Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 29
C 29 , MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 Það er mikil blessun að þjóna Guði og hjálpa meðbræðrum sínum. Það hef ég fengið að reyna að Drottinn bregst aldrei þeim sem á hann trúa. Ingveldur Jóhannsdóttir og Abelína Kristjánsdóttir. að dæla vatninu upp úr brunnum og stundum að ná í það út í sveit og rafmagn hafí verið af skornum skammti. Sjúkrahúsið átti litla rafstöð til ljósa sem bæjarbúar nutu góðs af. „Ég fékk köllun um að koma hingað. Það er mikil blessun að þjóna Guði og hjálpa meðbræðrum sínum. Það hef ég fengið að reyna að Drottinn bregst aldrei þeim sem á hann trúa,“ sagði systir Anna. Hún sagði að hér væri gott að vera. Hún heimsækir æskustöðv- arnar í Belgíu á nokkurra ára fresti. „Vildi fá að róa með gömlu félögunum“ Ágúst Lárusson í Stykkishólmi er nýlega orðinn 88 ára og man tímana tvenna. Hann segir að eftirminnilegast frá ungdómsár- unum sé það þegar hann fór átján ára til róðra á Suðurlandi, óráðinn og ókunnugur öllum. „Við Her- kastalann í Reykjavík hitti ég Guðmund Jónsson úr Grindavík og réðist í skipsrúm til hans. Þeg- ar ég kom að Klöpp til Guðmund- ar var ég búinn að vera átta daga á göngu frá Hrísum í Helgafells- sveit og á Klöpp tók Margrét kona Guðmundar á móti mér eins og móðir barni sínu,“ sagði Ágúst. Ágúst sagðist hafa byrjað strax að róa. Þeir hefðu verið tíu undir árum og Árni sonur Guðmundar verið formaðurinn. „Með öðru eins prúðmenni og gæðadreng hef ég ekki verið til sjós. Ég var líka með honum í sex vertíðir," sagði Ágúst. Hann sagði að vissulega hefði ver- ið erfitt að róa á árabátum en Árni hefði verið framúrskarandi glöggur. „Hann hlustaði til dæmis á brimhljóðið í myrkrinu og tók „lag“ eftir því og „lags skal bíða þá lent er í brimi“ stendur þar,“ sagði Ágúst. Hann sagði að ef hann mætti endurlifa ævina væri ofarlega á óskalistanum að fá að róa með Árna í Teigi og gömlu félögunum á árabát í Grindavík. Árni Guðmundsson í Teigi er á Hrafnistu í Hafnarfirði, 99 ára gamall. Fékk sjónina aftur Á Litlu-Þúfu í Miklaholtshreppi búa þær saman Ingveldur Jó- hannsdóttir og Abelína Kristjáns- dóttir. Ingveldur sagðist vera búin að eiga heima á Litlu-Þúfu í um fimmtíu ár og tekið við jörðinni fyrir þijátíu árum þegar faðir hennar lést. Hún hefði tekið við um 100 fjár og 3 kúm en núna væri hún hætt búskap að mestu. „Ég hefði ekki getað verið við þetta svona lengi nema vegna þess að ég á úrvals nágranna og sveit- unga. Ég verð hér á meðan ég get, hér líður mér vel. Við höfum fjölmiðlana og svo líta vinir okkar inn,“ sagði Ingveldur. Ábeíína kom að Litlu-Þúfu til Ingveldar fyrir mörgum árum. „Það var mitt happ,“ sagði hún. Abelína sagði að þegar hún var tíu ára hefði hún rekið skæri upp í annað augað og verið blind á því auga þar til nú fyrir stuttu. Þá skar sérfræðingur í augað og við það fékk hún ágæta sjón. „Það er margt hægt að gera í_ dag,“ sagði hún. Árni Hvað á að miða við? Til Velvakanda. Algengt er þegar einstakar starf- stéttir krefjast meiri launa hér á landi, að vitnað sé til kjara sömu starfshópa erlendis: Nýlega kröfð- ust sérfræðingar í læknastétt t.d. hækkunar af ríkinu, höfðu rúmlega 800 þúsnud krónu á mánuði en vildu fá meira og vitnuðu til sérfræðinga í Ameríku. Oft er vitnað til Norður- landa t.d. Svíþjóðar. Það er gott og blessað að vitna til annarra þjóða en spurningin er bara sú hvort íslenska þjóðfélagið þolir slíkan samanburð. Ef miðað er við t.d. Svíþjóð kemur í' ljós að verkafólk í verksmiðjum hefur um það bil helmingi hærra