Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 30
I MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 ÆSKUMYNDIN... ER AF PÁLIMAGNÚSSYNINÝRÁÐNUM SJÓNVARPSSTJÓRA STÖÐVAR 2 Sinnti illa boð- um og bönnum BÓKIN ÁNÁTTBORÐINU Inger Anna Aikman dag- skrárgerða rmaður Akveðnar bækur eiga sinn fasta stað á náttborðinu mínu, þó aðrar komi í heimsókn á borðið þann tíma sem ég er að lesa þær. I fyrsta lagi hef ég Biblíuna alltaf hjá mér, og svo bækurnar Emmanuel I og II ásamt bókinni „Living with joy“. Þetta eru allt bækur sem hafa sömu áhrif á mig og vítamínprauta á morgnana þó ég lesi ekki nema nokkrar setningar úr þeim. Þær eru að sjálfsögðu alveg ómissandi fyrir svefninn. Pétur Gunnars- son rithöf- undur * Eg lifi og hrærist í bókum og tek fram á milli 10 og 20 bækur á dag, sem ég les náttúrulega ekki allar en fer i gegnum. Nú erum við að lesa „Turninn á heimsenda“ eftir William Heinesen. Ég les upphátt fyrir fjölskylduna uppí rúmi á kvöid- in. Svo er ég einnig að lesa skáldsög- una „Rue des boutiques obscures" eftir franska rithöfundinn Modiano sem er mjög athyglisverður höfund- ur. Hann var ekki alltaf hugljúfi foreldra sinna. Hann þótti bæði kjaftfor og uppvöðslusamur og var gjarnan rekinn úr tímum í skólanum. Honum þótti samt gott að alast upp í Vestmannaeyjum, en þykir miður að hafa ekki fengið að fæðast þar líka. Æska hans var tilbreytingarík. Hann vildi þó fara sínar eigin leiðir og sinnti ílla boðum og bönnum. ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Páll Magnússon er nýráðinn sjón- varpsstjóri Stöðvar 2 frá og með 1. febrúar nk. Páll fæddist í Reykjavík 17. júní 1954. Á öðru ári fluttist hann með foreldrum sínum, Magnúsi H. Magnússyni fyrrum bæjarstjóra og ráðherra og Mörtu Bjömsdóttur, til Vestmannaeyja. Hann er næstelstur fjögurra systk- ina, en á að auki einn hálfbróður. Leið hans lá í Menntaskólann að Laugarvatni að afloknu landsprófi í Eyjum, en hann flúði þaðan í ieiðind- um og settist í Kennaraskólann í Reykjavík þar sem hann lauk stúd- entsprófi árið 1975. Haustið eftir hélt Páll til Lundar í Svíþjóð og lauk háskólaprófi í stjórnmála- og hag- sögu eftir þriggja ára veru þar. Eft- ir heimkomuna 1980 gerðist Páll kennari, en fljótlega náði blaðamenn- skan tökum á honum og hefur hann starfað við fjölmiðla síðan, fyrst hjá Vísi, síðan Tímanum, Iceland Revi- ew, Ríkisútvarpinu, Sjónvarpinu og hjá Stöð 2 frá því að hún hóf göngu sína á haustmánuðum 1986. Æskuvinur Páls er Ásgeir Sigur- vinsson knattspyrnumaður. Þeir fé- lagarnir brölluðu margt saman á sín- um yngri árum og gengu í gegnum fótboltann frá því þeir voru smápoll- ar í 5. flokki og alveg upp í 2. flokk. „Páll þótti ágætis fótbolta- maður á sínum tíma og lagði hart að sér. Hann hafði mikinn metnað og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann sýndi hvaða keppnis- mann hann hafði að geyma. Hann var harður á sínu og það var afar erfitt að fá hann til að skipta um skoðun. Palli lagði skóna á hilluna eftir að við urðum bikarmeistarar í SUNNUDAGSSPORTID_ Biskupsvígsla r Asmundar Guömundssonar PLATAN Á FÓNINUM MYNDIN ÍTÆIUNU Á táningsaldri ætlaði Páll Magnússon að gerast popp- söngvari, en á fyrstu æfingu kom það fljótlega í Ijós að pilt- urinn var vita laglaus. 2. flokki. Þá hefur honum fundist að hans frami væri ef til vill á öðrum sviðurn," segir Ásgeir. Á táningsaldri ætlaði Páll Magn- ússon að gerast poppsöngvari. „Já, hann hélt að hann gæti sungið, en það kom sem betur fer fljótlega í Ijós að svo var ekki því hann hefur alltaf verið vita laglaus. Það varð því ekki nema ein æfing með hljóm- sveitinni og þar með var það full- reynt,“ segir Björn Ingi bróðir Páls. Björn Ingi er átta árum yngri en Páll og eins og eldri bræðrum er gjarnan tamt, beitti hann yngri bróð- ur sinn alls kyns þvingunum. „Manni fannst stóri bróðir auðvitað rosalega klár og kaldur karl þegar ég fer fyrst að muna eftir mér. Hann var mikill grallari og var alltaf að gera eitthvað sem hann mátti ekki, stel- ast í burtu, detta í sjóinn og fleira í þeim dúr.“ Honum var þó ekkert um það gefið þegar litli bróðir fór að máta hann í skákinni, en þeir bræður hafa alltaf teflt mikið og gera enn. „Einu sinni hélt hann afskaplega mikið upp á leikara einn vestur í Ameríku sem hafði þetta forláta hökuskarð til að bera,“ segir Bjöm Ingi. „Palli var svo hrifinn að hann reyndi að búa til hökuskarð á sjálfan sig. Hann gaf sig ekki fyrr en seint og um síðir, en þá var hann búinn að halda eldspýtu lóðréttri upp að hökunni á sér svo dögum skipti án þess að nokkuð bólaði á hökuskarð- inu.