefði orðið meiri en ég
þorði að vona morguninn sem ég
komst í námunda við khaki-lið
heimspressunnar.
Séair-
KRAFT VERKFÆRI ^ - ÞESSI STERKU
BORVÉLAR
(
i
(.
(.
Í7790IW
ALHLIÐA HÖGGBORVÉL
með eiginlelka lofthöggvéla
Gerð - 6850EMH
- 500 vatta mótor
- 13mmpatróna
- einstaklega létt að bora í stein
- allt að þreföld ending á steinborum
- stiglaus hraöarofi frá 0-1500 snVmín. - höggtíðni frá 0-'49000 högg/mín.
- höggtíðni frá 0 - 5000 högg/mín. - báðar snúningsáttir
- báöar snúningsáttir - fæst einnig í tösku
HÖGGBORVÉL
Gerð - 6434H
- 520 vatta mótor
- 13mmpatróna
- stillanlegur, stiglaus hraðarofi
frá 0 - 2900 sn./mín
EIGUM AVALLT FJOLBREYTT URVAL SKIL RAFMAGNS-
HANDVERKFÆRA OG FYLGIHLUTA JAFNT TIL
IÐNAÐAR- SEM HEIMILISNOTA
ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ N0TA ÞAÐ BESTA
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
KYNORVANDI?
Starfsmannafélög - Einstaklingar
- Með Eyjaferðum -
Hörpuskeltiskur veifltíur og snæddur í réttu umhverfi ásamt
ýmsum sérlöguðum sjávarréttum.
Gerum okkur dagamun! T.d. með:
- Gistingu á Hótel Stykkishólmi í 2 nætur og
„Sælkeraveislu á Breiðafirði“
- Gistingu í Egilshúsi í 2 nætur og
„Sælkeraveislu á Breiðafirði“
- Flugi í Stykkishólm með Leiguflugi hf. og
„Sælkeraveislu á Breiðafirði“ .
ásamt útsýnisflugi yfir eyjarnar óteljandi.
Hittumst iHólminuml
Hótel Stykkishólmur s. 93-81330
Eyjaferóir - Egilshús s. 93-81450
Leiguflug hf. s. 91 -28011