Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 36
Fróðleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Jafn mikið kjöt þrátt fyrir fækk- un dilka Lélegur árgang- ,ur þorsks fínnst fímmta árið í röð LÍTIÐ fannst af Jjorskseiðum í seiða- og sjórannsóknaleiðangri rann- sóknaskipanna Arna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar, sem farinn var 8. ágúst til 3. september síðastliðinn og enda þótt seiðin hafí verið sæmilega á sig komin, má telja nokkuð öruggl að þorskár- gangurinn 1990 verði fimmti lélegi þorskárgangurinn í röð. Fjöldi ýsu- og loðnuseiða var einnig undir meðailagi en ástand seiðanna var mjög gott. Meira var af karfaseiðum í Grænlandshafi en á und- anförnum árum og verður karfaárgangurinn 1990 að teljast mjög góður. I leiðangrmum var kannað haf- svæðið milli íslands og Grænlands, svo og umhverfis ísland. Sumarið ^-^1990 hefur orðið mikil yfirborðshit- un í sjónum umhverfis ísland og því er yfirborðhitinn óvenju hár. Aftur á móti gætti þessa ekkert í dýpri sjávarlögum. Innstreymi hlý- sjávar vestur og norður fyrir land hefur því verið mjög lítið og verður ástand sjávar fyrir vestan, en eink- um þó norðan og austan, að teljast mjög óhagstætt sumarið 1990. Leiðangursstjóri á Árna Friðriks- syni var Sveinn Sveinbjörnsson en leiðangursstjórar á Bjarna Sæ- mundssyni voru Vilhelmína Vil- helmsdóttir og Páll Reynisson, seg- ir í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Níu þúsund íjár flutt *á riðuveikisvæðin Selfossi. UNDIRBÚNINGUR er hafmn á íjárflutningum úr Skaftafells- sýslum og af Ströndum til um 40 bæja á Austurlandi. Alls eru það um 4.500 gimbrar sem flutt- ar verða á riðuveikisvæði á Austurlandi sem verið hafa fjár- laus í tvö til þrjú ár. Svipaður fjöldi verður fluttur af sömu svæðum til bæja á Norðurlandi frá Húnavatnssýslum til Þing- eyjarsýslna. Féð sem fer á riðusvæðin er úr ijórum hreppum á Ströndunum, tveimur í Austur-Skaftafellssýslu, * úr Öræfum og Suðursveit, Hofs- hreppi og Borgarhreppi. Þá er fé einnig flutt úr Hörgslandshreppi í Vestur-Skaftafellssýslu en úr þeim hreppi fara einnig um 400 íjár á Suðurland. Fjárflutningar á riðusvæði á Austurland hófust í fyrra og fór þá fé á tíu bæi. Þorsteinn Krist- jánsson ráðunautur Búnaðarsam- Spáð slyddu- éljum í dag Gnindarfirði. ''STORMUR og mikil úrkoma var á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Varaði lögreglan á Grundarfirði vegfar- endur við að vera á ferðinni þar sem mjög hvasst verður á einstaka stað á norðanvcrðu nesinu. Við slíkar aðstæður er hætta á því að bílar fjúki út nema sérstakrar varúðar sé gætt. Orsök þessa veð- urs er djúp lægð suðaustur af Grænlandi. Hjá lögreglunni í Ólafsvík fengust þær upplýsingar að illviðrið hefði byijað um hálfsjöleytið en því virtist eitthvað vera að slota seint í gær- ' kvöldi. Þegar veðrið var sem verst hefði verið send út tilkynning enda ekki árennilegt fyrir litla fólksbíla að vera á ferðinni. Hjá Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að búist væri við suðvestan stormi þegar færi að líða á nóttina og að í dag væri von á hvassviðri og jafnvel stormi um allt 'vestanvert landið. Gæti storminum fylgt slydduél. - Hallgrímur. bands Austurlands kvaðst gera ráð fyrir að álíka margt fé yrði flutt á riðusvæðin á næstu tveimur árum. Hann sagði nokkra bændur hætta alveg við flárbúskap eftir riðuveikiáfallið en flestir tækju fé aftur. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Unnið við að hreinsa kjötskrokka í sláturhúsi Hafnar hf. á Selfossi í gær. BÚAST má við að 595-600 þús- und dilkum verði slátrað í haust, sem er um 2% færra en slátrað var síðastliðið haust, þegar 610 þúsund dilkum var slátrað. Hins vegar er fallþungi að meðaltali eitthvað meiri en í fyrra, þannig að búist er við að svipað kjöt- magn fáist í haust og í fyrra, þegar upp verður staðið. Slát- urtíð er nú hafin eða er að hefj- ast víðast hvar á landinu. Til viðbótar er gert ráð fyrir að 34 þúsund fullorðnu fé verði slátrað í sláturtíð í haust. Meðalþungi dilka var í fyrra 14,5 kíló, sem er lakara en í meðalári, og fyrstu vísbending- ar nú gefa til kynna að hann verði eitthvað meiri í ár. Hálfu kílói meiri meðalþungi á dilk myndi gefa af sér 300 tonnum meira af kjöti ef slátrað er 600 þúsund dilkum. Fimmmannanefnd hefur ekki komið saman til að ákveða slátur- og heildsölukostnað, en sá kostnað- ur nam 140 krónum á kíló í fyrra- haust eða 2.030 krónum á meðal- dilk. Samkvæmt kjarasamningun- um í febrúar hækkar verð til bænda ekki nú í haust