Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
22
Minning:
Hörður Bjarnason fyrrv.
húsameistari ríkisins
Fæddur 3. nóvember 1910
Dáinn 2. september 1990
Látinn er einn af frumherjum í
hópi arkitekta á íslandi, Hörður
Bjarnason fv. húsameistari ríkisins.
Hörður á að baki litríkan feril sem
arkitekt og embættismaður, en á
starfsferli sínum hefur hann átt
drjúgan þátt í að móta það um-
hverfi, sem við nú lifum í. Að öðrum
starfsbræðrum okkar ólöstuðum,
þá má telja hann einn frernsta og
mikilvirkasta kirkjuarkitekt íslend-
inga á þessari öld. Hann kom víða
við sögu, en hápunkti ferils síns
náði hann vafalaust með hönnun
dómkirkjunnar í Skálholti, enda var
það verkefni honum mjög hugfólg-
ið.
Hörður Bjamason fæddist í
Reykjavík 3. nóvember 1910 og
hefði því náð áttræðisaldri eftir tvo
mánuði. Hann var sonur hjónanna
Bjarna Jónssonar frá Galtafelli og
konu hans, Sesselju Ingibjargar
Guðmundsdóttur. Hörður lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri árið 1931, en það var á
menntaskólaárunum, sem hann tók
þá ákvörðun, að leggja stund á
byggingarlist. Hann lauk fyrri-
hlutaprófi í byggingarlist frá há-
skólanum í Darmstadt í Þýska-
landi, en fullnaðarprófi árið 1937
frá háskólanum í Dresden í Þýska-
landi. Þegar heim var komið, að
námi loknu, hóf hann störf í félagi
við arkitektana Sigurð Guðmunds-
son og Eirík Einarsson. Ári síðar
varð hann fulltrúi skipulagsnefndar
ríkisins og síðar skrifstofustjóri.
Skipulagsstjóri ríkisins var hann í
10 ár, eða frá því að það embætti
var stofnað árið 1944, og til ársins
1954. Það ár var hann skipaður
húsameistari ríkisins og gegndi þvi
embætti til ársloka 1978, eða í tæp
25 ár.
Á. farsælum starfsferli hefur
Hörður með sinni næmu smekkvísi,
víða lagt hug við hönd. Af mörgu
er því að taka, þegar minnst er
þeirra bygginga, sem Hörður hefur
lagt grunn að og mótað á teikni-
borðinu. Svo sem áður er vikið að
skipa kirkjur tvímælalaust heiðurs-
sess meðal þeirra verka. Þekktastar
þeirra eru Skálholtskirkja, Kópa-
vogskirkja og Langholtskirkja.
Þesíar þijár kirkjur, sem eru hver
annarri ólíkar, enda hannaðar fyrir
ólíka staðhætti og út frá mismun-
andi forsendum, hafa allar brotið
blað í kirkjulegri byggingarlist hér-
lendis á þessari öld.
Þáttur Harðar við hönnun
Hallgrímskirkju er einnig mjög mik-
ilvægur, enda kom það í hans hlut
að taka við hönnun þeirrar kirkju,
að Guðjóni Samúelssyni látnum. Á
því stigi var mótun Hallgrímskirkju
að utan lokið, en það kom í hlut
Harðar að forma það innra útlit sem
við blasir í dag.
Af öðrum byggingum, sem Hörð-
ur hefur unnið að, er hér aðeins rúm
að nefna fáar. Nefna má Hafnar-
hvol og Borgartún 7 sem einskonar
frumraun Harðar að loknu námi. í
þessum byggingum eru glögg ein-
kenni frá námsárum Harðar, þegar
funksionalisminn var að springa út
og Bauhaus-stefnan var einskonar
áttaviti ungra arkitekta. Af fyrri
verkum sem Hörður fékkst við má
einnig nefna Nýja bíó og Austur-
bæjarbíó í Reykjavík. Af síðari
verkum sem alþjóð þekkir, og Hörð-
ur leiddi hönnun á, má nefna bygg-
ingar og viðbyggingar á Landspít-
alalóð, sjúkrahús á Akureyri, Akra-
nesi, Selfossi og í Vestmannaeyjum,
Árnagarð á lóð Háskóla íslands,
aðalbyggingu Kennaraháskóla Is-
lands og ýmsa aðra skóla, meðal
annars á Laugarvatni. Hörður
teiknaði einnig ýmis glæsileg ein-
býlishús í Reykjavík, nokkra reisu-
lega sumarbústaði við Þingvalla-
vatn, svo og viðbyggingu við Þing-
vallabæ og við gistihúsið Valhöll.