“ SKOTFIMI Rjúpnaveiðitímabilið er nú hafið ogþví við hæfi að sunnudagsportið sé skotfimi. Hægt er að æfa skotfimi á æfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur í Grafarvogi og einn þeirra sem það gerir er Olafur E. Jóhannsson fréttamaður. Hann er fyrrum formaður Skotfélagsins en eignaðist sína fyrstu byssu 16 ára gamll. Skotleyfi fékk hann svo tvítug- ur. Reykjavík, en samkvæmt samtíma heimildum höfðu allar biskupsvígsl- ur farið þar fram síðan Þórhallur Bjarnason var vígður þar fyrstur biskup árið 1908. Daginn eftir hófst svo prestastefna í Reykjavík og þá vígði herra Ásmundur 6 guð- fræðikandídata, séra Bjama Sigurðsson, séra Grím Grímsson, séra Kára Valsson, séra Oskar Finnbog- ason, séra Þóri Stephensen og séra Örn Friðriksson. Vígsluvottar vora séra Friðrik A. Friðriksson, séra Jón Thorarensen, séra Magnús Már Lárusson og séra Siguijón Guðjóns- son. Aldrei þessu vant er ekkert á fón- inum hjá mér í augnablikinu, en síðast hlustaði ég á Rolling Sto- nes-plötuna „Black & Blue“ og „Óð til heilagrar Sesselju" eftir Handel. Ég hlusta mikið á alls konar rokk, folk-rokk, country-rokk, klassískt eðalrokk, barokk og rokokó. Um þessar mundir er ég í eins konar námugreftri, er að vinna að dægur- lagasmíð og textagerð. Ný plata á leiðinni? Sú sem ég gaf út síðast er ekki ennþá uppseld! A Eg hef aðallega verið að horfa á upptökur frá námskeiði sem Félag íslenskra listdansara hélt í vor. Myndbandið er skemmtilegur miðill í kennslu og það er athyglis- vert fyrir kennara að horfa á efni af þessu tagi. Ég hef ekki tekið spólu á leigu lengi, en tek stundum þætti upp úr sjónvarpinu. Annars er svo mikið að gera hjá mér að ég gleymi oftast að horfa á þessa þætti. EinarÖrn Benedikts- son Sykur- moli Guðni Pálsson arkitekt Eg er að hlusta á gregorískan munkasöng. Ég á töluvert af plötum með tíbetskum’og gregorísk- um munkasöng og annarri trúartón- list. Mér hefði þótt gaman að vera munkur og taka þátt í þessum söng sem færir manni mikla ró. Ég spila þessa tónlist hátt, en hún er ekki alltaf við hæfi, svo inná milli munka- söngsins hlusta ég á „Greatest hits“ með Boney M. Eg horfði á fyrri hlutann af mynd með Doris Day í gærkvöldi. Þetta var mynd sem ég hafði tekið uppúr sjónvarpinu, en svo hafði ein- hver tekið upp aðra mynd yfir seinni hluta Doris-Day-myndarinnar, svo ég hugsa að ég sjái aldrei hvernig endalokin urðu ... Ég á Beta-max myndbandstæki og á leigunum era engar spólur til fyrir það kerfi. Þess vegna horfi ég aðallega á efni sem ég hef tekið uppúr sjónvarpinu. Olafur stundar bæði gæsa- og ijúpnaskytterý og segir að hann hafi vel í matinn fyrir sig og sína nánustu. Þess á milli stundar hann skyttni, eða leirdúfuskotfimi, á æfingasvæði Skotfélagsins. „ Ég æfi ekki lengur reglulega því að læra skyttnier eins og að læra að hjóla. Þegar maður hefur einu sinni náð tökum á listinni gleymir maður því i ekki aftur. Núna nota ég þetta til að komast í tengsl við byss- una mína áður en ég fer á veið- Ólafur segir að skotfimi sé nokkuð dýr íþrótt en hinsvegar fái hann mikið á móti. „Skotveiðin sjálf er ekki aðeins holl útivera með hæfí- legri blöndu af spennu, heldur er maður einnig andlega endurnærður eftir góða veiðiferð," segir hann. „Mér finnst skemmtilegast að ná fuglinum á flugi, veiði ijúpuna í kjarrlendi og gæsina í fyrirsát á morgnanna en skytnin er góður und- irbúningur og grunnur að slíkum veiðum." í máli Ólafs kemur fram að skotveiðina stundar samtals um 14 daga á ári en skyttnina mismunandi mikið eftir árstíðum. Hann segir að ijúpnaveiðitímabilið megi gjam- an stytta að hans mati því ásókin í þennan fugl sé orðin of mikil á síðustu árum. * Iársbyijun 1954 var Ásmundur Guðmundsson prófessor kjörinn biskup yfir íslandi og hlaut hann rúmlega 68 atkvæði. ' Næstur honum' að at- kvæðum varð Magnús Jónsson prófessor með 45 atkvæði og séra Sig- urbjörn Einarsson varð þriðji í röðinni, hlaut 19 atkvæði. Á kjörskrá til biskupskjörs voru 111, en 110 greiddu atkvæði. Skyldi hver atkvæðisbær prestur og guð- fræðingur kjósa þijá menn. Hlaut efsti maður eitt atkvæði, næsti tvo þriðju úr atkvæði og hinn þriðji einn þriðja. Ásmundur var svo vígður biskup 20. júní sama ár og fór at- höfnin fram í dómkirkjunni í Megas tónlistarmaður Sigríður Ármann listdanskennari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.