Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 UIVIHVERFISIVIÁL/Geta iönabur og umhverfisvemd átt samleiö? ______ Islemka stálfélagið ÍSLENSKA stálfélagið hf. var stofnað fyrir tveimur árum. Reist hefur verið verksmiðja í Hafnarfirði og er ætlunin að safna þangað ýmiss konar brotamálmi víðs vegar að af landinu til endurvinnslu. Starfsemi verksmiðjunnar má í grófum drátt- um skipta í tvennt: forvinnslu á brotamálmi, þ.e. þynnri málm- ur úr heimilistækjum og bílflökum, sem fer beint í málmtæt- ara, en þykkara efni þarf að skera sérstaklega niður. I öðru lagi er það sjálf málmbræðslan. Söfnun brotamálms hófst strax í fyrravetur og málm- tætarinn var tekinn í notkun í maí sl. Málmbræðslan hefst í þessum mánuði og þar með er starfsemi fyrir- tækisins komin í fullan gang. Með stofnun fyrirtækisins hefur verið stig- ið stórt skref í þágu umhverfis- verndar. Enda þótt starfsemin sé ekki hafin nema að hluta er hún farin að hafa veruleg áhrif á nánasta umhverfí og næsta ár er vænst mikils átaks um land allt í tengslum við starfsemi þess. Leitað hefur verið eftir sam- starfi við öll sveitarfélög eða samtök þeirra um söfnun á brotamálmi og byggist samstarf- ið á gagnkvæmum ávinningi. Sveitarfélögin safna saman og tryggja fyrirtækinu allt endur- vinnanlegt járn eða aðra máima sem til falla, þ. á m. öll bílflök, en fyrirtækið skuldbindur sig á móti til að taka við öllum slíkum málmi og flytja á brott, en hirð- ir ekki aðeins hið besta úr hrúg- unum, eins og brögð hafa verið að. Með þessu móti fæst góð lausn á því vandafnáli sem brota- járn hefur verið. Núna stendur t.d. yfir hreinsun á Heimaey og er gert ráð fyrir að þaðan verði flutt um 700-800 tonn af hráefni til verksmiðjunnar. Samningar eru einnig langt komnir við fleiri sveitarfélög. Þótt hugtakið sjónmengun sé nýtt er hugsunin á bak við það gömul. Okkur Islendingum hefur lengi verið legið á hálsi fyrir þá slæmu umgengni að láta bílhræ, vélar og verkfæri. ryðga niður úti • í guðsgrænni náttúrunni. Enda þótt við höfum viðurkennt trassaskap okkar í þessum efn- um hefur lítið verið gert til skipu- legra úrbóta. Nú, þegar íslenskt fyrirtæki hefur tekið til við að endurvinna þennan úrgang, má búast við að þessi mengunarvald- ur verði að mestu úr sögunni. Það er ekki aðeins sjónmeng- unin sem ráðist er til atlögu gegn. Málmurinn sjálfur veldur mengun í jarðvegi og í bílhræjum og vélum er ýmislegt sem gerir það í enn ríkari mæli. Þar ber hæst olíu, sýrur og þungamálma. íslenska stálfélagið hf. starfar eftir mjög ströngum reglum sem umhverfisyfirvöld hafa sett. Allir rafgeymar eru teknir úr bíla- og vélahræjum og sendir utan til endurvinnslu. Tappa þarf allri olíu og kælivatni af bílflökunum áður en þau fara í vinnslu. Það má aðeins gera þar sem viður- kenndur búnaður er til slíkra hluta svo tryggt sé að þessi efni mengi ekki jarðveg. Þess má geta að nú eru að hefjast á vegum fyrirtækisins umfangsmiklar PCB-mælingar, líklega hinar umfangsmestu sem gerðar hafa verið hérlendis. Ver- ið er að taka á móti mörgum spennum frá Rafmagnsveitum ríkisins og og maður frá