Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
27
beinsdóttur, skipstjóra í Reykjavík
Þorsteinssonar og konu hans
Kristínar Vigfúsdóttur. Eignuðust
þau tvö böm, Kristínu blaðamann
í Reykjavík, en hún er ekkja Indriða
H. Einarssonar verkfræðings, og
Ásgeir iðnráðgjafa á Húsavík, sem
er kvæntur Helgu Ólafsdóttur
meinatækni. Hvort þeirra systkina
á svo tvö böm, sem nú kveðja afa
sinn.
Öll búskaparárin í Reykjavík stóð
heimili Leifs og Hrefnu á Hverfis-
götu 53, þar sem hún sjálf var bam-
fædd. Skammt var milli heimila
föður míns og Hrefnu á unglingsár-
um þeirra, þar eð ijölskylda hans
átti í tæpan áratug heima í húsinu
á Hverfisgötu 55, sem er áfast við.
Oft bar ég því kveðju milli Hverfis-
götu og Hrefnugötu. Og svo urðu
endalokin þau, að skammt varð í
öðmm skilningi á milli föður míns
og Leifs. Starfsvettvangur þeirra
var gjörólíkur, en lítilsháttar snert-
ing varð þó, því Leifur var um nokk-
urt skeið fram að vesturför sinni
endurskoðandi Sjóvátryggingarfé-
lags íslands hf. Hann vék stundum
að því starfí sínu við mig og gerði
lítið úr bókfærslukunnáttu sinni.
En vitaskuld var það sagt af óþörfu
lítillæti, og það starf hlýtur hann
að hafa unnið af trúmennsku eins
og önnur.
VIII. '
Aldraður maður hefur lokið ævi-
göngu sinni. Farsælt og einstakt
ævistarf var þá löngu að baki. Efst
er í huga að færa þakkir fyrir sam-
fylgdina.
I nafni íslenzka stærðfræðafé-
lagsins er heiðursfélagi þess kvadd-
ur hinztu kveðju með djúpri virð-
ingu og þökk. Fyrstur íslenzkra
stærðfræðinga varð hann til að
hljóta víðtæka alþjóðlega viður-
kenningu fyrir rannsóknir sínar.
Af þrautseigju hélt hann þeim
áfram við fábrotnar aðstæður um
áratugaskeið og náði athyglisverð-
um árangri. Með vönduðu braut-
ryðjendastarfi sínu frá upphafi
verkfræðideildar mótaði hann öðr-
um fremur stærðfræðimenntun
þorra íslenzkra verkfræðinga í full-
an mannsaldur.
í eigin nafni er kennari og sam-
starfsmaður frá fyrri tíð kvaddur
með þökk fyrir löng samskipti, sem
urðu náin með árunum og mótuð-
ust jafnan af fágaðri kurteisi hans,
hlýju viðmóti og hreinum hug. Ég
er þakklátur fyrir, að málum var
svo skipað, að ég gat fylgt honum
hinzta spölinn. En atvik, sem eng-
inn ræður við urðu til þess, að
kveðjuorð þessi töfðust í endanlegri
gerð. Hlýjar samúðarkveðjur eru
sendar af Hrefnugötu á Hverfis-
götu.
Blessuð sé minning Leifs Ás-
geirssonar.
Jón Ragnar Stefánsson
er ekki bara
fyrir fugla!
Bókleg kennsla
fyrireinkaflug
hefst 1. október
Uppl. ísíma
610880
Cerana
Flugskóli
ooo
Verö aðeins: 119.520,- kr eöa
107*900,-t3
Spectra SL 72 29" sjónvarp í algjörum
sérflokki, meö flötum möttum Black
Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki.
Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva
minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir
aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna-
læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna
minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp,
möguleiki á NTSC/Secam, tilbúið fyrir
NICAM-stereomóttöku o. m. fl.
Spectra SL 63 25" sérlega vandaö
sjónvarp, meö flötum möttum Black
Matrix-skjá*, sem endurspeglar ekki
Ijósi, Super VHS innbyggt, 40 stööva
minni, 40W stereomagnari, tengi fyrir
aukahátalara, tvöfalt Scart-tengi, barna-
læsing, fjarstýring, Teletext m/8 síöna
minni, tenging fyrir gervihnattasjónvarp,
möguleiki á NTSC/Secam, tilbúiö fyrir
NICAM-stereomóttöku o. m. fl.
Verö aðeins: 104.200,- kr eöa
93*800,-stsr
Galaxy 51 20" vandaö sjónvarp, meö
skörpum, litsterkum skjá, 40 stööva
minni, tengingu fyrir gervihnatta-
sjónvarp, þráölausri fjarstýringu,
möguleika á NTSC/Secam móttöku,
sjálfvirkum stöövaleitara, Scart-tengi
og ýmsu fleira.
Verö aöeins: 49.900,- kr eöa
44*900,-stSr
Nordmende sjónvarpstækin, sem eru Yestur-Þýsk hágæöavara,
eru löngu landsþekkt fyrir langa endingu 03 frábær gæði
■UHOCARD
greiöslukjör til allt aö 1 2 mán.
eöa allt aö 3 ára greiöslukjör
Við
tökum
vel á
móti
þér !
Pilol Center