Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 25 Breyting-ar á leiðakerfi S VR taka gildi á mánudag NOKKRAR breytingar á leiða- kerfi Strætisvagna Reykjavíkur taka gildi mánudaginn 22. októ- ber næstkomandi. Bætt verður inn nýrri leið, leið 111 Hlemmur - Sel, hraðferð og er henni ætlað að tengjast tímatöflu leiðar 11. Nýja hraðferðin 111, Hlemmur - Sel, ekur á klukkustundar fresti, frá kl. 7 til 19, mánud. til föstud. Bein tengsl verða við Borgarspítál- ann að og frá Breiðholti en ekki reyndist unnt vegna plássleysis að koma við endastöð í miðbænum. Sjá nánar á korti. Leið 1, Hlíðar - Eiðsgrandi, mun taka á sig lykkju við Stakkahlíð um Háteigsveg og Bólstaðarhlíð, með viðkomu við Bólstaðarhlíð 41. Eins og áður verður ekið á 30 mín. fresti frá mánudögum til föstu- dags. Sjá nánar á korti. A leið 3, Nes - Háaleiti, breytist tímataflan á kvöldin og um helgar þannig, að farið er á 30 mín. fresti frá Lækjartorgi, 14 mín. og 44 mín. yfir heila tímann. Vegna samræmingar á brottför leiðar 12 í Mjódd á leið að Hlemmi verður brottför leiðar 4, Hagar - Mjódd, seinkuð um 4 mín. Brottför verður þá 10 - 25 - 40 - 55 mín yfir heila tímann. A leið 11, Hlemmur - Sel, verða þær breytingar að í stað þess að aka um Stöng á leið frá Arnar- bakka að Seljabraut, verður ekið um Stekkjarbakka. Leið 14, Lækjartorg - Sel, hrað- ferð mun leggja niður ferðir um- hverfis Arnarbakka að degi til. Kemur leið 111 að hluta til í stað- inn. Verður nú alltaf ekið um Sekkjarbakka milli Mjóddar og Seljahverfis. Kvöld- og helgarakst- ur verður óbreyttur frá því sem verið hefur, að öðru leyti en því, að að og frá Seljahverfi verður ekið um Stekkjabakka en ekki Stöng. í samræmi við ósk farþega verð- ur brottför á leiðum 15A og 15B flýtt frá Hlemmi um 5 mín. Verður framvegis farið 05 og 35 mín. yfir heila tímann. Þá verður endastöð leiðar 17, Lækjartorg - Öskjuhlíð flutt úr Lækjargötu á Hverfisgötu. Allar leiðir með viðkomu í Mjódd, munu eftirleiðis hafa þar tímajöfn- un. Upplýsingar um breytingarnar er að finna í nýrri leiðabók SVR, sem komin er út og verður til sölu á skiptistöðvum SVR. Rétt er að taka fram að vegna lokunar við Skúlatorg munu leiðir 2, 3, 4, og 5 ekki aka um Lækjar- götu á leið í vesturbæinn, heldur um Fríkirkjuveg og Vonarstræti eftir kl. 13 alla daga. Eru farþegar því vinsamlega beðnir að taka sér far á næsta viðkomustað í Vonar- stræti. Leið 1: Hlíöar-Eiðsgrandi gervihnattasjónvarp EchoStar SR1 mono mótttakari m/þrábl. fjarst. ásamt 1.2 m diski kostar 76.980,- kr. 25% útborgun: 19.245,- Eftirstöövar: 57.535,- Lántökugjald, vátrygging og stimpilgjald: 2.736,- Upphæð skuldabrefs: 60.471,-* Creiðsla: 3.214,- í 21 mán. Ath. Ekkert afnotagjald af gervihnattasjónvarpi! p ta$tmlSlfKfcffe | Meira en þú geturímyndað þér! Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Ekki ástæða að breyta félagsforminu miðað við óbreytta starfsemi Á FÉLAGSFUNDI hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á miðvikudag var gerð grein fyrir niðurstöðum nefndar, sem stjórn SH kaus á síðastliðnum vetri til að meta stöðu félagsins í nútíð og framtíð. „Nefndin átti að meðal annars skoða hvort það félagsform, sem Sölumiðstöðin býr nú við, þjóni hagsmunum félagsmanna best og hún skilaði því áliti að miðað við að óbreytta starfsemi og hlutverk Sölumiðstöðvarinnar væri ekki ástæða til að breyta félagsforminu," segir Jón Ingvarsson stjórnarformaður SH. „Við teljuin okkur nú njóta bestu kosta hlutafélagsformsins og ann- arra félagsforma," segir Jón Ing- varsson. „Við, sem i' nefndinni