Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
ALDRAÐIR
Mikið að skoða í
Húsdýragarðinum
Fyrir nokkru fjölmenntu eldri
borgarar í Reykjavík í Hús
dýragarðinn í Laugardalnum og
sannaðist þar að fleiri geta skemmt
sér þar heldur en unga kynslóðin.
Það var líf og fjör í Laugardalnum
við þetta tækifæri og flestir gerðu
sér far um að sjá sem mest og var
almennt gerður góður rómur að því
framtaki að koma slíkum garði upp
innan seilingar allra borgarbúa.
Reyndar heyrðust þær athuga-
semdir einnig, að húsdýr ættu
heima í sveit og hvergi annars stað-
ar og er margt til í því þótt rökin
með slíkum garði vegi einnig þungt.
Þessum línum fylgja nokkur eftir-
minnileg augnablik í heimsókn
gamlafólksins...
BRUÐHJON VIKUNNAR
Brúðguminn „handtek-
inn“ rétt fyrir athöfnina
O pTágúst síðastliðinn gaf sr.
ÍJ Pálmi Matthiasson þau
Elísu Henný Arnardóttur og
Bjarka Sigurðsson saman í hjóna-
band og eru þau brúðhjón vikunn-
ar að þessu sinni. Þau eru svo að
segja jafngömul, Elísa 22 ára, en
Bjarki 23 á árinu. Bjarki er lands-
kunnur íþróttamaður, afreksmað-
ur með íslenska handknattleiks-
landsliðinu og Víkingi.
Elísa segir að þau Bjarki hafi
alist upp í sama hverfi og þekkst
lengi, en þau byrjuðu að vera sam-
an 15 ára. 25. ágúst var ekki
valinn af handahófi, segir Elísa
og hlær, þá var hægt að smeygja
brúðkaupinu inn fyrir handknatt-
leiknum! Bjarki nýkominn heim
af Friðarleikunum í Seattle, þar
sem landsliðið keppti, og rétt ófar-
inn út í æfingarferð með Víking-
um, þar sem hann raunar meidd-
ist illa og er frá keppni og æfing-
um í bili. Brúðkaupsferðina fóru
þau fyrirfram, en Elísa fór utan
til Bandaríkjanna og þau eyddu
nokkrum dögum saman eftir
handknattleikskeppnina. „Og það
var eins gott, því nokkrum dögum
eftir brúðkaupið var Bjarki kom-
inn á hækjur,“ segir Elísa.
Sagan segir, og Elísa staðfestir
hana, að rétt áður en brúðkaupið
átti að fara fram, hafi Bjarki ver-
ið á æfingu, er tveir lögreglumenn
komu í salinn og tjáðu Bjarka að
hann væri þar með handtekinn
fyrir meint fíkniefnamisferli!
Bjarki hafi orðið felmtri sleginn
og talið það af og frá að hann
hefði neitt af sér brotið, hann
hefði ekki einu sinni prófað hass
um daganna, hvað þá meira.
„Annað heyrum við og höfum
sannanir fyrir,“ sögðu lögreglu-
mennirnir ogtóku undir handieggi
Bjarka og færðu hann til búnings-
klefa. Þar stóðu þeir yfir honum
meðan að hann fór í sturtu og
Elísa og Bjarki í hrísgrjónabyl.
klæddi sig í skyndi og fylgdu hon-
um síðan til bifreiðar. En leiðin
lá ekki niður á lögreglustöð, held-
ur létti Bjarka mjög er honum var
ekið á matsölustað þar sem nokkr-
ir vinir hans biðu. Þeir buðu hon-
um að borða og fóru svo með
hann í skipulagða steggjaveislu á
Gauk á Stöng. Handtökuna höfðu
„vinirnir" plottað og tekist að
hrella sakleysingjann Bjarka
verulega. En það bráði fljótt af
honum og herma fregnir að allir
hafi skilið í fullri vinsemd!
43
KMH
Safharinn
Ekki veit ég hvort nokkur
hefur haldið því fram að
söfnunarárátta væri kynbund-
in. Sjálfsagt eru til ýmsar fræði-
kenningar um hvernig söfn-
unaráráttan
stafi af reynslu
drengja í frum-
bemsku og sam-
bandi þeirrá við
móður sína.
