Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 24
24 C
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
Minning:
Ólöf Jónsdóttir frá
Drangshlíðardal
Fædd 24. ágúst 1903
Dáin 13. október 1990
Á morgun, mánudaginn 22. októ-
ber kl. 13.30, fer fram frá Foss-
vogskapellu útför Ólafar Jónsdótt-
ur, Ánalandi 3, Reykjavík. Hún lést
á Borgarspítalanum eftir tveggja
daga veru þar. Ólöf var fædd að
Drangshlíðardal í Austur-Eyja-
fjallahreppi, Rangárvallasýslu. For-
eldrar hennar voru hjónin Elín
Kjartansdóttir og Jón Bárðarson,
sem þar bjuggu frá 1898-1946. Hún
var ein af 8 bömum þeirra hjóna,
en 5 þeirra komust til fullorðinsára.
Þorsteinn, sem áður bjó í Drangs-
hlíðardal, en er nú búsettur í Skóg-
um, er nú einn á lífi af þeim systkin-
um.
Ólöf ólst upp í foreldrahúsum í
Drangshlíðardal. Bærinn stendur í
samnefndum dal milli Drangs-
hlíðarfjalla og Drangshlíðarheiðar.
Frá bænum er útsýn til Skógafoss
hvergi fegurri. Þetta fallega og
gróna umhverfi hefur haft mikil
áhrif á hana sem unga stúlku og
mótað skoðanir hennar til umhverf-
isins. Þar vandist hún allri vinnu
Blómmtofa
Friöfinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Símj 31099
Opiö öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö ölltilefni.
Gjafavörur.
og vann að bústörfum eins og í þá
daga tíðkaðist á heimilum til sveita.
Er hún var uppkomin flutti hún til
Reykjavíkur og vann þar. Átti hún
alla tíð heimili hjá Ragnhildi, systur
sinni, og Þorsteini Jakobssyni,
manni hennar. Eftir að Þorsteinn
lést 1966, héldu þær systur saman
heimili.
Eg kynntist Ólöfu fyrir um það
bil 25 árum þegar vinkona mín,
Sigurlína María Gísladóttir, frænka
hennar, átti heima á heimili þeirra.
Það var notalegt að koma til þeirra.
Heimilislífið formfast og maður
skynjaði vissa reisn og ró, sem
hvíldi yfir þeim. Þær víðlesnar og
fróðar. Eftir að frænka þeirra, Sig-
urlína María Gísladóttir, giftist
manni sínum, Einari Magnússyni
hárskerameistara og þau stofnuðu
sitt eigið heimili, var alla tíð náin
vinátta milli heimilanna. Þær systur
sýndu þeim hjónum og þeirra böm-
um, þeim Þórhildi, Jóni Inga og
Einari Rúnari, alveg einstaka
tryggð og óeigingjarna umhyggju.
Þeirra velferð var þeim systrum
sameiginlegt áhugamál. En þær
systur fengu það launað í sömu
mynt; þegar þær höfðu ekki lengur
heilsu til að halda sitt eigið heimili,
sagði Sigurlína frænka þeirra upp
starfi sínu en hún var þá útivinn-
andi. Fór heim á heimilið og þau
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast hans og fara mörg ár aftur í
tímann, þá var ég aðeins lítil stúlka.
Ray var mikið heima hjá okkur
að Skipalóni í Höfnunum, hann og
Jón bróðir minn voru mikið saman.
Aldrei hef ég þekkt hann öðruvísi
en í góðu skapi, alltaf kátur og
hress. Og var hann ætíð með gítar-
hjón tóku þær báðar til sín. Hlúðu
að þeim og hjúkruðu af stakri alúð
sem nú á dögum telst heldur til
undantekninga, þó ekki sé meira
sagt. Alltaf þegar ég hitti þær voru
þær að þakka og virða allt sem
fyrir þær var gert. Fyrir tæpu ári,
eða 25. nóvember 1989 lést Ragn-
hildur. Var það Ólöfu mikill missir,
þó hún bæri sorg sína í hljóði, eins
og hennar var siður. Því svo sam-
rýndar voru þær að oft voru þær
báðar nefndar, þó talað væri til
annarrar, „Ragga og 011a“. Hún
var tilbúin til hinstu farar, sátt við
allt og alla.
Við hjónin minnumst hennar með
virðingu og þökk.
Blessuð sé minning hennar.
Margrét Sigurðardóttir
inn sinn með, og spilaði og söng.
Mamma hafði svo gaman af
þessu og mér, lítilli stúlku, fannst
þetta yndisleg stund, að sitja og
hlusta á hann. Alltaf var hann góð-
ur við mömmu, hann kom henni
alltaf til þess að hlæja, og þótti
henni afar vænt um hann.
Um leið og ég kveð yndislegan
dreng vil ég þakka honum allar
þessar yndislegu stundir úr Höfnun-
um.
Ástvinum hans og ættingjum
votta ég mína innilegustu samúð.
Hvíli hann í friði.
Auður Sveinsdóttir
Fóstrufélag íslands:
Athyglinni
beint að
umhverfis-
menntun
Selfossi.
OKKUR finnst umhverfismálin
ekki fá nóga umfjöllun en við telj-
um nauðsynlegt að byrja strax að
kynna börnunum umhverfið,“
sagði Kolbrún Vigfúsdóttir fóstra
sem, ásamt Ásthildi Bjarnadóttur,
Sigurhönnu Sigurjónsdóttur og
Ólínu Geirsdóttur, var í verkefnis-
stjórn Fóstrufélags íslands sem
stóð fyrir umhverfisnámskeiði
fyrir starfandi fóstrur í Ölfus-
borgum dagana 15. og 16. október.
