Morgunblaðið - 04.11.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.11.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÚTVARP/SJOrVIVARP SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1990 Tómas R. Einarsson og félagar taka jasssveiflu í Litrófi. Sjónvarpið; Litróf mWW Litróf legst í sannkallað næturrölt milli skemmtistaða að ni 10 þessu sinni. Hér verður þó ekki um neitt sukk að ræða, A heldur er þetta eins konar pílagrímsför um næturmenningu höfuðstaðarins en einkum þó um ríki jassins. Litið er inn á jassbar þar sem Tomas R. Einarsson og félagar jassa af kappi, auk þess sem gítarleikarinn góðkunni Ólafur Gaukur flytur frumsamda jass- smíð ásamt völdum hjálparkokkum. Frá þessu tónlistarinnar ríki verður svo vikið í heimsókn í Nemenda- leikhúsið þar sem fylgst verður með uppfærslu á verki þýska leik- skáldsins Georgs Buehners á Dauða Dantons. Af öðrum má nefna sýnishom af myndum ungs listamanns er sýnir sín fyrstu pensilför á heimaslóðum um þessar mundir. Þar er á ferð Sigurbjöm Jónsson sem undanfarið hefur stundað myndlistarnám i New York. Umsjónarmaður Litrófs er Arthúr Björgvin Bollason en stjóm upptöku annast Jón Egill Bergþórsson. Stöð 2= Góða nótt, herrar mínir og frúr ■B Fjalakötturinn sýnir í kvöld ítölsku kvikmyndina Góða nótt, 05 herrar mínir og frúr (Signore e Signori). Þessi mynd gerist á einum ímynduðum degi hjá ímyndaðri sjónvarpsstöð með dagskrá ekki svo ólíka þeirri sem við þekkjum í sjónvarpi í dag. Allt fær sinn skammt, allt frá sápuóperum til enskukennslu auk þess sem auglýsingarnar taka að sjálfsögðu sinn tíma. Þar að auki fær áhorfandinn að fylgjast með grátbroslegu ástarsambandi tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvarinnar serri á sér stað bak við tjöldin að mestu. Myndin er meinfyndin en launalvarleg háðsádeila á sjón- varp. Með aðalhlutverk fara Senta Berger, Adolfo Celi, Vittorio Gassman og Nina Fredi. Atriði í myndinni eru ekki við hæfí bama. 12.45 Niu fjögur Dagsútvarp Rásar 2 heldur áfram. 16.03 Dagskrá Starfsmenn dægurmálaútvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 18.03 Þjóöarsálin — Þjóöfundur i beinni útsend- ingu, simi 91 — 68 60 90. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Gullskifan frá þessu ári: „The Bobby Ðarin story" meö Bobby Darin. 20.00 Lausa rásin Utvarp framhaldsskólanna. Um- sjón: Hlynur Hallsson og Oddný Ævarsdóttir. 21.00 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út- varpað aðfaranótt fimmtudags kl. 01.00.) 22.07 Landið og miöin Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 i háttinn. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagssveiflan Endurtekinn þáttur Gunn- ars Salvarssonar. 2.00 Fréttir. - Sunnudagssveiflan Þáttur Gunnars Salvarssonar heldur áfram. 3.00 I dagsins önn - Hlítarnám og samkennsla Um tilraunakennslu í 9. og 10. bekk Grunnskól- ans á Egilsstððum. Umsjón: Inga Rósa Þórðar- dóttir. (Frá Egilssöðum.) (Endurtekinn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 3.30 Glefsur Úr dægurmálaútvarpi mánudagsins. 4.00 Vélmenniö leikur næturlög. 