vor- um, teljum að Sölumiðstöðin sé í raun og veru mjög nálægt því að vera hlutafélag, sérstaklega eftir þær breytingar, sem gerðar voru á samþykktum félagsins, einkum varðandi atkvæðavægið. Upphaflega var það þannig að eitt atkvæði fylgdi hverju frystihúsi en nú er atkvæðavæginu skipt nið- ur þannig að 20% atkvæðanna skiptast að jöfnu, 40% miðað við eignarhluta félagsmanna í félaginu og 40% miðað við útflutningsverð- mæti næstliðins árs. Sölumiðstöðin hefur því færst mjög í átt til hlutafé- lags. Einnig má nefna að ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum er takmörkuð, eins og í hlutafélagi.“ Á fundinum var einnig farið yfir markaðsmálin og stöðu Sölumið- stöðvarinnar og erlendra dótturfé- laga hennar fyrstu 9 mánuði þessa árs. Á því tímabili var hagnaður Coldwater Seafood Corp., dóttur- fyrirtækis SH í Bandaríkjunum, 1,6 milljónir dollara, eða tæplega 100 milljónir króna, fyrir skatta, að sögn Jóns Ingvarssonar. Icelandic Freezing Plants, dótt- urfyrirtæki SH í Bretlandi, var rek- ið án taps fyrstu 9 mánuði þessa árs en tap fyrirtækisins var 1,2 milljónir sterlingspunda, eða um 130 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Fyrstu 9 mánuðina í ár hefur IFPL selt um 26% meira magn af verksmiðjuframleiddri vöru en á sama tíma í fyrra og verðið er 42,3% hærra fyrstu 9 mánuðina í ár en á sama tíma á síðastliðnu ári. „Hjá Icelandic Freezing Plants hefur átt sér stað mikil söluaukning í verksmiðjuframleiddri vöru frá því í september í fyrra og við teljum að það sé árangur af söluátaki og markvissri vöruþróun. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu hjá okkar helstu keppinautum, þannig að þessi söluaukning bendir til að við höfum náð aukinni hlutdeild í markaðnum og við vonumst auðvit- að til að hún haldist," segir Jón. Hann segir að Bandaríkjamark- aður eigi nú í vök að verjast. „Evr- ópumarkaðurinn hefur tekið til sín miklu meiri hlut en áður og skilar hærra verði en Bandaríkjamarkað- ur. Það er okkur mikið áhyggjuefni hversu erfitt hefur reynst að fá flök, sérstaklega þorskflök, fyrir Banda- ríkjamarkað. Þar hefur flakasalan dregist verulega saman frá því í fyrra og ef þessi þróun heldur áfram er auðvitað hætt við því að við missum þennan markað. Það er erfitt að koma aftur inn á markað- inn og það gera menn yfirleitt ekki nema með því að lækka verðið.“ Ódýrara en að eyða vetrinum í skammdegiskulda, snjó og hálku. Nú býðst vetrardvöl á Mallorka á viðráðanlegu verði. Aðalgististaður okkar er hið glæsilega íbúðahótel Oasis, rétt við höfuðborgina Palma. Tveggja herbergja íbúðir. Glæsilegir salir, setustofur, sjónvarps og spilastofur, barir, veitingasalir og verslanir. 900 fermetra garður með pálmatrjám og risasundlaugum. Stór upphituð sundlaug. Islcnsk fararstjóm og fjölbreitt skemmtidagskrá, kvöldvökur, spilakvöld, stórt íslenskt bókasafn, fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir á Mallorka, til Madrid, Barcelona, og Rómar. Þama er veðrið, skemmtanalífið og sólskinið eins og best vcrður á kosið. Enda hefur Mallorka verið ein vinsælasta vetrarparadís Evrópubúa í mcira en 150 ár. Tónskáldið Chopin lýsti veRardvöl á Mallorka í einni setningu: " Paradís á jörð". Appelsínuuppskcran byrjar í janúarlok, og því er slegið föstu að enginn staður á Spáni býður upp á bctra vetrarvcður. Hægt er að fá 2ja, 3ja og 5 mánaða vctrardvöl í þessari sólarnaradís. Einnig styttri ferðir og 16 daga jólaferð. Næsta brottför í beinu lciguflugi 30. október. ^ FIUGFERÐIR = SGLRRFLUG Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.