Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
23
Skalholtskirkja.
Langholtskir kj' a.
Kópavogskirkja.
væri alls ekki á neinn hátt umkomu-
laus, varð ást hans mér mjög mikils-
verð. Skap mitt og tiltæki á þessum
árum voru oft all sérkennileg og
ýmis uppátæki okkar Laulauar voru
skringileg og jafnvel háskaleg.
Þetta skildu þau Hörður og Katla,
oftast nær. Eitt sinn man ég þó að
við gengum svo fram af þeim, að
Hörður varð reiður og rétti okkur
báðum kinnhest. Mér sárnaði þetta
ógnarlega, en viðbrögð vinkonu
minnar voru gríðarleg reiði, ekki
síst af því að ég fór að skæla. Við
fórum svo báðar með snúð upp til
herbergis Laulauar. Þetta var
snemma nætur og Katla sat hjá
okkur og huggaði mig. Þegar liðið
var nokkuð á nóttina, og Katla far-
in, kom hún aftur inn til okkar, og
sagði, að Hörður gæti ekki sofnað
nema ég kæmi og kyssti sig góða
nótt. Sem ég gerði og sofnaði svo
afar vært.
Ég spilaði mikið á gítar um þær
mundir og söng. Var feimin að leyfa
Herði og Kötlu að heyra mig syngja,
ætlaði að gera það seinna, þegar
ég væri farin að syngja betur. Mér
er það mjög minnisstætt, að Hörður
sagði einu sinni við mig útúr sínu
hlýja brosi: Einhvern tíma átt þú
eftir að syngja og syngja ...
Eitt er það atvik, sem hefur
greipzt fast inní mig frá þesum
árum: Dag einn, 13 ára gömul,
varð ég fyrir mjög sárri reynslu og
þótti ég ekki getað leitað til neins
í vanda mínum. Ég sat lengi þenn-
an dag alein á túni sem þá var fyr-
ir ofan Snorrabraut, nærri gamla
skátaheimilinu. Ég ranglaði svo
síðla dagsins inní sjoppu við Leifs-
götu og hringdi heim á Laufásveg
68. Þá höfðu fósturforeldrar mínir
haft samband þangað og voru
hrædd um mig. Ég talaði slitrótt í
símann, en Laulau lét mig lofa sér
því að koma strax niður á Laufás-
veg. Ég var þar hjá þeim langt fram
á kvöld og ekkert var talað um
þennan atburð. En þau öll voru svo
alveg hjá mér. Og ég svo alveg hjá
þeim.
Mér hjartkærum Kötlu, Áslaugu
Guðrúnu, Herði yngri, bömum og
barnabörnum sendi ég mína
hlýjustu samúð.
Nína Björk Árnadóttir
Kirkjan þakkar Herði Bjarna-
syni. Hann var ekki aðeins góður
sonur hennar og mat hana mikils,
kenningar hennar og framlag til
velfamaðar þjóðarinnar, heldur
sýndi hann í hugviti sínu og fram-
lagi, í hvaða átt ber að stefna.
Hörður er höfundur Skálholts-
kirkju sjálfrar og margra annarra
kirkna víða um land. Það var annað
yfirbragð yfir síðustu Skálholts-
hátíð, af því að Hörð vantaði.
Spurðu kunnugir hver annan, hvað
ylli fjai-vistum. Fyrr á slíkum há-
tíðum hafði hann lagt sitt fram. Á
hinum síðustu fór hann hægar yfir
og var frekar þiggjandi en veit-
andi. Þannig sagði aldurinn til sín
og síðan sjúkdómar.
Aldrei mun ég gleyma honum á
Skálholtshátíðinni 1983.. Þá rann
saman í styrkum farvegi hugur
hans og áhugi á Skálholtsstað og
hlýjan mót frænda sínum, sem þá
þáði biskupsvígslu. Þótti honum sá
dagur ekki síðri en mér sjálfum og
þeim, sem næst eru taldir standa.
Og hann túlkaði þetta af slíkum
innileik, að hlýja sólarhitans magn-
aðist og birta fagurs dags ljómaði
enn tignarlegar.
