Morgunblaðið - 04.11.1990, Side 20

Morgunblaðið - 04.11.1990, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBÉR 19909 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Deilur um Afsögn Sir Geoffreys Howe, aðstoðarforsætisráðherra Breta, sl. fimmtudag, undirstrik- ar þær djúpstæðu deilur, sem staðið hafa inn an brezka Ihalds- flokksins um langt skeið um stefnu Breta gagnvart Evrópu- bandalaginu. Howe hefur átt sæti í stjórn Thatcher frá upp- hafi og gegnt þar embættum bæði fjármálaráðherra og ut- anríkisráðherra. Forsætisráð- herrann ýtti honum úr embætti utanríkisráðherra fyrir nokkrum misserum einmitt vegna skoðana- munar þeirra í milli um Evrópu- mál. Margrét Thatcher hefur aðrar skoðanir á því, hvert stefna skuli í samvinnu Evrópuríkja en fram- kvæmdastjórn Evrópubandalags- ins í Brussel og flestir leiðtogar EB-ríkjanna. í umræðum í brezka þinginu sl. þriðjudag réðst hún harkalega á bæði Þjóðveija og Frakka og framkvæmdastjóm ÉB og lýsti áformum um sameig- inlegan evrópskan gjaldmiðil sem í SAMTALINU VIÐ mig sagði Fulbright sér fyndist Víetnam síður en svo eins mik- ilvægt og af væri lá- tið. Það væri allt ann- að að veija Evrópu, Indland eða Japan, svo dæmi séu tekin. Auk þess bryti þetta stríð í bága við utanríkisstefnu Banda- ríkjanna fyrr og síðar. Hér væri um að ræða framhald nýlendustríðis sem Bandaríkjamenn hefðu smám saman dregizt inní. Og loks: „Rödd hans og áhrif eru enn einn vitnisburður þess að lýð- ræðið er homsteinn Bandaríkjanna. Án þessa hornsteins gegndu þau ekki forystuhlutverki sínu, hversu máttugur sem dollarinn annars væri. Já, hversu öflug sem þau væru á hernaðarsviðinu. Fulbright og lýðræðið eru greinar á sama stofhi. Og sá stofn heitir ekki Wall Street — heldur Banda- ríki Norður-Ameríku.“ Og eitt sinn var þetta land sjálft arðrænd ný- lenda. ÞVÍ MÁ SVO BÆTA VIÐ • að í hugarvíli mínu útaf þessari tímaskekkju, Víetnam- stríðinu, hugsaði ég til rússneskra skálda og orti að lokum ljóð til Jeft- úsjenkós þar sem ég sting uppá því að við leystum vandann(!) En ég fékk engin viðbrögð enda leið ekki á löngu þartil þetta sovézka skáld fékk Afganistan til umhugsunar og ég þóttist vita hverskonar hugarvíl fylgdi þeim beizka kaleik. En nú eru þeir að drekka hann í botn og vonandi verður ekki skenkt aftur, hvorki í Lithaugalandi né annars staðar, Við þurfum á annars konar hugarástandi að halda. Einar Bragi orti fallegt kævði og eftirminnilegt um Víetnam, Jóia- nótt, og saknar jötunnar; og stjörn- unnar. En öll él hafa rof. VÍETNAM ER AUÐUGT • að landgæðum og þar gæti ríkt velmegun, ef rétt væri stjóm- EB-stefnu árás á sjálfstæði Breta. „Ef við afhendum þeim sterlingspundið, emm við að afsala okkur völdum þessa þings til Evrópu,“ sagði forsætisráðherrann. Hún lýsti því jafnframt yfir, að framkvæmda- stjóm Evrópubandalagsins ætlaði að útrýma lýðræði. Núverandi fjármálaráðherra Breta, John Major, hefur lagt fram tillögur um evrópskan gjald- miðil, sem era frábrugðnar þeim hugmyndum, sem nú era uppi innan framkvæmdastjómarinnar og meðal annarra áhrifamanna innan EB. Tillögur Major stefna að því, að settur verði upp evr- ópskur gjaldmiðill, sem nota megi jafnhliða gjaldmiðlum einstakra aðildarríkja bandalagsins en komi ekki í staðinn fyrir þá. í þing- ræðu sinni lýsti Thatcher þeirri skoðun, að tillögur Majors gætu leitt til sameiginlegs gjaldmiðils, þegar til lengri tíma væri litið, þ.e. á æviskeiði nokkurra kyn- slóða en persónuleg skoðun henn- ar var, að þessi gjaldmiðill