Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
*
*
SIGURÐUR Hróarsson nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins
er einn af þessum mönnum sem kann best við sig baksviðs. Hann
er maður málamiðlana og líta má á ráðningu hans í starfið sem
málamiðlun innan leikhúsráðsins. Sigurður var sá maður sem
enginn hafði neitt á móti en aðrir umsækjendur áttu sterka and-
stöðuhópa gegn sér. Þeir sem gagnrýnt hafa ráðninguna gera
það einkum á þeim forsendum að ekki sé að búast við miklu frum-
kvæði af hans hálfu í starfinu, engri rækilegri endurskoðun eða
uppstokkun heldur að haldið verði óbreyttu ástandi. Hinsvegar
á Sigurður gott með að vinna með fólki, hlustar fremur en talar
og þó hann sé ekki beint menntaður til starfans hefur hann
verið viðloðandi leiklist frá því á menntaskólaárum sínum norður
á Akureyri.
Sigurður er fæddur 14.
maí 1956 í Hafnarfirði
þar sem fæðingar-
heimilið í Reykjavík
var lokað á þessum
tíma. Foreldrar hans, Hróar
Björnsson og Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, bjuggu hinsvegar að Bif-
röst í Borgarfirði á þessum tíma
þar sem Hróar var kennari við
Samvinnuskólann. Þau voru í
heimsókn hér fyrir sunnan er
fæðingu hans bar að. Á Bifröst
ólst Sigurður upp fyrstu fjögur
æviár sín. Hann
var næstelstur í
hópi fjögurra
systkina. Frá
Bifröst flutti
fjölskyldan síð-
an að Héraðs-
skólanum á Laugum í Þingeyjar-
sýslum og þar bjó Sigurður fram
að tvítugu. Strax á unglingsárun-
um á Laugum blunduðu með Sig-
urði ákveðnir stjórnunarhæfileik-
ar sem hann hefur búið að síðan.
Aðrir krakkar á staðnum sóttu
mjög í félagsskap hans og hann
stjórnaði hópnum að mestu án
þess að eftir væri tekið. Áhuga-
mál hans á þessum tíma voru
íþróttir og útivist. Hann átti
drengjamet í 50 metra bringu-
sundi, sett á Siglufirði 1969 og
fjallgöngur hafa alltaf verið hans
helsta áhugamál. Raunar tók
hann námskeið í þeim er hann
dvaldi um ársskeið við háskólann
í Oregon í Bandaríkjunum síðar á
ævinni. Annað áhugamál var
teikning, sem hann ku dútla við
enn.
Allt frá því um fermingu hefur
Sigurður unnið á sumrin í bygg-
ingarvinnu með föður sínum. Hró-
ar segir að strákurinn sé laghent-
ur vel og þó nokkuð góður vegg-
hleðslumaður. Hvað persónulega
hagi Sigurðar varðar í dag er
hann í sambúð með Láru Stefáns-
dóttur listdansara en hann á eina
dóttur af fyrra hjónabandi. Dóttir-
in býr í Svíþjóð hjá móður sinni
sem leggur stund á
háskólanám þar.
Sigurður gekk í Menntaskólann
á Akureyri og lauk þar stúdents-
prófí 1976. Hann þótti nokkuð upp
á kvenhöndina í skólanum og það
var sagt í spaugi að draumur
hans væri að ná í kærustu sem
ætti stóran áttagata jeppa, vænt-
anlega svo hún væri tiltæk í fjall-
göngur. Hann mun víst hafa gert
einhverjar tilraunir í þá átt en án
árangurs. Ein af vinkonum hans
í MA, Elfa Ágústsdóttir, nú dýra-
læknir á Akureyri, segir að hann
hafi verið mjög líflegur og
skemmtilegur strákur á þessum
tíma. „Hann tók virkan þátt í fé-
lagslífi skólans, þar á meðal leik-
listarfélagi MA,“ segir Elfa.
„Hann lék hinsvegar ekki en vann
mikið baksviðs.“ Á þessum árum
stundaði hann einnig mikið fjall-
göngur og þar mun komin sagan
um að kærastan þyrfti helst að
eiga öflugan jeppa.
Að loknu námi í MA dvaldi Sig-
urður um eins árs skeið við háskól-
ann i Oregon. Þar lagði hann
stund á ensku og leikbókmenntir
en tók einnig námskeið í fjall-
göngu sem
skólinn bauð
upp á. Árið
1978 hóf hann
svo nám í bók-
menntum við
Háskóla íslands
og lauk þar magisterprófi sjö
árum síðar. Einn af samstúdent-
um Sigurðar í Háskólanum var
Páll Valsson. Páll segir að Sigurð-
ur hafi verið áberandi í félagslífi
íslenskudeildarinnar í Háskólan-
um, var m.a. um skeið formaður
Mímis, félags íslenskunema. „Það
sem ég man til hans úr skólanum
var að hann var harður námsmað-
ur og mikill vinnuþjarkur,“ segir
Páll. „Raunar má segja að hann
hafí verið berserkur til vinnu og
hafði meira úthald til hennar en
almennt gerist.“ Hvað persónu-
leika Sigurðar varðar segir Páll
að hann hafi komið sér fyrir sjón-
ir sem mildur drengur og geð-
þekkur.
Að loknu náminu í Háskólanum
vann Sigurður um eins árs skeið
á auglýsingastofunni Gott fólk.
