Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 35

Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909 I I I i í í i i i ( | I FIMMTUGT Laxárfélagið alltaf annað og meira en viðskipti Annálaðar veiðikempur í Laxá, f.v. Jóhannes Kristjánsson, Akur- eyri, Jóhannes Nordal og frú Dóra Nordal og Birgir Steingrímsson yngri. Fyrir aftan þau t.v. er einn laxabaninn enn, Þorvaldur Jónsson. Einn merkilegasti félagsskapur landsins heitir Laxárfélagið en það skipa þtjár deildir, Reykjavíkurdeild, Akureyrardeild og Húsavíkurdeild. Þetta er svona almennt skoðað stangaveiðiklúbbur stofnaður um dtjúgan hluta lax- veiðisvæðis Laxár í Aðaldal. Félag- ar í Laxarfélaginu standa hins veg- ar í þeirri meiningu, að félagsskap- urinn sé annað og meira heldur en einungis stangaveiðiklúbbur. Sér- trúarflokkur gæti náð því og þó. Það er nefnilega þannig með mjög' marga Laxárveiðimenn, eins og Orri Vigfússon formaður félagsins segir, að veiðimenn eru yfirleitt spenntir að komast í veiði, veiði- skapurinn, útivistin og félagsskap- urinn sé þeirra líf og yndi. En það sé alltaf gott að koma heim. Veiði- mönnum sem stunda Laxá er hins vegar oft þannig innanbijóst er þeir aka til Laxár, að þeir séu á leiðinni heim. Nu er þessi félagsskapur, Laxár- félagið, fimmtugur og fyrir skömmu var haldið myndarlega upp á það með 200 manna veislu bók- staflega á bökkum Láxár, nánar tiltekið að Ýdölum, sem er félags- heimili sveitamanna á bökkum Lax- ár. Morgunblaðið ræddi við Orra Vigfússon formann félagsins, spurði hann fyrst á hvetju svo löng leiga byggðist. „Hún byggist fyrst og fremst á vináttu Laxárveiði- manna og bænda við ána. í eðli Margrét Kristinsdóttir á Akur- eyri tekur við „Laxarotaranum 1990“ fyrir stærsta lax Laxárfé- lagsins 1990, 22 punda hæng sem hún fékk undir lok veiðitímans á Óseyri. Gripurinn er hannaður af Flosa Jónssyni gullsmið hjá Skarti á Akureyri. Það er mál manna að rota mætti búrhveli með þessum rotara. sínu eru samskipti veiðimanna og 1 veiðiréttareigenda að vísu viðskipti sem byggjast á framboði og eftir- spurn. Alla tíð Laxárfélagsins hafa þessi samskipti þó verið annað og meira. Þetta umhverfi verður svo greipt í þá sem þar dvelja, að óvíða skilja þessir aðilar, veiðiréttareig- endur og veiðimenn, hver annan betur og deila jafn ríkulega áhuga- máli, í þessu tilviki Laxá í Þingeyj- arsýslu, stangveiðar í henni og ræktun hennar. Nú eru þtjár deildir í Laxárfélag- inu. Gætir ekkert þeirrar togstreitu sem sögð er vera á milli höfuðborg- armanna og dreifbýlinga? „Það er mikið talað um þessa togstreitu og meira að segja reynt að ala á henni oft og tíðum. Hvað Laxársamfélag- ið varðar, á þetta hins vegar ekki við. Félagar í Laxárfélaginu hafa siglt lygnan sjó milli skers og báru. Það hefur heppnast vel og hjá okk- ur er ekki hver höndin upp á móti annarri þótt auðvitað komi fyrir eins og annars staðar að einhvetjir séu ekki fyllilega ásáttir um einhver mál. Einhugurinn lýsti sér best á hátíðinni okkar um daginn. Það var frábærlega vel heppnuð samkunda og. bara brot af þeim veiðisögum sem maður hlýddi á við það tæki- færi myndu duga til vors og vel það,“ sagði Orri Vigfússon. En myndirnar tala sínu máli. er nýtt bókaútgáfufyrirtæki, sem ætlað er að koma á fram- færi sem fjölbreytilegustu efni til lesenda um þau málefni, sem gjarnan eru kennd við nýöld, svo sem sjálfsleit, sjálfs- rækt, sálarrannsóknir, guðspeki, fræðslu frá æðri sviðum, yoga, stjörnuspeki, heilsufæði, líkamsrækt, heilun, náttúru- lækningar, samband manns og náttúru og sögulegar frásagn- ir af andlegri reynslu. Boðnar verða frumsamdar, íslenskar bækur, þýddar erlendar bækur, sem hæst ber hverju sinni, frumsamið og þýtt efni á segulbandsspólum og myndbönd- um, handbækur og bæklingar um sérhæfð efnU Fyrstu bækurnar sem boðnar verða eru: BÓK Hægt er að fá bækumar í ðskrtft með þvf að gerast félaol f bókaldúbbl nýaldar. Qerlst þú fólagl nú f nóvember bjóðast þór bækumar helmssandar með 30% afSlætU frá búðarverðl LIFÐUIGLEÐI rituð af Sanaya Roman (Living With Joy) EMMANUELS rituð af Pat Rodegast & Judith (Emmanuel’s book) Starfsemi bókaklúbbsins Félagsmenn fá sent heim frétta- bréf, þar sem kynnt verður ein ný bók hverju sinni. Auk þessarar bókar verða boðnar valbækur, bæklingar og minni rit’, segulbands- spólur og myndbönd. I hverju fréttabréfi verður síðan komið á framfæri upplýsingum um fundi, fyrirlestra og námskeið, er varða nýaldarmálefni hverju sinni. Meðal efnis af