Auk starfa að skipulags- og
hönnunarmálum hafa hlaðist á
Hörð fjölmörg trúnaðarstörf, sem
beint eða óbeint hafa samtvinnast
hans aðalstarfí. Má þar meðal ann-
ars geta stjómarstarfa í skipulags-
stjórn ríkisins, framkvæmdastjóra-
starfa fyrir Þingvallanefnd og störf
við undirbúning að ráðstefnum og
móttöku erlendra gesta. Hann hafði
um árabil með höndum umsjón með
byggingarframkvæmdum á Kefla-
víkurflugvelli í umboði utanríkis-
ráðuneytisins og sat um skeið i
vamarmálanefnd. Hann gegndi for-
mennsku í byggingamefnd Þjóð-
leikhússins þau árin, sem unnið var
að lokahönnun og fullnaðarfrágangi
þess. Síðar átti hann sæti í Þjóðleik-
húsráði í tæp þijátíu ár. Hann var
lengi formaður Islandsdeildar nor-
ræns byggingardags (NBD). Einnig
hefur hann var verið formaður Arki-
tektafélag íslands og Stúdentafé-
lags Reykjavfkur, forseti Rótarý-
klúbbs Reykjavíkur og setið í safn-
stjóm Listasafns Einars Jónssonar.
En eru ótaldar byggingamefndir
ýmissa opinbera bygginga svo sem
Stjórnarráðshúss, Menntaskólans í
Reykjavík, Læknadeildar Háskóla
íslands, Lögreglustöðvar í
Reykjavík, Náttúmgripasafns,
Þjóðarbókhlöðu, Ríkisútvarps og
Tollstöðvarhúss í Reykjavík. Hörður
hefur verið • sæmdur stórriddara-
krossi Fálkaorðunnar auk ýmissa
erlendra heiðursmerkja.
Undirritaður kynntist Herði fyrst
í starfí fyrir rúmum tuttugu ámm,
þá er ég, nýútskrifaður arkitekt,
hóf störf hjá húsameistara ríkisins.
Upphófst fljótt hjá okkur náið sam-
starf og góð vinátta. Hörður hafði
einstakt lag á að ná til ungra sam-
starfsmanna, sýndi þeim traust og
lét þá fínna til ábyrgðar. Samstarfs-
árin undir Herði sem húsameistara
urðu tæplega ellefu. Það var hvort
tveggja í senn ánægjulegur og
gagnlegur reynslutími.
Hörður var smekkmaður, list-
rænn, nákvæmur og samviskusam-
ur, svo sem verk hans bera glöggt
vitni um. Sem yfirmaður var hann
mikils metinn af samstarfsmönn-
um, ekki síst vegna léttrar lundar
og vinsemdar. Óhætt er að fullyrða,
að alla tíð hefur góður samstarfs-
andi fylgt Herði. I fasi hans var sá
eiginleiki áberandi, að hann vildi
allra vanda leysa. Hvort sem gott
málefni var smátt eða stórt, þá var
Hörður ávallt reiðubúinn til að veita
liðsinni sitt.
Á ferðum erlendis naut Hörður
sín vel, enda heimsmaður. Hann
ávann sér traust og vináttu ýmissa
erlendra kollega og annarra sam-
starfsmanna, m.a. í gegnum mikil
samskipti við Norðurlönd og Banda-
rikin.
Það er þó fleira en starfíð eitt,
sem gefur lífínu gildi. Já, það er
öll framganga manna, meðal sinna
nánustu og annarra samferða-
manna, sem ber vitni um mann-
kosti og lífsviðhorf.
Á hinum persónulega vettvangi
hefur Hörður verið gæfumaður.
Hörður kvæntist 1939 eftirlifandi
eiginkonu sinni, Kötlu Pálsdóttur,
sem ættuð er úr Reykjavík. Foreldr-
ar hennar voru Páll Steingrímsson
ritstjóri og Guðrún Indriðadóttir
leikkona, dóttir Indriða Einarssonar
skálds. Böm þeirra eru Áslaug
Guðrún Harðardóttir, gift Jóni Há-
koni Magnússyni framkvæmda-
stjóra, og Hörður H. Bjamason
protokollstjóri_ utanríkisráðuneytis-
ins, kvæntur Áróm Sigurgeirsdótt-
ur. Barnabörnin em orðin fimm.
