Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
Sjálfstæðisflokkur Reykjaneskjördæmi:
Þingmennimir gefa
kost á sér áfram
ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, Matthías Á.
Mathiesen, Ólafur G. Einarsson, Salome Þorkelsdóttir og Hreggvið-
ur Jónsson, ætla að gefa kost á sér í næstu þingkosningum og munu
taka þátt í prófkjöri verði það haldið.
Gáfu þingmennimir þessar yfir- í kjördæminu.
lýsingar, aðspurðir, á fundi sem
stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi hélt
sl. þriðjudagskvöld en á fundinn
voru formenn fulltrúaráðanna boð-
aðir ásamt þingmönnum flokksins
Þau Ólafur G. Einarsson, Salome
Þorkelsdóttir og Hreggviður Jóns-
son staðfestu þessar yfirlýsingar
sínar við Morgunblaðið í gær. Ekki
náðist í Matthías Á. Mathiesen þar
sem hann er staddur erlendis.
Flak grænlensku
þotunnar fundið
LEITARMENN fundu í gær flak grænlensku Cessna-skrúfuþot-
unnar, sem saknað hafði verið frá því á þriðjudag.
Flakið fannst um 90 mflur suður
af Syðri-Straumfirði en síðast
heyrðist í vélinni, sem var á leið frá
Syðri-Straumfirði til Gæsaflóa á
Labrador, er hún var komin um 60
mílur út. Átta manns vom um borð
í skrúfuþotunni, sem var í eigu
Nuna-flugféiagsins grænlenska.
Komið hefur í ljós að brakið sem
fannst dreift yfir stórt svæði rúmar
100 sjómílur suðaustur af Race-
höfða á Nýfundnalandi er ekki eins
og talið var á fimmtudag úr Bo-
eing-þotunni, sem saknað hefur
verið frá því á þriðjudag. Þessar
upplýsingar bárust í gær frá svæð-
isstjórn flugslysanefndar Kanada.
Þotan hvarf eldsneytisiaus um 180
mflur suðaustur af Nýfundnalandi
á leið þangað frá Keflavíkurflug-
velli. Um borð í henni voru 13 far-
þegar og þrír flugmenn, allir frá
Perú.
Stjórn LIN:
Nýr fulltrúi ríkisins
áður fulltrúi stúdenta
Menntamálaráðherra hefur
skipað nýtt fólk í stjórn Lánasjóðs
íslenzkra námsmanna í stað þeirra
Guðrúnar Sigurjónsdóttur og Ein-
ars Birgis Steinþórssonar, sem
sögðu sig úr stjórninni í síðasta
mánuði. Nýju fulltrúamir eru
Ólafur Darri Andrason, starfs-
maður menntamálaráðuneytisins,
sem er aðalmaður í stjórn, og
Guðrún Óladóttir, varaformaður
Sóknar og varamaður í stjórn LIN.
Ólafur Darri Andrason er nýút-
skrifaður hagfræðingur og fyrrver-
andi forystumaður í Röskvu, félagi
vinstrimanna í Háskóla Islands.
Hann var lánasjóðsfulltrúi stúdenta
hluta úr árinu 1988. Oft hefur verið
ágreiningur milli fulltrúa náms-
manna og ríkisstjórnarfulltrúanna í
stjórninni og hafa ríkisstjórnarfull-
trúamir nánast undantekningarlaust
betur, þar sem atkvæði formanns
ræður úrslitum.
„Áherzlur hljóta að einhverju leyti
að breytast þegar maður skiptir úr
því að vera námsmannafulltrúi og í
það að vera ríkisstjómarfulltrúi,"
sagði Ólafur Darri er Morgunblaðið
spurði hann hvort það væri ekki sér-
kennileg staða að setjast nú hinum
megin við borðið. „Ég tel mig alveg
geta unnið áfram að góðum málum,
þótt ég sé kominn í hóp ríkisstjómar-
fulltrúa."
Ólafur Darri var spurður hvort
vera hans í stjóminni kynni að þýða
að nýr meirihluti myndaðist í henni.