yrði að. íbúarnir eru 65 millj. og þar er einn öflugasti her heims. Veija skal kommúnis- mann í líf og blóð. Miðstjórn flokksins hefur fordæmt frelsis- hreyfíngar Austur-Evrópu („heims- valdasinnuð afturhaldsöfl"). Breyt- inga er því ekki að vænta í þessu myrkviði þarsem þjóðartekjur á mann eru $200, en í nágrannaríkinu Tælandi eru þær $1.200 og $11.000 í Singapúr. Sambærilegar tölur hér á landi voru-1989 $19.564, en fara lækkandi samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar; voru yfir 20 þús. dalir. Sumir skella skuldinni á Banda- ríkjamenn; þeir beri ábyrgð á ör- birgð Víetnama. í brezka vikuritinu The Economist segir það sé frá- leitt; landið sé fátækt vegna þess „kommúnisminn hefur gert það fá- tækt“, einsog þetta virta tímarit kemst að orði. Allt keyrt í þjóðnýt- ingarfjötra nema landbúnaðurinn. Bændur hafa fengið jarðir í sínar hendur og árangurinn lætur ekki á sér standa: hrísgijónaframleiðslan hefur komið í veg fyrir hungursneyð og nú eru hrísgijón jafnvel flutt út. Miðstjórn flokksins sem hefur al- ræðisvald þijózkast þó við að losa fjötrana af öðrum greinum, s.s. verzlun og iðnaði. Þar valsa komm- issararnir um og stjórna tapinu. KANADÍSKA SKÁLD- • konan Margaret Atwood segir í skáldsögu sinni, The Handmaid’s Tale, að guð þurfi að sjá manninum fyrir himnaríki, en sjálfur sjái hann um helvíti. Það er raunar með ólíkindum hvað almenn- ingur er ginnkeyptur fyrir því, oft og einatt, að láta einræðisseggi og óvandaða stjórnmálamenn tala sig inní einhvers konar haturselda helj- ar og mannvonzku þar sem of- beldi, ofsóknir, ofstæki og ill- mennska af öllu tagi verða einskon- ar einkenni heilla þjóðfélaga. Þetta er gert með ýmsum hætti; óvinir ekki mikið notaður! í kjölfar þessarar ræðu Thatchers hafa stjómmálamenn og fréttaskýrendur í Bretlandi rætt þann möguleika, að brezki forsætisráðherrann hyggist heyja næstu kosningabaráttu sína á þeim grandvelli, að hún ætli að veija sjálfstæði Breta og ef nauð- syn kreiji á þeim forsendum, að aðildarríki Evrópubandalagsins þrói samvinnu sína eftir tveimur mismunandi leiðum, þar sem ein- hver hópur aðildarríkjanna fari sér hægar en önnur aðildarríki. Skoðanir era því skiptar víða um lönd um það, hvernig sam- vinna Evrópuríkjanna skuli þró- ast. Svo virðist, sem brezki íhaldsflokkurinn sé alveg tvískiptur í þessum efnum en Thatcher ræður ferðinni enn sem komið er a.m.k. Sumar hugmynd- ir Breta finna hljómgrann annars staðar m.a. hjá stjórnarandstöð- unni, þ.e. hjá hægri flokkunum, í Frakklandi. Línur era að byija að skýrast í umræðum um Évrópumálefnin hér. Þannig lýsti Fiskiþing fullri andstöðu við aðild að EB og á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva fyrir mánuði kom fram, að þau samtök telja alls ekki tímabært að sækja um aðild að EB. Afstaða sjávarútvegsins er því að mótast nokkuð skýrt. í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa komið fram gjörólík sjónar- mið. Það er ljóst, að Eyjólfur Konráð Jónsson og Ragnhildur Helgadóttir era á öndverðum meiði. Skoðanamunur þeirra end- urspeglast vafalaust víðar innan Sjálfstæðisflokksins. Það er mikill hraði í umræðum um Evrópubandalagið um alla álfuna en hraðinn í að hrinda stefnumörkun í framkvæmd er ekki jafn mikill. Þess vegna er ljóst, að við íslendingar höfum góðan tíma til þess að meta okk- ar eigin stöðu. og andstæðingar eru uppmálaðir í hatursfullri síbylju áróðursvélanna, athygli dregin frá brotalöminni heimafýrir og beint að þeim ímynd- aða óvini