öðru tagi, sem boð- ið verður upp á á næstunni, eru myndbönd af sjónvarpsþáttum Stöðvar 2, Nýja öldin. Einnig verð-., ur boðið upp á minni rit um marg- vísleg efni, hljóðsnældur o.fl. '■ HAFIR ÞÚ ÁHUGA A ÞATTTOKU í BÓKAKLUBBNUM ÞA ERU SKRÁNINGARSÍMARNIR 68 92 72 OG 68 92 68 OG ÞAR FÆRÐU ALLAR NÁNARIUPPLÝSINGAR HJÁ STARFSFOLKIOKKAR. Orri Vigfússon formaður Laxár- félagsins flytur ávarp. Laxárveiðifélagið heiðraði nokkra Aðaldælinga fyrir löng. °S dyggileg störf að ræktunar- málum og hagsmunamálum'fé- lagsins og bænda, en „Gull- fluga“ Laxárfélagsins er æðsta heiðursmerki þess. Þau sem voru heiðruð voru Bergljót Hallgrímsdóttir, Eydís Kristj- ánsdóttir, Helga Baldvinsdótt- ir, Henný Tryggvadóttir, Jóna Þórðardóttir, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Lilja Björk Tómasdóttir, Matthildur Gunn- arsdóttir, Sigríður Atladóttir, Snæfríður Njálsdóttir, Þórhild- ur Sigurðardóttir, Björg G. Jónsson, Dagur Jóhannesson, Einar Jónsson, Gunnsteinn Sæ- þórsson, Hákon Gunnarsson, Hólmgrímur Kjartansson, Indr- iði Ketilsson, Ivar Ketilsson, Jon Fornason, Kristján Bene- diktsson, Pétur Fornason, Sig- urður B. Jónsson og Vigfús B. Jónsson. Morgunblaðið/Golli KARLAR Hvaða kvenna? * Eg var x víðáttu merkilegu samkvæmi á dögunum — eða fyrir svosem hálfu ári. Kannski meira. En hvað um það, þetta samkvæmi hefur valdið mér tölu- verðum heila- brotum. Það var nefnilega þá sem ég uppgötvaði sannleikann um karlmenn. Ekk- ert minna. Þarna var herjans mikið borðhald og margir karlar fiuttu ræður. Maður sat í sínum silkikjól — guðslifandifegin að þurfa ekki að standa á hælaháum skóm — .og hlustaði á lukku þeirra með hvern annan. Þegar því var lokið, var farið að syngja og vitið þið hvað var fyrsta lagið? Nei, örugglega ekki. Það er of fiók- ið. Það var „Minni kvenna." Þeir stóðu, við sátum — en ég skildi ekki afhverju mennirntr sungu svona asskoti falskt. Ekki þá. En svo nokkrum mánuðum seinna fór ég að leita mér að nýrri leigu- íbúð, því ég er svo þreytt á að reyna að þrífa hátt á annað- hundrað fermetra af drasli eftir börnin mín. Nema hvað, ég byijaði að aug- lýsa í erg og gríð, gera tilboð og hringja út um allar koppagrundir — þegar ég fann þefinn af lausri íbúð. En hvorki gekk né rak. Ég átti fremur erfitt með að skilja - þetta, því ég er leiðinlega reglu- söm, hef átt við það vandamál að striða að vera ofurábyrg og svo brennimerkti hún móðir mín mig með skilvísi — sem gerir það að verkum að lítt hefur hann Bjarn- þór, vinur minn og núverandi leigusali, þurft að kvarta. Ég hef líka verið að uppdaga að hann er eitthvað skrítinn að hafa leigt mér íbúðina. Það er nefnilega svo að þegar ég hafði verið í þessu húsnæðis- brölti um hríð, hringdi einn mað- ur sem ég hafði gert tilboð í íbúð hjá — og fór að spyxja mig um fjölskylduaðstæður. Ég kvað okk- ur fjögur í heimili — mig og böm- in þrjú. Hann gargaði í símann: „Einstæð móðir — og það með þrjú börn. Nei takk,“ og skellti á. Ég reiddist rosalega, reif upp DV og hringdi í tvö símanúmer í hús- næði í boði deildinni. Karlar í báðum númemm — sem vom léttir á því, þangað til þeir heyrðu að ég væri einstæð móðir, ennþá með þessi þrjú börn — og héld- unúekki. Svona gekk þetta um hríð. Ég reyndi auðvitað að vera fyndln einu sinni og sagði við einn karl- inn að ég væri Fósturlandsins freyja að leita að íbúð. Værl bæði móðir og kona — sleppti þessu meyjarkjaftæði — og hann spurði hvað maðurinn minn gerði. Ég sagðist ekki vita það — ég hefði enn ekki fundið þann rétta, þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir — og þá var nú ekki lengur merkilegt að vera móðir og kona. Óekkl. En það sem var merkilegt, var að þessi sami maður hafði verið í þessu borðhaldi þarna fyrr á ár- inu og sungið rosalega og skálað fyrir konum. Hann var greinilega búinn að steingleyma því. En svona lítur nú hún veröld út. Á merkilegum tímamótum em konur beðnar um að „meðtaka lof og prís,“ frá körlum sem eiga íbúðir — og ég get svarið að ég held að þeir eigi þær allar. Dýrðaróða hafa þeir samið til konunnar; hin heilaga móðir — konan — en í rauninni ætti frem- ur að standa „á bak við manninn" — heldur en „meyjan," því á þeim grundvelli virðast karlar geta mætt konum. Þeir virðast alla- vega fáir farnir að gera sér grein fyrir því að konur geti axlað ábyrgð á eigin lífi. Eða þá að þeir vilja ekki gera sér grein fyrir því - það gerir þá svo óþarfa, nema til undaneldis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.