Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
33
-SJ-T'
W~'W’
* Anfr
■uYÆ*
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
b% TIL FÖSTUDAGS
J /(/r'Á
uai'/Mmt?!vw>i.v>
Kjarabætur aðeins til láglaunafólks
Til Velvakanda.
Þær fréttir vekja almenna at-
hygli að í fyrsta skipti í langan
tíma, svo langan að það verður
að teljast í áratugum, hefur verið
unnið á verðbólgunni og henni
komið niður fyrir eins stafs tölu.
Þetta er að sjálfsögðu þjóðarsátt-
inni svokölluðu að þakka fyrst og
fremst en sú stjórn sem nú situr
á hluta heiðursins. Það er fólkið
í landinu sem hefur tekið á sig
byrðarnar og á ég þar við láglaun-
afólkið fyrst og fremst, en stjórn-
völd hafa borið gæfu tii að gæta
hófsemdar og náð trausti fólksins.
Einörð afstaða stjórnvalda í BH-
MR-deilunni er þeim til sóma.
Þó mikill árangur hafí náðst er
á það bent að verðlag hafi þrátt
fyrir allt farið fram yfir rauðu
strikin og nemi það 0,3 prósentum
en tæplega þó. Ég vil gera það
að tillögu minni að þessi hækkun
verði aðeins látin ná til þeirra
lægstlaunuðu en forréttindahóp-
arnir, sem alltaf öskra hæst, fái
ekki neitt. Það er fyrir löngu kom-
inn tími til að jafna laun í landinu
og gæti þetta einmitt orðið skref
í þá átt.
Það eru sjálfsagt allir sammála
um að kjaramunur er allt of mik-
ill hér á landi, eins og ég vék að
hér að ofan. Og það er ekki síst
undarlegt að hér á landi er aðeins
eitt skattþrep, láglaunamaðurinn
greiðir nákvæmlega sama hlutfall
í skatt og hátekjumaðurinn sem
hefur kannski meira en íjögur
Skíðaskálinn í Hveradölum:
Frábær staður
Til Velvakanda.
Fyi-ir tilviljun lenti ég í kvöld-
verði í Skíðaskálanum í Hveradöl-
um á sunnudagskvöldi.
Skálinn er einstaklega notaleg-
ur að koma í. Eldur logaði á arni
í stofu og mjúk lýsing gaf þessu
gamla og kunnuglega húsi ævin-
týralegan blæ. Hér hefur maður
verið veðurtepptur í skíðaferðalög-
um og komið við allskyns tæki-
færi í nær hálfa öld. Mikið er hún
alltaf sorgleg myndin hans
Tryggva af stráknum með brotna
skíðið og vettlinginn í munninum.
Jafnvel gamli hreindýrshausinn er
enn uppi á vegg. Það eru margar
minningar Sunnlendinga tendar
þessum skála sem L.H. Muller og
hans menn reistu af stórhug við
erfiðar aðstæður.
Við arininn stóð hlaðborð þetta
kvöld. Eftir matinn urðum við á
okkar borði sammála um að hlað-
borðið væri með því allra glæsileg-
asta sem við hefðum séð og hefð-
um við þó víða farið. Þjónustan
var líka afbragð.
Þarna voru margar fjölskyldur
og aðrir gestir við kvöldverð.
Þarna eru margir salir og sá mað-
ur kunnugleg andlit í hveijum.
Stemmningin var afslöppuð og
fólkið brosmilt en kyrrlátt. Ekkert
skvaldur eða skarkali, jafnvel
börnin hlupu hljóðlega um.
Afburðagóð píanótónlist Theo-
dórs Kristjánssonar úr Hveragerði
barst um salinn. Hann lék mörg
lög sem rifjuðu upp minningar hjá
fólki um miðjan aldur, bæði sígild
og nýrri. Ég hefði viljað geta
keypt þessa tónlist á snældu og
bið Theodór um að hugleiða það.
Ég komst í stemmningu á einu
saman kóki.
Okkur kom saman um það á,
leiðinni heim, að við skyldum
senda Carli Jónasi veitingamanni
og hans fólki í Skíðaskálanum í
Hveradölum kveðju okkar í Vel-
vakanda og vekja athygli á því sem
þarna var vel gert. Kærar þakkir
fyrir okkur, Carl Jónas, við komum
aftur!
F.h. íjögurra borðfélaga,
Halldór Jónsson
Nýasta tækni og vísindi
Til Velvakanda.
Getur verið að framtíðarbú-
skaparhættir okkar verði:
1) Að flytja altaf í stærra mæli
út hráefnið okkar til atvinnu
handa erlendum aðilum? En beina
svo okkar vinnandi höndum að
atvinnuleysisbótum?
