Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 Þorsteinn Gylfason: Hagsmunir eða hugsjónir? i. í júní og júlí átti ég sem oftar nokkur orðaskipti við Helga Hálf- danarson hér í Morgunblaðinu, að þessu sinni um stjómmál sem verð- ur víst aldrei aftur ef ég þekki Helga rétt, enda um kappnóg annað að skrifa. í.tveimur greinum (28da júní og 12ta júlí) komst ég að þeirri rökstuddu niðurstöðu að ís- lenzku stjórnmálaflokkana þyrfti að leggja niður alla sem einn (nema kannski Samtök um kvennalista) og það strax. Föstudaginn 20sta júlí birti Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans langa hugvekju í blaði sínu um þetta efni undir fyrirsögn- inni „Um óþarfa eins og flokka". Hann endursegir margar röksemdir mínar samvizkusamlega, og er satt að segja yfirleitt sammála þeim. Honum finnst eins og mér að mun- urinn á fijálshyggju og félags- hyggju — eða þægri og vinstri — sé hverfandi, en stjómmálaflokk- arnir byggja allir yfirlýst tilvem sína á því að þessi greinarmunur skipti einhveiju máli. Hann segir líka: „Þorsteinn Gylfason nefnir stjóm fiskveiða sem dæmi um það hve slappt flokkakerfið er í því að taka á málum. Og það er ekki nema satt og rétt að línur í því eru fárán- lega óskýrar — ekki síst vegna þess hve rækilega þingmenn virðast dæmdir undir hagsmuni sinna landshluta." II En Árni er ekki sammála mér um þarfleysi- flokkanna, sem væri kannski líka til of mikils mælzt af manni sem verið hefur á mála hjá einum þeirra meira en hálfa ævina. Ein röksemd hans er vaxandi stétt- askipting á Bretlandi um þessar mundir. Ég skal trúa öllu illu á Margréti Thatcher (ég veit til dæm- is hve grátt hún hefur leikið brezka háskóla af tómum naglaskap). En ég get ékki að því gert að mér þykir hun lítið erindi eiga í umræð- ur um flokkakerfið á Islandi, alveg eins og bandarísku stjómmálaflokk- arnir sem ég veik þó að á sínum tíma og Árni svo á eftir mér.' Um flokkana þá held ég raunar að ég kunni að vera sammála Árna. Hann er á móti þeim. Önnur röksemd Árna er íslenzk en ekki brezk og varðar unga sjálf- stæðismenn sem „vilja feta í fótspor engilsaxneskra hægrivaldhafa" til dæmis í menningarmálum, þar á meðal fjölmiðlamálum þar sem þeir stefna að stjómlausri einkavæð- ingu. Um þessa einkavæðingu les ég í ritstjómargrein eftir Árna í Þjóðviljanum 4ða september 1990. Þar segir frá einhæfninni og lág- kúmnni sem hún mundi leiða af sér, og efast ég ekki um að Ámi hafi þar á réttu að standa, enda mikill menningarmaður og dæmin mörg sem styðja mál hans að ég bezt veit. En ég held honum skjöpl- ist um unga hægrimenn. Ég þekki þá suma. Þetta era sætir strákar í jakkafötum, með hálstau og hlaup í hárinu sem gerir það svolítið stamt viðkomu. Árni getur treyst því að eftir fimmtán eða tuttugu ár verða þeir allir orðnir útvarpsstjórar við Efstaleiti eða forstöðumenn ríkis- fyrirtækja eins og Kvikmyndasjóðs og reka það allt með prýði. III Árna Bergmann verður tíðrætt um hagsmuni í máli sínu: hagsmuni ríkra og fátækra á Bretlandi, hags- muni dreifbýlis og þéttbýlis á Is- landi, og hann heldur að mismun- andi hagsmunir (og „gildismat og lausnir" bætir hann við) séu „hreint ekki ómerkilegar forsendur flokka- kerfis". Eins segir Helgi Hálfdanar- son í Morgunblaðinu 5ta júlí 1990 „að stjómmálaafstaða flestra manna ráðist umfram allt af til- teknum stéttarhagsmunum, til hægri eða vinstri, hvað svo sem hagfræðingar reka hver ofan í ann- 120 fm íbúðir til sðlu Á veðursælum stað í Grafarvogi eru vel skipulagðar íbúðir til sölu. Góðar suðursvalir, stórar stofur og þvottahús á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar seljast tilbúnar og sameign fullfrágengin. Örn ísebarn, byggingameistari, sími 31104. