Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
17
STRIÐSASTAND VIÐ PERSAFLOA
Japanir leggja fram
fjóra milljarða dala
Tókíó. Reuter
RYUTARO Hashimoto, fjármálaráðherra Japans, skýrði frá því
á fundi með blaðamönnum í gær að stjórnvöld í Japan hefðu
afráðið að auka hlutdeild sína í kostnaði Vesturlanda vegna Persa-
flóadeilunnar. Þá hyggjast stjórnvöid í Vestur-Þýskalandi bæði
leggja fram skip og flutningavélar.
Ráðherrann sagði Japani hafa
ákveðið að leggja alls fram fjóra
milljarða Bandaríkjadala (rúma
210 milljarða ÍSK) í þessu skyni
en áður höfðu japönsk stjórnvöld
tilkynnt að framlag þeirra yrði
einn milljarður dala. Hashimoto
sagði að tveimur milljörðum dala
yrði varið til að styrkja efnahag
þeirra ríkja sem yrðu fyrir mest-
írak:
Matarskammt-
ar minnkað-
ir um helming
Bagdad. Reuter.
ÍRAKAR hafa hert á matar-
skömmtun, aðeins tveimur vik-
um eftir að hún var sett á. í til-
kynningu frá viðskiptaráðuneyti
íraks, sem birtist í dagblaði
ríkisstjórnarinnar, al-Thawra,
sagði að hver Iraki fengi þrjú
smábrauð á dag. Matarmiðum
er aðeins dreift til íraka, útlend-
ingar verða að bjarga sér sjálfir.
Irökum var einnig tilkynnt í
dreifibréfi að mánaðarskammtur
af hrísgtjónum, sykri, matarolíu
og öðrum matvælum yrði minnkað-
ur um helming frá því sem ákveðið
var 1. september. íbúar kvarta yfir
að þurfa að standa klukkustundum
saman í biðröðum í miklum hita
og því að brauð séu nú 90 grömm
á þyngd í stað 120 áður.
Hinn nýi matarskammtur fyrir
hvern ijölskyldumeðlim var 1,5 kg
af hrísgijónum, 1 kg af sykri, 100
g af tei og 500 g af matarolíu.
Þessar sömu vörur eru fáanlegar
á svartamarkaðnum á uppsprengdu
vérði. Lítri af innfluttri matarolíu
kostar rúmlega 1.000 ÍSK og kíló
af eplum tæplega 1.200 ÍSK. Nóg
er til af ávöxtum og grænmeti sem
ræktað er í írak.
um skakkaföllum vegna við-
skiptabanns Sameinuðu þjóðanna
gagnvart írak og Kúvæt. Hinir
tveir milljarðarnir yrðu framlag
Japana vegna herkostnaðar
Bandaríkjamanna og banda-
manna þeirra.
Bandaríkjamenn höfðu kvartað
undan tregðu Japana til að taka
þátt í herkostnaðinum en Japanir
eiga mikilla hagsmuna að gæta
þar sem um 70 prósent af þeirri
olíu sem þeir kaupa koma frá
Mið-Austurlöndum. Hashimoto
sagði að þessi staðreynd hefði
m.a. ráðið því að Japanir hefðu
ákveðið að leggja meira af mörk-
um.
Talsmaður japanska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá því í gær
að Japánir hefðu ákveðið að senda
fjölmennt lið lækna, tæknimanna
og sérfræðinga til Persaflóa til
að aðstoða fjölþjóðlega herliðið
sem tekið hefur sér stöðu þar.
Hann sagði að enn væri uppi
ágreiningur innan ríkisstjórnar
Japans um hvort jafnframt bæri
að senda herlið til þessa heims-
hluta. I stjórnarskrá landsins er
kveðið á um að japanskar varnar-
liðssveitir megi ekki láta til sín
taka utan Japans en þær raddir
hafa heyrst að endurskoða beri
þetta ákvæði. Talsmaðurinn lagði
hins vegar áherslu á að ekki væri
í ráði að breyta stjórnarskránni.