„Ég ætla að vona að það þurfi ekki
að verða sérstakur meirihluti eða
minnihluti. Auðvitað hlýtur öll stjórn-
in að vinna að framgangi góðra
mála,“ sagði Ólafur Darri.
Siguijón Þ. Árnason, formaður
Stúdentaráðs HÍ, sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann vonaðist til
.að Ölafur Darri yrði námsmönnum
jafnmikil stoð sem ríkisstjórnarfull-
trúi og hann hefði verið sem lána-
sjóðsfulltrúi SHÍ. „Ég get ekki
ímyndað mér að sannfæring hans
hafi breytzt þótt hann sé farinn að
vinna hjá ríkinu," sagði Siguijón.
„Röskva hlýtur að líta á Ólaf Darra
sem sinn fulltrúa í stjóminni, og nú
er að sjá hvort Röskvumenn vilja
mynda meirihluta með námsmönn-
Morgunblaðið/Sierurður Jónsson
Karl Sigmundsson á Hrauk hellir lyfinu í úðunartankinn á traktornum. Fyrir aftan hann, á bílpall-
inum er Óli Ólafsson í Vatnskoti.
Þykkvibær:
Bændur leggja nótt við dag
við úðun kartöflugarðanna
Næturfrost aldrei verið jafn velkomið
Selfossi.
NORÐURLJÓSIN eru alla jafna ekki vel séð í Þykkvabænum á
þessum árstíma, en það eru þau svo sannarlega um þessar mund-
ir, því þeim fylgir næturfrost og eftir þvi vonast kartöflubændur
núna. Næturfrostið drepur nefnilega gró kartöflumyglunnar sem
herjar á garða kartöflubænda í Þykvabænum og víðar. I gær
luku Þykkvabæjarbændur við að úða lyfi gegn kartöflumyglu
yfir garða sína. Rúm vika þarf að líða áður en unnt er að hefja
upptöku á kartöflunum þannig að öruggt geti talist að þær séu
ekki smitaðar af þessum sjúkdómi sem lagst hefur á kartöflugarð-
ana.
Strax og lyfið kom til landsins
síðdegis í fyrradag hófust bændur
handa við að úða garðana. Unnið
var fram á niorgun daginn eftir
en þá urðu menn að gera hlé á
úðuninni vegna úrkomu. í gær
luku flestir við að úða lyfinu en
hafa þurfti hröð handtök og nýta
tímann vel svo takast mætti að
komast yfir kartöflugarðana sem
eru víðáttumiklir hjá mörgum.
„Það er mörg búmannsraunin,
en að maður ætti von á þessum
ijanda það gat manni ekki dottið
í hug. Og að tefjast svo vegna
heræfmga er enn ótrúlegra,"
sagði Karl Sigmundsson á Hrauk
sem úðaði sína garða í samvinnu
við Óla Ólafsson í Vatnskoti. Sam-
tais þurftu þeir að úða 35 hektara.
Frostið er annars ekki langt
undan því um nóttina þegar menn
voru í óða önn að úða garðana
þá stirðnaði aðeins á grösunum,
svona í kortér eða hálftíma, sögðu
þeir Karl og Óli.
Kartöflubændur brugðust
skjótt við þegar sjúkdómsins varð
vart og sendu flugvél eftir lyfinu.
Hún tafðist vegna heræfinga' á
hafínu út af landinu þar sem ekki
var unnt að fljúga henni í yfir 10
þúsund feta hæð.
Kartöflumyglunnar verður vart
neðan á blöðum kartöflugrasanna.
Þar myndast brúnir blettir með
mygluslikju í kring. Síðan berst
myglan á milli grasanna með gol-
unni.
Þó menn vonist eftir nætur-
frostum má frostið auðvitað ekki
verða of mikið.
—Sig. Jóns.
Náttúruverndarráð:
Rætt við landeigendur um
friðlýsingu Hreðavatns
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ átti á fimmtudagskvöld fund með nokkr-
um landeigendum í kringum Hreðavatn. Voru þar til umræðu hug-
myndir um friðlýsingu lands á þessu svæði.