Og nú er að þakka Herði fyrir
framlag hans allt og ævina góðu.
Njóta arkitektar þess umfram
marga, að framlag þeirra hverfur
ekki með þeim sjálfum. Verkin
standa og lofa meistarann, þegar
vel hefur til tekist. Þannig mun
Hörður lifa í þakklátri minningu.
Verkin hans gleymast ekki, maður-
inn sjálfur er þar nærri, af því ekki
kunni hann annað en leggja sig
allan fram í list sinni og leita ætíð
bestu leiða til túlkunar því sem
margir skyldu njóta.
Hörður leit upp og hvatti aðra
til hins sama. Kirkjur hans beina
sjónum í átt til himins. Guði er
þakkað fyrir góðan og mætan
dreng, sem lét kirkju lands síns
njóta framlags síns og dró aldrei úr.
Ástvinum vottum við samúð, en
fögnum því að mega enn um ókom-
in ár njóta framlags Harðar Bjarna-
sonar. Svo mun verða á næstu Skál-
holtshátíð, já, í hvert skipti, sem
kirkjugestur þiggur framlag hönn-
uðar til að gangan fram fyrir Guð
beri þann árangur, sem trúin boðar.
Ólafur Skúlason
Þegar Hörður Bjarnason er
kvaddur verða þar margir, sem
ekki geta orða bundist, svo vinsæll
var maðurinn og vel látinn, svo
mörg verka hans eru þegar orðin
alþjóðaeign.
Mig langar því hér aðeins að
geta eins þáttar á æviferli Harðar,
sem fæstum er jafn kunnur, eðlis
síns vegna; afskipta Harðar Bjarna-
sonar af leikhúsmálum og þá eink-
um málefnum Þjóðleikhússins.
Hörður Bjarnason sat í Þjóðleik-
húsráði frá upphafi og til 1978,
þegar ný lög voru sett fyrir leikhús-
ið, samtals ekki færri en 28 ár og
þó reyndar gott betur því að ráðið
tók auðvitað til starfa áður en leik-
húsið var opnað.
Ég hafði því þá ánægju að vinna
sex ár með Herði að málefnum leik-
hússins. Á þeim tíma kynntumst
við vel og urðum vinir. Mér er tjáð,
að val Harðar í ráðið hafi m.a. helg-
ast af því að hann var kvæntur
Kötlu Pálsdóttur dóttur Guðrúnar
Indriðadóttur, einnar fremstu leik-
konu, sem þessi þjóð hefur alið; frú
Katla er þannig dótturdóttir Indriða
Einarssonar, sem að öllum ólöstuð-
um á mestan heiður skilið fyrir að
við eignuðumst Þjóðleikhús fyrr en
-sumar aðrar menningarþjóðir.
Hörður varð þannig óopinber full-
trúi þess fólks, sem þjóðin stóð í
þakkarskuld við öðrum fremur í
þessu máli. Auðvitað var Hörður
þó valinn í þetta trúnaðarsæti fyrst
og fremst vegna sinna mannkosta.
En ekki spillti þó, að hann gegndi
embætti húsameistara, en bygging
Þjóðleikhússins, breytingar og lag-
færingar heyra undir embaattið.
Ég minnist þess að skömmu eftir
að ég kom til starfa við leikhússið,
kom upp mál, sem gat orðið við-
kvæmt. Notkun ljósa hafði breyst
frá því að leikhúsið var smíðað og
leikur færst fram og nær áhorfend-
um. Það hafði í för með sér nokkr-
ar breytingar á salnum. Hörður
leysti það mál af þeirri smekkvísi
og hugkvæmi sem honum var lag-
ið. Ljósin komu upp, salurinn var
áfram eins og höfundur hússins,
Guðjón Samúelsson, hafði óskað
eftir, að hann yrði — og áhorfendur
tóku ekki eftir neinni breytingu,
nema ef þeim fannst leikurinn
ganga nær sér.
Annað mál ræddum við Hörður
oft, enda var honum það mjög hug-
leikið, og mér er orðið það líka.
