Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 C 17 Bókmenntaverðlaun Nóbels: Konur bæði reiðar og sárar Bókmenntir Jóhann Hjá/marsson Þegar ritari sænsku akadem- íunnar, Sture Allén, tilkynnti að Nóbelsverðlaunahafi ársins væri Octavio Paz frá Mexíkó, heyrðist óánægjukliður frá konum meðal blaðamanna. Er sænska akadem- ían karlveldi?, var spurt. Sture Allén fullvissaði viðstadda um að svo væri ekki og kvaðst vonast til þess að geta síðar tilkynnt um verðlaunahafa úr hópi kvenrithöf- unda. Hann sagði reyndar að fáar uppástungur hefðu borist nefnd- inni með nöfnum kvenna, en þær væru vegnar og metnar innan akademíunnar til jafns við karla. Þetta þótti konum ekki gilt svar og er akademían enn sem fyrr talin fjandsamleg kvenrithöfund- um. Að sögn Sheila Rule í Internat- ional Herald Tribune (12. okt. sl.), sem segist styðjast við áreiðan- legar heimildir frá Stokkhólmi, voru 150 rithöfundar tilnefndir til verð- launa að þessu sinni og kepptu 5 til úrslita. 20-25 konur voru á listanum. Einn harðasti keppinautur Oetavio Paz var landi hans Carlos Fuentes. Meðal hinna var Nadine Gordimer frá Suður-Afríku, en hún hefur áður verið ofarlega á blaði. Elsa Boström skrifar í Huvud- stadsbladet í Helsingfors (12. okt. sl.) undir fyrirsögninni Sama gamla vísan, að ekki sé unnt að líta á niður- stöðu akademíunnar öðru vísi en að konurnar hafi verið dæmdar úr leik: „Því að konur um allan heim hafa aldrei skrifað betur, án tillits til kyn- slóðabils, hörundslitar, trúarbragða og samfélagsstöðu.“ Bandaríska skáldkonan Joyce Carol' Oates er meðal þeirra sem Elsa Boström hefur augastað á. En hún nefnir líka í sama blaði (1. okt. sl.) Margaret Atwood, Marguerite Duras, Christa Wolf, Elfriede Jelin- ek, Anita Desai og Nawal el Sadaawi. Hve margar þessara kvenna eru þekktar hér heima? Skáldverk eru aðeins til í íslenskum þýðingum eftir þijár þeirra. Kona hefur ekki fengið bók- menntaverðlaun Nóbels síðan 1966, en þá deildi Nelly Sachs þeim með Samuel Josef Agnon frá ísrael. Nelly Sachs var þýskur gyðingur sem flýði Þýskaland 1940 og fékk hæli í Stokk- Helga Bernhard, Guðmunda H. Jó- hannesdóttir, Ingibjörg Pálsdóttir og Guðrún Pálsdóttir gert hlutverkum sínum betri skil. Er þó af ýmsu að taka. Þetta er kreíjandi verk með sterkri hrynjandi. Svo sannarlega eftirminnilegt. Pétur og úlfurinn er litríkt, kímið ævintýri, sem á skemmtilegan hátt fléttar saman frásögn, tónlist og dans. Verkið er ætlað yngstu leik- húsgestunum og hittir sem slíkt í mark. Terence Etheridge hefur sett þetta verk sitt á svið víða um heim- inn. Það er lifandi í meðförum dans- flokksins. Það var gaman að sjá Einar Svein Þórðarson aftur á íslensku sviði og Flosa Ólafsson í ballett. Af öðrum dönsurum má geta Ólafíu Bjarnleifsdóttur í kostulegu hlutverki andarinnar. Leikmynd Gunnars Bjarnasonar var litrík og hæfði vel þessu ævintýri. Það sama á við um búningana. í heild var þessi kvöldstund ánægjuleg og er vert að hvetja áhugafólk um dans og ballett að sjá sýninguna og það strax, því sýning- ar verða aðeins þijár. Eins ber að hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum í leikhús að sjá ballett. Slík tækifæri gefast alltof sjaldan. Næstkomandi Þriðjudag, 23. október eru 75 ár liðin frá því að Sjómannafélag Reykjavíkur var stofnað. í tilefni af afmælinu býður Sjómannafélag Reykjavíkur félagsmönnum sínum og velunnurum í síðdegiskaffi í dag, sunnudaginn 21. október, í Súlnasal Hótel Sögu milli klukkan 15 og 18. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. 1915 - 1990 hólmi þar sem hún bjó til dauðadags 1970. Fyrsta konan sæmd Nóbelsverð- launum var Selma Lagerlöf 1909, þá 51 árs. Sautján ár liðu þangað til röðin kom aftur að konu, Grazia Deledda frá Ítalíu. Sigrid Undset frá Noregi fékk Nóbelsverðlaun 1928. Tíu árum seinna féllu verðlaunin í skaut Pearl S. Buck frá Bandaríkjun- um fyrir frásagnir hennar frá Kína. Chileskáldkonan Gabriela Mistral var svo verðlaunuð 1945. Sex konur hafa samkvæmt þessu fengið Nóbeisverðlaun, en þeim hefur verið úthlutað alls 82 sinnum, í fyrsta skipti 1901. Engin verðlaun voru veitt 1914,1918,1935 og 1940-43. Margaret Atwood Konum er það vonandi nokkur huggun að Octavio Paz hefur látið í það skína að hann vilji síður en svo ofmeta karlmennsku, enda eru ljóð hans dæmi um mýkt og fegurð sem konur jafnt sem karlar geta auðveld- lega tileinkað sér og dáð. En fleiri eru óánægðir. Kínveijar hafa aldrei fengið verðlaunin. Talið var líklegt að hið 41 árs gamla kínverska skáld Bei Dao yrði fyrir valinu, en hann er nú landflótta í Svíþjóð. Aðeins tveir Asíumenn hafa fengið Nóbelsverðlaun: Indveijinn Rabindranath Tagore 1913 og Jap- aninn Yasunari Kawabata 1968. Spænski heimurinn getur haldið áfram að fagna og gerir það óspart. í fyrra fékk Spánveijinn Camilo José~ Cela verðlaunin og nú Mexíkómaður- inn Oc.tavio Paz. Meðal væntanlegra Nóbelsverðlaunahafa er talinn Mario Vsrgas Llosa frá Perú. Hann féll að vísu í forsetakósningum, en gæti unnið sigur í heimsmeistarakeppni bókmenntanna. Joyce Carol Oates Octavio Paz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.