Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 25
C 25
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
Anna Vilhjalms-
dóttir - Minning
Fædd 10. september 1918
Dáin 11. október 1990
Þegar manneskja deyr, hefst tími
eins konar uppgjörs hjá vinum og
ættingjum. Þá eru rifjuð upp sam-
skipti og tengsl við hinn látna sam-
ferðamann og margvíslegar skyndi-
myndir úr vegferðinni koma upp í
hugann. Uppgjör af þessu tagi er
með því erfiðasta sem við upplifum,
því fylgir sár söknuður og sorg, oft
langvarandi. Það liggur raunar í
hlutarins eðli því við andlát mann-
eskju er líkt og færð hin síðasta
færsla í minningabók okkar um
samferðamanninn. Þær verða ekki
flelri. Dauðinn er miskunnarlaus og
endanlegur og við eigum erfitt með
að sætta okkur við að náinn vinur
með alla sína reynslu, visku og til-
finningaauðgi skuli endanlega horf-
inn af sjónarsviðinu; og raunar finn-
um við að hluti af okkur sjálfum
deyr í leiðinni.
Anna frænka var sterkur og eft-
irminnilegur persónuleiki og við-
brögð hennar gagnvart þeim erfið-
leikum sem mættu henni á lífsleið-
inni var okkur hinum til fyrirmynd-
ar og veitti okkur siðferðilegan
styrk.
Þegar undirstaðan er góð, eflist
fólk við erfiðleika og mótlæti í stað
þess að kikna. Þetta átti við um
Ónnu. Hún mætti miklum erfiðleik-
Áriii Ragnar Lúðvíks-
son - Minningarorð
Þau sorglegu tíðindi bárust mér
sl. föstudagsmorgun, að Arni Ragn-
ar, systursonur minn, væri allur og
hefði dáið kvöldið áður. Það er óum-
ræðilega erfitt að sætta sig við
það, þegar ungir og efnilegir menn
eru fyrirvaralaust hrifsaðir út úr
því sem við teljum að öllu jöfnu
vera eðlilega framrás lífsins.
Árni var sonur hjónanna Þórdísar
Garðarsdóttur og Lúðvíks Björns-
sonar. Ólst hann upp í Keflavík
frám á unglingsár en fyrir nokkrum
árum flutti ijölskyldan sig um set
suður í Garð.
Okkar fyrstu kynni voru þegar
Árni kom á mitt bernskuheimili
aðeins nokkurra daga gamall. Er
mér minnisstætt að ég, þá strákl-
ingur, fékk þann heiður að taka af
honum fyrstu ljósmyndirnar. Okkar
seinni samfunda minnist ég sém
ánægjustunda, enda var Árni að
upplagi glaðlyndur og félagslyndur
og ljúfur í allri viðkynningu. Var
oft gaman að fylgjast með þegar
hann tókst af krafti á við margv-
íslegustu viðfangsefni. Stóð hugur
hans til fjölmiðlunar og mannlegra
samskipta, enda naut hann þar eðli-
legrar og óþvingaðrar framkomu.
Stórt skarð er nú höggvið í okkar
Ijölskyldu og mikil eftirsjá í góðum
dreng.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum kveðja frænda minn hinstu
kveðju og senda ástvinum hans
innilegar samúðarkveðjur á erfiðri
stundu. Sérstakar kveðjur færi ég
frænku minni, Ellu Dóru, en Árni
var henni ávallt einstaklega góður
bróðir og vinur. Megi minningin um
BLOM
SEGJA ALIT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
ástríkan bróður verða henni hjart-
fólgið veganesti.
Guðmundur
um í lífi sínu, bæði í bernsku og
siðar á ævinni. Fyrr á þessu ári
leyfði Anna okkur að heyra það sem
hún hafði fest á blað um eigin
bernsku að áeggjan frænda síns.
Þar lýsir hún nánasta umhverfi sínu
í bernsku með hlutlægri aðferð
sagnfræðinnar fremur en tilfinn-
ingasemi. Við fengum hógværa en
ljóslifandi Iýsingu á því umhverfi
og fólki sem mótuðu líf hennar, en
jafnframt minnti hún okkur á
hversu erfitt og harðneskjulegt lífið
gat verið í þá daga miðað við það
sem við nú þekkjum almennt.
