Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
C 9
SKÓLAMÁL/Er ekki líkagott ad vera
bara heima í ró ognœbi?
Félögsstarf
MEÐ orðinu félagsstörf er í skólum átt við viðfangsefni utan kennsl-
utíma. Fyrrum voru skólar ásamt ungmennafélögum eini starfsvett-
vangurinn til slíkra verka. Nú er öldin önnur, skólanemendum stend-
ur svo margt til boða að það er sumum steituvaldur og þrúgandi
álag. Þeim finnst þeir aldrei hafa tíma til að gera neitt.
Asíðustu árum hefur skapast
samkeppni um „að gera eitt-
hvað fyrir bömin og unglingana".
Stundum er um að ræða baráttu
um pólitíska hylli. í öðrum tilvikum
metnað forystu-
manna og þjálfara
í félögum sem
hafa keppni og
sigra að markmiði.
í ofvinnuþjóðfé-
lagi em sumir for-
eldrar fegnir að
koma börnum sín-
um af sér yfir á
ábyrga aðila og í borgarsamfélag-
inu er tómstundaþjónusta orðin at-
vinnugrein.
Að sönnu þurfa nemendur eitt-
hvað við að vera utan kennslutíma
og gott að vita þá á tryggum stað
við ákveðna iðju en það gleymist
oft að sumum þykir líka gott að
vera einn með sjálfum sér og marg-
ir eiga bók að vini.
En í grunnskólalögum segir: „í
öllum skólum á grunnskólastigi skal
nemendum gefinn kostur á að taka
þátt í tómstunda- og félagsstarfí á
vegum skólans, eftir því sem að-
stæður leyfa ..." Fram til síðustu
áramóta Iagði ríkið sveitarfélögum
til fjármagn til þessara starfa en
nú eiga þau sjálf að standa straum
af þessum kostnaði.
Flest bæjarfélög reka einnig fé-
lagsmiðstöðvar sem bjóða upp á
flest hið sama og tíðkast í skólum.
Nú þegar þessi þáttur uppeldis-
starfsins er kostaður af sama sjóði
liggur beint við að starfi félagsmið-
stöðva og tómstundastarfi í skólum
sé steypt saman svo ekki sé um
tvöfalt kerfi um að ræða. Víða hafa
sveitarstjórnir ráðið sérlegan tóm-
stundafulltrúa.
Að minnsta kosti þarf að sam-
ræma störf þessara aðila, ákvarða
verkaskiptingu og semja sameigin-
Iega starfsáætlun. Hægt væri að
samnýta húsnæði skólanna, sér-
þekkingu kennara á uppeldissviði
og fagkunnáttu leiðbeinenda í hin-
um ýmsu greinum.
Þá er ótalið tækifæri foreldra að
koma til liðs við þessa aðila og
nota tómstundir sínar til uppbyggi-
legs sjálfboðastarfs. Ég þori að full-
yrða að þeir gætu fengið það ríku-
lega launað.
Síðast en ekki síst verður að
vinna tómstundaskrána í samvinnu
við unga fólkið sjálft svo ekki sé
verið að troða upp á það einhveiju
sem það hefur ekki áhuga á og
kærir sig ekki um. Þá er verr af
stað farið en heima setið.
Við skulum líta á hvað skólar og
félagsmiðstöðvar hafa upp á að
bjóða. Dansleiki til að kynin geti
nálgast hvort annað í réttum takti.
Oftast við plötutónlist en stundum
leika unglingahljómsveitir. Kvöld-
vökur með tónlist og leiktækjum.
Spilakvöld, gjarnan með foreldrum,
skákiðkun; skákkennslu. Leiklist er
óspart iðkuð. Námskeið af ýmsum
toga, í ljósmyndatækni, mynd-
bandagerð, leðurvinnu, útskurði og
fluguhnýtingum. Hestamennsku,
ferðalög, útilegur og skíðamennsku
og ótal margt fleira.
Þá er ótalin önnur starfsemi sem
togar æskulýðinn til sín. Þarna er
íþróttahreyfingin stórtækust. Ótrú-
lega margir leggja á sig tímafrekar
og strangar æfingar. Tónlistarskól-
ar eru yfirfullir, myndlistamámske-
ið vel sótt og dansskólar virðast
blómstra. Þá eru ótalin leikhús og
kvikmyndahús.
Vonandi gefst ungviðinu einnig
tími til að vera heima hjá sér en
ekki fer hjá því að manni verði
hugsað til orða kotbóndans á heið-
inni þegar hann aldraður dásamaði
veruna þar í fásinni og oft bjargar-
leysi: „... fóðrið kjarngott og kosta-
samt OG SVO ÞETTA MAKA-
LAUSA NÆÐI.“
Afþreying — Nóg er í boði hjá félagsmiðstöðvum og skólum.
eftir Gylfa
Pólsson
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi
Kosningaskrifstofa stuðningsmanna
EGGERTS HAUKDAL
erá
Suðurlandsvegi 2,
Hellu.
Dagana (ram að kjördegi
verður skrifstofan opin
frá kl. 13.00-22.00.
Sími 98-75433.
Stuðningsmenn.
Er meístarinn þinn
meistari?
Fagleg og ábyrg
vinnubrögð.
Spyrjið um
meistaraskírteinið.
• MEISTARASKIRTEINI
Jón Jónsson
Múrarameistari
Agata 100
100 Reykjavík
MURARAMEISTARAFÉLAG
REYKJAVÍKUR
<M^B>
MEISTARA- OG VERKTAKASAMBAND BYGGINGAMANNA
SKIPHOLTI 70- 105 REYKJAVÍK - SÍMl 91-36282
Kynnist töfraheimi Svavars Guðnasonar
í máli og myndum
Bókin, sem beðið var eftir,
SVAVAR GUÐNASON 1909-1988,
er fyrsta heildstæða bókin, sem komið
hefur út um listamanninn, og gefur hún
langþráða innsýn í líf og starf eins
ágætasta listamanns þjóðarinnar.
Auk Qölmargra litmynda er í bókinni
fjöldi greina um listamanninn, viðtöl,
frásagnir og ljóð eftir Svavar. Þá er þar
einnig ítarlegt yflrlit um ævi- og
sýningaferil, auk ritaskrár.
Þessi glæsilega bók er ómissandi hverjum
þeim, sem yndi hefur af myndlist og lætur
sig hana einhverju varða, listamenn,
fræðimenn, námsmenn, og aðra, sem vilja
kunna skil á íslenskum menningararfí.
Kjörin gjöf til vina og viðskipta-
manna innanlands sem utan.
USTASAFN ÍSLANDS
PÓSTHÓLF 668,121 REYKJAVÍK, ÍSLAND