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSS0M framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON. HRL. loggiltur fasteigwasau Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Ágæt íbúð á góðu verði 6 herb. í lyftuhúsi 132 fm. 4 rúmg. svefnherb. Sérinng. af gangsvölum. Sérþvottah. Góð sameign. Bilskúr. Verð aðeins kr. 8,1-8,5 millj. Margs konar eignaskipti möguleg. í Suðurhlíðum Kópavogs rétt við miðbæinn endaraðhús 240,1 fm m/6 herb. íb. á hæð. Sérib. má gera í kj. Bílskúr. Trjágarður. Húsið er um 20 ára á einum vinsæl- asta stað Kópavogs. Eignaskipti mögul. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Við Rauðalæk - sérinngangur - sérhiti Stór og góð 3ja herb. íb. lítið eitt niðurgr. í kj. Nýtt gler o.fl. Skipti æskil. á stærri íb. t.d. í nágrenninu. Glæsileg eign í Skógahverfi Stórt og vandað tvíbhús m/6 herb. íb. á hæð og 2ja-3ja herb. íb. á jarðhæð. Góður bílskúr. Rúmg. vinnuhúsn. Fráb. útsýni úr báðum íb. Nánari uppl. og teikn. á skrifst. Góð íbúð með bílskúr 2ja herb. suðuríb. á 2. hæð um 60 fm v/Stelkshóla. Rúmg. sólsvalir. Góð sameign. Bílskúr m/upphitun. Vinsæll staður. Góð eign við Miklatún 7-8 herb. íb. á efri hæð og í risi. Allt sér. Bílskúr. Trjágarður. Skipti æskil. á 4ra-5 herb. íb. á 1. hæð helst í nágrenninu. Glæsilegt endaraðhús á einni hæð í Fellahverfi rúmir 150 fm m/nýrri sólstofu. Góður bílskúr. Eignaskipti möguleg. • • • Opiðídagkl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fastaeignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAt AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 an“. Þegar ég les þetta hagsmuna- þref spyr ég sjálfan mig aftur og aftur: hefur ekki tapazt orð úr málinu? Skiptu menn sér ekki ein- hvern tíma í flokka út af hugsjónum en ekki út af hagsmunum? Satt að segja er ég alinn upp við það alveg eins og Vilmundur heitinn bróðir minn var. En þeir Árni og Helgi vilja ekkert af slíku vita. Samt er það til og heitir ideal bæði á dönsku og ensku. Kannski er ekki nema von að orðið hverfi því það hafa engir ís- lenzkir stjómmálamenn hugsjónir lengur. Ég hef áður séð mig knúinn til að spytja hér í blaðinu: hvaða hugsjónir hefur Steingrímur Her- mannsson? Jón Baldvin Hannibals- son? Ólafur Ragnar Grímsson? Þor- steinn Pálsson? Enga nema ef vera skyldi að vera alþingismenn og ráð- herrar og veiða lax á kostnað Seðla- bankans eða Landsbankans og ann- arra heldri fyrirtækja. Og gái þeir nú að því að það er ég sem skrifa íslandssöguna með þessum dómi um þá en ekki þeir með einhveijum athöfnum sínum við stjórnarstörf ef athafnir skyldi kalla. IV I máli sínu gerir Árni engan greinarmun á sérhag og alhag, og hann fjallar ekki um nema eitt og hálft af þeim málefnum sem ég taldi upp og hafði fyrir prófstein á stjórnmálaflokkana. Öll þessi efni varða almannahag þótt þau gangi að sjálfsögðu gegn meiri eða minni sérhagsmunum alls konar fólks víða um land og í Reykjavík sjálfri. Þetta eina er stjórn fiskveiða, þetta hálfa er menningarmál. Hin voru samdráttur í landbúnaði, jafnræði kvenna og karla og aðild að Evrópu- bandalaginu. Öll þessi mál eru hug- sjónamál ekki síður en hagsmuna- mál. Að því sem þau era hagsmuna- mál snerta þau alhag þjóðarinnar miklu frekar en sérhag einhverra útgerðarmanna, bænda eða stjórn- málamanna og annarra