Bernskuheimur Önnu er okkur í
raun framandi og ósjálfrátt veltum
við því fyrir nokkur hvernig mót-
læti það sem hún varð að þola í
bernsku hefði leikið okkur sjálf.
Nokkrar línur úr endurminningum
hennar sjálfrar lýsa þessu best:
„Ég var fjögurra ára þegar ég
var alkomin til afa og ömmu.
Síðasta veturinn sem mamma mín
lifði var hún alveg rúmföst heima.
Ég man að ég fekk að fara upp til
hennar á morgnana og bjóða henni
góðan dag, en ég mátti ekki fara
nema í dyrnar af því að hún var
með smitandi berkla. Og svo man
ég að hún sat uppi í rúminu og
horfði á mig út um gluggann, ef
ég var að lejka mér úti. . . Það
hafa verið miklar raunastundir í
Skáholti þennan vetur, því að syst-
ir mín litla Sigrún dó í október,
Aðalsteinn bróðir minn dó í janúar
og mamma mín dó í maí ’23, aðeins
27 ára gömul.“
Anna var óvenju heilsteypt
manneskja og hafði til að bera þess
konar innri styrk og hlýju sem lað-
' ar aðra að. Það var notalegt að
vera návistum við Önnu og veikind-
um þeim sem hrjáðu hana á síðári
hluta ævinnar tók hún með slíku
jafnaðargeði að henni tókst að fá
aðra til að gleyma þeim. Lífsgleði
og nægjusémi voru þau einkunnar-
orð sem hún var alla tíð trú og
minnisstæð er leiftrandi kímnigáfa
hennar og fróðleiksfýsn, en hún
fylgdist vel með, meðal annars á
sviði bókmennta og tónlistar.
Samverustundirnar á heimili
Önnu varpa hlýju og yl. Þar var
gestum tekið opnum örmum og
nutu þeir hinna góðu áhrifa sem
hún hafði á þá sem hana umgeng-
ust. Hún vissi að það er manngildið
sem er dýrmætast. Þessu fylgdi hún
í uppeldi á eigin börnum. Við leiðar-
lok viljum við þakka samfylgdina
og biðjum góðan guð að vaka yfir
börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum.
Auður og Oli.
t
Systir mín og mágkona,
ODDBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hátúni 10,
andaðist í Landspítalanum 18. október.
Kristin L. Guðjónsdóttir,
Ragnar Þ. Guðlaugsson.
blómouol
LEGSTEINAR
GRANÍT- MARMARI
Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður,
pósthólf 93, símar 54034 og 652707.
ERFISDRYKKJUR
Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og
smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi.
Upplýsingarísíma91'687111-
Opið alla daga frá kl. 9-21.
Sími 689070.
IIDTEL JjUiAND
Birting afmælis-
og minningargreina
Morg-unblaðið tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á
ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og
á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudags-
blaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar
aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð og með góðu línubili.
t
Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls
KATRÍNAR ÞORBJARNARDÓTTUR,
Kirkjuvegi 42,
Keflavík.
Þorbjörn Datsko.
Sigurlaug Kjartansdóttir og dætur.
Ingibjörg Steinsdóttir,
Skúli Steinsson,
María Steinsdóttir,
Guðný Steinsdóttir,
Halldóra V. Steinsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
EINARS VÍDALÍN EINARSSONAR,
loftskeytamanns.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki og læknum, deild 11-A
á Landspítalanum, og séra Braga Skúlasyni.
Sigurborg Einarsdóttir,
Agnar Einarsson, Guðrún Hall,
María Einarsdóttir, Valgarð Sigmarsson,
Þórey Eiríksdóttir
og aðrir vandamenn.
Erfidrykkjur í hlýlegu
og notalegu umhverfi
Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir >
allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi,
brauðtertur, fíatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með g
rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur,
rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fí.
Með virðingu,
FLUGLEIDIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
REYKJAVÍKURFLUGVELLI. 101 REYKJAVlK
SIM 1: 9 1 - 2 2 3 2 2