Þegar staðsetning Þjóðleikhúss-
byggingarinnar var ákveðin upp-
hófust sem kunnugt er miklar deil-
ur; mönnum fannst of þröngt um
þetta glæsilega hús — og virðist
þetta vera árátta á okkur íslending-
um, þá sjaldan við reisum leikhús.
Þá sagði Hörður mér, að heitið
hefði verið, að spildunni fyrir fram-
an húsið, frá Hverfísgötu að Lauga-
vegi, skyldi gera torg — Indriðat-
org.
Þetta skyldi ekki verða allt í einu,
en engar nýjar stórbygginar leyfist
að setja upp á þessu svæði. Ég
vona ég hafí mislesið það einhvers
staðar nýlega, að ráðgert sé að reisa
stórhýsi í steinsteypu á bílastæðinu
andspænis leikhúsinu. Ef mönnum
er alvara að halda lífí í miðbænum,
þá mætti kannski byija á því að
standa við gömul fyrirheit.
Þegar ég kom til starfa bar ég
eðlilegan kvíðboga fyrir því, hvemig
okkur mundi koma saman, Þjóðleik-
húsráði og mér. Þetta kom m.a. af
þeirri grundvallarskoðun minni, að
menn sem valdir eru af stjórnmála-
skoðun þurfí ekki endilega að verða
hæfari til að stýra leikhúsum en
þeir sem eru valdir af einhverri
ánnan-i skoðun. Sá kvíði reyndist
ástæðulaus og samvinna okkar var
með ágætum. Það helgaðist fyrst
og fremst af því, að þetta ráð gerði
sér grein fyrir því, að samkv. þá-
gildandi lögum bar leikhússtjórinn
höfuðábyrgð á rekstri hússins og
bar því að ráða ferðinni meira og
minna af þeim sökum í krafti fag-
legrar þekkingar sínnar. Þetta
gamla ráð hafði mikinn og gamal-
reyndan hæfíleika til að gera greir.-
armun á aðalatriðum og aukaatrið-
um ,hvað til þess friðar heyrði og
hvað ekki. Þar með er ekki sagt
það hafí setið aðgerðalaust eða lát-
ið sig málefni leikhússins litlu
skipta, þvert á móti. í leikhúsráðinu
var Hörður t.d. mjög tillögugóður.
Hann hafði yndi af leikhúsi og sá
mikið af sýningum, þegar hann var
á ferðalögum erlendis. Þannig átti
hann t.d. uppástungu að gamanleik,
sem ég hafði vissar efasemdir um
í fyrstu, en reyndist þó þegar upp
var staðið einn sá vinsælasti í sögu
leikhússins. Þetta var Á sama tíma
að ári. Mér er einnig tjáð, að’ hann
hafi fyrstur hreyft því að sýna hér
„My Fair Lady“. Hörður var sjentil-
maður, ekki ráðagjarn en ráðagóður
og laginn að leysa vanda, þegar
þurfti. Hann gekk ekki erinda ann-
arra, nema honum þætti réttlætis-
mál' vera.
Það er eðlileg regla í leikhúsinu,
að hinn daglegi rekstur heyri meira
og minna undir leikhússtjórann, en
málefni hússins undir leikhúsráðið.
Það lætur að líkum, að á áratuga
ferli hefur leikhúsinu áskotnast
mikið af góðum gripum, ýmist eru
þetta gjafir eða munir með leiklist-
ai-sögulegt gildi. Nokkru eftir að
Guðlaugur Rósinkranz var allur og
ekki lengur hægt að leita upplýs-
inga hjá honum, tókum við Hörður
Bjarnason okkur til og settum sam-
an lista um þessar myndir og muni,
uppruna þeirra og komutíma, gef-
endur og ástæður. En þannig var
Hörður, kunni vel að tengja saman
söguna og nútímann, svo sem hans
kannski fremsta verk, Skálholts-
dómkirkjan, ber vitni. Þar er hvergi
gengið á rétt fortíðarinnar, þótt
horft sé fram á við.
