Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 BAKÞANKAR Af imyndum til sjós og lands Það er fróðlegt að lesa íslensk tímarlt um land og þjóð, æt- luð útlendingum. Þar má á nokkrum blaðsíðum komast að því hverjir við íslendingar erum, hvaðan við kom- um, hvað við ger- um hér og hvern- ig við hugsum. Eitt slíkra tíma- rita er Atlantika og það liggur í sætisvasa allra eftir Helgu þeirra sem ferð- Thorberg ast á flugleiðum Flugleiða. Upp- lýst er árlega hve margir ferða- menn koma til íslands og á sl. ári voru það um 120 þúsund manns. Enn fleiri hafa aðeins stutta viðkomu á Keflavíkurflug- velli á leið sinni til og frá Banda- ríkjunum og þeir hafa í það minnsta 8 klst. til að glugga í þetta timarit til að komast að því hvaða þjóð byggir þetta land. í blaðinu eru gjarnan greinar um íslenska menningu, íslenskt listafólk og gullfallegar ljósmynd- ir og greinar um okkar fagra land. í síðasta tölublaði má lesa að 80% af útflutningi okkar bygg- ist á fiskveiðum en aðeins 5% þjóðarinnar stunda veiðarnar og önnur 5% vinna við fiskfram- leiðslu. Þessi ímynd kemur vel heim og saman við þá klassisku mynd sem við höfum af okkur sem þjóð, að hér á þessari fallegu eyju búi dugleg, gáfuð og menningarlega sinnuð þjóð. An þess að ég vilji mismuna fólkinu sem landið okkar byggir, þá verður ekki fram hjá því horft að það eru sjómennirnir sem leggja grunninn að efnahagslegri hagsæld okkar, sem við erum einnig svo stolt af. En hver er þá ímynd islenskra sjómanna? Ef við höldum okkur við tímaritin, þá skulum við líta í „Sjómannablaðið Viking". Þar er að finna efni sem ætlað er sjó- mannastéttinni og öllum þeim sem áhuga hafa á þessum undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, enda lá blaðið sem ég gluggaði í frammi á ekki ómerkari stofnun en biðstofu útibússtjóra „fyrrver- andi Útvegsbanka". Hvaða efni er svo á boðstólum fyrir máttar- stólpa þessa lands, sjómennina okkar? Jú, innan um kjarngóðar greinar um sjávarútveg var heil opna í lit með klám- og dónab- röndurum um kvenfólk. Hvernig á maður að skilja þetta? Ég get ómögulega skilið af hverju er verið að blanda klámi innan um höfuðatvinnu- veg þjóðarinnar? Eru sjómenn þá sérstaklega sólgnir í klám? Sjórhönnum er boðið upp á klámbrandara til aflestrar á sjónum en ekki t.d. ferðamönn- um í háloftum? Eða eru þetta kannski brandarar um konur sjómanna eða dætur í landi? Á maður að skilja þetta svo að eig- inkonur og dætur sjómanna séu sérstaklega lauslátar? Varla get- ur það verið meining hjá ritstjórn Sjómannablaðsins Víkings. Eða eru það ritstjórnarfulltrúar Sjó- mannablaðsins sem eru svona klámfengnir og þetta eru klámbrandararnir sem fjúka þar á ritstjórnarfundunum? Mér finnst það með ólíkindum að ætla íslenskum sjómönnum jafn lágkúrulegt lestrarefni og svona hallærisbrandarar. Það er ekki bara verið að niðurlægja konur heldur er ekki síður verið að niðurlægja íslenska sjómenn. Ég efast um að nokkur stétt í þessu landi beri meiri virðingu fyrir kvenfólki en einmitt sjó- menn. Því þeir vita að það eru sjómannskonurnar sem taka á sig stóran skerf af öllu heimilis- haldi, barnauppeldi, fjármálum og öðru sem lýtur að fjölskyld- unni í fjarveru þeirra. Hver svo sem ástæðan er þá hlýtur það að teljast versti dóna- skapur að gefa klámfengna ímynd af þeim sem stunda höfuð- atvinnuveg þjóðarinnar. TR / IF> 1 GHOST í^æJiÁSKÚLABÍÚ J „ Apótekarar mala gull“ Staðreyndir: Afkoma apótekara er misjöfh eins og fólks í öllum stéttum. Sumir apótekarar „gera það gott“, aðrir íhuga nú að hætta rekstri vegna opinberra aðgerða. Skattar apótekara vekja jafnan athygli. Þá gleymist að þeir eru einu atvinnurekendur á íslandi sem eru skyldugir lögum samkvæmt að reka fyrirtæki sín sem einkafyrirtæki. Skattar þeirra eru því um leið allir skattar fyrirtækisins, þar með talin aðstöðugjöld, tryggingagjöld, sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði og ýmis fleiri gjöld, sem segja ekkert til um afkomu lyfsalans. Allir aðrir atvinnurekendur ráða því sjálfir hvaða rekstrarform þeir kjósa. Nokkur hundruð manns vinna hjá apótekurum. Sums staðar úti á landi geta þeir hins vegar ekki ráðið sér sérmenntað aðstoðarfólk vegna smæðar markaðarins. Þó eru þeir skyldugir samkvæmt lögum að veita þjónustu 365 daga á ári, einir allra verslunareigenda. Þetta eru blákaldar staðreyndir. Þessi auglýsing er birt vegna þess að apótekarar telja að staðreyndir málsins hafi ekki komist á framfæri sem skyldi í umræðu um þessi mál. Apóteharafélag íslands SAMEINAÐA.'SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.