sem á að sitja á fleti fyr- ir, jafnvel gripið til trúarofstækis í þessu skyni, svo ótrúlegt sem það er undir lok 20. aldar. En þetta er auðveldara en margur hyggur. Kommúnistar bjuggu til stéttaró- vini, Stalín fyllti gúlagið af óvinum ríkisins og tók þar upp þráðinn frá miðöldum og ofstækisfullum for- ystumönnum stjórnarbyltingarinn- ar frönsku, Hitler beindi kastljósinu að gyðingum og smærri illmenni bregða ljósi á aðra óvini. Síðan eru allir andstæðingamir réttdræpir. Þeir hætta að vera manneskjur, þeim er breytt í dýr; talað um það dýrið, en ekki þá mennina. Og þeg- ar manneskjan er orðin það, dýrið, þá er hún réttdræp. Þegar farið er að tala um heimilisdýrið, gæludýrið, sem það, segir Margrét Atwood, þá er stutt í að öllum þyki sjálfsagt að kettinum sé fargað. Einræðisseggir og harðstjórar líta sömu augum á fórnardýr sín. Þau eru ekki manneskjur, þau eru einsog dýrin; réttdræp. Andmann- eskjur, skepnur. Hann maðurinn verður hún skepnan; þessi rétt- dræpa skepna sem er til trafala. Henni er útrýmt Og allt í nafni ein- hverrar „göfugrar" hugsjónar, hvortsem hún heitir kommúnismi, nazismi eða sameining allra araba og múslíma undir Allah. Kristnir menn kynntust þessu ofstæki á miðöldum, en lærðu af því. Og von- andi eiga einnig aðrir eftir að læra sína lexíu áðuren þeir tortíma jörð- inni og hleypa öllu í bál og brand með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Jörðin hefur mátt þola marga hitlera og enn virðast þeir vera á hveiju strái. Og kynda undir ragna- rökum. En fall kommúnismans í Evrópu og samskipti stórveldanna nú eru þó uppörvandi nýmæii og ýta undir nýja bjartsýni sem óþekkt var áðurfyr. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall Kvóti er VÍÐAR EN í landbúnaði einsog kunnugt er. Hann er einnig allsráðandi á miðunum umhverfis ísland. Mörgum er far- ið að blöskra. Steingrími Hermannssyni, forsætisráð- herra, er jafnvel orðið nóg um og getur ekki orða bundizt: „Því verður þó ekki haldið fram,“ segir hann í stefnuræðu sinni á Alþingi 22. okt. sl., „að þjóðarsátt sé orðin um stjórn fiskveiða. Einkum veldur það áhyggjum, að rétturinn til að nýta hina sameiginlegu auðlind þjóðarinnar, fiskimiðin, virðist ætla að safnast á stöð- ugt færri hendur. Óhjákvæmilegt er að skoða enn vandlega þennan þátt í stjórn fiskveiða.“ Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins sem minnzt var á í Reykjavíkurbréfi ný- lega tekur kvótann einnig til umræðu í álitsgerð sinni og er sumt fróðlegt í þeirri úttekt þó að deila megi um niðurstöðurn- ar, enda málið hið flóknasta og erfitt úr- lausnar. Bent er á þá leið að stjórnvöld gefi upp heildarkvóta sem mætti veiða á tilteknu tímabili og yrðu þeir þá hlutskarp- astir sem bezt kynnu til verka og mest úthald hefðu ef aðstæður væru ákjósanleg- ar við veiðarnar. Þessi leið væri hvetjandi og þykir það mikill kostur, að sjálfsögðu. Dugnaður og áræði skipstjórnarmanna og sjómanna eiga að njóta sín á miðunum, nýta þarf rækilega landkosti þeirra byggða sem næst eru beztu fiskimiðunum og helzt væri ákjósanlegt að hætta öllum pólitísk- um afskiptum af framleiðslunni. En þá er bent á að gegn slíku fyrirkomulagi mælti meðal annars það að hagkvæmni veiðanna yrði e.t.v. ekki tryggð og skipum mundi ekki fækka. En á þetta yrði að reyna áður en árangurinn yrði mældur. ÞÁ ER BENT Á þá hugsanlegu leið að úthluta endur- gjaldslaust heimild- um til að veiða þá fiskistofna sem skammta þarf, hvort sem það væri um lengri eða skemmri tíma. „Þessi veiðiréttindi yrðu þá varanleg og til alllangs tíma til þess að einstaklingar yrðu sem óháðastir pólitísk- um afskiptum ríkisvaldsins.