Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 12

Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 12 C Færeyjum ) 0. september 1 990. Kæri vin. Og þá er ég staddur í Fæ/eyjum. Eg get næstum því heyrt þig glotta' og lýsa >fir að Færeyjar séu steinhrúgan á miðju Atlantshafin!. sem þú flýgur yfir á leið þinni til heimsins. Svo kani./ki bætir þú við: Færeyjar, er það ekki í Vestmannceyjaklasanum? Þú hefur alltaf verið hrokafullur, kæri vin. Færeyjar. Hér búa frændur, á ótal misstórum eyjum. Fjöll, klettar, grjót, svolítið gras. Og hafið sem gefur fisk og tekur menn. Smækkuð mynd af íslandi, segir þú og vilt tala um stórborgina Reykjavík. Sem er næstum því jafn fjölmenn og breið- stræti í Tókíó . . . Áður en ég kom hingað voru Færeyjar fyrir mér sogusvið í bókum Heinesens. Fólkið sérviturt, mikið af gömlum mönnum með svipmikil andlit og Ölafsvök- ur. Síðan kem ég hingað og býst við að verða umtalaðasti maður Þórshafnar og fá. vöfflur í lá- greystum dimmum timburhúsum,- rauðhærði Islend- ingurinn sem kom í stórum málmfugli. En hvað upp- götva ég? Japanska bíla, myndarleg hús og ekki kjaftur snýr sér vió á götum úti til þess að horfa á eftir mér. Nútíminn býr líka í Færeyjum. Eg var eiginlega hálfsvekktur. Ég kem frá stór- veldinu Islandi; við eigum Laxness og Asgeir Sigur- vinsson. Við eigum Heinesen og unnum Áusturríkis- menn 1 -0, bendir Jens Færeyingur mér á og býður mér Havanavindil. Stórveldisdraumar Islendingsins bíða skipbrot. Færeyjum 2 1 . september 1 990. Kæri vin. Nú hef ég. verið hér í þrjár vikur. Og er á heim- leið. í gærkveldi sigldi ég til Austureyjar og kleif hæsta fjall eyjanna, Slættaratind. Farangurinn var koníakspeli, flatkökur og Ijóðabókin Líkasum eftir Rói Patursson. Og þarna var ég, 882 metrum og 180 sentimetrum betur yfir.sjávarmáli. Og svo kom nóttin og dreifði þögn yfir heiminn. Einhverstaðar fyrir neðan mig var hafið. Og vindurinn breiðir þetta haf yfir sig og ekkert hreyfist. Nema kannski að héri skjótist milli steina. Ekkert hreyfist og allt sefur. Kæri vín, heí ég sagt þér frá konunum? Hérna eru gamlar konur sem söngla þjóðkvæðin og láta nútímann sem vind um eyru þjóta. Og þær baka flat- kökur handa mér. Svo eru ungar konur sem sigra heiminn meó augnaráði sínu. Þær brosa kannski'til mín og skip þeirra eiga eftir að sigla um æðar mínar þar til veröldin ferst. Kæri vin, eru öll eyríki heims- ins yfirfull af fögrum konum? Það er ekki laust við maður verði dulítið viðkvæmur meó minnkandi yfir- b.orði pelans. Og því get ég bætt við að þessi færeyska fegurð var ekki mér ætluð. Hvað getur maður svo sem sagt við því? Eg gef vini mínum Pat- urssyni oróið: „eg eigi inki oró og soleiðis skal tað vera/eg skilji ongi orð og tað er gott." Kæri vin, bráðum lýkur næturdraumum byggóa- manna og þá gengur vindurinn sjóvotum fótum á land. En ekki núna. Núna brennur austurhiminninn og síðan kemur sólin. Og þá er dagur í Færeyjum. allra beStu kveðjur þinn vinur Jón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.