Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 7
honum var Sveinn Guðmundsson, en það þótti frægt þegar þau komu þar Sveinn og hans kona og voru með alla búslóðina á einum hesti, settust að í Árnesi og héldu vel um sitt og voru mjög mikils metin. Þeg- ar þau fóru þaðan 1939 þá þurfti miklu fleiri hesta. Það hvíldi sá orðrómur á Árnesi að þar vegnaði öðrum hveijum presti vel og gæti verið lengi, en hinir aftur mættu ekki vera þar nema í sex-sjö ár. Séra Sveinn var þarna 1915 til 1939. Svo kom þar séra Þorsteinn sem aðstoðarprestur 1938 og tók svo við og var til 1944 eða 45. Þá vildi hann ekki taka áhættuna að brjóta þessa munn- mælasögn. Hann fór í Dýrafjörð og dauðsá á eftir því. Ég var ekki í neinni hættu miðað við munnmælin og hefði mátt vera mun lengur, enda var Þorsteinn svo stutt. Ég hætti þó prestsskap um tíma vegna veikinda í fjölskyldunni, fór til Reykjavíkur og fór að kenna við Gagnfræðaskóla Austurbæjar haus- tið 1955. Þar kenndi ég í níu ár og vann á sumrin við ýmislegt, var meðal annars í lögreglunni fjögur sumur og það var afskaplega góður skóli. Manni fannst ýmsar skugga- legar hliðar blasa við þá, en það er víst ekkert miðað við það sem er nú. 1. september 1963 kom ég svo til Húsavíkur og hef verið hér síðan. Ég var kominn á aldur 1986, orðinn 102 ára að samanlögðum starfsaldri og lífaldri og ætlaði þá að hætta, en var beðinn að þjóna Staðarfellsprestakalli, því prestur- inn sem þar var gerðist rektor Skál- holtsskóla. Ég þjónaði þar og var alltaf endurráðinn á þriggja mánaða fresti. Eftir árið spurðu þeir hvers þeir mættu vænta af mér, hvort ég myndi svara kalli. Ég gaf þeim vil- yrði fyrir því að það myndi ég gera þangað ég yrði sjötugur hefðu þeir áhuga og ég heilsu til og síðan hef ég verið ráðinn þar til ellefu mánaða í senn. 1. júlí átti að sameina Staðar- fellsprestakall og Hálsprestakall og taka upp Ljósavatnsprestakall. Sóknirnar voru ekkert ánægðar með það og fengu sameiningunni frestað til áramóta og ég er ráðinn þangað til. Hvað verður svo veit ég ekki.“ Það fara af því sagnir að þú hafi unnið við allmargt óskylt meðfram prestsskap eftir að til Húsavíkur var komið. „Ég kenndi allan tímann meira eða minna með prestsskapnum, en bytjaði í byggingarvinnu. Það var verið að byggja sjúkrahúsið þegar ég kom og ég hafði lítið að gera en var vanur mikilli vinnu. Ég fór því til verkstjórans og fékk vinnu og vann við sjúkrahúsið þar til það var búið. Síðan standsetti ég lóðina þar, lagði þökur og hlóð hellur. Ég var ekki að leita sérstaklega eftir vinnu í fiski, en eitt vor barst mikið af fiski á land og það vantaði mann- skap til að gera að. Bæjarstarfs- menn fóru margir í fiskinn þegar skrifstofutíma var lokið og ég líka og vann þar nokkurn tíma. Síðan var ég fenginn síðar og beðinn að koma í aðgerð og vann um stund við að pakka saltfiski, sem ég hafði gaman af. Svo afgreiddi ég í fiskbúð í tvo mánuð í tvö sumur í afleysing- um. Það var hending, því ég var að koma gangandi eftir götunni í góðu veðri, að það kemur út úr búðinni fullorðinn maður, heilsar mér og segir: „Heldurðu þú leysir mig ekki af í sumarfríinu, ég hef ekki getað fengið nokkurn mann til að leysa mig af.“ „Það er bara al- veg sjálfsagt,“ svaraði ég að bragði, en þegar hann heyrði hvað ég tók því vel fór hann að draga í land og vildi helst hætta við þetta. Ég sagði að væri búinn að sam- þykkja og við skyldum bara slá þessu föstu. Þar varð svo úr að ég leysti hann af í mánuð og einnig annan mann sem var með honum. Þegar ég var að kenna tók ég einn- ig að mér í akkorði að rífa utan af skólabyggingunni, það var því hlaupið til í matartímum og svona þegar tími féll til. Ég var alinn upp við að vinna og fann aldrei annað en að ég hefði gott af því að taka snerpu í vinnu. Ég veit að ég hneykslaði sumt fólk með þessu, en það kom ekkert við mig, ég vissi fyrirfram að ■Rer ímaöTAO ,/s huoaq'jmmus GiaAjaviuoROM • r>r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 _______________^ 1 hveiju ég gekk. Ég hneykslaði líka í Árnesi, því ég vann bara það sem mér datt í hug og menn voru hneykslaðir fyrst, en þeir lögðu það niður. Ef maður gerir ekkert sem vansæmd er í, vinnur bara eðlilega vinnu, þá er ekkert að skammast sín fyrir það. Mér fannst þetta ekk- ert rekast á við prestsskapinn, þvert á móti.