Markmiðið með námskeiðinu var
að vekja fóstrur til umhugs
unar um umhverfi sitt og auka þekk-
ingu þeirra á sviði umhverfismála.
Einnig að stuðla að því að umhverfis-
mál verði snar þáttur í kennslu og
starfí leikskólans.
Á námskeiðinu var unnið í þema-
vinnu að ýmsum verkefnum og beitt
sömu vinnuaðferðum og gert er við
börnin í leikskólanum. Kolbrún sagði
að tilvalið hefði verið að halda þetta
námskeið í ár þar sem nú stæði yfír
norrænt umhverfísár. — Sig. Jóns.
t
KARL JÓNSSON,
sem lést þriðjudaginn 16. október á Kristneshaeli, verður jarðsung-
inn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. október kl. 13.30.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Ásgeir Jónsson.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS GEORGS JÓNASSONAR,
írabakka 6,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. okt. kl. 15.00.
Guðný Gisladóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Minn ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, tengdafaðir, bróðir og afi,
GUÐNI RAGNAR ÞÓRARINSSON,
Víðiteigi 30, Mosfellsbæ
verður jarðsunginn þriðjudaginn 23. október kl. 13.30 frá kirkju
Óháða safnaðarins
Þóra Vílbergsdóttir, Eyfríður Guðjónsdóttir,
Kristinn Guðnason, Berglind Jónsdóttir,
Guðmundur Guðnason, Ásta Ragnarsdóttir,
Vilberg Guðnason,
Eyþór Guðnason,
Sigríður Ásta Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Minning:
Raymond G. Newman
Kveðjuorð:
Sveinn Sigurðsson
Fæddur 29. apríl 1904
Dáinn 6. október 1990
Gleðin er léttfleyg og lánið er valt.
Lifið er spurning sem enginn má svara.
Vinirnir koma kynnast og fara.
Kvaðning til brottfarar lífið er allt.
(F.G.)
Sveinn Sigurðsson vinur minn
hefur kvatt þennan heim. Það var
að haustlagi fyrir réttum 25 árum
að ég kynntist Sveini Sigurðssyni
er ég var ráðinn við Borgarspítal-
ann haustið 1965. Var Sveinn einn
af þessum ljúfu mönnum er ég
kynntist. Hann var þá í þjónustu
byggingarfélagsins Brúar er þá sá
um byggingu Borgarspítalans.
Kynni okkar urðu nánari er Sveinn
réðst fastur til Borgarspítalans.
Starfi hans var þá að stjórna vél
er notuð var við þrif á eldhúsgólfum
og kjallara spítalans. Við Sveinn
áttum oft saman skemmtilegar
stundir í litlu kompunni í kjallara
Borgarspítalans og svo er ég heim-
sótti hann að heimili hans í Bakka-
gerði 8. Þar hafði hann búið sér
og sínum hlýtt og notalegt heimili
af sinni alkunnu smekkvfsi. Var
gaman að koma f litla bókasafnið
hans er hann hafði innréttað er þar
undi hann sér við að binda inn
bækur sínar. Sveinn var með af-
brigðum prúður og ábyggilegur og
vann húsbændum sínum vel. Hann
var með afbrigðum stundvís og ið-
inn en ég kynntist honum líka sem
glaðlyndum, kátum manni með
skemmtilega frásagnarhæfíleika
sem mig grunar nú að hann hafí
ekki flíkað víða. Einnig kynntist ég
Sveini betur er hann sótti Bústaða-
kirkju og voru færri sunnudagar
sem hann lét sig vanta í kirkju. Ég
naut því miður ekki þeirrar ánægju
að kynnast hans ágætu konu nema
af afspum en hana missti Sveinn
árið 1971 og var það honum þungt
áfall er markaði allt hans líf eftir
það. Sveinn reyndi að dreifa sínum
sorgum með vinnu og iðjusemi.
Vinnan og bömin, tengdabörn og
bamabörnin voru honum allt eftir
þetta. Sveinn eyddi nokkrum sum-
arfríum sínum með því að ferðast
til Evrópu með einhveijum Fos-
sanna hjá Eimskip en sjómennsku
hafði Sveinn gert að atvinnu sinni
framan af ævinni eða allt til 1944.
Mikla gleði hafði Sveinn af þessum
ferðum og í þeim sagðist hann hafa
hvílst mest (enda dekrað við mann
eins og hann sagði jafnan). Margar
skemmtilegar sögur sagði hann mér
af þessum ferðalögum sínum og það
var mér mikil ánægja að hafa
kynnst þessum vini mínum og hafi
hann hjartans þökk fyrir öll góðu
ráðin og alla aðra vináttu.
Bömum hans þremur, tengda-
börnum og öðmm ástvinum sendi
ég innilegar samúðarkveðjur og bið
góðan guð að styrkja þau. Blessuð
veri minning Sveins Sigurðssonar.
Karl Ormsson raftækjavörður.
Verkefnisstjórn umhverfisnámskeiðsins: Kolbrún Vigfúsdóttir, Ást-
hildur Bjarnadóttir, Sigurhanna Sigurjónsdóttir og Ólína Geirsdóttir.
Morgunbladið/Sigurður Jónsson.
Þátttakendur í umhverfisnámskeiði Fóstrufélags Islands.