Morgunblaðið - 04.11.1990, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
\ f^er sunnudagur 4. nóvember, sem er 308. dagur
A LJtWj ársins 1990. Tuttugasti og fyrsti sd. eftir Trínit-
atis. Allra heilagra messa. Ardegisflóð í Reykjavík kl. 6.46
stórstreymi, flóðhæðin 4,34 m. Síðdegisflóð kl. 19.19. Fjara
kl. 0.38 og kl. 13.06. Sólarupprás í Rvík kl. 9.19 og sólarlag
kl. 17.02. Myrkurkl. 17.56. Sólin er í hádegisstað kl. 13.11
og tunglið er í suðri kl. 2.15. (Almanak Háskóla íslands.)
Þú skalt ekki framar hafa sólina að lýsa þér um daga,
og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur
skal Drottinn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér
geislandi röðull. (Jes. 60,19.)
ÁRNAÐ HEILLA
ára afmæli. Nk.
þriðjudag, 6. nóvem-
ber, verður áttræð frú Lilja
Eiríksdóttir, Stigahlíð 10,
Rvík. Hún tekur á móti gest-
um í Félagsheimili Rafveit-
unnar við Elliðaár á afmælis-
daginn milli kl. 17 og 20.
ára afmæli. Gunnar
Ólsen, Túngötu 61,
Eyrarbakka, er sextugur í
dag, 4. nóvember. Gunnar og
eiginkona hans, Inga Guð-
jónsdóttir, taka á móti gest-
um á Efstalandi í Ölfusi milli
kl. 17 og 20 í dag.
ára afmæli. í dag, 4.
nóvember, er frú Þór-
anna G. Jónsdóttir, Fellsm-
úla 7, sextug. Hún og maður
hennar, Amfinnur Sigurðs-
son, verða að heiman.
FRÉTTIR/
MANNAMÓT
í DAG er „allrasálnamessa“:
„Messa til að minnast allra
sálna í hreinsunareldinum,"
segir í Stjörnufræði/rímfræði.
Þennan dag árið 1899 fædd-
ist Jóhannes skáld úr Kötl-
um. Á morgun, 5. þ.m. eru
liðin 142 ár frá því fyrsta
íslenska fréttablaðið, Þjóð-
ólfur, kom út.
í STJÓRNARRÁÐINU. í
tilk. í Lögbirtingablaðinu frá
heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu segir að þar
hafi verið skipuð skrifstofu-
stjóri 1. stigs Dögg Pálsdótt-
ir lögfræðingur og
Svanhvít Jakobsdóttir við-
skiptafræðingur skipuð
deildarstjóri í ráðuneytinu.
Tók þessi skipan mála gildi
hinn 1. október síðastliðinn.
KROSSGATAN
LÓÐRÉTT: — 2 stormur,
3 grænmeti, 4 gamall, 5 rann-
sakar, 6 dvelja, 7 kraftur, 9
kaupstaður, 10 umboðsmaður
konungs, 12 vatnsrennslis, 13
skrifar upp, 18 fugl, 20 flan,
21 tvíhljóði, 23 aðgæta, 24
frumefni.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: — 1 sálga, 5 sunna, 8 æfing, 9 raust, 11 agg-
an^ 14 aur, 15 fálan, 15 akrar, 17 son, 19 agns, 21 átta,
22 nærðist, 25 iði, 25 áar, 27 aki.
LÓÐRÉTT: — 2 ála, 3 gæs, 4 aftans, 5 snaran, 6 ugg,
7 nóa, 9 rofnaði, 10 ullinni, 12 görótta, 13 norpaði, 18 orða,
20 sæ, 21 Ás, 23 rá, 24 ir.
LÁRÉTT: - 1 fugl, 5
hnífar, 8 hakan, 9 listamað-
ur, 11 kroppa, 14 greinir, 15
barin, 16 pening-ar, 17 þegar,
19 heiðursmerki,' 21 vesælt,
22 afkvæmunum, 25 haf, 25
púka, 27 und.
Skerðing á tekjum
m ldrkjunnar l;:1
Biskiipinn yfir íshmii, hcrra
Ólafur Skúlason, liofur
tiiúlmælt því fyrir hönd Þjóö-
kirkjunnar, af) ríkisstjúrn
Rtoingríms Hormannssonar Itof-
ur skort tckjur sókna ng kirkju-
garúa uin 8G,.r> milljúnir kr. á
jiossu ári, tokjur, som kirkjunni
~-^7G-rfusJD
Þið stjórnarherrarnir eru farnir að ryðga dálítið í boðorðunum, nafni minn ...
