Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 20

Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 ISLENDINGAR í ÚTLÖNDUM EFTIRLA UNA - KLERKUR Á / • • SOLARS TROND Séra Jóhann S. Hlídar var Kaupmannahafnar prestur um árabil en hafói aó loknu starfi ekki efni á aó kaupa sér hús á islandi svo aó hann settist aó á Spáni Viðtal: Ragnar Bragason Myndir: Friðrik Þorsteinsson ÞAÐ TÓK okkur dágóða stund að finna Arroy de la Miel, Iitla þorpið á Suður- Spáni þar sem Jóhann S. Hlíðar býr. Hann hefur þar íbúð á annarri hæð í blokk, og hurðin er auðþekkt, því hún er skreytt íslenska fánanum. Jóhann er vinalegur eldri maður með grátt hár og grátt yfirvaraskegg, fæddur á Akureyri árið 1918, þótt hann líti út fyrir að vera miklu yngri. Hann hef- ur búið þarna skammt frá Malaga í ein sjö ár, og áður í Kaupmanna- höfn, og ekki er laust við að bregði fyrir útlendum slettum þegar hann talar. En Jóhann er heldur ekkert á leiðinni heim aftur til íslands. Nei, veistu,_það er allt- of dýrt. Ég hafði nú hugsað mér að fara heim eftir að tímabili mínu sem sendiráðsprestur í Kaup- mannahöfn lyki, var svona að athuga með íbúðarkaup og þess háttar. En ég komst að því að mér væri alveg fyrirmunað að fara heim, því að á mínum launum hefði ég bara ekki efni á því. Þannig var að ég hafði ferðast til Spánar af og til allt frá 1961, oftast til Costa del Sol, og hafði stundum hugsað með mér að hér yrði dýrlegt að vera. Þama í kringum 1978 fór ég þess vegna að athuga þetta af svolítilli alvöru, og endaði með því að ég fór í ferð til Spánar til að líta á hús. Okkur voru sýndir allskyns möguleikar, t.d. bóndabæir uppí fjallshlíðum, sem fyrst í stað virtust kannski unaðsleg- ir staðir en svo þegar inn var komið voru bömin þar óhrein að teika sér á moldargótfi." „Á endanum fárm ég svo unaða- reit, Casa Britta. Þetta var glæsilegt hús, byggt af sænskum hjónum, með stórri stofu óg á fallegum stað. Þetta gat ég keypt, þótt ég hefði ekki efni á lítilli íbúð á íslandi. Þannig var að banki .einn í Kaup- mannahöfn bauð alveg sérstaklega góð kjör og ég komst að því að þetta hús gæti ég eignast skuldlaust á fimm árum. Svo ég ákvað að ráð- ast í þetta. Fjórum árum seinna kom svo babb í bátinn. Skyndilega átti að skatt- leggja sendiráðsfólk. Ég hafði ekki reiknað með því, og þama í miðjum klíðum að borga húsið. Þetta var ansi mikill skattur, og ég varð grip- inn þessum ægiíega ótta um að missa þaíaiattt, gem égi hafffi* yedð að borga ’í e»n fiógur ár'sepi Iiefði f raun þýtl að ‘ég hefði misst alit sem ■ ég átti. Ég hafði aldrei ^kuidað á ævinni og gat ekki hugsað mér að byrja núna. Svo var ég einn góðan veðurdag að ferma í Malmö þegar ég fekk þetta ægilega svima- kast. Ég var hreinlega að velta um koll, svo ég bað um stól og lauk ferm- ingunni þannig, sitjandi. Þegar þetta var svo athugað kom í ljós að allur kvfðinn og örvæntingin um að missa allt mitt hafði nagað gat á magann á mér. Ég hef auðvitað átt í vandræð- um með magann alla tíð síðan og fer til íslands svona tvisvar á ári til Alaekms. Hér fer ég hefet ekki á spít- •ála Slðan ég vaJt af Hkurðftrborðinu . og Iá hrópandi á hjátp góða stund án þess að nokkur kæmi.“ . Þrátt fyrir rriagavandamátið kann Jó- hann greini- lega vel að meta góðan mat, og við ákveð- að snæða saman há- degisverð. „Það er veit- ingastaður hérna rétt hjá sem ég fer alltaf á svona uppúr klukkan tólf og fæ mér kaffi og ristað brauð. En þeir hafa líka mjög góðan fisk.“ Skömmu síðar sitjum við þar í steikjandi sólinni, þessari sömu Torr- emolinos-sól sem Islendingar flykkj- ast til í fríum sínum. Jóhann tekur samt ekki af sér peysuna, og jieitar þvlekki að það sé gott að hftfa. pHaattr refil.og Iopa8okka á stundum, ségíst Íítíð samband hafa við samárh leyfiÉfarána og ekki helduf þekkia hina spænBku nágranna sína mikið. „Einmana? Nei, ég er aldrei einn. Þegar maður.finnur þessa innri ná- vist senji er návist Guðs, þá er maður aldrei q’inn.