Ónefndur heimildarmaður
Reuters-fréttastofunnar sagði í
gær að stjórnvöld í Vestur-Þýska-
landi hefðu ákveðið að bjóða
Bandaríkjamönnum frjáls afnot
bæði af flutningavélum og skipum
til að koma birgðum til herliðsins
í Saudi-Arabíu. Búist er við að
gerð verði nánari grein fyrir þessu
þoði í dag, laugardag, er James
Baker, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, kemur til Bonn en Þjóð-
veijar hafa líkt og Japanir legið
undir ámæli vegna frammistöðu
sinnar í Persaflóadeilunni.
Jórdanir búa sig undir
nýja bylgju flóttamanna
Bagdad. Iteuter.
YFIRVÖLD í Jórdaníu og hjálparstofnanir gerðu í gær áætlun um
hvernig ætti að taka við 600.000 Asíumönnum og aröbum, sem
búist er við að flýi til landsins á næstunni frá Kúvæt og Irak. „Ríkis-
stjórn Jórdaníu reynir að áætla hve margir hugsi sér að koma til
landsins svo hægt sé að skipuleggja dvöl þeirra hér,“ sagði Philippe
Poulle, starfsmaður Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Poulle sagði að fólk, sem hingað vegum framkvæmdastjóra Samein-
til hefði veigrað sér við að fara til
flóttamannabúðanna í Jórdaníu,
myndi hugsanlega ákveða að fara
núna þegar ástandið þar væri orðið
örlítið Skárra en verið hefur.
Stjórnvöld í Jórdaníu hafa beðið
um hjálp erlendis frá vegna hinna
600.000 flóttamanna sem þau eiga
von á til landsins. Sadruddin Aga
Khan prins, sem sinnir mannúðar-
málum varðandi Persaflóadeiluna á
uðu þjóðanna, telur að hugsanlega
muni tvær milljónir manna til við-
bótar reyna að fara frá Kúvæt og
Irak.
Jórdanir lokuðu stærstu flótta-
mannabúðunum á einskismanns-
landi við landamærin að írak í gær
og fluttu asíska flóttamenn til
nýrra búða í Azraq, 85 km frá
Amman.
SKIPTING PYSKALANDS
BERLINARMURINN
SKIPTING BERLÍNAR EFTIR
SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDINA
AUSTUR-
PÝSKALAND
Hambor
Hannover
BRESKT
SVÆÐI
t- I'
Bonn y/.
^ \ %
iFRANSKT t
'k
° 1
BANDARiSKT
SVÆÐI
\ Munchen .
VÆÐI
RIKJAMENN6
000
Vikí Ramsay / REUTER
Fjöldi
erlendra
hermanna
Oder/Neisse-landa-
mærin, en austan
þeirra er þýskt land-
svæði, sem var af-
hent Pólverjum
samkvæmt ákvörð-
un á Jalta-ráðstefn-
unni.
Þjóðveijar búa sig nú undir að sameinast hinn 3. október næstkomandi, um 60 milljón Vestur-Þjóðveijar og
16 milljón Austur-Þjóðveijar renna þá saman í eitt ríki. Á minna kortinu er sýnd skipting landsins eins og hún var
á milli hernámsveldanna fjögurra í lok heimsstyijaldarinnar en fimmti hlutinn fór undir stjórn Pólveija. Stærra
kortið sýnir skiptingu Berlínar.
Pólland:
Ráðherra einkavæðingar
heitir snögsnm umskiptum
Varsjá. Reuter. '—J J
RÁÐHERRA einkavæðingar, sá fyrsti í sögu Póllands, tók formlega
við embætti í gær en sala ríkisfyrirtækja er ofarlega á stefnuskrá
ríkisstjórnar Samstöðu sem tók við eftir að kommúnistar afsöluðu
sér einræðisvaldi þar í landi. Þá liggur fyrir þingi landsins tillaga
þess efnis að þing- og forsetakosningum verði flýtt.