Þjóðleikshúsið á Herði Bjarna-
syni mikið að þakka. Nú, þegar
hans hlýja og þétta handtak er
ekki lengur á meðal okkar, skulu
þær þakkir fluttar honum, en frú
Kötlu og ijölskyldunni innilega
samúð.
Sveinn Einarsson
Hann færði þjóð sinni fagrar
kirkjur.
Á sjötta áratugnum störfuðum
við nokkrir ungir arkitektar saman
hjá Húsameistara ríkisins. Jafnaldr-
ar menntaðir í mismunandi löndum,
sem urðum að samrýndum hópi,
„drengjunum hans Harðar“ æ
síðan.
Hörður fylgdist með ungum arki-
tektum við nám og kallaði þá til
sín. Þannig var með okkur.
Þessi ár voru eins og framhalds-
skóli í húsagerðarlist með manni
sem var næmur listamaður. En
þetta voru líka ár þar sem við feng-
um að kynnast umhyggju, virðingu
og hlýju þessa sanna heiðursmanns.
Kynni okkar Harðar héldust æ
síðan og ég var svo heppinn að ná
að líta til hans áður en hann kvaddi,
sjá glampann í augunum þegar ég
glettist við hann og fínna hlýja
handtakið.
Mörg hús, stór og smá, standa
hér í Reykjavík og vítt um landið
sem eru verk Harðar eða unnin
undir handleiðslu hans sem húsa-
meistara ríkisins. Lang hæst í huga
hans sjálfs bar Skálholtskirkju, tig-
ið og agað verk á helgistað.
Á árunum frá 1943 til 1962 rit-
aði Hörður með nokkrum hléum
dálkana „Bærinn okkar“ í dagblað-
ið Vísi. Skrifaði hann þá sjálfur að
miklu leyti og fjallaði um skipu-
lags- og byggingarmál í borginni.
Leitaði hann einnig umsagnar og
ályktana fagmanna um viðhorf til
dægurmála í byggingu og útliti
bæjarins, ásamt verklegum fram-
kvæmdum og fleira. Er í þessum
þáttum að fínna ómetanlegan fróð-
leik frá þessu tímabili, skínandi
skarpa framtíðarsýn um þróun
borgarinnar og skemmtilegar at-
hugasemdir í anda höfundar og
tíðar.
Hörður var fjölfróður, kíminn og
glaðvær og því var einstaklega gott
andrými í kringum hann og heimili
þeirra Kötlu. Þau hjón voru
skemmtilega samrýnd í að skapa
þetta andrými.
Þegar drengur góður er nefndur
minnist ég Harðar Bjarnasonar.
Við „drengimir hans Harðar"
sendum Kötlu og börnunum bestu
samúðarkveðjur og þökkum góðar
stundir.
Þorvaldur S. Þorvaldsson
arkitekt.
Kveðja frá Listasafni
Einars Jónssonar
Hörður Bjarnason fv. húsameist-
ari ríkisins og formaður stjórnar-
nefndar Listasafns Einars Jónsson-
ar er látinn. Hörður var bróðurson-
ur Einars Jónssonar og tók sæti í
stjórn safnsins árið 1976 og frá
árinu 1981 var hann formaður
stjómarinnar. í sambandi við þær
margháttuðu endurbætur, sem
gerðar hafa verið í safninu og um-
hverfí þess í formannstíð Harðar,
þar sem hæst ber opnun högg-
myndagarðs safnsins, naut sín vel
reynsla hans og smekkvísi og jafn-
framt sá mikli metnaður, sem hann
hafði fyrir hönd safnsins. í marg-
víslegu samstarfí okkar á liðnum
ámm er margs að minnast, en á
þessari stundu er mér efst í huga
hlýleiki hans, hjálpsemi og örlæti,
þeir mannkostir sem voru svo ríkir
í öllu fari hans og athöfnum.
Fyrir hönd starfsfólks og stjómar
Listasafns Einars Jónssonar sendi
ég eiginkonu hans, Kötlu Pálsdótt-
ur, og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Kvaran