Morgunblaðið - 21.10.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 21.10.1990, Síða 2
2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 Stykkishólmur: Rekstur kavíarverk- smiðjunnar af stað aftur Stykkishólmi. STOFNAÐ hefur verið hlutafélag til að hefja á ný rekstur kavíar- verksmiðju hér, en slíkur rekstur hefur legið niðri um hríð síðan Björg hf. varð að hætta. Nú hafa þeir Ágúst Sigurðsson, forstjóri, Sig. Ágústsson hf. og Ólafur Kristjánsson forstjóri Skipavíkur hf. stofnað hlutafélag í þeim tilgangi að koma þessum rekstri af stað aftur. Hafa þeir gefið félaginu nafnið NORA hf. og mun Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna verða söluaðili afurða verksmiðjunnar. Nú þegar hafa þeir 75 tunnur af grásleppuhrognum til vinnslu og taldi Ólafur það myndi duga til tveggja mánaða. Verksmiðjuna er hugsað að leigja af þrotabúi Bjargar til eins árs til að byija með. Þá er fyrirhugað að kaupa grpsleppuhrogn af bátum, strax og veiði hefst í vor. - Árni Úr Stykkishólmshöfn. Morgunblaðið/Rax Endanlegur frágangur við „Sólfar“, listaverk eftir Jón Gunnar Árnason er langt kominn. Verið er að slípa undirstöðuna og að því loknu verða umbúðir sem settar eru til hlífðar, teknar niður. Verkið var afhjúpað 18. ágúst síðastliðinn á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar. Vothreinsibúnaður gegn brennisteinstvíildi í útblæstri Umræðurnar um nýtt álver á íslandi snúast meðal annars um mengunarvarnir og þá hvort setja eigi upp vothreinsibúnað eða ekki. En hvað er vothreinsibúnaður og hvernig virkar hann? Iútblæstri frá álverum er það fyrst og fremst flúor, ryk og brennisteinstvíildi sem mengar andrúmsloftið. Með þurrhreinsi- búnaði má hreinsa allt að 99,5% af flúor og tæplega 99% af ryki úr útblæstrinum. Frá Staumsvík berast í dag um 1.500 - 2.000 tonn af brenni- steinstvíildi á ári eftir að út- blásturinn hef- ur farið um þurrhreinsibúnað. Nýjasta búnað- inum má líkja við stóra ryksugu, sem er tengd lokuðum keijum og eru þau einungis opnuð þegar skipt er um skaut. Flúor, sem þannig næst úr útblæstrinum, er veitt í hringrás inn í kerin á ný en flúor er nauðsynlegt efni við álframleiðslu. Góður þurrhreinsi- búnaður er því keppikefli í hverju álveri sem annars yrði að kaupa flúor til framleiðslunnar. En þurrhreinsibúnaðurinn virk- ar ekki á brennisteinstvíildið og það er þá, sem vothreinsibúnaður- inn tekur við. Hann hreinsar ein- göngu brennisteinstvíildi úr út- blæstrinum og er það gert með því að úða söltum sjó yfir útblást- urinn og umbreyta brennisteinin- um í súlfat. Góður búnaður er talinn geta hreinsað um 80% til 90% af efninu og því saltari sem sjórinn er þeim mun bet- ur tekst til. Hreinsunin fer fram í 30 metra háum tönkum þar sem um 1,5 til 2 rúmmetrum á sek. af sjó er úðað yfír útblástursloftið. Það er rúmlega tvöfalt vatnsrennsli Vatnsveitu Reykjavíkur. Kostnað- ur við að k.oma búnaðinum upp er talinn 1,2 milljarður og rekstr- arkostnaður er hár. Úr vothreinsi- búnaðinum er súlfatinu veitt út í sjó og má ætla að við það meng- ist sjórinn næst verksmiðjunni en ekki hefur verið rannsakað hvaða áhrif sú mengun hefur. Eftir því sem næst verður kom- ist er þess hvergi krafist í heimin- um að vothreinsibúnaður sé settur upp við álver. Slíkur búnaður er við nokkur álver í Noregi og í Svíþjóð sem reist voru áður en þurrhreinsibúnaðurinn varð jafn fullkominn og hann er í dag. Þess má geta að vothreinsibúnaður var settur upp hjá Isal á sínum tíma en hann reyndist þá ekki sem skyldi. Hversu mikið brennisteins- tvíildi er í útblæstrinum ræðst af brennisteinsinnihaldi í kerskaut- unum. Eftir því sem skautin eru hreinni, eða réttara sagt eftir því sem brennisteinninn er minni í koksi skautanna þeim mun dýrari eru þau. I hveiju keri eru allt frá 16 til 20 skaut og er hveiju skauti