“ Hann bætir því við að þama sé þó nokkuð um Norð- urlandabúa sem hann umgangist dálítið. „Þegar ég fyrst fluttist til Spánar kom bróðir minn með mér. En hann aðlagaðist ekki vel og fór fljótt aftur heim. Það var þess vegna sem ég seldi Casa Britta og flutti hingað í blokkina, því_ húsið var ofstórt fyrir mig einan. Ég get ekki neitað því að stundum sakna ég þess, og það hvarflar oft að mér ég hefði kannski átt að reyna að búa þar áfram. En það hefur sína kosti að vera hér, styttra í búðir og þess háttar.“ Fiskurinn sem við höfðum pantað kemur á borðið, með hvítvínsflösku. Talið berst að trúmálum, enda Jó- hann mótmælendaprestur í kaþólsku landi. „Það er ekkert vandamál. Ég hef aldrei starfað sem prestur héma, í mesta lagi tekið að mér einstaka skírn eða giftingu. Munurinn á mót- mælendatrú og kaþólskri trú er margs konar, t.d. mega kaþólskir prestar ekki gifta sig, það er ekkert vín við þeirra altarisgöngu heldur bara brauð, og svo hafa þeir náttúru- lega syndajátninguna. En stærsti munurinn er kannski María Guðs- móðir, sem á svo stóran þátt í ka- þólskri trú. Sem mótmælandi tek ég undir með einum góðum manni sem eitt sinn lét þau orð falla að María væri verð allrar virðingar, en hún reis ekki upp frá dauðum.“ Jóhann tekur sér málhvíld og vei- far til einhvers fólks sem á leið fram- hjá. „Danir,“ muldrar hann. Svo snýr hann sér aftur að efn- inu. „Hvað Island varðar, þá er trú- hneigð þar mikil, en að vera trúaður kristinn maður er allt annað. Þetta kemur að utan. Trúin byggir á einu orði, þessu einstaka orði, „Biblían“. Margir eiga margar minningar tengdar þessu orði, þeirra á meðal ég. Allt frá unga aldri efaðist ég aldrei um Guð, talaði við hann, fann návist hans. Svo man ég einu sinni, einhvern tímann eftir að ég varð gagnfræðingur frá MA, að ég fór uppí Svarðargrafir þar sem marg- ir vinir mínir stungu svörð. Þar sá ég að lamb hafði fallið í gryfju og móðirin stóð bjargarlaus hjá. Ég náði í lambið, og ég mun aldrei gleyma augunum í bæði móður og afkvæmi þegar hau voru aftur sam- an. Það er við þannig atvik sem orð- ið lýkst úpp fyrir mannij verður lif- andi, verður að reynslu. I Rómveija- bréfínu segir: „Af náðinni einni sam- an verður maðurinn hólpinn." Eða eins og Guðbrandur Jónsson prófess- or sagði: — Þú getur verið 95% góð- ur maður, en það vantar alltaf 5%, og það er náðin.“ Eftir fiskinn, hvítvínið og risastór- an bananaísrétt höldum við aftur heim til Jóhanns. Þar standa trönur á gólfinu, þvi Jóhann hefur lengi fengist við tistmálun. „Ég hef mikinn áhuga á listmál- un, og menningu yfirleitt. Ég get sagt þér að héma ekki langt frá er land sem mig langar mikið til að kaupa. Þar dreymir mig um að byggja stórt hús, Casa de la Cultura Islandesa, eða Hið íslenska menning- arheimil. Þar myndu verða íslenskar listsýningar og þess háttar, auk þess sem eldra fólk gæti komið og dvalist þar. En það er auðvitað ómögulegt að fá peninga frá nokkrum í svoleið- is, svo ég bið Guð um að gefa mér stóra vinninginn í happadrættinu. Og ég skammast mín ekkert fyrir slíka bæn. Segir ekki í Faðirvorinu „gef oss í dag vort daglegt brauð?“ Og hvað þýðir það? Jú, ég er sam- mála þeirri túlkun að „daglegt brauð“ geti verið t.d. peningar, fjár- munir. Það er dregið í lottóinu á hverjum fimmtudegi, og enn bið ég og bíð, eftir að Drottinn verði við þessari bón minni.“ Það eru sjálfsagt margir viljugir að taka undir í þeirri bæn, en við skiljum við þennan íslending í út- löndum, enda að verða kvöldsett. Það er þó ennþá yfir tuttugu stiga hiti, og ekki laust við að hvarflí' að , • ,_manni aö veðurfarið ekki stður en Öfjármál hljóö að’iipfa átt site þátt í þeirri ákvörðun Jðfiamns Blíðafs að eyða hér ævikvöldmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.