kaup þar en gerist hér á landi. Kaup verka- fólks í Bandaríkjunum mun vera að minnsta kosti þrefalt miðað við það sem hér gerist. Af einhverjum ástæðum er sjaldan minnst á þetta. Þegar allt er skoðað er merkilegt að þeir sem best hafa kjörin virðast óánægðastir og virðist ekki neinn endir á þessari óánægju. Nú er tal- að um þjóðarsátt en hún hefur fyrst og fremst bitnað á þeim sem lægt hafa launin. Er ekki kominn tími til að rétta hlut hinna lægstlaunuðu hér á landi og minnka þannig þetta óhuggulega bil sem myndast hefur milli þeirra og forréttindahópanna. Ég tel að allar launahækkanir ættu að fara til þeirra lægstlaunuðu til að draga úr þessu mikla launamis- rétti sem skapast hefur og þjóðar- sáttin á vissulega sinn hlut í. Þetta ættu ráðamenn að athuga vel og vandlega. Verkamaður HESTUR GUÐANNA Til Velvakanda. , * Eg vil lýsa ánægju minni með sænsku myndina, Hestur guð- anna. Hestamenn eru að rifna úr gleði yfir þessari mynd enda lang- sveltir af umsjónarmönnum íþrótta- þátta, sem sjá ekkert nema hand- og fótbolta. Ég er samt ekki búin að ná mér eftir það að missa af tuttugu mínútna löngum þætti sem átti að duga um landsmót hesta- manna í sumar en það er haldið fjórða hvert ár. Því var útvarpaði klukkan fjögur á sunnudegi, í sól- baðsveðri. Eg skora á Ríkissjón- varpið að sýna meira af hestaíþrótt- um og ekki sakaði að endursýna landsmótsþáttinn. Hestakona Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útiljós- in loga á morgnana núna í skamm- deginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. AUÐLEGÐ ÍSLANDS Til Velvakanda. Það er talað um ríkar þjóðir og fátækar. Deila má um hvort íslendingar eru rík þjóð eða fátæk, mikil auðlegð er að vísu hér í landi en henni er misskipt. Ein er þó sú auðlegð sem ekki verður mæld í krónum og aurum en það er landið sjálft eins og náttúran hefur mótað það. Þessi auðlegð er eign allra landsmanna, enn sem komið er að minnsta kosti. En göngum við nógu vel um okkar fagra land og hugsum við nógu mikið um að halda því hreinu og ósnortnu? Síðustu áratugi hefur verið gert nokkurt átak í upp- græðslu landsins og er það vel. Én mengun hefur aukist að sama skapi og mikið af efnum og aðskotahlut- um borist út í náttúruna og spillt henni. Þörf er á átaki í þessum málum og það fyrr en seinna. Auð- legð Islands er fyrst og fremst hin ósnortna náttúra og mikils er um vert að umgengni okkar og þeirra sem landið sækja heim spilli því ekki. Þetta málefni ætti að setja á oddinn og vinna að því heilshugar. G.L. eftir Willy Russell Þýðandi: Þrándur Thoroddsen. Leikstjóri: Hanna María Karlsdóttir. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhhannesson. Miðvikudag 24. október kl. 20' Föstudag 26. október uppselt. Sunnudag 28. október Miðasalan er opin daglega kl. 14-20, nema mánudaga frá kl. 13-17 auk þess er tekið á móti pöntunum í síma 680680 milli kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. LLIKKKIAC; RRYKIAVÍKIJR BQRGARLEIKHÚSIÐ Tilboð oskast í Caterpillar-hjólaskóflu 930 árgerð 1980. Ennfremur óskast tilboð í rafsuðuvél (Hobart 400 AMP m/dieselvél). Tækin verða sýnd á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 23. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna TILBOÐ ÓSKAST í Ford Country Squire Crown Victoria LX árgerð ’86, Suzuki Samurai JX 4 W/D árgerð ’89 (ekinn 16 þús. km), og aðrar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 23. október kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. Sala varnarliðseigna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.