“ Þegar hér er komið rifla ég upp fyrir Birni söguna sem rakin er í inngangi þessarar greinar og séra Björn þekkir hana vel því hann hlær við og gefur svo skýringu á: „Það var dálítið sérstakt við þá messu því orgdnistinn hafði gleymt að boða kirkjukórinn og þegar mess- an átti að byija var aðeins einn maður mættur til að syngja og það var bassi. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en ég sneri mér frá altarinu til þess að tóna og sá að það var bara þessi eini maður. Reyndar var ég búinn að heyra það að það var eitt- hvað skrýtið í fyrsta laginu. Messan fór fram kirkjukórlaust ég tónaði og hann svaraði. Síðan var búin til þessi skemmtilega saga.“ „Nei takk, ég er að flýta mér“ Mér var sagt að þú setjist ekki í bíi nema þegar þú sért ekki að flýta þér. „Ég hef alltaf farið minna ferða gangandi og þakka göngunni hversu góða heilsu ég hef. Það hefur svo ekkert upp á sig að ganga nema að ganga rösklega svo það komist hreyfing á blóðið og ég get hlaupið hér upp og niður stigana eins og ekkert sé. Ég var einu sinni á ferð að vetri til og þar kom að maður á vélsleða og bauð mér far. Ég af- þakkaði boðið og sagðist vera að flýta mér. Þessi saga var færð upp á að það hafi verið bílstjóri sem hafí átt í hlut og það kemur oft fyrir að það stoppi menn og spyiji mig hvort ég sé nokkuð að flýta mér núna eða vilji far.“ Bridsáhugi þinn er annálaður og gárungarnir kalla þig „séra brids“. „Ég hef haft gaman af að spila brids, en ákvað að taka mér hlé fram að áramótum á þessu ári, enda 'hef ég nóg að gera með sögu Húsa- víkur.“ 104 kassar af blöðum Hvenær vaknaði söfnunarárátt- an? _ „Ég hafði alltaf áhuga á söfnun. Þegar ég var krakki sá ég ekki að ég gæti safnað blöðum, en fór ég inn á þá braut að ég klippti manna- myndir og fréttamyndir úr blöðum og límdi með hveitilími á pappa. Ég átti óhemju safn af slíkum mynd- um og þekkti íjölda frammámanna um allt land og úti í heimi af mynd- um sem komið höfðu í blöðum. Þeg- ar ég fór að heiman var ekki hægt að rogast með þetta safn mitt svo að ég henti öllu saman. Ég sé á eftir því að sumu leyti, það var eitt- hvað svo notalegt að sjá þessa kunn- ingja mína. I skólanum var ekki mikið um að ég safnaði að mér bókum, en ég átti þó dáldið af bókum þegar ég fór norður að Ströndum. Það var þó ekki fyrr en ég kom hingað á Húsavík sem safnið fór að stækka mikið. Ég þekkti mann sem hét Sig- urður Egilsson frá Laxamýri sem vann hjá safninu hér og þegar hon- um var boðið á bæjum að kaupa eitthvað sem hann hafði ekki áhuga fyrir hafði hann samband við mig. Ég var þá að safna tímaritum og fannst ég vera að bjarga geysilegum verðmætum, hélt þetta væri alveg að týnast. Þá voru margir að safna og það var gaman, því menn keppt- ust um hver næði í þetta eða hitt. Þetta var lifandi og skemmtilegt. Mestu tímamótin í minni söfnun voru þegar ég kom í fornbókaversl- unina á Laufásvegi 4. Þá var Sigurð- ur Björnsson með búð þar, en það var búið að segja mér að í kjallaran- um hjá honum væri talsvert af tíma- ritum og hvers virði það væri, ef ég ætlaði að bjóða í það. Ég kom því til Sigurðar og spurði hann um Andvara, sem ég var þá að ná sam- an. Hann svaraði því til að hann væri ekki með nein' tímarit. Mér brá í brún, því ég hafði heyrt annað og hann sá líklega svipbrigðin á andlit- inu, því hann bætti við: „Ekki nema þú viljir kaupa allt saman.“ „Á hvað viltu selja?