Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
Æsilegir atburðir
gerast í maí nk.
Omar Ragnarsson fréttamaður
og skemmtikraftur með
meiru gengur enn lengra í þúsund-
pjalasmíðinni og sendir frá sér sína
fyrstu skáldsögu fyrir komandi
iól. Fróði gefur ritið út og ber það
heitið “ ... í einu höggi“. Morgun-
olaðið spurði Ómar hvort' ekki
mætti segja eitthvað frá bókinni.
Hann tók því vel, en sagðist ekki
myndu gefa upp endinn sem væri
„margfaldur og pottþéttur“, þótt
sögunni eigi ekki að ljúka fyrr en
í maí á næsta ári. Það er sitthvað
óvenjulegt við þessa bók, en við
gefum Omari orðið:
„Hugmyndin að þessu verki er
fjögurra ára, en 12. september
síðastliðinn laust því í höfuðið á
mér hvernig ég ætti að setja þetta
upp. Ég settist því niður og fór
að skrifa og er að ljúka við þetta
um þessar mundir. Þetta reyndist
ekki vera svo erfitt þegar til kas-
tanna kom því sagan er búin að
malla í hausnum á mér svo lengi.“
Og Ómar heldur áfram,: „Sagan
fjallar um fjóra gamla skólafélaga
sem gengu í fóstbræðralag á
menntaskólaárunum. Það stefnir í
uppgjör þeirra og atburðarásin
breytist í sakamálasögu. Um 40
prósent af bókinni er sannleikur
þannig að ég hef sjálfur uplifað
það eða frétt af því. í þeim hluta
koma fram margir nafnkunnir
menn og get ég nefnt Hemma
Gunn, Hrafn Gunnlaugsson, Ingi-
mar Eydal og fleiri, eins og til
dæmis söngkonurnar Helgu Möller
og Ellen Kristjánsdóttur sem eru
oft að syngja ákveðin lög á meðan
að atburðir gerast. Þess má geta,
að lög þessi munu koma út á ka-
settum og innan skamms fara þær
Helga og Ellen að syngja þessi lög
á skemmtistöðum. Hinn hluti bók-
arinnar er skáldverk og ég get
róað menn með því að það er eng-
in fyrirmynd að helstu söguhetju
bókarinnar. Sagan stigmagnast
með þeim hætti, að i maí á næsta
ári munu gerast æsilegustu hlutir
sem gerst hafa hér á landi.“
— Hversvegna kaust þú að
skrifa svo óvenjulega?
„í bókinni eru þrír meginþræð-
ir. í fyrsta lagi er það bilið á milli
veruleika og skáldskapar, sem oft
er óljóst og er svo í þessari bók á
köflum— lesendur vita ekki endi-
lega alltaf um hvort er að ræða.
í öðru lagi bilið á milli gríns og
alvöru sem einnig er oft óljóst.
Loks, hvar endar hugsun og hvar
hefst verknaður? Það er þriðji
þráðurinn sem rennur í gegn um
verkið."
Og hvenær á svo bókin að koma
út?
„Fyrir nóvemberlok. Sögunnar
vegna verður hún að gera það.
Ég get ekki skýrt það nánar, en
sagan öll verður raunverulegri ef
bókin kemur út fyrir nóvember-
lok,“ sagði rithöfundurinn Ómar
Ragnarsson að lokum.
Ómar kemur sjálfur við sögu í fyrstu skáldsögu sinni.
FEGURÐARSAMKEPPNI
Erfitt en ánægjulegt
Sigrún Jónsdóttir, 21 árs há-
greiðslustúlka úr Reykjavík,
verður meðal þátttakenda um titil-
inn „Drottning heimsins“ í Baden
Baden í Þýskalandi 24. október
næstkomandi. Þar verða 39 kepp-
endur frá jafn mörgum löndum.
Sigrún er ein þriggja keppenda
sem SAM-útgáfan og Hollywood
völdu til keppni erlendis í keppn-
inni um titilinn Ungfrú Hollywood
á síðasta vetri.
