Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
Landsfundur sænska Jafnaðarmannaflokksins:
Hafa tapað milljón atkvæðum
Stokkhólmi. Frá Enk Lidén, frettaritara Morgunblaðsins.
LANDSFUNDUR sænska Jafn-
aðarmannaflokksins, stærsta
stjórnmálaflokks Svíþjóðar,
10% verðbólga
í Bretlandi
London. Reuter.
VERÐBÓLGA í Bretlandi fór yfir
10% í ágúst sé miðað við ársgrund-
völl og hefur ekki verið' hærri
síðan 1982. Niðurstöðutölurnar
eru sagðar áfall fyrir John Major
(jármálaráðherra sem reynt hefur
að halda verðbólgunni niðri með
háum vöxtum. Grunnvextir banka
hafa verið 15% síðan í október.
Verðlag á bensíni og olíu hefur
hækkað að undanförnu vegna
ástandsins við Persaflóa, einnig
hækkuðu ýmsar matvörur vegna
mikilla þurrka í sumar. Vegna verð-
bólgunnar eru minni líkindi en áður
talin á að stjóm Margaret Thatcher
hefli þátttöku í samvinnu helstu ríkja
Evrópubandalagsins um gjaldeyris-
mál, ERM-samstarfmu. Thatcher
hefur sagt að slíkt komi ekki til
mála fyrr en verðbólga í Bretlandi
lækki og verði orðin svipuð og í öðr-
um aðildarríkjum ERM.
Á fimmtudag var einnig skýrt frá
því að atvinnuleysi hefði aukist lítil-
lega í ágúst og hefði mælst 5,8%,
0,1% meira en í júlí.
hefst í Folkets hus í Stokkhólmi
í dag og stendur í viku. Búist er
við að Ingvar Carlsson, formaður
flokksins og forsætisráðherra,
verði endurkjörinn þó að jafnað-
armenn hafi fengið lakari út-
komu í skoðanakönnunum und-
anfarið en í áratugi. Pegar
sænska sjónvarpið spurði Ingvar
Carlsson hvort niðurstöðurnar
(34% atkvæðafylgi á móti 44% í
þingkosningunum 1988) kynnu
að hafa áhrif á stöðu hans sem
flokksformanns kom hann sér
hjá því að svara. Samkvæmt nið-
urstöðunum fengi Jafnaðar-
mannaflokkurinn einni milljón
atkvæðum færra ef kosið yrði
nú en flokkurinn fékk i kosning-
unum 1988.
Mörg stór mál verða til umræðu
á landsfundinum, þar á meðal mál
sem skipta flokknum í andstæðar
fylkingar. Má þar nefna aðild
Svíþjóðar að Evrópubandalaginu
og afstöðuna til Evrópu, áfram-
haldandi veru landsins í EFTA,
brúargerð yfir Eyrarsund til Dan-
merkur, nýtingu kjamorku, aug-
lýsingar í sænska sjónvarpinu eða
nýjum sjónvarpsrásum sem eru í
bígerð og hlutleysis- og öryggis-
stefnu framtíðarinnar.
Sovétríkin:
Efnahagstíllögur sagð-
ar ósamrýmanlegar
Landsfundarfulltrúamir eru
350 talsins hvaðanæva af landinu
og munu þeir fjalla um 900 tillög-
ur sem fundinum hafa borist.
Áhugi fjölmiðla á þessum fundi
er mikill og verður ein kapalsjón-
varpsstöðvanna með beinar út-
sendingar þaðan á hveiju kvöldi
alla vikuna.
Ingvar Carlsson trúir enn á
grundvallarhugsjónir jafnaðar-
stefnunnar, jafnvel þótt hann hafi
í seinni tíð lýst yfir að hann sé fús
að einkavæða ákveðinn hluta opin-
berrar þjónustustarfsemi. Sten
Anderson utanríkisráðherra sagði
á fundi utanríkisráðherra Norður-
landa í Noregi fyrir skömmu að
honum fyndist koma til greina að
Svíar sæktu um aðild að Evrópu-
bandalaginu árið 1993.
