Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 19

Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 19 Aldrei tíðkast að láta félagaskrá af hendi Hvað félagaskrána varðar segir Guðmundur J. að það hafi aldrei tíðkast af hálfu félagsins að láta hana af hendi en hinsvegar hafi trúnaðarmenn ávallt getað fengið skrá yfir félagsmenn á sínum vinnu- stað. Aðspurður um hvort það sé eitthvað óeðlilegt við að menn sem séu að undirbúa framboð í félaginu fái þessa skrá í hendur svarar Guð- mundur að það hafí bara aldrei þekkst frá upphafi að skráin færi af skrifstofu félags- ins. Þegar hann er spurður nánar út í þetta atriði segir Guðmundur að þessi skrá eigi einfaldlega ekki að liggja á lausu fyrir hvern sem er þó félagsmenn séu. „Auk þess sé ég ekki ástæðu til að afhenda félagaskrá í ágúst fyrir kosningar sem eiga að fara fram í janúar," bætir hann við. Hvað lagabreyt- ingar varðar segir Guðmundur J. að það hafi komið til um- ræðu í seinni tíð að þörf sé breytinga á lögum félagsins enda eru þau að stofni til orðin nokkurra ára- tuga gömul en voru síðast endurskoðuð 1959. Það er hins- vegar ekki hlaupið að slíkum breytingum því til þeirra þarf þeirra sé ekki fylgt nógu vel eftir. „Við höfum verið aðalstuðpúði Dagsbrúnar í verkföllum og skær- um og höfum verið notaðir þar eins og skiptimynt eða verslunarvara,“ segir hann. „Þegar við höfum svo ætlað að ná fram sérkjörum hefur verið gripið fram fyrir hendur okk- ar.“ Af öðrum baráttumálum sem mótframboðið hyggst beijast fyrir má nefna að það vill að Dagsbrún selji hlut sinn í íslandsbanka. Félag- ið á nú í gegnum styrktarsjóð og lífeyrissjóð sinn rúmlega 200 millj- haldnar, það sýnir þó að eitthvert líf er enn í félaginu," segir Friðrik. „Og við erum þrátt fyrir allt sam- heijar og það er alls ekki ætlunin að efna til klofnings í Dagsbrún." Guðmundur J. Guðmundsson segir að kosningar geti vissulega verið af hinu góða, ýtt við stjórn og verið tæki til að hún standi sig betur. Neikvæðu hliðarnar séu að málin geti þróast upp í mikla heift og hatur millum manna sem leiði til klofnings í félaginu. Hann spyr af hveiju þessir menn hafi ekki reynt að koma sínum málum áfram í trúnaðarráðinu. Þórir segir það einf- alt, trúnaðarráðið sé 'ekki kallað saman nema 3-4 sinnum á ári þótt í lögum standi að það eigi að kalla það saman mánaðarlega yfir vetrartímann. Þess má geta hér að trún- aðarráðið er sem fyrr segir ein aðalvalda- stofnun félagsins. Sem dæmi má nefna að félagið getur ekki ráðstafað neinum fjármunum án sam- þykkis þess. Komum þeim á óvart Guðmundur J. Guðmundsson s.egir að stjórn Dagsbrúnar taki þetta mótframboð alvarlega. í samtölum sem Morgunblaðið hefur átt við ýmsa sem kunnugir eru innvið- um Dagsbrúnar hef- ur komið fram að mótframboðið skort- eftir Pól Lúðvík Einorsson Verkamannafélagið Dagsbrún hefur löngum verið eitt öflugasta verkalýðsfélag landsins. Kosningar og valda- barátta í félaginu hafa haft þýðingu langt út fyrir raðir elagsmanna. Dagsbrún hefur iengi verið alræmd — eða rómuð sem „rauðliða- vígi“ ellegar „bijóst- vöm hins framsækna hluta verk- alýðsins". Til þess hefur verið tekið að forystumenn hafa í skoð- unum á þjóðfélagsmálum verið ívið rauðleitari en „kratableikir“; nánar tiltekið blóðrauðir sósíal- istar eða „kommar“. Saga Dagsbrúnar er