Þannig gæti
ótæpileg
frímerkjasöfnun
til að mynda, átt
rætur að rekja til ófullnægðrar
sogþarfar. Aðrir halda því sjálf-
sagt fram að söfnunaráráttan
spretti upp úr fmmhvötum
mannskepnunnar, kannski
tengd birgðasöfnun til hörðu
áranna. Söfnunin væri þá á
svipuðum bás og veiðifíkn, sem
sumir karlar telja að tengist arf-
bundnu sköffunarhlutverki
þeirra og eigi sér uppsprettu í
kynkirtlunum. Að visu birtast
annað veifið í blöðum myndir
af kvenfólki sem hefur verið að
veiða lax og jafnvel fengið stór-
an. En svoleiðis er likast til bara
vitnisburður um firringuna í
samfélagi nútimans, frekar en
staðfesting á veiðieðli kvenna.
En víkjum að söfnuninni.
Þótt sjaldgæft sé að konur safni
frímerkjum, safna þær líka. Ár-
áttan beinist bara að öðru en
hjá körlum. Meðan karlar safna
frimerkjum, safna konur blóm-
um. Karlar safna bókum, merkj-
um, byssum og bílum. Konur
safna skartgripum, fötum,
hnífaparasettum, glösum og
bollapörum. I sumum löndum
byija stúlkur snemma að safna
sér til búsins. í Danmörku
tíðkast til dæmis að fara að gefa
stúlkubörnum dúka og bollapör
um 10 ára aldur og álitlega
danska heimasætu þekkti ég
sem fékk matar- og kaffistell
fyrir 12 í fermingargjöf. Stúlkan
sú átti reyndar allt sem til þarf
til bústofnunar löngu áður en
hún fann sér lífsförunaut. í
þessu efni eins og öðrum eru
Islendingar eftirbátar Dana. Hér
er ekki farið að gefa búsáhöld
fyrr en í fyrsta lagi í brúðargjöf.
í því sambandi má þó minnast
á nýmæli sem til framfara horf-
ir. I nokkrum búðum í Reykjavík
er nú hægt að fá að vita hvað
tilvonandi brúður vill fá í brúð-
argjöf. Þar liggja frammi nafna-
listar þar sem fram kemur
hvernig hnífapör og bolla sú
hvítklædda vill fá í skápana
sína. Þessi merka nýjungveldur
þvi að stellin verða samstæð frá
upphafi og konur þurfa ekki að
vera að basla við að safna einu
og einu bollapari og hnífapara-
setti á öllum stórafmælum, allt
fram á grafarbakkann. Þá getur
nefnilega farið fyrir þeim eins
og einni ágætri konu sem ég
þekki, sem reyndar gekk illa að
gera upp við sig hvaða postulíni
hún vildi safna. Fyrsta merkið
sem hún valdi sér, þótti ljótt
meðal'annarra kvenna i fjöl-
skyldunni, og hún eignaðist þvi
aldrei nógu mikið af þvi til þess
að unnt væri að leggja það á
borð. Á endanum þótti henni
það líka ljótt sjálfri. Það liggur
nú, ósamstætt og ófullburða
inni í skáp. Næsta postulín þótti
óhemjudýrt. Hún fékk því aldrei
nema svo sem einn bolla og
undirskál, eða tvo hliðardiska í
hverja afmælisgjöf. Þetta tók svo
langan tíma að löngu áður en
hún átti frambærilegt stell var
hætt að framleiða þetta. Svipaða
sögu má segja af hnífapörunum,
nema hvað tiskusveiflurnar eru
enn harðvítugri þar. Þessari
konu hefði komið vel að búa við
hina dönsku siðvenju. Þá hefði
hún um tvítugt átt fullkomið
hnífapara- matar- og kaffistell,
að visu samkvæmt smekk móð-
ur sinnar, og vinum og ættingj-
um hefði verið forðað frá dæma-
lausum hremmingum á stóraf-
mælum hennar.
eftir Sigurð G.
Tómasson