kerfis- þræla. En það er líka hugsjónamál að skera niður svo sem helminginn af sukkinu í landbúnaði og sjávarút- vegi og nota féð til að efla skóla- kerfið og jafnvel annað menning- ariíf áður en það hrynur aiveg. Það er líka hugsjónamál hvort maður er Evrópumaður, eins og ég hef ofurlitla tilhneigingu til að vera, eða eindreginn þjóðernissinni gagnvart Evrópu eins og Sigmundur háskóla- rektor Guðbjarnason er. Árni sleppir líka alveg að ræða helzta nýmælið sem ég reifaði í grein minni „Fiokkafjas". Það var að við stofnuðum marga nýja flokka sem gætu fylkt sér um einstakl- inga, til dæmis dugnaðarforka eins og Davíð Oddsson eða Ólaf Gríms- son, eða um málefni eins og veiði- leyfasölu eða sómasamlegt skóla- hald, og leyfðum svo hverjum kjó- sanda jafnvel að kjósa til dæmis þijá slíka flokka í forgangsröð. í staðinn les Ámi á milli línanna hjá mér þá skoðun að iandinu verði bezt stjórnað úr Háskólanum, af „mandarínum“ sem Árni kallar svo, og á þá við kínverska embættis- menn á keisaratímanum en ekki við ávexti. Ég vil að það komi fram að þetta er öldungis tilhæfulaus millilínalestur hjá Árna. Ég trúi ekki á sérfræðingaveldi af neinu tæi og hef ekki gert síðan ég var þrett- án ára. Árni getur lesið fimmtán ára gamla hugleiðingu mína um þetta efni í forspjalli að útgáfu minni á Birtíngi Voltaires í þýðingu Halldórs Laxness. Þar tel ég sér- fræðingaveldi, hvort heldur af því tæi sem við höfðum til skamms tíma í Austur-Evrópu eða hinu sem stóð fyrir styijöld Bandaríkjamanna í Víetnam, vera stóram háskalegra en nokkra harðstjórn fyrri tíma, svo sem þá sem Voltaire átti í höggi við um dagana. ---------------- Frú Belinde Herdt látin DOKTOR Belinde Herdt, eigin- kona Raimund Herdt, fyrrver- andi sendiherra Vestur-Þýska- lands á Islandi, er látin. Doktor Belinde lést í Munchen 20. ágúst síðastliðinn en hún fædd- ist 7. janúar 1923. Raimund lifir eiginkonu sína og býr í Munchen. oiáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Helstu einkenni þriðja flokks veikra sagna (Ia-beygingar), sjá síðasta þátt, era þau að nútíð fram- söguháttar endar á i og hljóðvarps gætir í öllum kennimyndum. Frá hinu síðara era að vísu verulegar undantekningar. En dæmi um regl- ulegar sagnir eftir þessum flokki era: færa, færði, fært (ég færi), sbr. fór; dæma, dæmdi, dæmt (ég dæmi), sbr. dómur og hnýta, hnýlti, hnýtt (ég hnýti), sbr. hnút- iir. Án hijóðvíífþs í kéhfiÍHiyildum era t.d. reisa og hneigja og fleiri orsakasagnir myndaðar af 1. hljóðskiptaröð. Nokkrar sagnir eftir þessum flokki eru óreglulegar að öðra leyti, svo sem: sækja, sótti, sótt; þykja, þótti, þótt og yrkja, orti, ort. Nafnorð, sem svara til sagna þessa flokks, era með ýmsu móti, svo sem færsla, eyðsla, sókn, sending og yrking. Er þá aðeins eftir Qórði flokkur (E-beyging). Þar endar nútíðin að vísu á i eins og í þriðja flokki, en það i var orðið til úr e og olli því ekki hljóðvarpi. Hljóðvarps gætti því ekki í kennimyndum sagna í fjórða flokki. Sá flokkur er líka mun fáliðaðri en hinir flokkar veiku sagnanna, svo að góð dæmi era ekki á hveiju strái, en tökum brosa, brosti, brosað (ég brosi) og (horfa, horfði, horft (ég horfi). Sumar sagnir, sem upprana sínum samkvæmt teljast til þessa flokks, hafa tekið áhrifsbreytingum og era nú oft beygðar á fleiri en einn veg, og látið gott heita. Ég nefni sagnir eins og hafa og duga, en fer ekki út í það sem gerst hef- ur. En nú segja menn ýmist og skrifa ég hefi og hann hefir eða ég hef og hann hefur. Eins segja menn ýmist: þetta dugir eða dug- ar. Nafnorð, sem þessum sögnum tengjast,' era sum viðskeytislaus, eins og horf, bros og dugur, en önnur með viðskeyti eins og dugn- aður. Rétt þykir að mynda nafnorð- ið áhorf af sögninni að horfa (á), en ekki „horfun“, sem ætti við, ef sögnin væri í fyrsta flokki. 