litrík í meira lagi, á árunum 1939-42 voru miklar sviptingar { félaginu kringum stjórnarkjör. Þessi átök voru háð á flokkspólitískum grunni og snerust að verulegu leyti um forystu Héðins Valdi- marsspnar, forstjóra Olíuversl- unar íslands og fyrrum forystu- manns á vinstra armi Alþýðu- flokksins. Árið 1938 gékk Héðinn til liðs við kommúnista í Samein- ingarflokki alþýðu — sósíalista- flokknum. í janúar árið eftir vann listi „Héðinsmanna" og sósíalista kosningamar í Dagsbrún og Héð- inn var endurkjörinn formaður. Héðinn Valdimarsson og fleiri sögðu skilið við sósíalistaflokkinn síðla árs 1939. Héðinsmenn og sósíalistar stóðu þó saman um framboðslista í stjórnarkosning- um í Dagsbrún í janúar 1940. Sá'listi beið ósigur fyrir sameig- inlegum lista sjálfstæðismanna og alþýðuflokksmanna. Atkvæði féllu 659 á móti 717. Formaður félagsins var úr Alþýðuflokki en varaformaður var sjálfstæðis- maður, ráðsmaður þ.e.a.s. fram- kvæmdastjóri var úr Alþýðu- flokki. Stjóm með „Viðreisnarmynsti" í Dagsbrún varð þó ekki til lang- frama; annars vegar vegna efna- hagsþróunar en hins vegar vegna innanfélagsaðstæðna. Launaþró- un var verkamönnum í Reykjavík óhagstæð. Verðlag fór hækkandi en verðlagsbætur voru skertar með lögum sem þjóðstjóm framsóknar-, sjálfstæðis- og alþýðuflokks- manna stóðu að. Þurrð varð í sjóði félagsins sem rekja mátti til tveggja for- ystumanna sem voru flokks- bundnir í Al- þýðuflokknum. Báðir urðu að segja af sér; Sigurður Hall- dórsson varð formaður og Alfreð Guð- mundsson ráðs- maður og eru þeir einu sjálfstæðismennimir sem gegnt hafa þessum störfum fram til þessa. í stjórnarkosningum í janúar 1941 bar það til tíðinda að Héð- inn Valdimarsson bauð sig fram í formanrtssæti á sameiginlegum lista með sjálfstæðismönnum. Þessi listi fékk 834 atkvæði, listi alþýðuflokksmanna fékk 392 at- kvæði og listi sósíalista fékk 488. Á síðari hluta árs 1941 var reynt að ganga í kjaramálum „^jálsa leið“ sem fólst m.a. í þvi að fá verkalýðsleiðtoga til að fall- ast á launafrystingu. Sósíalista- flokkurinn var þessu andsnúinn en um áramótin var „órói á vinnu- markaði" kominn á það stig að sjálfstæðismenn og framsókn- armenn í ríkisstjóm sáu sig til- neydda til að setja bráðabirgða- lög um almenna launafrystingu nema til kæmi gerðardómur. Við- brögð verkalýðshreyfíngarinnar urðu hörð og það var við slíkar aðstæður sem stjómarkosning fór fram í Dagsbrún 1942. Sósíal- istar og alþýðuflokksmenn sam- einuðust um „einingarlista“. Listi Héðins og Sjálfstæðismanna beið ósigur fékk 717 atkvæði. Eining- arlistinn hlaut 1073 atkvæði. Einhugurinn um einingar- stjómina roftiaði árið 1945. Þá var boðinn fram B-listi alþýðu- flokksmanna, „með stuðningi Framsóknaraföurhaldsins“ að sögn Þjóðviljans. B-listinn hlaut 372 atkvæði en listi stjómar og fulltrúaráðs 1301. Síðan má segja að Verkalýðsfélagið Dags- brún hafí verið eitt af höfuðvígum „róttækra komma" eða „fram- sækinna og meðvitaðra verka- manna" kjósi menn það orðalag heldur. Næstu ár og áratugi komu reglulega fram mótfram- boð með flokkspólitísku ívafi gegn sljórn félagsins en með tak- mörkuðum árangri. Að öllum jafnaði hlutu slík framboð um '/3 atkvæða. Eftir 1964 var sjálfkjörið í stjóm fram til 1972. Þá kom fram B-listi gegn A-lista stjómar fé- lagsins. Meðal stefnumála mót- framboðsins