Reuter
Reagan hylltur í Póllandi
Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær hylltur
í Póllandi sem faðir lýðræðisbyltingarinnar í Austur-Evrópu. Hann
svaraði hólinu með því að segja að það hefðu verið Pólveijar sem
sýndu heimsbyggðinni fram á hvemig hægt væri að brjótast úr heljar-
greipum kommúnisma. Á myndinni eru Ronald og Nancy Reagan við
komuna við Varsjár í gær. 's
Sri Lanka:
Umsátrí skæruliða aflétt
Kólombó. Reuter.
Sljórnarhermenn á Sri Lanka gerðu á fimmtudag árás á gamalt
virki frá timum Hollendinga í borginni Jaffna í norðausturhluta
landsins og tókst að hrekja á brott skæruliða tamíla sem setið höfðu
um það. Flugvélar og þyrlur höfðuýíður gert sprengjuárásir á stöðv-
ar skæruliðanna.
Meira en 100 skæruliðar
Tígranna, ' skæruliðasamtaka
tamíla, er betjast fyrir sjálfstæði
þjóðarbrotsins, féllu í fyrstu bar-
dögunum, sem voru mjög harðir,
og 12 stjórnarhermenn, að sögn
yfirvalda. Um 200 lögreglumenn
og hermenn höfðu varist í virkinu
sem ekki er talið hernaðarlega mik-
ilvægt. Á hinn bóginn skiptir það
miklu í áróðursstöðunni fvrir stjórn-
völd að halda því af því að Jaffna-
borg er á svæði sem aðallega er
byggt tamílum. Um 2.500 skærulið-
ar, stjórnarhermenn og óbreyttir
borgarar hafa fallið í átökunum sl.
þijá mánuði.
GÖMLU DANSARNIR
OKKAR SÉRGREIN
Á mánudögum í
„Hallarseli“, Þarabakka 3
í Mjódd
Kl. 19.30-20.30 Byijendohópur þar sem grunn- Kr. 4.700,-
spor eru kennd ítarlego
Kl. 20.30-21.30 Fromholdshópur Kr. 4.700,-
Kl. 21.30-23.00 Opinn tími. Þú mætir þegor
þér hentor og kvöldið kostar
oðeins
500 kr. (90 mín.)
Kennari: Helga Þórarinsdóttir.
Undirleikari: Páll Kárason.
BARNADANSANÁMSKEIÐ
3ja-4ra ára
5- 6 ára
6- 8 ára
9-11 ára
kl. 16.15-16.45
kl. 16.55-17.25
kl. 17.30-18.15
kl. 18.20-19.20
kr. 2.400,-
kr. 2.400,-
kr. 3.600,-
kr. 4.600,-
Systkinaafsláttur er 25%
Kennari: Elín Svava Elíasdóttir.
Undirleikari: María Einarsdóttir.
Kennsla hefst mánudaginn 24. september 1990.
Þjóðdansar á fimmtudögum auglýstir síðar.
/s
/OnI
V
Við bjóðum upp á sértíma fyrir
starísmannafélög eftir samkoipiagi.
Inniitun ng upplýsingar
í Símum 661616, G87464
og 675777.
Moskvu. Reuter.
ÞEKKTUR sovéskur hagfræðingur, Abel Aganbegíjan að nafni, lýsti
yfir því í gær að áætlanir þær sem lagðar hafa verið fram um umbæt-
ur á sviði sovéskra efnahagsmála væru ósamrýmanlegar. Fór hann
hörðum orðum um tillögur þær Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, hefur lagt fram i nafni ríkisstjórnarinnar, en lýsti sig
á hinn bóginn hlynntan áætlun um markaðskerfi og einkavæðingu
ríkisfyrirtækja sem nýtur stuðnings Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga
sovéska kommúnistaflokksins.