HÚSMÆÐRAFÉLAG
Rvíkur. Basar á Hallveigar-
stöðum, Túngötumegin, í dag
kl. 14. Á boðstólum verður
margt góðra muna á hóflegu
verði. «
FÉLAG breiðfirzkra
kvenna. Fundur á morgun
kl. 20.30 í Breiðfirðingabúð
Faxafeni 14. Anna Valdi-
marsdóttir flytur erindi um
sjálfsöryggi og ákveðni.
KVENFÉLAG Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík. Fundur annað
kvöld kl. 20.30 í Lækjargötu
14a. Gestur kvöldsins verður
Kristín Hannesdóttir snyrti-
fræðingur. Basar félagsins
verður 10. nóvember í
Veltubæ, Skipholti 33. Konur
sem vilja gefa muni og kökur
hafi samband við Svövu
(16007), Steinunni (10887)
eða Bertu (82933).
KVENF. Grensássóknar.
Basar, markaður og kökusala
í safnaðarheimilinu laugar-
daginn 10. nóvember kl.
14-17. Félagskonur og vel-
unnarar. Tekið á moti munum
og kökum nk. föstudag kl.
17-21 og laugardag frá kl. 10.
BÚSTAÐAKIRKJA: Æsku-
lýðsfundur í dag kl. 5.
KVENF. Háteigssóknar.
Fundur verður nk. þriðjudag
kl. 20.30 í Sjómannaskólan-
um. Vilborg Hjaltested kynnir
plastvörur. Kaffi. Basar fé-
Iagsins verður sunnudag 11.
nóvember í Tónabæ. Tekið á
móti munum og kökum frá
kl. 10-12 sama dag í Tónabæ.
SYSTRAFÉLAG Víðistaða-
kirlqu. Félagsfundur í safn-
aðarheimili Víðistaðakirkju á
morgun kl. 20.30. Félagsvist.
FÉLAG. eldri borgara. Opið
hús í Goðheimum, Sigtúni 3,
í dag kl. 14. Fijálst spil og
tafl. Kl. 20 dans. Síldarkynn-
ing á þriðjudag kl. 15. Lesið
úr verkum Magnúsar Ás-
geirssonar í umsjón Hjartar
Pálssonar cand. mag. Lesar-
ar eru Gils Guðmundsson
rithöfundur og Alda Arnar-
dóttir leikari.
KVENF. Garðabæjar.
Fundur þriðjudagskvöld kl.
20.30 í Garðaholti.
KVENFÉLAG. Laugarnes-
sóknar. Fundur mánudags-
kvöld kl. 20. Skemmtiatriði.
Veitingar. Mætum allar.
ITC-deildin Ýr heldur fund
annað kvöld kl. 20.30 í
Síðumúla 17 og er fundurinn
öllum opinn.
JC-REYKJAVÍK heldur fé-
lagsfund nk. þriðjudagskvöld
kl. 20 í Holiday Inn. Gestur
fundarins verður Björn
Bjarnason aðstoðarrit-
s^jóri.
AFLAGRANDI 40, félags-
starf aldraðra. Á morgun kl.
8.15-9.50. Hárgreiðsla kl. 9.
Handavinna kl. 9.30, föndur
kl. 13 og andlits- og fótsnyrt-
ing og spilamennska.
KVENF. Kópavogs. Basar
félagsins verður haldinn 11.
nóVember í Félagsheimilinu.
Félagskonur eru vinsamlega
beðnar að skila munum nk.
þriðjudagskvöld í kvenfélags-
herbergi kl. 20-22 eða á laug-
ardag frá kl. 13-17.
JÓLABASAR Hringsins er
í dag, sunnudag, í Fóst-
bræðraheimilinu, Langholts-
vegi 109-111, oghefst kl. 14.
Mikið af fallegri handavinnu
og gómsætum kökum.
KVENFÉLAG Keflavíkur.
Fundur á morgun kl. 20.30 í
Kirkjulundi. Bingó.
KIRKJA
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Opið hús fyrir
10-12 ára mánudag kl. 17.
