Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
15
SýniríFÍM
salnum
BRYNDÍS Jónsdóttir leirlista-
kona opnar sína fyrstu einkasýn-
ingu í FÍM-salnum, Garðastræti
6, laugardaginn 15. september
klukkan 15. A sýningunni eru
verk unnin í steinleir og postulín.
Bryndís lauk námi frá keramik-
deild Myndlista- og handíðaskóla
íslands 1978. Hún hefur rekið eigið
verkstæði frá 1985 og tekið þátt í
mörgum samsýningum, m.a. fyrir
hönd íslands á Nordisk Forum 1988
í Osló. Einnig á hún verk á íslands-
kynningunni Focus pá Island sem
nú stendur yfir í Álaborg í Dan-
mörku.
Sýningin stendur til 30. septem-
ber og er opin alla daga frá klukk-
an 14-18. Sýningin er sölusýning.
Verk eftir Bryndísi Jónsdóttur
leirlistakonu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristinn E. Hrafnsson myndhöggvari við verk sín,
Höggmyndasýning
á Kjarvalsstöðum
FYRSTA einkasýning Kristins E. Hrafnssonar myndhöggvara verður
opnuð á Kjarvalsstöðum laugardaginn 15. september klukkan 14. Á
sýningunni, sem lýkur þann 30. september, getur að líta smærri og
stærri skúlptúra eftir Kristin sem flestir eru unnir í málma og allir
gerðir á þessu ári.
Kristinn er Norðlendingur, fædd-
ur árið 1960 á Ólafsfirði. Hann
útskrifaðist frá Menntaskólanum á
Akureyri vorið 1981 og nam aukin-
heldur myndlist við Myndlistarskól-
ann á Akureyri um eins árs skeið,
þar til hann innritaðist í myndmót-
unardeild MHÍ. Þar varð aðalkenn-
ari hans Jón Gunnar Árnason. Að
námi loknu í MHÍ árið 1986 sigldi
Kristinn til Þýskalands og nam
myndmótun næstu fjögur ár við
Myndlistarakademíuna í Múnchen,
undir stjórn Eduardo Paolozzi, eins
af upphafsmönnum popplistar í
skúlptúr. Kristinn lauk námi hjá
Paolozzi í upphafi þessa árs.
Kristinn varð hlutskarpastur í
samkeppni Reykjavíkurborgar um
umhverfislistaverk við Borgarleik-
húsið árið 1988 og er nú unnið að
endanlegri hönnun þess. Þá vinnur
Kristinn og að stóru útlitsverki við
Sparisjóð Ölafsljarðar.
Kristinn gegnir nú formennsku í
Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík.
Sýning Kristins á Kjarvalsstöðum
beryfirskriftina „Staðir". Hún verð-
ur opin milli klukkan 11 til klukkan
18 alla daga fram til síðasta dags
september.
Við opnun sýningarinnar frum-
flytur Örn Magnússon, píanósónötu
í þremur þáttum eftir Ríkharð H.
Friðriksson.
(Fréttatilkynning)
Norræna húsið:
Píanótónleikar
ROBERT Birchall heldur píanó-
tónleika í Norræna húsinu þriðju-
daginn 18. september klukkan
20.30. Á efnisskránni er Píanósón-
ata í B dúr eftir Schubert og 24
prelúdíur eftir Chopin.
Robert Birchall er fæddur 1960 á
Englandi. Tíu ára gamall fór hann
að læra á píanó. Þremur árum síðar
fór hann til Manchester þar sem
hann lærði í Chethams School of
Music, þar á eftir stundaði hann
framhaldsnám í Royel Northern Col-
lege of Music. Aðalkennarar hans
þar voru Una Bradbury og Géorge
Hadiníkos.
Árið 1985 kom hann til íslands
og er nú kennari við Tónskóla Fljóts-
dalshéraðs á Egilsstöðum.
HflPPHÞREMfl
HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS
AÐALFUNDUR
ÍSLANDS
verður haldinn laugardaginn 29. september nk. á Hótel Sögu,
Reykjavík, og hefst kl. 09.15.