fyrir- tækinu tekur sýni úr öllum þeim spennum sem farga á. Þeir spennar, sem reynast innihalda PCB, eru sendir utan til frekari vinnslu en einungis þeir sem reynast án PCB fara til endur- vinnslu hjá íslenska stálfélaginu. Framundan eru óþijótandi verkefni. Um allt land bíða brota- jámshaugar og sífellt fellur meira og meira til af brotajárni. í samningum við sveitarfélögin er gert ráð fyrir áframhaldandi samstarfi. Næsta sumar ætlar íslenska stálfélagið að senda sér- útbúinn bíl um landið til að pressa saman bílhræ og vélar svo ódýrara verði að flytja hráefnið til verksmiðjunnar. Með því móti er hægt að minnka rúmmál brotajámsins og ná þannig fram hagkvæmari flutningum. Talið er að árlega falli til um 18-20 þúsund tonn af brotamál- um hérlendis. Afkastageta verk- smiðjunnar er þó mun meiri, eða um 90-100.000 tonn á ári, með því að unnið sé á vöktum allan sólarhringinn. Nú er verið að leita eftir meira hráefni erlendis á viðráðanlegu verði og hafa við- brögð verið mjög góð, hvað sem endanlega verður. Af framansögu má ætla að með starfsemi Islenska stálfé- lagsins hf. fari saman hagnýting íslenskrar orku til iðnaðarfram- leiðslu og umhverfisvernd. Okk- ur hættir gjarnan til þess að tefla þessum þáttum hvorum gegri öðram en í þessu tilfelli fara þeir svo sannarlega saman. Von- andi taka öll sveitarfélög þátt í því mikla umhverfísverndarátaki sem söfnun og endurvinnsla brotamálms er. eftir Siguró Smáru Gylfason Enska er okkar mál NÁMSKEIÐIN HEFJAST 31. OKTÓBER INNRITUN STENDUR YFIR FYRIR NYTT NYTT FULLORÐNA 7 vikna enskunómskeið 6 vikna samræðuhópar 6 vikna enskar bókmenntir 6 vikna rituð enska 6 vikna viðskiptaenska 6 vikna Bretland; saga, menning og ferðalög. • • 6 vikna laugardagsnómskeið 1 viku hraðnómskeið 7 vikna „Pub“-nómskeið EINKATÍMAR HÆGT ER AÐ FÁ EINKATÍMA EFTIR VALI. FYRIR BORN 6 vikna leikskóli 3-5 óra 6 vikna forskóli 6-8 óra 6 vikna byrjendanómskeið 8-12 óra 6 vikna unglinganómskeið 13-15 óra ENGINN BÝDUR MEIRA ÚRVAL ALMENNRA OG SÉRHÆFDRA ENSKUNÁMSKEIDA. T.O.E.F.L. Ensku Skólinn 7 vikna undirbúningsnómskeið fyrir prófið. TÚNGATA 5, 101 REYKJAVÍK HRINGDU í SÍMA 25330/25900 OG KANNAÐU MÁLID. Sj ómannafélag Reykjavíkur 75 ára: Afmælis- fagnaður á Hótel Sögu SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur heldur afmælisfagnað í tilefni af 75 ára afmæli félagsins í Súlnasal Hótel Sögu í dag, sunnu- dag, og hefst hátíðin klukkan 15. Fimm félagar Sjómannafélagsins verða heiðraðir í tilefni þessara tímamóta, þar af verður einn sæmd- ur gullmerki félagsins. Sigfús Halldórsson tónskáld og óperusöngvararnir Friðbjörn B. Jónsson og Elín Sigurvinsdóttir flytja lög eftir Sigfús. Meðal annars verður framflutt Iag Sigfúsar við ljóð Araar Arnar, sem hann orti í tilefni 25 ára afmælis Sjómannafé- lagsins fyrir 50 áram. Davíð Oddsson borgarstjóri flyt- ur ávarp, Karlakór Reykjavíkur syngur syrpu af sjómannalögum og Jóhannes Kristjánsson skemmtir. Allir félagar og velunnarar Sjó- mannafélags Reykjavíkur eru boðn- ir velkomnir til fagnaðarins. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.