Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 19
C 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
ÓMAR
RAGNARSSON
■ ÓMA/iRagriarsson, frétta-
maður á Stöð 2 og skemmtikraftur
með meiru er nú að leggja síðustu
höndáritverksem,
Fróði hf. gefur út
nú fyrir jólin. Að
sögn Ómars er hér|
um að ræða sögu
sem er á mörkum
skáldskapar og
veruleika, en það
kemur fram í því
að út alla bókina
er lesandinn að
hlaupa inn og út
úr dagsönnum viðburðum með
nafngreindum mönnum og inn í
eitthvað sem gæti gerst. „Viðburðir
sem sagan fjallar um eiga að ger-
ast nú í vetur og þess vegna verður
hún að koma út fyrir þessi jól þann-
ig að það sem á að gerast í henni
eftir jól gæti komið fram og gæti
ekki komið fram,“ sagði Ómar.
Bókin ber heitið „. . . í einu höggi“,
og að sögn Ómars gæti það þýtt
„Tvær flugur í einu höggi, — þrjár
flugur í einu höggi eða bara í einu
höggi. Það eru spaugilegir atburðir
að gerast í allri bókinni, frá upp-
hafi til enda, en undirtónninn er
mjög alvarlegur. Aðalsöguhetjan
sogast inn í atburðarás sem getur
ekki endað nema á einn veg, í æsi-
legri viðburðum en áður hafa gerst
á Islandi," sagði Ómar. Jafnframt
bókinni verður gefin út hljóðsnælda
með lögum sem koma fyrir í sög-
unni og sagði Ómar að menn gætu
lesið bókina án snældunnar en hitt
væri auðvitað miklu skemmtilegra,
til að ná réttu áhrifunum, að spila
snælduna þegar lögin koma fyrir
eða þá áður en lestur hefst.
Merrild
-hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi
Þú getur valið um þijár mismunandi
tegundir af Memld-kaffi.
103-Millibrennt
304 - Dökkbrennt
104 - Mjög dökkbrennt
Merrild-ilmandi og ljúffengt kaffi,
sem bragð er af.
Nýstárleg uppslátt-
ar- og fréttaárbók
VILHELM G. Kristinsson,
fyrrum fréttamaður, ritstýrir
nýstárlegri alfræðihandbók,
sem Vaka-Helgafell gefur út nú
fyrir jólin. Bókin ber heitið „Is-
lensk samtið 1991“ og að sögn
aðstandenda er hér um að ræða
litprentaða uppsláttarbók í
handhægu broti um margvísleg
málefni líðandi stundar hér-
lendis. Ætlunin er að bókin
marki upphaf nýs bókaflokks
og að ein bók komi úr árlega
héðan í frá.
Bókinni er ætlað að vera hvort
tveggja í senn, uppsláttarrit
í alfræðibókastíl og fréttaárbók. I
fyrri hluta hennar eru raktir at-
burðir fyrstu sex mánaða ársins
1990 í máli og myndum, en í hin-
um síðari er að finna fjölþættar
samtímaupplýsingar um íslenskt
þjóðlíf undir á þriðja hundrað upp-
flettiorða í stafrófsröð. Efnið er
sett fram í alfræðistíl, en hver
upplýsingagrein er þó alveg sjálf-
stæður efnisþáttur sem getur
skipst í nokkra hluta og á að verða
áhugaverður aflestrar. Þar geta
lesendur fræðst um atriði eins og
aflaskip og alþingismenn, alþjóða-
samtök og alnæmi, dánarorsakir
og dúntekju, kaupmátt og krabba-
mein, kjaramál og kvenfélög,
reykingar og ríkisstjórn, skatta og
skák, svo aðeins örfá dæmi séu
nefnd.
Hundruð ljósmynda, skýringar-
mynda og myndrita munu prýða
bókina, sem verðUr um 300 blað-
síður að stærð. Að sögn aðstand-
enda bókarinnar er áhersla lögð á
að hún uppfylli þær kröfur sem
gerðar eru til nútímalegrar fram-
setningar alls efnis, hvort heldur
er í máli eða myndum. Við efni-
sval er haft í huga að bókin geti
höfðað til fólks á öllum aldri og
nýst því á margvíslegum vett-
vangi, bæði til gagns og gamans.
Vinnuhópurinn sem nú leggur
síðustu hönd á undirbúning „Is-
lenskrar samtíðar 1991“, frá
vinstri: Þórarinn Friðjónsson,
Ólafur Ragnarsson, Vilhelm G.
Kristinsson og Kristinn Arnar-
son.