4.30 Veðurfregnir. - Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.05 Landið og miðin Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 / 103,2 7.00 Á besta aldri. Umsjón Ólafur Tr. Þórðarson. Kl. 7.00 Morgunandakt. Kl. 7.10 Orð dagsins. Kl. 7.15 Veðrið. Kl. 7.3.0 Litið yfirYtorgunblöðin. Kl. 7.45 Fyrra morgunviðtal. Kl. 8.10 Heiðar, heilsan og hamingjan. Kl. 8.30 Hvað geröist þennan dag. Kl. 8.45 Málefnið. 9.00 Morgunverk Margrétar. Umsjón Margrét Hrafnsdóttir. Tónlist og ýmsar uppákomur. Kl. 9.30 Húsmæðrahamið. Kl. 10.00 Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér. Kl. 10.30 Hvað er i pottunum. Kl. 11.00 Spak- mæli dagsins. kr. 11.30 Slétt og brugðið. 12.00 Hádegisspjall. Umsjón Helgi Pétursson. 13.00 Strætin úti að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Kl. 13.30 Gluggaö í siðdegisblaðið. Kl. 14.00 Brugð- ið á leik í dagsins önn. Kl. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Leggðu höfuðið i bleyti. Kl. 15.30 Efst á baugi vestanhafs. 16.15 Akademían. Kl. 16.15 Heiðar, heilsan og hamingjan. Kl. 16.30 Mitt hjartans mál. Kl. 18.30 Smásögur. Inger Anna Aikman lés valdar smásögur. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backman. Ljúfir kvöldtónar. Stöð 2= Sjónaukinn BMMHi í sjónaukanum á qa 05 mánudagskvöldið ætlar Helga Guðrún Johnson í heimsókn í „Álbæ“ eins og gárungarnir nefna Voga á Vatnsleysuströnd sín á milli í daglegu tali. Ýmsar breytingar em fyrirsjáanlegar þar með hugsanlegri tilkomu nýs álvers og ætlar Helga Guðrún að kanna þær auk þess sem hún skoðar mannlífið. Þá ætlar hún líka að koma við á eina sauðfjárbúi Suðurnesja. 22.00 í draumalandi. Umsjón Ragna Steinun Ey- jólfsdöttir. 24.00 Næturtðnar Aðalstöðvarinnar. Umsjón Rand- ver Jensson. BYLGJAN FM98.9 7.00 Eirikur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. 9.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn kl. 9.30. 11.00 Valdis Gunnarsdóttir. Afmæliskveðjur og óskalögin. Hádegisfréttir sagðar kl. 12. 14.00 Snorri Sturiuson. Vinsældarlistapopp. 17.00 ísland i dag. Jón Ársæll Þóröarson. Viðtöl og símatimar hlustenda. 18.30 Kristófer Helgason og kvöldmatartónlistin. 22.00 Hafþór Freyr Sigmundsson mættur. Óskalög og kveðjurnar. 23.00 Kvöldsögur. Siminn er opinn og frjálst að tala um allt milli himins og jarðar. 24.00 Hafþór Freyr á vaktinni. 2.00 Þráinn Brjánsson á næturvakt. EFFEMM FM 95,7 7.30 Til í tuskiö. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaug- ur Helgason. 7.45 Út um gluggan..Farið yfir veðurskeyti veður- stofunnar. 8.00 Fréttayfirlit. Gluggað í morgunblöðin. 8.15 Stjömuspá dagsins. 8.45 Lögbrotið. Lagabútar leiknir. Verðlaun í boði. 9.00 Sitthvað forvitnilegt og fréttnæmt. 9.30 Kvikmyndagetraun. Boðið út að borða. 9.50 Stjömuspá dagsins endurtekin. 10.00 Fréttayfirlit. 10.03 Ágúst Heðinsson og seinni hálfleikur. 10.30 Óskastund. 11.00 Leikur fyrir alla hlusténdur. 11.30 Úrslit. 12.00 Fréttir á hádegi. 12.15 Ert þú getspakur hlustandi? 13.00 Sigurður Ragnarsson. Kvikmyndagagnrýni, hlustendaráðgjöf og fleira. 14.00 Fréttayfirlit. 14.30 Skyldi Sigurður hafa samband? 15.30 Óvænt uppákoma. 16.00 Fréttayfirlit. 16.03 Anna Björk Birgisdóttir og siðdegistónlist. 16.30 Gamall smellur. Topplag frá sjöunda áratugn- um leikið og kynnt. 17.00 Nú er það áttundi áratugurinn. 