I símviðtölum við Sigrúnu hefur
MEÐ URVAL-UTSYN OG SAS
TIL KAUPMANNAHAFNAR
komið fram að undirbúningurinn
fyrir keppnina hafi verið strangur
en skemmtilegur. Stúlkurnar hafa
komið fram á hveiju diskótekinu
af öðru, sýnt alls konar föt allt frá
sundbolum til síðra kjóla. Á diskó-
tekunum séu biðstundirnar langar
og oft löng ferðalög til þeirra þar
sem þau eru í ýmsum borgum.
Hvert kvöld hefur endað með krýn-
ingu tveggja keppenda og er það
eins konar undirbúnigur fyrir loka-
keppnina þegar hver og ein getur
átt von á kórónu og sprota.
Þrátt fyrir þetta segir Sigrún
að ekki sé yfir neinu að kvarta,
um stúlkurnar sé vel hugsað og
félagsskapurinn sé góður. Foreldr-
ar og tengdaforeldrar Sigrúnar
verða viðstödd keppnina í Baden
Baden.
Sigrún Jónsdóttir
FRÆÐSLA
Alltaf sprenging
þegar á líður
RITSTÖRF
Einstakar helgarferðir á frábæru verði.
Fáar borgir eru eins skemmtilegar og
Kaupmannahöfn þegar fer að nálgast
jól. Þú getur til dæmis farið að versla
eftir að þú hefur innritað þig á hótelið
á laugardaginn, komió við á Hvid’s
Vinstue í bakaleiðinni, farið og borðað
á G.eirþrúðarklaustri um kvöldið og að
dansa á eftir.
Á sunnúdeginum er tilvalið að hafa það
huggulegt fram undir hádegi og njóta
þess að búa á einu af frábærum hótelum
SAS, fara í göngu um Strikið og miðborg-
ina og borða kvöldmat á einhverjum af
matsölustöðunum við Grábræðratorg.
Mánudaginn er hægt að nota allan til
að versla, því SAS-vélin fer ekki i loftið
fyrr en kl. 20.35.
Brottfarardagar eru:
3., 10., 17. og 24. nóvember
1., 8. og 15. desember.
Verð pr. mann í tveggja manna her-
bergi. Innifalið er flug, gisting í tvær
„sí nætur og morgunverður.
URVAL-UTSYN
Álfabakka I6,sími60 3060 Pósihússlæli 13,.sími26690
SAS
Vetrarstarfið er að hefjast hjá
sértrúarfélaginu. Það er ró
legt sem stendur, en það er venjan
að það sé rólegt alveg fram eftir
desember, en eftir áramótin verð-
ur alltaf sprenging og þá getum
við ekki sinnt nema brot af þeim
sem til' okkar sækja, sagði Kol-
beinn Ingólfsson hjá Stangveiðifé-
laginu Armönnum, en kennsla
félagsins í fluguköstum er hafin
og er að vanda á gólfi íþróttahúss
Kennaraháskólans á sunnudags-
morgnum klukkan 10.30.
Kolbeinn kallar félagið sértrú-
arfélag í gamni vegna þeirrar
stefnu félagsins að standa einung-
is að fluguveiðiskap.
Kolbeinn segir að í námskeiðun-
um sé einungis hægt að taka sex
nemendur út á gólfið í einu, kenn-
ararar séu þrír, auk hans Kolbeinn
Grímsson og Þorsteinn Þorsteins-
son og ekki sé ráðlegt áð hver
kennari sinni nema tveimur í einu.
Svo sé gólfplássið líka takmarkað
þótt þeir vildu ef til vill kenna fleir-
um í einu. Sagði Kolbeinn að á
einum morgni gætu þeir þremenn-
ingarnir kennt 18 rnanns. Það
væri ekki fullskipað sem stæði,
en reynslunni samkvæmt myndi
svo fara er á veturinn líður.
Fluguköst....