2) Að flytja inn landbúnaðaraf-
urðir í stórum stíl og láta svo
bændur fá reisupassa á mölina,
Þessir liringdu . . .
Tekjuskerðing
Sigrún Björnsdóttir hringdi:
„Lífeyrissjóðaþegi sem náð hef-
ur fullum réttindum fær 70 pró-
sent af launum sínum. En þegar
hann eða hún deyr fær maki að-
eins 50 prósent af þeirri upphæð.
Það er mikið áfall þegar maki
fellur frá og þarna er um mikla
tekjuskerðingu að ræða. Ég tel
þetta mjög óréttlátt og vildi gjarn-
an fá að vita hvort þetta er svona
hjá öllum lífeyrissjóðum. Þá þykir
mér undarlegt að þessar tekjur
eru skattlagðar en þá er um tvís-
köttun að ræða.“
Verðlaunapeningur
Verðlaunapeningur er í óskilum
en hann fannst fyrir fjölda ára. Á
honum stendur Ásmundur Ás-
mundsson, 3. verðlaun. Drengja-
hlaup 1925. Kannist einhver við
þennan pening er sá hinn sami
beðinn að hringja í síma 685762.
Köttur
Svartur, stálpaður og vel
merktur kettlingur hvarf frá Þing-
hólsbraut 65 í Kópavogi sl. mánu-
dag. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 40117.
hundruð þúsund krónur í kaup á
mánuði. Við berum okkur gjarnan
saman við hin Norðurlöndin en þar
eru eins og flestir vita tvö skatt-
þrep og greiða hátekjumenn mun
hærri skatt af sínum tekjum, allt
að 75 prósent. Þetta er eitt af því
sem stjórnvöld gætu gripið til, að
skattleggja hátekjumennina til að
rétta við ríkisbúskapinn. í raun
og veru væri aðeins um leiðrétt-
ingu að ræða því núverandi fyrir-
komulag er tvímælalaust óréttlátt.
Auk þess myndi þetta stuðla að
meiri tekjujöfnuði í landinu sem
allir hljóta að vera sammála um
að ætti að vera meiri.
Það hefur lengi verið landlægur
siður hér á landi að rægja stjórn-
völd og gera lítið úr þeim. Stað-
reyndirnar tala sínu máli að þessu
sinni og enginn þarf að efast um
að íslenskt atvinnulíf blómstrar ef
tekst að halda verðbólgunni niðri
til langframa. Það ábyrgðarleysi
sem einkennt hefur stjórn fjár-
mála hér á landi snýr ekki einvörð-
ungu að stjórnmálamönnum.
Margs konar stjórnir hafa setið
við völd undanfarin ár og ýmist
verið kallaðar vinstri eða hægri
stjórnir. Allar hafa þær þó verið
vanhæfar hvað verðbólguna snert-
ir, hafa ekki náð stjórn á efna-
hagslífinu þrátt fyrir góð áform.
Nú þegar þetta hefur tekist ættum
við að meta það að verðleikum og
standa vörð um þann árangur sem
náðst hefur. Ef einhverjir fá kjara-
bætur verða þær að renna til
hinna lægst launuðu.
Sigurður Ragnarsson
YVV
©(LF
Armúla 20
Fyrir alla
Qölskylduna
OPIÐ
Laugardaga og sunnudaga fró kl. 14.00-23.00
Mónudaga - föstudaga frá kl. 16.00-23.00
18 brautir
Sími 678120
Til sölu
verktakarúta
Sæti og borð fyrir 21. Hillurekkar fyrir verkfæri og efni.
Snagar fyrir vinnuföt. Rafmagnsofnar og tenglar fyrir
220 V. „ , ’
Diesel bifreið í ^
Blikk&Stálr
toppstandi.
Bíldshöfa 12 Rvík. sími 68 66 66
eða leggja þessa okkar gömlu at-
vinnugrein í eyði?
3) Að ganga í Efrópubandalag-
ið og hætta að syngja Ég vil elska
mitt land?
Ef svo heldur sem horfir kæmi
mér ekkert á óvart þótt í næstu
landafræði vorri standi: Aðalat-
vinnuvegir: Bingó, Lottó, brask
og happdrætti.
Árni Helgason
SQUASH - RACQUETBALL
Opið
Mán.-föstud. frá kl. 9:30 - 22:30
Laugard.-sunnud. frákl. 10:15-17:00
Ef þú ætlaf að spila í vetur, pantaðu straxJ
SÍMINNER 19011
Músíkleikfimi
Mánud., miðvikud. og föstudaga kl. 18:00
Yoga leikfimi
þriðjud. og fimmtud. kl. 17:45 og 18:45
ATHUGIÐ!
Góður 90mj leikfimissalur til leigu speglar - dýnur - steríógræjur)
VEGGSPORT hf.
Seljavegi 2101 Reykjavík sími: 19011