Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 48
FORGANGSPÓSTUR UPPL YSINGASÍMI 63 71 90 MILULANDAFLUG Opnum k 1.8:00 alla daga FLUGLEIDIR MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, 'LF 1555 / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Ferðamenn dvelja hér lengiir en fyrr - segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri MAGNÚS Oddsson, ferðamálastjóri, segir að jafnframt því sem kom- um erlendra ferðamanna til landsins hafí fjölgað hafi dvalartími þeirra í landinu að jafnaði lengst. Hann segir að erlendir ferðamenn fari víðar um landið en áður og sé það meðal annars að þakka átaki í uppbyggingu ferðaþjónustu utan Reykjavíkur. J^Jagnús Oddsson A segir að tölur um komur erlendra ferðamanna hingað til lands sýni, að ferðamönnum frá meginlandi Evr- ópu og Englandi hafi fjölgað veru- lega í samanburði við Bandaríkja- menn og Norðurlandabúa. Þessir ferðamenn dvelji að jafnaði lengur í landinu en til dæmis Bandaríkja- menn og þannig hafi ferðamönnum í senn fjölgað og dvalartími þeirra í landinu lengst. Hann segir að það sé samdóma álit manna í ferðaþjónustu, að ferðamenn hafi dreifst víðar um landið í sumar en til dæmis í fyrra. Fyrir því séu margar ástæður og megi til dæmis nefna að ákveðin vakning hafi orðið í uppbyggingu ferðaþjónustu utan Reykjavíkur. Að sögn Magnúsar hafa ferða- málayfirvöld lagt áherslu á það á undanförnum árum, að stuðla að lengingu dvalartíma erlendra ferða- manna og að þjónusta við þá dreifð- ist víðar um landið. Ljóst væri að árangur væri að nást hvað þetta varðar, en hins vegar hefði verið erfiðara að ná því markmiði ferða- málayfirvalda að dreifa komum ferðamanna meira yfir árið. Magnús segir, að fjölgun ferða- manna frá meginlandinu hafi leitt til þess, að aukning hafi orðið í hálendisferðum, enda sæki þeir frekar í slíkar ferðir en Bandaríkja- menn og Norðurlandabúar. Segist hann ánægður með að sú aukning komi fram í skipulögðum ferðum um hálendið, en fjöldi þeirra ferða- manna, sem koma til landsins á eigin bílum, hafi hins vegar staðið í stað. Jafnframt segir Magnús, að tilfinning manna sé sú, að íslend- ingar hafi ferðast meira um eigið land í sumar en áður, samhliða því að dregið hafi úr ferðum þeirra til útlanda. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Fylltist af sjó í höfninni Akranesi. VÉLBÁTURINN Jökull VE 15 sem gerður er út frá Akranesi var hætt kominn í Akraneshöfn í gær þegar mikill sjór komst í hann þar sem hann lá við festar. Menn sem voru a leið til vinnu sinnar um morguninn veittu því athygli að báturinn var mikið siginn að aftan. Slökkvilið var kallað að bátnum um klukkan sjö og hóf það þegar að dæla sjó úr honum. Það verk gekk vel fyrir sig og var báturinn nær þurraus- inn að klukkustund liðinni. Ekki mátti samt tæpara standa. Talið er að leiðslur í bátnum hafi gefið sig en einnig er talið mögulegt að hánn hafi slegið úr sér. Þetta er þó ekki fullkannað Fleygði bensín- sprengju að Sljómarráðinu MAÐUR fleygði bensínsprengju að Sljórnarráðshúsinu í fyrri- nótt. Lögreglan slökkti eldinn með handslökkvitækjum áður en skemmdir hlutust af. Maðurinn, sem margsinnis hefur komið við sögu lögreglu, náð- ist og var færður til yfirheyrslu