og hafa þær forsend- ur sem þá var gengið út frá haldist. Sláturhúsum hefur fækkað um fjögur frá því í fyrrahaust og verð- ur í haust slátrað í 29 húsum af um 20 sláturleyfishöfum. Grindavík: Lögbann á uppsetningu tann- læknastofu í heilsugæslustöð Grindavík. ^ Grindavík. LÖGBANN hefur verið sett á frekari undirbúningsvinnu við innrétt- ingu tannlæknaaðstöðu í nýbyggingu Heilsugæslustöðvar Grindavík- ur. Lögbannsúrskurðurinn var nýverið kveðinn upp hjá embætti bæjarfógetans í Grindavík að kröfu tannlæknanna Jóhanns Gíslason- ar og Péturs Svavarssonar, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu en starfað hafa í Grindavík undanfarin ár með aðstöðu í núverandi húsnæði Heilsugæslustöðvar Grindavíkur. Starfsemi í því húsnæði verður væntanlega lögð niður þegar Heilsugæslustöðin fiyst í nýtt húsnæði við Víkurbraut. Örn Emst Gíslason tannlæknir sótti um í desember á síðasta ári að setja upp tannlæknaaðstöðu í húsnæðinu til stjórnar Heilsu- gæslustöðvar Suðurnesja sem fer með mál Heilsugæslu Grindavíkur og var umsóknin samþykkt á stjórnarfundi. Gerður var samning- ur við Örn í júlí á þessu ári og hann hóf að koma sér upp aðstöðu í ágúst og er búinn að koma fyrir tannlæknastól í nýbyggingunni. Karl Gauti Hjaltason fulltrúi bæjarfógeta Grindavíkur sagði við Morgunblaðið að lögbannið næði yfir frekari undirbúningsvinnu við innréttingu í herbergi 230 í hús- næði Heilsugæslustöðvar Grinda- víkur. Hann sagði að lögbannsúr- skurðurinn byggðist á samningi frá 1987 milli Heilsugæslustöðvar Suðurnesja og tannlæknanna Jó- hanns Gíslasonar og Péturs Sva- varssonar um starfsemi þeirra í húsnæði heilsugæslustöðvarinnar. Samningurinn gildir til 5 ára og eru rúmlega tvö ár eftir af samn- ingstímanum. „Við gerðum leigusamning um Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Tannlæknastóllinn sem reynt var að setja lögbann á. áramótin 1987 og 1988 við stjórn HS til 5 ára með forleigurétti," sagði Jóhann Gíslason tannlæknir við Morgunblaðið. „Þá vissum við að flutningar voni fyrirhugaðir og teljum okkur hafa forleigurétt að tannlæknaaðstöðu í nýju húsnæði Heilsugæslustöðvarinnar. Með því að ganga til samninga við Örn telj- um við að brotið sé á okkur og því leitum við til dómstóla til að leita réttar okkar. Við fréttum annars staðar að búið væri að gera samn- ing við Örn og síðan urðum við varir við það seinnipartinn í ágúst að byijað var að setja upp tæki en við höfðum þær upplýsingar að ekkert yrði flutt fyrr en í septem- ber,“ sagði Jóhann. „Það stóð aldrei annað til en að halda áfram með tannlækningar í nýja húsnæðinu en við erum opnir fyrir því að leysa málið og þykir leiðinlegt hvernig málum er kom- ið,“ sagði Jóhann. Hann sagði að þeir Pétur stæðu sjálfir í þessum málaferlum. Hinsvegar hefði Örn brotið siðareglur Tannlæknafélags íslands með því að leita eftir hús- næði þar sem annar tannlæknir starfaði án þess að hafa samráð við viðkomandi. Karl Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri HS, sagði við Morg- unblaðið að stjórn HS biði dómsúr- skurðar en varðist að öðru leyti frétta af málinu. Örn Ernst Gíslason sagði við Morgunblaðið að í sjálfu sér væri lítið að segja um málið, það væri til meðferðar hjá dómstólum. „Þeg- ar gerður var samningur við mig í júlí hófst ég handa við að koma tækjum fyrir og lauk því í byijun ágúst. Þá var reynt að setja lög- bann á uppsetningu þeirra en því var hnekkt. Því var sett lögbann á að ég kæmi þarna inn og hæfi rekstur. Ég er búinn að leggja eitt- hvað á þriðju milljón kr. fjárfest- ingu við að koma aðstöðunni upp. Það er tekist á um lagalega túlk- un á samningi. Það er ekkert í samningi hinna tannlæknanna sem segir hvar þeir eigi að vera í hús- inu og þeim var boðin aðstaða, sem er stærri en sú sem þeir hafa nú en þeir höfnuðu henni,“ sagði Örn Hann sagðist ekki vilja tjá sig um reglur siðanefndar þar sem ekki væri búið að taka málið fyrir innan félagsins. Eðvarð Júlíusson bæjarfulltrúi sagði að bæjarstjórn tengdist ekki málinu beint. „Við í bæjai’stjórn vonuðumst hinsvegar til að hingað flyttist tannlæknir í bæinn eins og Örn ætlaði sér og okkur finnst það skref afturábak ef það á að koma í veg fyrir það.“' Lögbannsúrskurðurinn verður birtur eftir helgi. Lögbann er í eðli sínu bráðabirgðaúrskurður og þeir sem krefjast lögbanns verða að höfða staðfestingamál viku eftir birtingu úrskurðar. Þá verða tann- læknarnir tveir að leggja fram tryggingu, sem ákveðin er ein millj- ón króna. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.