Úr verinu -
auglýsingar
AUGLÝSINGAR í sérblað
Morgunblaðsins um sjávarút-
veg, Úr verinu, þurfa að ber-
ast auglýsingadeild Morgun-
blaðsins fyrir klukkan 16 á
mánudögum. Úr verinu kem-
ur út á miðvikudögum í viku
hverri.
Þóroddur Þóroddsson, fram-
kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs,
sagði landeigendur á Hreðavatni
hafa komið að máli við Náttúru-
vemdarráð og óskað eftir að kannað-
ir yrðu möguleikar á friðlýsingu
lands við Hreðavatn. Fundur hefði
verið haldinn með þeim fyrr í sumar
og á honum rætt hvar mörk slíks
friðlands ættu að vera. Hefði þá
komið í ljós að stærra svæði en
Hreðavatnssvæðið væri nú þegar
friðað fyrir beit innan skógræktar-
girðinga og eignarlanda ýmissa
jarða. „í framhaldi af því ákvað
Náttúruverndarráð að kanna hvort
ýmsir aðrir jarðeigendur, frá Hreða-
vatni niður að Munaðarnesi, teldu
koma til greina að þeirra land tengd-
ist hugsanlegri friðlýsingu Hreða-
vatnslands.“
Hann sagði ástæðu þess að land-
eigendur við Hreðavatn hefðu óskað
eftir friðlýsingu vera að þarna væri
mjög sérstakt landssvæði, fallegt
skóglendi og margar náttúruperlur,
sem væru undir miklu álagi, m.a.
vegna ferðamanna. Væri Náttúru-
verndarráð þeirrar skoðunar að
þetta svæði hefði það mikið náttúru-
farslegt gildi að það væri þess virði
að friða.
Á fundinum á fimmtudagskvöld,
sem haldinn var í Hreðavatnsskóla,
voru landeigendum kynntar mis-
munandi tegundir friðlýstra svæða
og dæmi um reglur sem gilda í frið-
löndum. Engin ákveðin niðurstaða
kom út úr fundinum en Þóroddur
sagði nokkra þá landeigendur, sem
boðaðir hefðu verið á fundinn, hafa
lýst því yfir að þeir hefðu ekki áhuga
á að leggja þeirra land til friðlands.
Ætlunin væri samt að ræða áfram
við eigendur Hreðavatnssvæðisins
og bjóst hann við að niðurstaða
myndi liggja fyrir einhvern tímann
í haust.
Hafþór RE jafnvel seldur úr landi
ef Ljósavík hf. kaupir togarann
- segir Guðmundur Baldursson framkvæmdastjóri fyrirtækisins
„EF VIÐ kaupum Hafþór RE er hugmyndin sú að sameina aflakvóta
hans og Gissurar ÁR og selja annaðhvort skipið úr landi. Vegna mik-
ils framboðs á skipum verður það ábyggilega erfitt en við höfum verið
í sambandi við erlenda aðila og það hefur komið til tals,“ segir Guð-
mundur Baldursson, framkvæmdastjóri Ljósavíkur hf. í Þorlákshöfn.
Fyrirtækið er með næsthæsta tilboðið, 233 milljónir króna, í rækjutogar-
ann Hafþór RE, sem er í eigu Hafrannsóknastofnunar, og býður 40
milljóna króna útborgun.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef-
ið Ingólfi Vestmann Ingólfssyni í
Hafnarfirði, sem var með hæsta til-
boðið í Hafþór RE, 240 milljónir,
frest til næstkomandi mánudags til
að leggja fram bankatryggingu fyrir
80 milljóna króna útborgun í skipinu
og fullnægjandi veð fyrir eftirstöðv-
unum.
Ljósavík hf. gerir einungis út Giss-
ur ÁR, sem er með 500 tonna
rækjukvóta og 165 tonna þorsk-
kvóta. Rækjan er fryst um borð í
skipinu og meðal annars seld til Jap-
ans og Evrópu. Hafþór RE er með-
660 tonna rækjukvóta og 165 tonna
þorskkvóta og ef Ljósavík kaupir
skipið og gerir það út verður rækjan
fryst qm borð í skipinu, að sögn
Guðmundar Baldurssonar.
Gissur ÁR er 315 brúttórúmlesta
togari, smíðaður á Akranesi arið