Katla hefur verið Herði góður
lífsfömnautur, glæsileg eiginkona,
sem hefur staðið honum við hlið á
íjölskrúðugum lífsferli. Böm þeirra
og heimili á Laufásvegi bera glöggt
vitni um einstaka alúð þeirra hjóna,
svo og virðuleika samfara eðlislægu
látleysi.
Ekki verður við þessar línur skil-
ið án þess að getið sé þeirrar
ánægju, sem í því fólst að sækja
Kötlu og Hörð heim. Á heimili
þeirra var gestrisni og létt lund í
fyrirrúmi og hafði Hörður einstakt
lag á að örva hláturtaugarnar, m.a.
með skoplegum frásögnum af liðn-
um atburðum. Við geymum minn-
inguna um góðan vin og margar
ógleymanlegar stundir, bæði hér
heima og á ferðum erlendis.
Fyrir hönd fýrrverandi sam-
starfsmanna Harðar flyt ég Kötlu
og fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur um leið og við Birna þökk-
um sérstaklega góðar samveru-
stundir og biðjum Kötlu, bömum
þeirra og barnabörnum guðs bless-
unar.
Garðar Halldórsson
Hörður vinur okkar er látinn
tæplega áttræður. Hann var lengst-
um heilsugóður, en smáhrakaði
líkamlega síðustu árin. Um ætt
hans verða aðrir mér fróðari að
skrifa, en eg veit að hann var stórr-
ar ættar og bæði ættfróður vel og
mjög frændrækinn.
Hörður var hamingjumaður.
Hann ólst upp á miklu menningar-
heimili, þar sem listir, gestrisni,
góðvild og fornar dyggðir voru í
heiðri hafðar. Rækti hann þær sjálf-
ur alla ævi. Enginn var einlægari
né trúrri vinur en hann. Hann var
líka vel kvæntur og átti góð börn.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
Menntaskólanum á Akureyri. Það
voru mótandi ár undir handleiðslu
Sigurðar skólameistara. Að loknu
stúdentsprófí 1931 hélt Hörður til
Þýskalands og nam byggingarlist,
og kom heim rétt fyrir aðra heims-
styijöld. Leiðir okkar skildu því um
sinn, því eg fór til Danmerkur að
loknu háskólanámi hér og dvaldi
þar fram yfír stríð. Það var svo
1945 að leiðir okkar lágu saman
aftur. Við hjónin komum þá heim
til að gera upp hug okkar, hvort
við vildum heldur búa í Danmörku
eða á íslandi. Móttökumar sem við
fengum hjá Herði og Kötlu og öðr-
um gömlum skólabræðrum voru
þannig, að við ákváðum að setjast
að hér. Það var því ekki síst þeim
hjónum að þakka að við völdum
þann kostinn.
Hörður var mikill gleðimaður.
Hann hafði ánægju af að hitta aðra,
og þar sem margt fólk kom saman
í heimahúsum eða við opinber tæki-
færi, gat maður verið viss um að
heyra smitandi hlátur hans í miðjum
hópnum.
Hörður var líka mikill listamaður
og tók verkefni sín alvarlega. Mörg
falleg einbýlishús hans prýða bæinn
og bera smekkvísi og hagkvæmni
glöggt vitni. Hann hafði þann góða
eiginleika, sem því miður er ekki
algengur, að hugsa fyrst og fremst
um óskir og þarfír þeirra sem hann
reisti hús fyrir, en gera þau ekki
að minnisvarða fyrir sjálfan sig.
Um það erum við öll, sem hann
teiknaði hús fyrir, sammála.
Hörður hefír samt reist sér
marga minnisvarða, sem halda
hróðri hans uppi um ókomin ár.
Verða þá efst í huga kirkjubygging-
ar, og nefni eg aðeins Kópavogs-
kirkju, Langholtskirkju og Skál-
holtskirkju. Endurreisn Skálholts-
staðar og bygging kirkjunnar þar
voru tvímælalaust kærustu verkefni
hans. Þar lagði hann sig allan fram
og hætti ekki fyrr en hann vissi að
hann gat ekki gert betur. Eg fylgd-
ist vel með þessu og sá daglega
nýjar og nýjar teikningar og hug-
myndir. Fullyrði eg að teikningar
skiptu tugum. Herði var það óbland-
in gleði að hljómburður sumra
bygginga hans er með því besta sem
þekkist. Eg ber ekki skynbragð á
þetta, en hefí eftir öðrum.