Opið hús fyrir foreldra ungra
barna þriðjudag kl. 15-17.
Bænir, fræðsla, söngur, fönd-
ur. Foreldrar geta tekið börn-
in með.
NESKIRKJA: Á morgun,
æskulýðsstarf 13 ára og eldri
kl. 19.30. Þriðjudag: Opið hús
fyrir mæður og böm þeirra
kl. 10-12. Guðrún Dóra Guð-
mannsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur talar um hjónabandið.
Æskulýðsstarf fyrir 10-12
ára kl. 17 þriðjudag.
FELLA- og Hólakirkja:
Fundur í Æskulýðsfélaginu
mánudagskvöld kl. 20.30.
LANGHOLTSKIRKJA:
Kvenfélag Langholtssóknar
heldur fund þriðjudaginn 6.
nóvember kl. 20.30 í safnað-
arheimilinu. Venjúlegfundar-
störf. Kynning á blóma-
skreytingum. Kaffiveitingar.
Helgistund í kirkjunni.
SELJAKIRKJA: Mánudag:
Fundur KFUK, yngri deild
kl. 17.30, eldri deild kl. 18.
Æskulýðsfundur kl. 20.
ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku-
lýðsfundur í kvöld kl. 20 og
mömmumorgunn þriðjudag
kl. 10-12 í safnaðarheimili
Árbæjarkirkju.
GREN SÁSKIRKJA: Fundur
í Æskulýðsfélagi Grensás-
sóknar í kvöld kl. 20.
GRINDAVÍKURKIRKJA:
Æskulýðsstarf fyrir 10-12
ára börn hefst mánudag 5.
nóvember kl. 18. Þorvaldur
Halldórsson og sönghópurinn
„Án skilyrða" kemur í heim-
sókn og kennir söngva.
SKIPIIM
RE YKJ AVÍKURHÖFN:
I gær kom Esja úr strand-
ferð. Þá fór togarinn Snorri
Sturluson til veiða og togar-
inn Ogri var væntanlegur
inn. í dag er togarinn Engey
væntanlegur inn af veiðum. Á
morgun er Laxfoss væntan-
legur að utan og um helgina
var rússneskt olíuskip vænt-
anlegt með farm.
HAFNARFJARÐAR-
HOFN: Á morgun er frysti-
togarinn Snæfugl væntan-
legur. í dag er súrálsflutn-
ingaskip væntanlegt til
Straumsvíkur, það er ítalskt
og heitir Aqvarius. Á morg-
un er grænlenskur togari
væntanlegur til löndunar.
ORÐABOKIN
Eindæmi — einsdæmi
í seinni tíð hef ég tekið eft-
ir því, að ruglings er farið
að gæta í notkun ofan-
nefndra orða. Á baksíðu
Mbl. 24. ág. sl. er rætt um
skjaldarmerki á Alþingis-
húsið. Þar er þetta m.a.
haft eftir alþingismanni:
„Að mínum dómi geta for-
setar þingsins ekki sam-
þykkt breytingar á útlit Al-
þingishússins upp á sitt
einsdæmi. “ Sama kvöld
heyrði ég ekki betur en
þetta sama orð kæmi fyrir
í frásögn af téðu skjaldar-
merki í útvarpsfréttum. —
Hér átti að nota no. ein-
dæmi. í OM eru tvær merk-
ingar gefnar upp. 1 fyrsta
lagi sjálfdæmi, ábyrgð: gera
e-ð uppá sitt eindæmi, og
svo í öðru lagi ráðríki, gjör-
ræði. No. einsdæmi er hins
vegar notað um einstakan
atburð, eins og segir í OM:
einsdæmi í veraldarsögunni.
Af þessu sést, að merkingin
er ekki hin sama í þessum
tveimur orðum. í áður-
greindri frásögn er ótvírætt,
að alþm. á við það, að þing-
forsetar hafi ákveðið upp á
eigin ábyrgð að láta setja
skjaldarmerkið á Alþingis-
húsið. No. einsdæmi á því
alls ekki við í þessu sam-
bandi, heldur no. eindæmi.
Hér er vakin athygli á þess-
um merkingarmun orðanna,
þar sem það veldur einungis
ruglingi og eru í raun hrein
málspjöll að nota no. eins-
dæmi í sömu merkingu og
no. eindæmi. JAJ