“ spurði ég. „Fjörutíu þúsund." Ég dró upp ávísanaheftið og ætlaði að fara að skrifa ávísun, en hann sagði þá, „nei, líttu á þetta fyrst“. Þetta voru tvö herbergi full af tímaritum og ég keypti allt á fjör- utíu þúsund. Þetta voru 104 kassar og afbragðs kaup. Þessi saga fór víða og menn sögðu að ég væri hættur að kaupa í kössum; ég keypti bara í herbergjum. Síðan hafa fornbókasalar verið áfskaplega góðir við mig. Þeir hafa látið mig vita ef þeir hafa vitað af einhveiju og stundum hef ég fengið að ganga inn í kaup hjá þeim þegar þeir hafa keypt bækur úr safni og ég þá tek- ið tímaritin." Hvað með bókasöfnun? „Ég safnaði áður vissum bóka- flokkum, þjóðlegum fróðleik og barnabókum og svo á ég geysimikið safn af smásögum. Um tíma safn- aði ég einnig markaskrám og sýslu- fundagerðum og ýmsu fleiru, en fyrir stuttu kom maður austur af Héraði og keypti allar markaskrárn- ar sem ég átti. Af fágætum bókum á ég eitthvað, en ekkert sérstakt. Ég á þó fyrstu bók sem prentuð var hér norðanlands, Sigurhrooss-Hug- vekjur eftir Jón Jónsson, prentaðar á Hólum 1749. í dag safna ég nán- ast engu, er bara að fylla í eyður, ástríðan hefur minnkað með árun- um. Ég er búinn að eignast megnið af því sem mér finnst skemmtilegt. Það hefur svo breytt viðhorfí mínu til söfnunar að krakkarnir mínir hafa ekki áhuga á safninu sem slíku, það eru bara vissir flokkar sem þau vilja eiga og þá kemur sú spurning hvað verður um þetta þeg- ar ég fell frá. Það þarf mikla þekk- ingu til að koma þessu í verð. Til að mynda þó' maður sé með eitt- hvert tímarit þá skiptir miklu máli hvaða ár og mánuður það er, t.d. er rit eins og Ægir, en þar veltur allt á tveimur árum sem eru veru- lega fágæt. Ég er búinn að afla mér geysimikillar þekkingar og mér er til efs að hún sé öll til á sama stað annars staðar, þannig að það þyrfti að kalla til marga menn. Ég á megnið af þeim ritum sem gefin hafa verið út á íslandi. Það er þó margt merkilegt sem ég á ekki, en ég á Sunnafara, Óðin, Lærdómslistafélagsritið, átti Klausturpóstinn, á Sunnanpóstinn, Reykjavíkurpóstinn, megnið af Fjallkonunni, mikið af Þjóðólfi, Norðanfara, Maanedstíðindi ljós- prentuð, Fjölni allan ljósprentaðan, og megnið í frumútgáfu, Gest Vest- firðing og talsvert af Þjóðviljanum unga sem Skúli Thorodðsen gaf út. Svo eru einstök blöð sem eru afskap- lega fágæt jafnvel þó þau séu nýrri, t.a.m. Heimdallur, tólf blöð sem komu út skömmu eftir 1880 og Heiðarbúinn, það komu bara fimm blöð af því og þeir sem gáfu það út eiga það ekki sumir. Svo var gefið út blað á ísafirði sem hét Baunir, það komu af því sex blöð 1923, og er sárafágætt. Það komu þrír flokkar af Skírni, Litli-Skírnir, sem kom 1827 til 54, Mið-Skírnir sem kom út 1854 til 1904 og svo Nýi-Skírnir fram til þessa dags. Ég var búinn að ná þessu öllu saman en lét það og vantar svolítið í annað eintak. Þar er erfiðast fimmtánda árið sem fór í sjóinn. Ég átti Ný félagsrit, en lét það og er nánast búinn að ná þeim saman aftur. fjög- ur fyrstu árin eru erfíðust, Árbók fornleifafélagsins og Dagskrá Ein- ars Ben svo fátt eitt sé nefnt. Ég hef enga hugmynd um hvað ég á af bókum og enn síður hvað ég á af tímaritum. Sem titlar eru þau náttúrulega færri, en þetta er geysi- legt magn, sum þeirra eru óhemju stór, t.a.m. Eimreiðin, Andvari, Skírnir, Tímarit Samvinnunnar, þar komu tvö hefti fyrir aldamót, 1806 og 7 og einnig Tímarit kaupfélag- anna.“ Söfnunin byijaði fyrir alvöru þeg- ar þú keyptir tvö herbergi af blöð- um. Hvað gerðirðu ef það kæmi nú einhver með ávísasaheftið á lofti og falaðist eftir öllu sem hér er inni? „Ef hann byði mér sanngjarnt verð léti ég hann hafa það allt. Mér þætti bara vænt um að einhver tæki við þessu sem hefði áhuga og ég væri heldur ekki að ætlast til þess að hann borgaði toppverð fyrir það. Ég hef náð mörgum eintökum „Maður verður að takmarka aað sem maður es, það gleypir enginn allt.