En eg er að kveðja vin minn,
besta vin minn í meira en sextíu
ár. Vissulega fyllist maður söknuði
og trega. En líka gleði, því eg ann
vini mínum þessara endaloka. Þeg-
ar heilsan er farin og engin von um
líkamlegan bata, er það góð forsjón
sem leyfði honum að halda and-
legri reisn, og fá að skipta um
líkama þegar þessi var orðinn ónýt-
ur. Og óðum styttist í endurfundi,
sem eg hlakka til.
Við hjónin sendum Kötlu, börn-
um þeirra og öðrum ástvinum sam-
úðarkveðjur og þökk fyrir allt sem
þau hafa verið honum — og okkur.
Ingeborg og Friðrik
Einarsson.
Annan dag þessa mánaðar and-
aðist vinur minn, Hörður Bjarnason.
Með fáum línum vil ég kveðja höfð-
ingjann, ættaðan úr Hreppum,
hinstu kveðju.
Á hraðfleygri stund reynist mér
erfítt að gera langri starfsævi Harð-
ar nein skil. Til þess brestur mig
þekking á umfangsmiklum störfum
hans, sem skipulagsstjóra ríkisins
og síðar húsameistara ríkisins. En
ég kynntist Herði takmarkað þar
til fyrir um tíu árum er embættis-
ferli hans lauk. Frá þeim tíma hafa
ég og mínir átt góðhug hans og
ræktarsemi.
Fyrir rúmum þremur áratugum
er ég kom heim frá námi voru flest-
ar opinberar byggingar hannaðar
hjá húsameistara ríkisins. Mér virt-
ist þá vera veggur á milli embættis-
ins og_ sjálfstætt starfandi arki-
tekta. Ég fann að Hörður galt þess
á stundum hjá starfsbræðrum að
vera öfugu megin veggjar. Ég hygg
að þetta hafí sært hans hjarta. Það
best ég veit átti Hörður drýgstan
þátt í að breyta þessari skipan og
færa verkefni ríkisins út á almenn-
an markað.
Augljóst er að störf Harðar í
stöðu húsameistara ríkisins kölluðu
á umfjöllun. Sagan kennir okkur
að oft revnist erfítt að meta verk
samferðamanna. Verk Harðar eru
þar engin undantekning, en framlag
hans til byggingarlistar í landinu
hygg ég að rísi hæst með Skálholts-
kirkju og Kópavogskirkju. Þessi
verk munu halda nafni hans á lofti
um_ ókomin ár.
Ég kynntist Herði fyrst 1968 er
Norrænn byggingardagur var hald-
inn hér á landi, en Hörður gegndi
þá formennsku í þeim samtökum.
Hann átti auðvelt með að tjá sig í
ræðu og riti og að umgangast fólki.
Síðar kynntist ég honum er Skál-
holtsskóli var í burðarliðnum, en
þá fann ég að Skálholtskirkja átti
hug hans og hjarta. Enn lágu leiðir
okkar saman er hann hóf störf við
Þjóðarbókhlöðu, en Hörður sat þar
í byggingarnefnd, og eru aðeins ljú-
far minningar frá því samstarfí.
Okkar nánari kynni hófust er við
gerðumst nágrannar og síðar vinir
eins og fram hefur komið. Má vera
að hér hafi ráðið einhverju frænd-
semi okkar úr Hreppum, austur.
Áttum við saman góðar spjallstund-
ir og er best lét sólarstundir í Bene-
ventum í Öskjuhlíð, ásamt nokkrum
vinum. Hann var ljúfur maður og
spaugsamur. Maður gekk ávallt
léttur í spori af hans fundi.
Þau hjón Katla og Hörður voru
höfðingjar heim að sækja, þar sem
elskusemi og gestrisni réð ríkjum.
Þessum fáu línum vil ég ljúka
með að færa Kötlu og bömum
þeirra og öðmm ástvinum innilegar
samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar.
Manfreð Vilhjálmsson
Ég var svo lánsöm, krakki, að
verða heimagangur á Laufásvegi
68, heimili Harðar Bjamasonar og
Kötlu Pálsdóttur, bama þeirra Lau-
lau (Áslaugar Guðrúnar) og Bóbós
(Harðar yngra) og móður Kötlu,
Guðrúnar Indriðadóttur.