skipt út á 25 daga fresti. Brennisteinstvíildi er náttúru- legt efni í umhverfinu og er nátt- úrulegur styrkur 2 míkrógrömm í rúmmetra. Efnið er hálfpn til sex daga að eyðast og verða skað- laust í náttúrunni. Spumingin er hvað gerist þegar um er að ræða mikið magn á afmörkuðu sváeði. Hollustuvernd ríkisins hefur reynt að kanna áhrifín og hafa verið settar fram strangar kröfur í mengunarvarnarreglugerð um ákveðin mengunarmörk. Að sögn Ólafs Péturssonar yfirverkfræð- ings hjá Hollustuvernd ríkisins, er niðurstaðan sú að mengun muni verða innan þeirra marka nema næst álverinu og í allt að 500 m til 1 km fjarlægð. Á því svæði er hætt við gróðurskemmdum. Að sögn Jóns Ingimarssonar verkfræðings í iðnaðarráðuneyt- inu, tekur skilgreining á mengun- armörkum, sem stuðst er við á Norðurlöndum, mið af umhverfis- aðstæðum á hverjum stað. Sömu sjónarmið eiga þvf ekki alltaf við hér á landi. „Mengun frá álverum erlendis er talin hlutfallslega mjög lítil miðað við mengun af brennslukolum til orkuvinnslu eða hitunar,“ sagði Jón. Á Norðurlöndum hafa þolmörk brennisteinstvíildis verið skil- greind og talin 0,5 gr. jafnfallin á fermeter á ári. Hér á landi falla samkvæmt þessari skilgreiningu 0,05 gr. eða um 3.000 tonn á ári. Mest kemur frá fiskimjöls- verksmiðjum, togurum á hafinu og sementsverksmiðjunni. Til samanburðar falla í Danmörku 2 gr., í Svíþjóð 1,3 gr. og rúmlega 1 gr. í Noregi en á landamærum A-Þýskalands og Tékkóslóvakíu falla 16 til 17 gr. BAKSVID eftir Kristínu Gunnarsdóttur EFWI - ►Sigurður Hróarsson, nýráðinn i leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ; ur í Borgarleikhúsinu. /10 Endurfundur í Jemen ►Jóhanna Kristjónsdóttir heldur áfram yfirreið sinni um Mið-Aust- urlönd og er nú komin til San’a í Jemen./12 Musteri múraranna ►Þrátt fyrir alla nýaldarvakning- una lifa gamlar leynireglur og mannbótafélög góðu lífi. Leynileg- ast allra leynireglna af þessu tagi er frímúrarareglan en nú er komin fram á sjónarsviðið talsvert opnari útgáfa af þessari regiu, þar sem koma saman bæði konur og menn. Hér segir frá þessari sam- frímúrarareglu sem svo nefnist/14 Flækjan verður flóknari ► Sty rr hefur löngum staðið um I Jersúsalem, enda þar að finna hel- gustu vé þrennra trúarbragða. Með blóðbaðinu á Musterishæð ) nýverið er flókið ástand á þessum slóðum komið í algjöran hnút/18 Barcelona ►Framarar mæta knattspymu- stórveldinu Barcelona á þriðjudag. Hér segir frá þessu fyrirbæri sem er eiginlega frekari stórfyrirtæki eða stofnun heldur en knatt- spyrnufélag /20 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 Viðhald ríkiseigna ekki verra en almennt gerist ►Viðtal við Ingimund Magnússon, > eftirlitsmanns með fasteignum rík- issjóðs/14 ►Málverkauppboð er sérkennilegt fyrirbæri sem á sér ekki ýkja langa sögu á íslandi en stendur þrátt fyrir það á gömlum merg, með þrungnu andrúmslofti og spennu sem eldheitir safnarar segja óvið- jafnanlega/1 Klerkur í skjalaskáp ►Björn H. Jónsson prestur á Húsavík hefur komið víða við og er um leið mesti blaðasafnari | landsins ásamt því að verá mikill bókamaður. Hann segir hér frá/6 Færeyjar ' ►Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, var á ferð í Fær- eyjum og bregður upp myndum af þessum næsta nágranna okkar í suðri/10 Hungurvaka Bowies ► Sindri Freysson segir frá tón- ; leikum þessa frumlega og sér- kennilega poppara í Danmörku/12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir Bókrpgnntir/Listir 16 1/2/4/6/24/bak Fjölmiðlar 18c Dagbók 8 Kvikmyndir 20c Hugvekja 9 Dægurtónlist 21c Leiðari 22 Menning.st. 22c Helgispjall 22 Minning 24c Reykjavíkurbréf 22 Bíó/dans 26c Fólk í fréttum 38 Konur 38 Utvarp/sjónvarp 40 Á fömum vegi 28c Gárur 43 Samsafnið 30c Mannlífsstr. 8c Bakþankar 32c INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.