vora aukin fræðslu- starfsemi, opnari umræður innan félagsins og harðari kjarabar- átta. Þeir sem að þessu fram- boði stóðu komu víðs veg- ar að en margir voru meðlimir í Sósíalistafélagi Reykjavíkur eða Æskulýðs- fylkingunni. En hópurinn kvaðst starfa sjálfstætt og án leiðbeininga nokkurrra stjórnmálasam- taka. í kosning- um sem vora haldnar í lok janúar hlaut B-listinn 212 atkvæði en A- listi stjómar- innar hlaut 1566 atkvæði. Sú tilhneig- ing að eigna ákveðnum mönnum eða flokkum völd og áhrif f verkalýðsfélögum stendur á gömlum merg. Hægri menn hafa oft undrast takmark- að fylgi í kosningum í Dagsbrún En mönnum hættir til að gleyma því að í stóttafélögum kjósa ckki endilega samheija i pólitík heldur þá menn sem þeir treysta best til að beijast með árangri fyrir sinum réttindum og hagsmunum Fjórmenningarnir sem skipulagt hafa mótframboðið. Þórir Karl Jónasson sem vinnur hjá Pósti og síma, Jóhannes Guðnason sem vinnur hjá Fóðursölu Sambandsins og Friðrik Ragnarsson og Guðmundur Guðbjarnarson sem báðir vinna hjá Skipadeild Sambandsins. umfjöllun og samþykki tveggja fé- lagsfunda, trúnaðarráðs og aðal- fundar. Formaður kosinn beint Meðal róttækari breytinga á lög- um Dagsbrúnar sem fjórmenning- arnir hafa hug á er að formaður félagsins sé kosinn beinni kosningu í stað þess að hann sé skipaður af stjórn eins og nú er. Auk þess vilja þeir að formaður sé ekki jafnframt formaður Verkamannasambandsins eins og nú er vegna „augljósra hagsmunaárekstra“. Þá hafa þeir hug á að fjölga í stjórn og konia upp 30-40 manna launamálaráði svipað og er í Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Hafnarverkamenn- irnir í hópum hafa áhuga á að Dagsbrún verði deildarskipt félag. Guðmundur Guðbjarnarson segir að hafnarverkamenn telji að málum óna króna hlut í bankanum. Um þetta atriði segir Þórir Karl Jónsson að þeir telji ekki sæma verkalýðsfé- lagi að eiga banka með atvinnurek- endum. Harka að komast í málið í máli þeirra félaga kemur fram að þeir hafa orðið varir við að auk- in harka er að komast í þetta mál allt, ekki bara að þeim hafi verið neitað úm félagaskrána heldur hafa þeir mætt mikilli óvild á skrifstofu félagsins. Þá hafa meðlimir núver- ándi stjórnar farið á vinnustaði að undanförnu til að kynna sig en slíkt hefur ekki gerst lengi svo löngu á undan kosningum. •Þ Friðrik Ragnarsson segir að þeim finnist það slá skökku við hvernig „Jakinn“ taki á þessu mótframboði. „Að okkar dómi ætti hann að vera ánægður með að kosningar skuli ir enn oddamann, eða „þungavigt- armann“ sem komið getur fram sem formannsefni þeirra í kosningunum. Takist þeim ekki að fá slíkan mann til liðs við sig sé það borin von að þeim takist að ná þeim árangri sem stefnt er að á næsta aðalfundi. Fjór- menningarnir segja að þeir séu með ýmsar hugmyndir í gangi hvað þetta varðar og Þórir Karl segir að „við munum koma þeim á óvart“. Friðrik Ragnarsson segir að þetta sé ekki atriði sem strandi á fyrr en þeir fari af þunga að kynna fram- boð sitt, á almennum stórum fundi og síðar á-vinnustaðafundum. „Þótt við séum ekkl margir sem stöndum ■ að þessu framboði enn sem komið er finnum við að það era mjög margir sem styðja okkur og það bíður þessa fjölda að velja sér odda- mann,“ segir Friðrik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.