Ólafur Stephensen eigandi stof-
unnar man vel eftir Sigurði og
þeir halda enn vinskap sín í mill-
um. Ólafur segir að vinna Sigurð-
ar á stofunni hafi verið millibils-
ástand hjá honum en honum hafí
fundist þetta spennandi starf. Sig-
urður vann í hugmyndasmíð og
textagerð og skilaði sínu starfí
prýðilega að sögn Ólafs.„Allt sem
hann gerði gerði hann vel enda
er Sigurður bráðgreindur og skýr
piltur,“ segir Ólafur.
Árið 1986 var auglýst laus til
umsóknar staða ritara hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Sigurður sótti
um. Stefán Baldursson var þá
leikhússtjóri og mun umsókn Sig-
urðar hafa vakið athygli hans sem
skemmtilega upp sett og orðuð
og hefur Sigurður eflaust stuðst
þar við reynslu sína af auglýsinga-
vinnunni. Stefán réð hann til
starfans ekki hvað síst fyrir áeggj-
an konu sinnar Þórunnar Sigurð-
ardóttur leikstjóra. Þórunn hafði
hitt Sigurð nokkru áður eða er
hún starfaði um tíma sem ritstjóri
MflNNSMYNP
eftir Fridrik Indridason
VH> $ig
baksviðs
Páll Valsson bók-
menntafræðingur:
Harður námsmaður
og mikill vinnu-
þjarkur
helgarblaðs Þjóðviljans. „Er ég
vann á Þjóðviljanum kom hann til
mín með grein um Fjölnismenn
og vakti þá athygli mína enda
greinin mjög skemmtilega skrif-
uð,“ segir Þórunn. Seinna kynnt-
ist Þórunn Sigurði persónulega
því hún leikstýrði fyrsta stykkinu
sem sett var upp hjá LA eftir að
Sigurður hóf störf þar. Það var
leikritið Hús Bernhörðu Alba.
„Sigurður kemur mér fyrir sjónir
sem mikill gáfu- og myndarmaður
og hann hefur til að bera lista-
mannseðli þótt menntun hans sé
fyrst og femst á bókmenntasvið-
inu.“ Sigurður þótti standa sig vei
í starfí sem Ieikhúsritari hjá LR,
sem slíkur sá hann um leikskrár
og samskipti við fjölmiðla og kom
fyrrnefnd reynsla hans í auglýs-
ingum honum að góðum notum.
Og víst er að hans gamli yfírmað-
ur hjá LR Stefán Baldursson sem
taka mun við stöðu Þjóðleikhús-
stjóra er ánægður með að Sigurð-
ur hlaut starfið. Stefán er nú í
Noregi en Þórunn kona hans
Elva Ágústsdóttir
dýralæknir: Lífleg-
ur og skemmtilegur
strákur I mennta-
skóla
flutti honum tíðindin. „Það sem
skiptir máli í samskiptum leikhú
sstjóranna tveggja er að þeir
verða að geta treyst hvor öðrum
enda eru leikhúsin í raun ekki
aðskilin heldur samtvinnuð," segir
Þóninn.
Á síðasta ári sótti Sigurður um
stöðu leikhússtjóra norður á Ak-
ureyri. Hann hlaut góð meðmæli
frá LR með umsókn sinni og var
valinn til starfans. Þórey Aðal-
steinsdóttir framkvæmdastjóri
Leikfélag Akureyrar segir að Sig-
urður sé einstaklega heillandi
maður og forréttindi að fá að
vinna með honum. „Sigurður er
mjög skipulagður í störfum sínum
og hefur ákveðnar skoðanir á því
hvernig framkvæma á hlutina.
Hann á líka gott með að hlusta á
skoðanir annarra en fær síðan
vilja sínum framgengt með róleg-
heitunum. Þetta er afar mikilvægt
á vinnustað eins og leikhúsi þar
sem tilfinningaríkir einstaklingar
starfa," segir Þórey. Sigurður
mun almennt mjög vel liðinn innan
Þórunn Sigurðar-
dóttir leikstjóri:
Hefurtil að bera
listamannseðli þó
menntun hans sé á
bókmenntasviðinu
LA og fólk þar leitt yfir því að
missa hann suður til Reykjavíkur.
Það er óalgengt að leikhússtjórar
hjá LA hafi verið almennt vel liðn-
ir þar í seinni tíð og bent hefur
verið á að Sigurði hafí tekist vel
að sigla milli skers og báru í
starfi sínu hjá LA. Þær málamiðl-
anir sem hann hafi gert í starfi
sínu hafi hinsvegar bitnað nokkuð
á starfi leikfélagsins þar sem list-
rænt frumkvæði hafí nánast ekki
verið til staðar þann tíma' sem
Sigurður starfaði á Akureyri.
Allir sem rætt var við í sam-
bandi við þessa grein voru sam-
mála um að Sigurður væri hörku-
duglegur og drengur góður. Það
sem hann segir standi og honum
megi treysta fullkomnlega. Gagn-
rýnisraddir ganga einkum í þá átt
að hann skorti frumkvæði, að
starf hans sem leikhússtjóra verði
málamiðlun eins og ráðning hans
var. En það á eftir að koma í ljós
hvernig Sigurður stendur sig í
stykkinu í þessu vandmeðfarna
starfi.
SIGURDUR llKO VRSSO\ UEIKHUS-
STJÓRI líORGVRUEIKHtSSIfVS
Kann best