17.30 Og svo sá niundi. 18.00 Fréttaskýrsla dagsins. 18.30 Ákveðinn flytjandi tekinn fyrir og kynntur sérstaklega. 19.00 Vinsældalistapottur. Valgeir Vilhjálmsson með Evrópuflutning á Bandaríska smáskifu- og breiðskifulistanum auk þess sem hann fer yfir stöðu á Breska listanum og flytur fróðleik um flytjendur. 22.00 Jóhann Jóhannsson á rólegu nótunum. ÚTVARPRÓT FM 106,8 10.00 Fjör við fóninn með Stjána stuð. 12.00 Tónlist. 13.00MÍIIÍ eitt og tvö. Kántrýtónlist í umsjá Lárusar Óskars. 14.00 Daglegt brauð. Birgir Örn Steinarsson. 18.00 Garnagaul. Þungarokk með Huldu og Ingi- björgu. 19.00 Nýliðar. Þáttur sem er laus til umsóknar hverju sinni. 20.00 Heitt kakó: Tónlistarþáttur. 22.00 Kiddi i Japis með þungarokkið á fullu. 24.00 Náttróbót. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Klemens Arnarson. 11.00 Bjami Haukur með splunkunýja iónlist. 11.00 Geðdeildin II. Umsjón: Bjami Haukur og Sig- urður Helgi. 12.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. 14.00 Sigurður Ragnarsson. 17.00 Björn Sigurðsson. Klukkan 18.00-19.00 á bakinu með Bjarnal 20.00 Darri Ólason. Vinsældarpopp. 22.00 Arnar Albertsson. ÚTRÁS FM 104,8 16.00 MS 20.00 MH 18.00 Framhaldsskólafréttir. 22.00 IR 18.00 FB í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI eftir Elínu Pálmadóttur Leyfi til að drepa Hún ónáðar myndin sem koll- ega Jóhanna Kristjónsdótt- ur dró upp fyrir fáum dögum af )ví sem fyrir hennar augu bar á landamærunum við Jemen. Jó- hanna var dregin þar að sem ung stúlka lá með helblátt andavana barn sitt milli fótanna og var að blæða út. Augun æpandi af sárs- auka og ótta. Andartaki síðar horfir hún í dáin augu stúlkunn- ar. Sá sem einu sinni hefur upplif- að slíkt verður aldrei samur. Kannski hafði lýsingin sterkari áhrif á þennan skrifara, af því að það vakti enn einu sinni upp mynd úr flóttamannabúðum víet- namska bátafólksins á Bido-eyju í Malasíu fyrir nokkrum árum. Um nótt fæddu tvær konur í hrófatildurs spítalanum. Önnur fyrir tímann. Og þótt þama væm færustu iæknar máttum við bara horfa á barnið deyja því enginn var hita- kassinn eða neitt annað. Sú móðir lá líka þarna — með örvæntinguna í aug- unum. Úr slíkum aðstæð- um vorum við þá að bjarga nokkrum flóttamönnum til íslands. Kannski var flóttafólkið í búðunum á landamærum Thailands, eftir að Rauðu kmeramir höfðu „af hug- sjónaástæðum“ drepið hálfa aðra milljón manna í Kambodfu, enn verr sett. í Kambodíubúðunum sat maður og hlustaði á byern á fætur öðrum segja sína eigin skelfingarsögu um skipulagt miskunnarleysi Rauðu kmeranna. Fóikið hafði vaðið í gegn um jarð- sprengjubeltið á landa- mæranum og oft skilið ein- hvem úr fjölskyldunni eftir í tætlum. Skammt frá búð- unum okkar réðust þessir sömu Rauðu kmerar á þorp að næturlagi, brenndu hús- in og drápu fólkið. Með myndir af börnum sem þeir höfðu rist á kyið kom maður heim til þessa frið- sæla íslands. Á kennara- stofu var rætt um að svona lagað ætti bara ekki sýna á íslandi. Þannig er það nú samt. Kannski von að við neitum að trúa, en það skiptir máli að við vitum. Þessi mynd úr flóttamannabúð- um Kambódíufólksins kom fram í hugann nú fyrr í mánuðinum að gefnu tilefni — sjónvarpsþætti í Bretlandi. Kom