“ Slíkt kerfi yrði að vera sveigjanlegt. Eins og kunnugt er hafá komið aðrar hugmyndir um lausn þessa vandamáls, þ.e. að selja veiðileyfí og afnema kvótann með þeim hætti. Þá væri nærtækast að ríkið leigði fiskimiðin til ákveðins tíma eins og bændurnir árnar og þannig fengju þeir veiðiréttindin sem hæsta leigu greiddu en væru jafnframt skuldbundnir til að rækta hafið og hugsa vel um lífið í sjónum einsog þeir leigutak- ar hafa einnig gengizt undir sem leigt hafa laxveiðiárnar og hefur sú leið gefizt mjög vel. Leigutakar sem hagsmuna hafa að gæta hafa öðrum fremur áhuga á laxa- rækt og árangur þeirra skilað sér vel og rækilega í ýmsum ám landsins. Engin ástæða er til að ætla að leigutakar á haf- inu umhverfís landið hefðu önnur tök á en laxveiðimenn eða skiluðu verri árangri í fiskirækt og varðveizlu fiskistofna en þeir. Þetta fyrirkomulag mætti vel reyna því það hefur gefizt vel í ánum og orðið landeigendum gjöful og ábatasöm leið til að vernda og ávaxta eignir sínar. Þannig mundi fólkið í landinu einnig njóta góðs af slíkum leigutökum og arðurinn af sam- eiginlegri eign, fískimiðunum, ætti að geta verið í hámarki eins og arðurinn af lax- veiðiánum. Enginn leigutaki hættir fjár- magni sínu nema harin kunni til verka og sé reiðubúinn til að hlíta lögum og reglum á miðunum. Þjóðin fengi hámarksarð af atvinnuvegi þeirra sem bezt væru í stakk búnir til að umgangast miðin og ávaxta þau. Þannig yrði farið að fyrirmælum laga um að fískimiðin séu sameign allrar þjóðar- innar og engum gefið undir fótinn með það að hann eigi meiri rétt, jafnvel eignar- Kvóti og sið- leysi, eða: sala veiði- leyfa og leigutakar rétt!, á fískimiðunum en hinir raunverulegu eigendur, fólkið í landinu. Núverandi kvótafýrirkomulag ýtir undir slíkan hugs- unarhátt, ekki sízt þegar það er látið við- gangast að menn geti selt óveiddan físk í sjónum, þ.e. „eign“ sem þeir eiga ekki heldur allir þegnar landsins sameiginlega. Nú eru kvótahafar farnir að tíunda físki- miðin sem eign sína og nýta sameignina eins og þeir einir eigi. Oft hefur verið varað við þessu hér í blaðinu og ófyrirsjá- anlegum afleiðingum þess að helzta auð- lind landsmanna komizt í hendur örfárra manna sem eiga „rétt“ skip. Hvílíkt réttar- far(!) Hvílík einokun(!) Hvílíkt siðleysi(I) Það vantar ekkert annað en kvótahafar hefji hlutafjárútboð á „eigninni" og selji miðin á verðbréfamarkaðnum(I) Kvótasal- an nú sýnir hvert stefnir. Um þetta er að vísu ekki fjallað í grein- argerð aldamótanefndar landsfundar Sjálf- stæðisflokksins en þó ekki úr vegi að nefna það hér og hvetja til uppstokkunar á kerf- inu sem er bæði óréttlátt, siðlaust og úr- elt. En þó einkum í andstöðu við frelsis- hyggju og nútímaviðhorf. Núverandi kerfí hefur ekki leyst neinn vanda, heldur kallað á margvíslega efíðleika, brask og óhag- kvæmni og augljóst að nauðsynlegt er að breyta til og fínna lausn sem væri eðlileg, arðsöm og réttlát, en þó umfram allt hvetj- andi og verndandi, enjafnframt hagkvæm- ari og arðvænlegri en þær reglur sem nú gilda. Ríkisforsjá - gjald- þrotastefna í GREINARGERÐ aldamótanefndar er aftur á móti talað um ástandið eins og það er nú og því lýst með þessum orðum, sem ástæða er til að vitna í að lokum: „Þrátt fyrir að sjávarútvegurinn hafí átt einkaaðgang að hinni gjöfulu auð- lind hafsins hefur tekist að koma honum í talsverð