Dóttirin Laulau varð besta vin-
kona mín. Á þeim tíma átti maður
eina „bestu vinkonu" og við vomm
bestu vinkonur allmörg ár, og emm
það áreiðanlega enn innst bakvið
allar umbúðimar, sem lífíð og sam-
félagið hefur lagt okkur báðum.
Á Laufásvegi 68 var ég heima-
gangur í orðsins fyllstu merkingu
frá 11 ára aldri og öll mín við-
kvæmustu unglingsár. Oftar en
ekki gisti ég þar, þá var eins og
enn er hjá krökkum oft spurt: má
hún sofa hjá mér í nótt? Og ég man
aldrei eftir að því væri neitað hjá
Herði og Kötlu.
Þetta heimili, fólk þess og gestir, v
varð mér nýr heimur, fagur og stór.
Heimili Harðar og Kötlu var hið
ríkmannlegasta sem ég hafði komið
á og seinna skildi ég, að það er
næsta sjaldgæft að á slíku heimili
rfki jafn listrænn og hlýr blær og
þama gerði.
Hörður var bróðursonur Einars
Jónssonar myndhöggvara, sonur
Bjama frá Galtafelli, bíó-Bjama,
sem átti Nýja bíó með Guðmundi
Jenssyni. Bjuggu foreldrar Harðar,
Bjami og Sesselja, í því fagra húsi
Galtafelli við Laufásveg og þar bjó
einnig Bíbí (Laufey) systir Harðar
og bóndi hennar Ámi Snævarr
verkfræðingur. Þau áttu mörg böm
og minnisstæðast þeirra er Lillý
Svava, sem var á þeim árum nokkru
eldri og gátum við Laulau setið
tímunum saman í tumherbergi
hennar á Galtó og horft á hana
með aðdáun og fengið að skoða
kjólana hennar aftur og aftur.
Þau bíó-Bjami og Sesselja vom
mild og elskuleg hjón. Til dæmis
var Bjami svo yndislegur, að hann
ók eitt sinn alsæll upp eftir Lauga-
veginum á móti umferðinni, af því
hann var í djúpum þönkum um
annað og merkilegra en umferðar-
reglurnar.
Tvær systur Harðar, Áslaug og
Svava, dóu á ungum aldri og em
mér minnisstæðar myndir af þeim,
bæði á Laufásvegi 68 og á Galta-
felli, svo sviphreinar vom þær og
slíkur rómantískur blær yfír þeim,
sem snemmdánum. Bróður sinn,
Stefán, missti Hörður líka á ungum
aldri, en sonur hans, Bjami, býr
nú að Galtafelli og í hús gegnt því
fluttust svo Hörður og Katla, þegar
þau minnkuðu við sig fyrir allnokkr-
um árum.
Guðrún Indriðadóttir, leikkona
og móðir Kötlu, bjó á þessum ámm
hjá Herði og Kötlu. Hún hafði stofu
og svefnhýsi á annarri hæð húss-
ins. Mikil rólyndis-, festu- og menn-
ingarblær ríkti í þessum herbergj-
um eins og yfir Guðrúnu sjálfri. Það
var sem hún gæti bmgðið yfír sig
hulu, þegar hún sjálf vildi, og ég
man, að oft var hún sem sveipuð
þessari hulu. Þetta var þvíumlíkt
eins og maður vissi, að álfadrottn-
ingar gátu yfír sig bmgðið. Eitt
sinn man ég að hún kom að okkur
Laulau í miklum fíflaskap. Það var
sem hún sæi þetta ekki, þótt hún
stæði kyrr og biði þess að linnti.
Og því linnti fljótt.
Katla Pálsdóttir, kona Harðar
var ákaflega tignarleg kona og
kvenna fegurst, klæddist vel og
fallega, og var hrein list hvemig
hún bjó sér og sínum umhverfí því
eins og ég nefndi fyrr hef ég ekki
vitað fólk fara eins fallega og vel
með sitt og þarna var gert.
Miklar sælustundir áttum við
Laulau 13 og 14 ára, þegar við
fengum að vísa til sætis í Nýja bíói.
Með græna báta á höfðum gerðum
við þá all misheppnaðar tilraunir til
að líkja eftir göngulagi Marilyn
Monroe.
Hörður Bjarnason var gæddur
sannri höfðingslund, gjafmildur og
örlátur á sjálfan sig. Hann veitti
mér sanna föðurást og þótt ég