Neðri deild þings Póllands lagði
blessun sína yfir skipan Waldemars
Kuczynskis með 317 atkvæðum
gegn sjö en 36 þingmenn sátu hjá.
Kuczynski er 51 árs gamall hag-
fræðingur og hefur verið einn helsti
ráðgjafi Tadeusz Mazowieckis, for-
sætisráðherra Póllands.
Kuczynski sagði á fimmtudag að
hann hygðist hraða einkavæðingar-
áformum stjórnvalda. Samkvæmt
lögum sem samþykkt voru á þingi
Póllands í júlí kann svo að fara að
öll fyrirtæki í eigu ríkisins, sem
munu vera um 7.600, verði seld.
Einkavæðingin er hins vegar
skammt á veg komin. Kuczynski
upplýsti að nú væri unnið að sölu
120 fyrirtækja. Fyrirsjáanlegt væri
hins vegar að aðeins yrði lokið við
sölu tíu þeirra í nánustu framtíð.
Hét hann því að breyting yrði þar
á og kvaðst stefna að því að rúm-
lega 100 fyrirtæki yrðu komin úr
höndum ríkisvaldsins fyrir lok
næsta árs. Leszek Balcerowicz,
íjármálaráðherra Póllands, sá er
mótaði róttæka áætlun stjórnvalda
um afnám miðstýringar og komm-
únískra stjórnarhátta á vettvangi
efnahagsmála, hefur einnig boðað
að einkavæðingu fyrirtækja verði
hraðað.
Mazowiecki forsætisráðherra
sagði í ræðu á þingi að gríðarleg
verkefni blöstu við einakavæðingar-
ráðuneytinu pólska. Bylta þyrfti til-
skipanakerfi kommúnista, sem lagt
hefði efnahag landsins í rúst. For-
sætisráðherrann lýsti yfir því að
skammur tími væri til stefnu en
umskiptin á efnahagssviðinu í Pól-
landi hafa lagt þungar byrðar á
herðar alþýðu manna þar eystra.
Forsætisráðherrann sagði að hafið
væri í Póllandi tímabil mikilla breyt-
inga sem lykta myndi með því að
landið kæmist í hóp raunverulegra
lýðræðisríkja. Öldungis fijálsar
þingkosningar hafa enn ekki farið
fram í Póllandi en fyrir þinginu ligg-
ur tillaga þess efnis að bæði þing-
og forsetakosningum verði flýtt
þannig að þær fari fram annað-
hvort í ár eða í byijun þess næsta.
Mun þingheimur að líkindum taka
afstöðu til málsins í næstu viku.
Flest þykir benda til þess að Jaruz-
elski, forseti Póllands og fyrrver-
andi leiðtogi kommúnista, láti af
því embætti á næstunni og vitað
er að þeir Mazowiecki og Lech
Walesa, þekktasti leiðtogi Sam-
stöðu, hafa báðir hug á því að bjóða
sig fram í forsetakosningunum.
Walesa hefur enn ekki lýst yfir því
að hann ætli að gefa kost á sér en
hefur hins vegar sagt að hann sé
þess fullviss að hann komi til með
að bera sigur úr býtum fari hann
fram.
Námskeid og leshringar
um andleg mál og heimspeki
Vidfangsefnid er þróunarheimspeki og sálarheimspekt.
Þeirri reglu er fylgt ad lesa ekki tvcer bcekur samfellt eftir
sama höfund.
Byrjaö verdur á bókinni
BRÉF UM DULFRÆÐILEGA HUGLEIÐINGU eftir Alice
A. Bailey og tíbetska ábótann Djwhal Khul.
Þátttökugjald er kr. 1.500,- á mánubi.
Upplýsingar í stma 91-79763.
Samtök áhugamanna um heimspeki.
Næst færðu þér...