vandræði, jafnvel verulega erfíð- leika. Ekki er vafi á því að stjórnvöld, sem nú telja sig réttilega verða að vemda sjáv- araflann gegn ofveiði, eiga mesta sök á hvernig komið er. Með misvitrum ákvörð- unum hafa þau beinlínis stuðlað að því að nú er alltof stór floti að veiða þann físk sem hafíð getur gefíð af sér í hvert sinn, og alltof margar vinnslustöðvar, of dreifð- ar og of búnar vélum, til þess að vinna úr þeim sama afla. Sennilega eru ófarimar í sjávarútvegi sterkustu dæmin um það, hvernig ríkisforsjá getur farið illa með skilyrði, sem eru frá náttúrannar hálfu eins og bezt verður á kosið.-Þessari for- sögu verður ekki breytt, en afleiðingar hennar blasa við og við þeim afleiðingum verður að bregðast og er reyndar lífsspurs- mál að bregðast rétt við. Stundum er látið að því liggja að þekkingargrundvöllur fiskifræðinnar sé mjög takmarkaður og spár fiskifræðinga því haldlitlar. Slíkar vangaveltur eru þó óþarfar, því við getum ekki á öðru byggt og óleyfilegt er að taka áhættu í þessum efnum. Stjórnvöld, sem hingað til hafa beinlínis hvatt til offjárfestingar, súpa nú seyðið af þeirri pólitísku skammsýni og komast ekki hjá að draga í land í bókstaflegum skilníngi. Alltof margir togarar eltast við alltof fáa físka í sjónum og það veldur því að hver togari er ekki jáfn arðvænlegur og fjárfestingin í honum gerir kröfu til og efnahagslífið gæti vissulega komist af með hógværari skipakost og færri frysti- hús.“ Á öllu þessu hefur Morgunblaðið tönnlazt undanfarin misseri. Nú eru for- ystumenn í sjávarútvegi einnig farnir að íhuga þessi efni af alvöru og er það vel. En betur má ef duga skal. Þjóðin bíður eftir pólitískri samstöðu um lausn þessa vandamáls sem tengist miðstýringu, óhag- kvæmni og siðleysi kvótahafa sem era ekkert annað en tímaskekkja og augljós yfírlýsing um vanmátt stjómmálamanna til að takast á við aðsteðjandi vanda. Al- þingismenn era ekki kosnir til að flækja mál, heldur leysa þau. Þeir eru ekki kosn- ir til að drepa í dróma, heldur leysa úr læðingi. REY KJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. nóvember Tíminn líður í MINNINGUM Krúsjeffs sem son- ur hans hefur stað- fest að séu alger- lega ófalsaðar er þess meðal annars getið að Elena dóttir hans hafí fyrir mörgum áram dáið úr erfiðum blóðsjúkdómi, en örvæntingarfullar tilraunir hans til að fá aðstoð helzta sérfræðings Bandaríkjanna á þessu sviði hafí ekki borið þann árangur sem til var ætlazt. Rússneska leyniþjónust- an reyndi aftur á móti að koma óorði á sérfræðinginn, elti hann á röndum og sýndi sitt rétta andlit, jafnvel þegar Krúsjeff átti í hlut, enda var hann þá ekki annað en eftirlaunamaður og þymir í augum Bréfsnefs og annarra leiðtoga harðstjóm- arinnar. En þannig líður tíminn. Dætur Krúsj- effs, Júlía, eiginkona Gontars fram- kvæmdastjóra Kiev-ballettsins, og Elena, komu til Islands 1964 og ferðuðust um landið í fylgd með öðrum gestum. Elena, sem var yngri, fór meðal annars í heim- sókn að Gljúfrasteini og höfðu þau Auður og Halldór Laxness boðið henni í útreiðar- túr um Mosfellssveitina. Fréttamanni Morgunblaðsins vár boðið að slást í förina þangað uppeftir og tala við liana á leið- inni. Vladimir Jakob sem hér starfaði um skeið, talar íslenzku og er málvísindamað- ur í Moskvu en hafði verið yfirmaður í sovézka hemum eða njósnadeild hans, greiddi fyrir því að fréttamaður Morgun- blaðsins slægist í förina upp í Mosfellsdal og er ekki fráleitt að rifja upp nokkur atriði frásagnarinnar í Morgunblaðinu. Það