Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
VERKALÝÐSFÉLAGIÐ DAGSBRÚN
Á
{
Félagar í trúnaðarráði Dagsb'rún-
ar skipuleggja kosningar gegrf
núverandi stjórn félagsins
Stjórn Dagsbrúnar berst með
kjafti og klóm gegn framboðinu
Skipuleggjendum framboðsins í
tvígang meinaður aðgangur að
félagaskrá
Ekki hefur verið kosið í Dagsbrún
1 1 8 ár.
eftir Friðrik Indriðason
grafík Andrés Magnússon
AÐALFUNDUR verka-
lýðsfélagsins Dagsbrúnar
á næsta ári verður sögu-
legur því þá munu fara
fram kosningar í stjórn og
trúnaðaráð félagsins. Eru
þetta fyrstu kosningarnar
í félaginu á síðustu 18
árum. Það var árið 1972
er kosið var síðast í Dags-
brún en stjórn félagsins
lítur mun alvarlegar á
þessar kosningar nú en þá
sökum þess að aðstandend-
ur mótframboðsins eru
meðlimir í trúnaðarráði
DagsbrúnáSrfem er ein
aðalvaldastýfniin félags-
ins. Árið 1972 vbru það
menn úr ýmsum flokka-
brotum flestum yst á
vinstri væng stgórnmál-
anna ásamt „bóhem-ele-
mentum“ úr 68-kynslóð-
inni sem stóðu að mót-
frafnboði gegn stjórn og
náðu litlum árangri. Kunn-
ugir segja að nú sé á ferð-
inni alvarlegasta tilraunin
sem gerð hefur verið til
að velta veldi Alþýðuband-
alagsins í Dagsbrún en
undirrótin að mótframboð-
inu er megn óánægja með
tvo síðustu kjarasamninga
sem núverandi stjórn
Dagsbrúnar hefur gert
fyrir félagsmenn sína.
Dagsbrún er eitt stærsta
verkalýðsfélag landsins
með tæplega 5.000 félags-
menn.
Mótframboð það sem
hér um ræðir er ekki
á neinum flokkspóli-
tískum línum. Af
fjórum . aðalskipu-
leggjendum þess eru
tveir óflokksbundnir,
einn ségist vera fyrr
um alþýðubandalagsmaður og einn
er í Alþýðuflokknum. Þessir fjórir
eru Þórir Karl Jónasson sem vinnur
hjá Pósti og síma, Jóhannes Guðna-
son sem vinnur hjá Fóðursölu Sam-
bandsins og hafnarverkamennirnir
Friðrik Ragnarsson og Guðmundur
Guðbjamarson sem báðir vinna hjá
Skipadeild Sambandsins. Þeir eru
allir meðlimir í trúnaðarráði Dags-
brúnar og hafa verið það um nok-
kurra ára skeið. Þórir er þeirra
yngstur, 21 árs, og hefur lengst
reynt að afla hugmyndinni um
mótframboð fylgis. „Það var eftir
hina svokölluðu febrúarsamninga
fyrir tveimur árum sem mér fannst
kominn tími til að skipta um for-
ystu,“ segir Þórir. „Ég fór þá að
viðra hugmyndina við ýmsa menn
en skriður komst ekki á málið fyrr
en í vetur, að loknum þjóðarsáttar-
samningunum. Það er greinijegt að
stór hluti félagsmanna Dagsbrúnar
er búinn að fá sig fullsaddan á
núverandi forystu félagsins."
Fjórmenningamir hafa efnt til
tveggja funda á síðustu vikum,
þann síðari laugardaginn 1. septem-
ber. Þann fund sóttu 19 menn, nær
allt meðlimir í trúnaðarráðinu. A
þeim fundi var ákveðið að boða til
almenns fundar til að kynna fram-
boðið og á hann að verða í lok
mánaðarins. Ennfremur hefur lög-
fræðingur verið fenginn til að
skrifa álitsgerð um núverandi lög
Dagsbrúnar en þeim lögum hafa
þeir fullan hug á að breyta. Ákveð-
ið var að efna til vinnustaðafunda,
athuga með hentugt húsnæði undir
skrifstofu fyrir framboðið og stofn-
aður hefur verið reikningur í Is-
landsbanka.
Við kosningarnar til trúnaðar-
ráðs og stjórnar Dagsbrúnar á
næsta aðalfundi verður rrtótfram-
boðið að stilla upp lista með nöfnum
120 manna sem það vill að skipi
trúnaðarráð og 10 manna í stjórn
félagsins. Ef einn maður er á lista
bæði mótframboðsins og núverandi
stjómar nægir það til að listi mót-
framboðsins teljist ólöglegur. Til að
komast hjá slíku hafa fjórmenning-
arnir beðið um að fá félagaskrá
Dagsbrúnar afhenta en þeirri beiðni
hefur í tvígang verið neitað. Þeir
hafa sk'rifað stjórn Dagsbrúnar bréf
sökum þessa og hafa vilyrði fyrir
því að bejðni þeirra verði tekin fyr-
ir á næsta stjórnarfundi. Fái þeir
ekki skrána afhenta em uppi hug-
myndir um að kæra það til félags-
málaráðherra.
Það er vitað mál að Guðmundur
J. Guðmundsson formaður Dags-
brúnar nýtur mikils persónufylgis
meðal verkamanna í félaginu, eink-
um hinna eldri. Þótt hinir eldri séu
kannski sammála um að endumýj-
unar sé þörf í stjóm félagsins vilja
þeir ekki að Guðmundi J. sé ýtt út
í kuldann. Fjórmenningarnir gera
sér grein fyrir þessum sjónarmiðum
og segir Friðrik Ragnarsson að fari
svo að þeir vinni kosningarnar séu
uppi hugmyndir um að nýta starfs-
krafta og reynslu Guðmundar J.
áfram hjá félaginu vilji hann það,
til dæmis í stöðu framkvæmda-
stjóra. En hvernig ætli Guðmundur
sjálfur líti á þetta mótframboð gegn
stjórn sinni?
„Við hér í stjórn Dagsbrúnar tök-
um þetta framboð alvarlega, eins
og raunar við gerðum með framboð-
ið 1972,“ segir Guðmundur J. Guð-
mundsson. Aðspurður um hvort
hann telji eðlilegt eða óeðlilegt að
ekki hafi verið kosið um stjóm
Dagsbrúnar í 18 ár segir Guðmund-
ur að slíkt þurfi ekki að vera óeðli-
legt. Hann bendir á að lengra sé
síðan kosið var í Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur og yfirleitt hafi
kosningar sjaldan verið í verkalýðs-
félögum almennt á síðustu árum.
„Á síðustu 10 árum hefur það að
vísu komið tvisvar fyrir að smáhóp-
ar hafa reynt að bjóða fram gegn
stjórn Dagsbrúnar en í hvorugu til-
fellinu náðu þeir að setja saman
lista,“ segir Guðmundur. „Áður fyrr
var kosið í stjórn Dagsbrúnar á
hveiju ári, það er frá 1946 til 1964
og síðan af og til milli 1964 og
1972. Á þessum tímabilum, og þó
sérstaklega hinu fyrra fór mikill
hluti félagsstarfsins í þessar kosn-
ingar. Hvað varðar skýringar á því
af hverju ekki hefur verið kosið svo
lengi nú hjá Dagsbrún er kannski
nærtækast að líta á að pólitísk
spenna hefur ekki verið eins mikil
og áður meðal félagsmanna.“