Savéska TASS-fréttastofan
greindi frá þessum urnmælum hag-
fræðingsins en honum hafði verið
falið að leggja fram málamiðlunar-
tillögu í deilunni um framtíðarstefnu
Sovétstjómarinnar á efnahagssvið-
inu. Að sögn TASS lýsti Aganbegíj-
an yfir því á fundi með sovéskum
þingmönnum að þetta verkefni væri
honum ofviða því áætlanir þessar
væru ósamrýmanlegar með öllu.
Hann kvaðst vera þeirrar skoðunar
að tillögur Ryzhkovs forsætisráð-
herra væru óraunhæfar og því bæri
að hafna þeim. Hann kvaðst hins
vegar hallast að því að hrinda bæri
í framkvæmd róttækri áætlun um
einkavæðingu og markaðsbúskap,
sem kennd er við hagfæðinginn
Staníslav Sjatalín, en M.S. Gorb-
atsjov hefur lýst sig hlynntan tillög-
um hans.
Sjatalín sagði á þingfundi í Æðsta
ráði Sovétríkjanna í gær að ásakan-
ir um að tillögur hans miðuðu að
því að sundra Sovétríkjunum væru
út í hött en Ryzhkov hefur sagt að
sú verði raunin verði efnahagskerfi
Sovétríkjanna umbylt á 500 dögum
eins og hugmyndir Sjatalíns gera ráð
fyrir.
Sjatalín sagði tillögurnar þvert á
móti til þess falinar að afstýra hmni
Sovétríkjanna. „Markmið okkar er
að skapa eðlilegt efnahagsástand,
sem komi í stað hagkerfis btjálsemi
og biekkinga sem við höfum búið
við undanfarin 73 ár,“ sagði hann
og vísaði þar með til efnahagsstjórn-
unar sovéskra kommúnista sem
rændu völdum árið 1917.
Austur-þýski umhverfisráðheir-
ann sakaður um tengsl við Stasi
A-Berlín. Reuter.
NÝTT hneyksli er á döfinni í austur-þýsku ríkisstjórninni eftir að
umhverfismálaráðherrann, Karl-Hermann Steinberg, var sakaður
um að hafa verið uppljóstrari á vegum öryggislögreglu kommún-
ista, Stasi. Steinberg segist hafa verið neyddur til að gefa skýrslu
um vísindastörf sín til lögreglunnar en neitar að hafa tekið að sér
önnur störf.
Stjómvöld segjast vera að kanna
ásakanir umbótasinnans Werners
Fischers á hendur Steinberg og
þrem öðram ráðherrum sem ekki
hafa verið nafngreindir. Fischer
segir að Steinberg hafi í mörg ár
verið lausráðinn starfsmaður hjá
Stasi. Frá því í nóvember á sl. ari
og fram að fyrstu fijálsu kosning-
unum í Austur-Þýskaiandi var
Fischer formaður borgaranefndar
er hafði yfirumsjón með upplausn
Stasi og gætti skjalasafns öryggis-
lögreglunnar illræmdu. Hann segir
að samtals 68 þingmenn séu gran-
aðir um að hafa unnið fyrir Stasi.
Þingið vísaði á bug vantrauststil-
lögu á Peter-Michael Diestel inn-
anríkisráðherra með 184 atkvæð-
um gegn 107. Andstæðingar ráð-
herrans sögðu hann óhæfan til
starfans og hefði hann hindrað
rannsókn á starfsemi Stasi. Diestel
hefur viðurkennt að maður, sem
stjóma átti upplausn öryggislög-
reglunnnar eftir að lýðræðisstjórn
tók við völdum, hafi sjálfur starfað
fyrir Stasi.
f tilefni
25 ára afmælis Rb
„Opið hús“ ídag kl. 13-16 hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins á Keldnaholti.
Almenningi gefst kostur á að skoða Stofnunina og kynnast starfsemi
hennar. Ýmis tæki verða til sýnis og tilraunir í gangi. Sérfræðingar Rb
verða á staðnum og svara fyrirspurnum gesta. Kjörið tækifæri fyrir alla
fjölskylduna að koma og
fræðast um bygginga-
rannsóknir. Við verðum
með heitt á könnunni.
Velkomin! Keldnaholtl — Reykjavík