hjá RLR í gærmorgun. fremur en skemmdir sem þó eru ekki taldar miklar. JG Skarfur á skeri Morgunblaðið/Rúnar Þór Umboðsmaður Alþingis: Óheimilt að innheimta efnis- gjald af grunnskólanemum RÍKI eða sveitarfélög geta ekki endurkrafið nemendur eða forráða- menn þeirra sérstaklega um rekstrarkostnað grunnskóla án sérstakrar lagaheimildar og á svonefnt efnisgjald sér því ekki stoð í lögum. Kem- ur þetta fram í áliti sem Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, lét frá sér fara á föstudag. Efnisgjald er mishátt eftir skólum en get- ur verið á bilinu 2.000-3.000 krónur á vetri. Umboðsmaður telur einn- ig að án skýrrar heimildar í lögum hafi ekki verið hægt að láta for- eldra barna í grunnskólum eða forráðamenn bera kostnað af bókakaup- um. Umboðsmanni Al- þingis barst þann 9. september 1988 kvörtun yfir því að við tiltekinn skóla hafi ekki verið fylgt ákvæðum laga um Námsgagnastofn- un frá 1979. Er kvörtuninni beint að menntamálaráðuneytinu og telur viðkomandi að hvorki hafi verið fylgt því ákvæði 7. greinar laganna að nemendur í skyldunámi skuli fá ókeypis námsgögn samkvæmt ákvörðun Námsgagnastofnunar né ákvæði um að afla viðurkenningar menntamálaráðuneytis á námsbók- um og námsgögnum, sem tekin eru til notkunar í skólum umfram þau námsgögn sem skólum er úthlutað. Sá aðili sem bar fram kvörtunina spurðist einnig fyrir um hvaða heim- ild væri fyrir því að leggja svonefnt efnisgjald á nemendur. I niðurstöðu sinni segir umboðs- maður að hann telji að 9. grein laga um Námsgagnastófnun, i'rá 1979 hafi orðið að skýra í samræmi við þá grundvallarreglu að ríki og sveit- arfélög beri kostnað af rekstri grunn- skóla og námsgögnum. Hann sé þeirrar skoðunar að án skýrrar heim- ildar í lögum hafi einstakir starfs- menn grunnskóla ekki getað ákveðið, að foreldrar eða forráðamenn bama skyldu bera kostnað af bókakaupum andstætt þeirri meginreglu laganna að nemendur ættu að fá ókeypis námsgögn. Lög um Námsgagna- stofnun frá þessu ári veiti heldur ekki slíka heimild. I bréfum, sem umboðsmanni bár- ust frá menntamálaráðuneytinu, kemur fram að efnisgjald sé í þeim tilvikum sem það' er innheimt ýmist notað til sameiginlegra innkaupa í þágu nemenda, s.s. tii kaupa á stíla- bókum og/eða til greiðslu pappírs- kostnaðar vegna ljósritunar í skólum, sem sveitarfélög beri kostnað af. Fram kemur að innheimta gjaldsins styðjist ekki við neinar lagaheimildir og að ráðuneytið hafi engin afskipti haft af gjaldtökunni heldur „litið svo á að þetta sé mál hvers skóla og sveitarfélags í samráði við foreldra eða fulltrúa þeirra", eins og segir í bréfi ráðuneytisins. I niðurstöðu sinni segist umboðs- maður telja að kostnaður við pappír og kennslugögn, sem nemendur fá afhent í skólum, þ.m.t. gögn, sem hafa verið ljósrituð í skólum, falli undir þann hluta skólakostnaðar, sem sveitarfélög eigi að bera. Gaukur Jörundsson lýkur greinar- gerð sinni með ábendingu þar sem hann segist telja að stjórnvöld skóla- mála hafi í nokkrum veigamiklum atriðum ekki farið að lögum. Að því leyti sem enn eigi við verði annað- hvort að breyta lögum þeim, sem í hlut eiga, eða færa starfshætti til samræmis við gildandi lög.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.