gæti verið eins og dálítil heimsókn aftar í söguna, þegar allt var með öðrum hætti en nú og kalda stríðið einkennandi í sam- skiptum stórveldanna, þótt nokkuð hefði dregið úr því vegna nýrra viðhorfa Krúsj- effs og annars lífsstíls en leyfður var í ógnvænlegu myrkri stalínismans. Elena sagðist varla treysta sér til að eiga blaðaviðtal í bíl því henni liði ekki vel, hvorki í bílum né flugvélum. Þar átti hún við að hún hefði orðið veik í flugvél- inni yfír Surtsey. Og henni var ekkert um eldfjallið gefið. Elena hafði fengið lax í Elliðaánum og var hæstánægð með það. Hún kvaðst aldrei fyrr hafa veitt físk en ekki væri útilokað að hún reyndi það ein- hvern tíma aftur. Elena var samt ekkert hátíðleg yfir þessu ævintýri, hún sat hin rólegasta í framsætinu með þykku gler- augun sín og virti fyrir sér fjöllin á leið- inni um Mosfellsdal. Hún hafði lesið sér ýmislegt til um landið. Nú olli það henni engum vonbrigðum. „Áhrifin hafa verið góð og þægileg." En hvað var það falleg- asta sem hún hafði séð á íslandi? „Gull- foss ... mér finnst Gullfoss tignarlegastur og fallegastur." Og enn segir blaðamaður- inn: „Hún er augsýnilega mjög rólynd stúlka og lætur ekkert fara í taugarnar á sér eða koma sér úr jafnvægi. Líklegá er hún líkari móður sinni en föður að því leyti og svo hefur hún ekki eins gaman af að tala og hann.“ Hún segist mest hafa hrifizt af gestrisni íslendinga og fegurð landsins. Hvort tveggja hafi verið skemmtileg ævin- týri. Þessi dóttir sovézka forsætisráðherr- ans kvaðst vera borgarbam fram í fingur- góma, en þætti samt gaman í útreiðartúr- um og kvaðst kunna vel við sig í sveit- inni. Hún sagði að íslendingar væru líkir Norðmönnum. „Norðmenn og íslendingar eru kannski dálltið minna glaðir en Danir og Svíar, en ég hef á tilfínningunni að þeir séu áreiðanlegir. Það er hægt að treysta því sem þeir segja.“ „Hvenær var ákveðið að þú færir til íslands?“ „Það var ákveðið áður en við fórum í Norðurlandaferðina. Þá var mikið talað um ísland, ferðin vegin og metin fram og aftur og svo gáfu pabbi og mamma okkur leyfi og sögðu að við mættum fara til ís- lands. Þau hafa áreiðanlega bæði áhuga á að skreppa til íslands, skoða landið og kynnast fólkinu og við verðum að hafa okkur allar við þegar við förum að segja þeim frá ferðalaginu. Auðvitað segjum við þeim allt sem gerzt hefur ...“ Um stjórnmál sagði Elena Krúsjeffs- dóttir einungis þetta: „Hjá okkur hafa all- ir áhuga á stjórnmálum. Það er ekki hægt að komast hjá því að lesa blöðin. Og þau eru full af pólitík. Auðvitað verð ég að fylgjast með stjórnmálum og háfa áhuga á þeim eins og allir aðrir í landi okkar.“ Hún var spurð að því hvort hún hefði ekki heldur kosið að á íslandi væri komm- únistískt þjóðskipulag, en hún svaraði: „Það kemur okkur ekkert við, hvaða pólitík er hér tíðkuð. Fólkið sjálft velur hverskon- ar fyrirkomulag það vill. Ég er gestur og mér kemur ekki til hugar að fara að segja að mér líki illa við það sem fólkið hefur valið.“ Síðan fór Elena að segja viðstöddum frá blómunum sem hún ætti heima, yndislega fallegum og allavega litum blómum og hún hlakkaði mikið til að koma heim og -hirða um þau. Engu líkara en hún hefði heim- þrá sem hún reyndi að bæla niður. En nú var komið að Gljúfrasteini, hest- arnir biðu, landið beið, fjöllin urðu hlýrri, grasið grænna, sveitin vinalegri. Tíminn líður og nú er þessi viðfelldna dóttir einræðisherrans öll, horfin í jörðina hjá blómunum sínum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.