555. þáttur orðin láta ekki alltaf draga sig í vísuna Eg er að beygja dilka eins og kerfið vill. Frægur er krókapör svolítið öðravísi en sá raglingur, sem ég þekki vel frá var í 252. þætti. Faðir hans bemskuárum mínum norðaniands hafði kennt honum þriðju bragl- og nefndur var að hneigja upp á 1. Hann fólst í því að sagmr í fyrsta flokki vora beygðar eins og þær væra í 3. eða 4. flokki. Þá sögðu menn í framsöguhætti: ég hugsi, voni og hlakki til. Gárungar, sem komu í norðlenska sveit, hittu fyrir bónda sem hneigði manna stíf- ast iiþþ á i. Þeir lögðu honum í munn svofellda klausu: Svo labbi ég heim og loki bænum, hátti og sofni, vakni aftur í býtið næsta morgun, arki út á tún og raki, slæ og andskotist. Flestir munu nú hættir að hneigja upp á i og svo því tali sem ég heyrði leifar af að segja hönum fyrir honum. Man ég guðhræddan mann bera vitni um trú sína og bað menn að treysta guði, trúa hönum og þjóna hönum. Brostu þá ungling- ar, ekki síst af þeim bæjum, þar sem hænsni vora haldin. Eftir sigur orðadigur enginn sé, mörgum drambið kom á kné; hafirðu miður hraustra er siður hvorki að víla né dragast dauft í hlé. (Grímur Thomsen: Þýðing úr fomgrísku.) Þetta var lauslegt og rýrt yfirlit flokkaskiptingar veikra sagna. En Þorkell Björnsson frá Hnefils- dal flutti þættinum vinsamlega kveðju. Hann kenndi umsjónar- manni orðasambandið að búast um í merkingunni að fara í sparifötin, skartbúast, og þykir Þorkeli það hafa öllu sterkari merkingu en búa sig uppá (sjá 252. þátt). Orðabók Háskólans hafði þetta góða dæmi um bú- ast um í fyrrgreindri merkingu: „Álfkonan var jafnan hrygg og sorgbitin. Ekki vildi hún bú- ast um á hátíðum og tyllidögum eins og aðrar konur“ (Grískar þjóðsögur og ævintýri 1962, Friðrik Þórðarson þýddi). Þá kunni Þorkell Björnsson ínu: þér ég sendi, þornavör. ★ Gleðitíðindi. í fréttum sjón- varpsins hefur kvöld eftir kvöld mátt heyra rétt farið með orð- tökin að binda endahnútinn á ög áO Fökit shilðsHtígglð á í stað þess að glundra þessum samræðu orðtökum saman, eins og of mörg hafa verið dæmin um. „Vér höfum viljað vanda mál- farið á Norðurfara, svo sem vér höfum getað én bæði er það að vér erum óvanir að rita nokkuð á öll mál, og svo er íslenska ei sú tunga sem hægast er að rita á, þar sem snilldarverkin fornu eru til samanburðar. Og hvernig geta menn búist við að almennt sé ritað vel á íslensku, meðan þeim sem eitthvað eiga að læra strax frá barnæsku er kennt að hugsa á öðru máli, meðan ekki einu sinni algengustu skóla bæk- ur t.a.m. sagnafræðis og landa- skipunarfræðis bækur eru svo til á íslenska tungu að vel megi brúka þær í skólum?“ (Úr formála Norðurfara Gísla Brynjólfssonar og Jóns Þórðar- sonar (Thoroddsens), Kaup- mannahöfn, 1848.) ★ Salómon sunnan kvað: Af gæsinni Laughúsa-Langur lauk við hvert einasta tangur og át á sig gat í eftirmat, - og afgangur mannsins þó svangur. ■k Og svo var það fermingar- minning roskinnar konu sem alla tíð hafði verið í vínbindindi: Mér fannst ekki svo vont að bergja á .víninu, en það var er- fitt að kyngja altaristöflunni. P.s. Hvað getið_ þið sagt mér um málsháttinn: Ýla skal hind sem með úlfum býr?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.