Dagskrá:
Kl. 09.15 Fundarsetning
- Gísti Guðmundsson, formaður BGS.
BÍLGREINASAMBANDS
Kynning frjálsra æskulýðssamtaka á heimi barnanna:
f slenskur fulltrúi tekur þátt
í hringborðsumræðum í Genf
Kl. 09.30-11.30 Sérgreinafundir
A. Verkstæðisfundur
B. Bílamálarar og bifreiðasmiðir
C. Bifreiðainnflytjendur og varahlutasalar
D. Smurstöðvar og hjólbarðaverkstæði
Kl. 11.30-12.15 Niðurstöður sérgreinafunda
Kl. 12.30-14.00 Hádegisverður - hádegisverðarerindi
DAGANA 15.-18. september taka
fulltrúar 200 landa þátt í hring-
borðsumræðum í Genf í Sviss,
en ummræðurnar eru byrjun á
átaki Frjálsra æskulýðssamtaka
til að kynna heim barnanna und-
ir slagorðinu „Börn koma fyrst“.
Fulltrúarnir eru allir ungir með-
Iimir aðildarfélaga Frjálsra
æskulýðssamtaka, og tekur einn
íslenskur fulltrúi, Hulda Guð-
mundsdóttir, þátt í umræðunum.
í
Þetta átak Fijálsra æskulýðs-
samtaka er stutt af Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, ,
og er því ætlað að vera hvatning
til hinna ungu fulltrúa um að hefja
virkt starf til að ná ákveðnu mark-
Textílverk
í Hafnarborg:
Síðasta sýn-
ingarhelgi
SÝNING á textílverkum átta lis-
takvenna stendur yfir í Hafnar-
borg, lista- og menningarmiðstöð
HafnarQarðar. Síðasti sýningar-
dagur er á morgun, sunnudag.
Listakonurnar eru: Björk Magn-
úsdóttir, Fjóla Kristín Árnadóttir,
Helga Pálína Brynjólfsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hulda
Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdótt-
ir, Kristrún Ágústsdóttir og Ragn-
hildur Ragnarsdóttir.
miði, sem hinn alþjóðlegi heimur
hefur sett, en markmið þessa ára-
tugar er að fínna leiðir til að bæta
og bjarga lífi milljóna barna. Leið-
togar þriðja heimsins munu hittast
á á Heimsfundi barna í New York
dagana 29.-30. september næst-
komandi, og mun hringborðsum-
ræða Fijálsu æskulýðssamtakanna
beina thygli þeirra að nauðsyn þess
að fylgja þessum amrkmiðum eftir.
Meðal fulltrúanna 200 eru nokkr-
ir frá Alþjóðasamtökum kvenskáta,
samtaka stúlkna, sem í sjálfboða-
vinnu vinna að fræðslumálum.
Rynkeby
ÁVAXTAGRAUTAR
líynlicby
1 w
„ tf
Rynlcíiby
rtl|»l|OVUl
Tíynkcby
Bandalag íslenskra skáta er eitt 110
aðildarfélaga að Alþjóðasamtökum
kvenskáta, og var einn fulltrúi,
Hulda Guðmundsdóttir, valin úr ópi
íslenskra ungmenna til þátttöku í
hringborðsumræðunum. Hulda er
22 ára sálfræðinemi, og hefur verið
meðlimur í Bandalagi íslenskra
skáta síðan 1979.
Kl. 14.15 Aðalfundur Bílgreinasambandsins
- Aðalfundarstörf skv. 9. gr. laga sambandsins.
Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn á Sögu
og tilkynna þátttöku til skrifstofu BGS, Kringlunni 7,
103 Reykjavík, fyrir 20. september nk.
Stjórn Bílgreinasambandsins.
Sólstofur - Svalahýsi
Sýnum
laugardag og sunnudag
frá kl. 13-18:
Sólstofur, renniglugga, renni-
hurðir, útihurðir, fellihurðiro.fl.
úrviðhaldsfríu PVC efni.
Ekkert viðhald_
/iiitafsemnýtt
^pj^Gluggar og Gardhús hf.
Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300.