raunar við fleiri, því þátturinn kallaði á fyrir- spurn í breska þinginu. En hann átti engu síður erindi hingað til íslands en til Breta. Við höfum nefnilega til skamms tíma stuttaf „diplómatískum ástæðum“ Rauðu kmerana til setu og áhrifa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þátturinn í ITV-sjónvarpinu nú er aðvörunaróp, því allt útlit er fyrir að Rauðu kmerarnir, sem barist hafa sem skæraliðar í fjöll- unum í rúman áratug, séu að ná landinu aftur — muni fyrirhafnar- lítið fylla tómarúmið eftir að Víet- namar eru farnir. Þegar eru þeir með hræðsluherferð um landið allt. Þeir skelfa fóikið með því að koma jarðsprengjum fyrir, svo hver sem á stígur missir fótinn. Sprengjur leynast í vatninu á hrís- grjónaökrunum. Um daginn stöðvuðu þeir lest skammt frá höfuðborginni, drógu út 56 manns og drápu. Þeir eru að undirbúa jarðveginn svo að enginn þori að standa á móti þeim. Á skjánum mátti sjá þetta einfætta fólk með stubbana blæðandi. 80 nianns koma daglega fótarvana í illa búin sjúkraskýlin. Þar sagði kot- roskni einfætti strákurinn á hækj- unum að fótaleysið bætti hag sinn við að betla. Einstæða móðirin hafði misst fótinn á akrinum og börnin hennar bjargarlaus heima. John Pilger fullyrti að þegar væru til hjá Rauðu kmerunum listar með nöfnum 2 milljóna manna, sem þyrftu að fara í hreinsuninni eftir að þeir kæmu aftur. Þessir svonefndu friðarsamningar, sem alþjóðasamkundan væri að binda vonir við, væru bara blekking, nýtt af Rauðu kmerunum. Þátturinn höfðaði ekki bara til tilfínninga. Pilger lagði fram sannfærandi gögn um það hvern- ig vopn frá vestrænum þjóðum eiga, auk vopnanna frá Kínverj- um, greiða leið til Rauðu kmer- anna um Singapore. Líka jarð- sprengjurnar sem tæta fæturna af bændafólki Kambodíu. Og allar þessar þjóðir — íslendingar líka — hafa öll þessi ár og fram undir þetta stutt þá í áhrifasæti hjá Sameinuðu þjóðunum. Fulltrúinn þar, gamli refurinn Kiiieu Samp- an, einn af arkitektunum að dauðaprógramminu eftir „árið 0“, þegar byija á með hreint borð. Blaðamaðurinn reyndi með hljóð- nema að fá svör um stefnu Breta og Bandaríkjamanna í Kambódíu- málinu, en allir þögðu þunnu hljóði. Alltaf hafa menn vísvitandi skotið sér bak við tvo vanmegn- uga aðila, Sianouk .og KGNFL. Bandaríkjamaðurinn Roger Nor- mand, ritstjóri Harvard Human Rights Joumal, hefur með við- tölum við fjölda frammámanna Rauðu kmeranna og önnur gögn fengið fram leynda áætlun þeirra um að draga alþjóðasamkunduna á asnaeyrunum. Með orðum Pol Pots sjálfs: „að gera enga friðar- samninga“ og „draga kosningar“, þar til Rauðu kmerarnir hafa náð valdi f öllum sveitum. Samþykkja enga pólitíska lausn fyir en her þeirra hefur „undirbúið“ almenn- ing svo þeir geti „haft vald á kosningunni". Ben Kiernan frá Yale-háskóla og sérfræðingur um Kambódíumál telur gögnin og matið rétt. í flóttamannabúðunum 1977 hlaut þessi íslenski blaðamaður trúnað ungu Kambodíumann- anna, sem vora að bjarga fólki, í krafti þeirra raka að íslendingar skiptu máli, hefðu heilt atkvæði hjá Sameinuðu þjóðunum. Og svona fórum við með það. Við kusum að bera ábyrgð á Rauðu kmerunum og styrkleika þeirra nú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.