Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 32
Í2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 „tfv&nigá ég a&atcc að meáatéa// rfo k/n. <& k/st. ef -eg spý£< ekki t? " © 1990 Umversal Press Syndcate TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1990 Los Angeles Times Syndicate Ég finn að þú ert að reykja! Hvað heldurðu að hjúskap- armiðlarinn segi um þetta? Veðurspár Til Velvakanda. Oft er talað um að veðurspár standist illa en það er þó ofsagt því oftast nær spá veðurfræðingar rétt fyrir um veðurfr morgun- dagsins. En stundum bregst þeim þó bogalistin og allt annað veður- far verður upp á tengingnum en spáð var. Þyrfti að gera úttekt á þessu þannig að það væri á hreinu hversu áreiðanlegar veðursþárnar eru. Ég horfi venjulega á veður- fréttirnar í sjónvarpinu og finnst mér á skorta að veðurfræðingur- inn geri grein fyrir spá dagsins á undan, og hvernig hún gekk eftir. En kannski hefur fólk almennt ekki áhuga á þessu. Langtímaspárnar eru ennþá óáreiðanlegri enda eru þar margir þættir sem spila saman. Er þá oft eins gott að styðjast við barómetið eins og gömlu mennirnir, en þeir voru margir furðu snjallir að spá í veðrið út frá barómetinu sínu og brjóstvitinu. Einhvers staðar hef ég lesið að fyrir dagá barómetsins hafi verið notast við kálfsblöðru sem blásin var upp. Þetta frum- stæða tæki gat víst sýnt loftþrýst- ingsbreytinar ef rétt var með það farið og gagnaðist því mönnum. En það virðist sama þó framför verði í tækni og smíð alls konar mælitækja, það er allt á huldu um veðurfar næsta mánaðar og enga fasta vissu að fá þar um. Draumspeki var einnig tíðkuð og virtust ýmsir hafa verið furðu slyngir að ráða í veðurfar út frá draumum sínum. Var þetta kallað að dreyma fyrir daglátum. En nú hafa menn veðurspámar og síðan hefur þessi hæfileiki dofnað. H.R. Sýnum hvert öðru nærgætni í umferðinni. Komum heil heim. Þingmenn ættu að hætta 70 ára Til Velvakanda. Ég las hér í blaðinu um daginn ályktun frá samtökum ungra sjálf- stæðismanna þar sem rætt hafði verið um nauðsyn þess að í sam- bandi við þingkosningamar næsta vor fari fram ynging á þingliðinu. Vissulega er hægt að taka undir þetta. Benda má þeim á að þing- menn em opinberir starfsmenn. Þingmenn hafa sjálfir mótað þau lög sem ákveða að sjötugir emb- ættismenn láti af störfum á því ári. Því er það einföld regla að nái þingmaður sjötugsaldri ber honum að láta af þingstörfum. Nú, en hvernig ætla hinir ungu sjálfstæðismenn að koma því við í sambandi við þingkosningarnar næsta vor að yngja upp þingliðið? Vera má að í sambandi við vænt- anlegt prófkjör verði getið fæðing- ardags og fæðingarárs viðkom- andi frambjóðanda og til enn frek- ari glöggvunar fyrir flokksmenn- ina sem þátt taka í prófkjörinu verði þess getið hvort sá hinn sami sitji eða hafi setið á þingi með til- heyrandi ártölum svo hægt sé að átta sig til fullnustu á þessum veigamiklu atriðum. Auðvita á Sjálfstæðisflokkurinn að forðast það að þinglið hans minni á aldur- hnigið þingmannalið austur í þing- höllinni í Moskvu, til skamms tíma. Sigurbogi Betúelsson HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar * Ymis sérkennileg hjátrú hefur skapast í umgengni okkar við dauðann í gegnum aldirnar og m.a. voru margs konar aðferðir viðhafð- ar til að koma í veg fyrir að fólk gengi aftur. Segja þjóðsögur frá ýmsum sérkennilegum aðferðum til að halda þeim dauðu neðan jarðar, en sérkennilegasta aðferðin sem Víkveiji hefur heyrt um er eignuð Grímseyingum. Áður fyrr er sagt að það hafi tíðkast víða um land að hlaða gijóti ofan á þann látna í gröf sinni eða negla upp í iljar hans og þótti það tryggja að þeir sem þannig væru meðhöndlaðir lægju kyrrir í gröfum sínum. Gríms- eyingar höfðu annan hátt á. Þeir gerðu þann dauða einfaldlega átta- villtan með því að snúa líkkistunni þrisvar sinnum úti fyrir kirkjudyr- um. Hélst sá siður til ársins 1830 en þá er sagt að eftirfarandi atvik hafi orðið til þess að siðurinn lagð- ist af. Verið var að bera lík úr kirkju til grafar og sneru þá Gríms eyingamir kistunni eins og vant var fyrir utan kirkju- dyrnar. Þegar fleiri en einum snún- ingi var lokið ætla sumir líkmenn- irnir að snúa oftar, en hinir hamla á móti. Varð úr þessi togstreita og orðaskak. Sögðu sumir að búið væri að snúa kistunni þrisvar sinn- um en hinir að aðeins væru komnir tveir snúningar. Endaði með því að virtur eyjarskeggi kvað upp úr- skurðinn: „Og snúið þið honum einn hring enn, honum verður aldrei ofsnúið." xxx Víkveiji las nýlega frásögn af erindi sem formaður sænskra vinnuveitenda, Kurt Nicolin, hélt fyrir skömmu. í erindinu vék hann að mælikvarða á þjónustu og taldi hann biðraðir ætíð vera merki um lélega þjónustu, hvort sem það fæl- ist í því að standa í biðröð við kassa í stórmarkaði eða bíða í síma eftir að ná sambandi við fyrirtæki og stofnanir. Víkveija varð hugsað til þessara orða þegar hann var að versla í vikunni. Þar þurfti hann að bíða drykklanga stund til að fá vigtaða ávexti, því einungis var starfsmaður við aðra vigtina af tveimur. Síðan var beðið eftir að fá afgreiddan fisk, þaðan lá leiðin í biðröð við brauðafgreiðsluna og loks endaði ferðin í biðröð við kass- ana. Samkvæmt kenningunni er þjónustan í þessari verslun léleg. En biðraðir eru víðar. Fyrr um dag- inn hafði Víkveiji eytt dijúgum tíma í að hringja í Húsnæðisstofnun, en þar er einhver versta símaþjónusta sem Víkveiji hefur komist í tæri við. Oftlega hringir út og ef maður er svo lánsamur að svarað sé, þá tekur aftur við bið til að ná sam- bandr við viðkomandi starfsmenn. í sumum fyrirtækjum er farið að spila „tónlist" á meðan pirraðir við- skiptamenn bíða í símanum og það nýjasta er að nota biðina til að lesa auglýsingar um þjónustu viðkom- andi fyrirtækis (!). Þegar kunningi Víkvetja lenti í þeim ósköpum var honum nóg boðið og lagði á. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.