“ saman og selt og hjálpað mörgum. Ég man eftir Akureyringi sem kom hingað og fór glaður því hann náði að klára átta tímarit sem hann var að safna. Ég er ekki í þessu til að hagnast, ég hafði gaman af að safna sjálfur og þegar ég sel gott sett þá sé ég vitanlega pínulítið eft- ir því. Ég safnaði um tíma dagblöðum og gaf bókasafninu hér Morgun- blaðið, Tímann og Alþýðublaðið. Tíminn var nánast komplett, en það vantaði meira í Moggann, það er vont að ná í fyrsta árganginn. Ég geri ekki ráð fyrir því að þetta sem ég á hér fari á bókasafnið, ég vil helst að það fari til einhvers sem hefur gaman af því, einhvers sem er þetta hjartans mál, en það fer margt af þessu á söfn og til að mynda fékk ég fyrir stuttu þykkan lista frá Landsbókasafninu yfir blöð sem þá vantar og ég get leyst úr mörgu þar. Ég er svolítið ósáttur við það að ég hef stundum fengið óskalista sem gleymst hefur að skrifa nafn á. Mér er t.a.m. minnisstæð kona á Siglu- fírði sem bað mig að hjálpa sér með eintök í Heimilisblaðið, en ég glat- aði heimilisfanginu og mér þykir leiðinlegt að geta ekki haft upp á konunni, því það er eins og ég sé að svíkja. Það er vonandi að hún lesi þetta og hafi þá samband og ekki síður aðrir sem hafa sent mér lista en láðst að geta nafns. Það er óhemju vinna að henda reiður á öllum þessum tímaritum, eins og t.a.m. Æskuna, sem ég á í haugum óflokkaða; það er of mikil vinna að fara að róta eftir einu og einu tímariti. Þegar ég er búinn með sögu Húsavíkur og hætti prest- skap um áramótin hyggst ég koma betra skikki á safnið, en þá kemur annað vandamál, því ég verð að aga mig til þess að ég sitji ekki hér alla daga og róti í bókum, ég verð að ganga að þessu eins og hverri ann- arri vinnu og vera á meðal fólks utan vinnutímans.“ Lestu mikið? „Ekki get ég sagt það, en á með- an ég hef verið að vinna að sögu Húsavíkur hef ég þurft að fletta i gegnum' heilu settin af tímaritum til að leita að því sem viðkemur Húsavík og ég hef því lesið afskap- lega mikið en það hefur allt verið Um Húsavík. Það hefur munað miklu að hafa allar helstu frum- heimildir við hendina, geta bara farið í næsta herbergi til að finna eitthvað sem mig vantar. Af lestri almennt hef ég því ekki gert mikið, en þegar sögunni er lokið fer ég aftur að grúska. Ég er búinn að lesa mikið af þessum bókum sem ég á hér, en ekki nándar nærri allt, enda ekki nokkur leið til að komast yfir það allt. Þetta er nú flest eitt- hvað sem ég vildi gjarnan lesa. Ég heft mest gaman að lesa tímarit úr heimabyggðum og þjóðlegum fróð- leik. Sögu hef ég gaman af og las mikið af sögu þegar ég var yngri, en maður verður að takmarka það sem maður les, það gleypir enginn allt.“ Forðast orðskrúð Það hefur verið vinsælt að leita til þin að tala yfir moldum fólks, því þú þykir flytja einkar góðar lík- ræður; tala beinskeytt og umbúða- laust. „Sóma míns vegna get ég vitan- lega ekki sagt já við þessu, en því get ég ekki neitað að það er býsna algengt að fólk biður mig að tala yfír sér eða ástvinum sínum og fyr- ir stuttu var ég austur á Héraði og talaði þaryfir kunningja mínum sem bað mig fyrir löngu að tala yfir sér ef ég lifði hann. Mér hefur ekki fundist erfitt að tala yfír fólki, þó það sé kannski montlegt að segja svona, en þetta byggist mikið á því að setja sig vel inn í manneskjuna sjálfa. Ég fer gjarnan á staðina þar sem fólkið átti heima til að sjá umhverfið og þegar ég var fyrir austan fór ég á æskustöðvar þess sem ég var átti að tala yfir og fór inn í bæinn þar sem hann hafði alist upp. Það varð til þess að ég gjörbreytti seinni hluta ræðunnar sem ég var búinn að semja. Ég forðast orðskrúð og ég hef reynt að segja sannleikann á ljúfan og viðfelldin hátt. Ef sannleikurinn er sagður af nærfærni þá kann fólk að meta hann.“ Að lokum: Ertu ekki orðinn leiður á bókum? „Síður en svo.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.