Morgunblaðið - 04.11.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
19
eftir Svein Guðjónsson
Afframförum, náttúrulögmálum ogsamskiptum manna við Móður jörð
NÁTTÚRA er líklega eitt yfirgripsmesta orð sem
tungan á til. 1 víðustu merkingu tekur það til
alls heimsins, jarðarinnar sem við göngum á og
andrúmsloftsins sem við öndum að okkur. I
þrengstu merkingu táknar það eðli einstaklings-
ins, eða fremur þær arfgengu hvatir sem ákveða
og stjórna eðlinu. Orðið náttúra nær yfir öll þau
skilyrði og lögmál sem verka á og reyndar sljórna
tilveru alls sem lifir, og þar er maðurinn ekki
undan skilinn. Grein þessi er ekki skrifuð til að
færa sönnur á þessa skilgreiningu heldur aðeins
til að vekja lesendur til umhugsunar um stöðu
mannsins í náttúrunni og samskipti hans við
Móður jörð.
ramfarir og hagvöxtur eru þau
lausnarorð sem stjórnmálamenn á
Vesturlöndum hafa haft að leiðar-
ljósi á þeirri tækniöld sem við lifum
nú á. Það er góðra gjalda vert og
vissulega hafa þessi töfraorð bætt
lífskjör manna og létt þeim lífsbar-
áttuna. En böggull fylgir þó
skammrifi. í ákafanum hafa menn
ekki gáð að sér og gleymt því að
allir þættir hinnar lifandi náttúru
eru tengdir hver öðrum og sé ein-
hver þeirra numinn burt hættir
náttúran að starfa. Gömlum spek-
ingum fyrr á öldum var þetta ljóst
og sumar menningarþjóðir hafa
virt þetta lögmál um stundarsakir,
en almennt hefur mannkynið skellt
skollaeyrum við þessum stað-
reyndum í ákafri þrá sinni eftir
bættum lífskjörum.
Taumlaus græðgi
í tilbúnar þarfir
En bætt lífskjör eru eitt og
gegndarlaus græðgi annað. Bíll á
mann í hverri fjölskyldu auðveldar
hveijum og einum að komast á
milli staða og samkvæmt heimilis-
hagfræðinni flokkast aukinn bíla-
floti því líklega undir bætt lífskjör.
En það er til lítils að eiga marga
bíla ef menn komast ekki út úr
húsi vegna súrefnisskorts. Það er
líka vissulega til þæginda að gefa
út nýja símaskrá á hverju ári og
getur skipt sköpum þegar ná þarf
símasambandi við mann sem hefur
flutt og skipt um símanúmer. En
hafa menn leitt hugann að því
hversu stór hluti regnskóganna fer
í að prenta nýja símaskrá handa
Bandaríkjamönnum árlega? í vest-
rænum iðnaðarríkjum er líka
sífellt verið að búa til nýjar og
nýjar „þarfir“. Á markaðinn
streyma nýir hlutir sem fólk telur
sér trú um að séu ómissandi. En
menn þurfa ekki annað en líta í
kringum sig á heimilinu til að sjá
að þar eru fjölmargir hlutir sem
ei-u gjörsamlega óþarfir og í raun-
inni ekkert annað en bölvað drasl.
Væri ekki nær að þafa trén úti í
garði ögn fleiri?
Á þessari öld hefur mannkynið
háð tvær heimsstyijaldir og stend-
ur jafnvel á barmi þeirrar þriðju.
Menn geta auðvitað deilt um or-
sakir þessara vopnaviðskipta en
þegar upp er staðið má eflaust
rekja þær að einhveiju leyti til
ásóknar í hráefni, auðlindir og
landrými. Þessar styijaldir hafa
skilið eftir hörmungar og þjáning-
ar fólks víða um heim. En á sama
tíma hefur mannkynið óafvitandi
og í blindni háð annað stríð, sem
líklega á eftir að leiða meiri ógæfu
yfír okkur en nokkur önnur styij-
öld fram til þessa. Sá hildarleikur
er stríð mannsins gegn náttúr-
unni. Og sú spurning er að verða
býsna áleitin hvort afleiðingar
þessa stríðs verði ekki, ef haldið
verður áfram á sömu braut, ægi-
legri höhnungar en mannkynið
hefur reynt og muni að lokum
ógna sjálfri tilveru mannsins á
jörðinni með algerri tortímingu?
Fegursta og dýrmætasta
eignin
Skógar, gresjur, jarðvegur,
vatn, dýralíf, — allt er þetta. háð
hvað öðru. Ef einhvers þeirra
missti við myndi jörðin deyja. Ind-
íánum í Norður-Ámeríku Var þetta
ljóst og horfðu því að vonum í
forundran á hvítu landnemana
MÁNUDAGUR, 14. JÚLÍ 1969.
ryðja sér braut í gegnum land
þeirra. Stór svæði á jörðinni, sem
áður voru gróin og fijósöm, hafa
verið lögð í eyði af mannavöldum.
Önnur hafa horfið undir stein-
steypu. Og áfram er haldið á sömu
braut undir yfírvarpi hagvaxtar
og framfara. Á seinni árum hefur
þó aðeins örlað á því að menn
hafí verið að átta sig á að virði
maðurinn ekki lögmál náttúrunnar
hljóti hún um síðir að snúast gegn
honum og hefna sín á miskunnar-
lausan hátt.
Þegar allt kemur til alls er nátt-
úran sjálf fegursta og dýrmætasta
eign okkar, og ekki aðeins eign
okkar manna, heldur allra lífvera.
Því megum við aldrei gleyma.
Vitaskuld lifum við ekki af því
einu að horfa á heiðargæsir bíta
gras í fögrum ijallasal eða anda
að okkur úðanum af fossunum.
Skynsamleg nýting náttúruauð-
linda er okkur lífsnauðsyn. En
okkur er líka lífsnauðsyn að draga
úr taumlausri græðgi okkar í'til-
búnar þarfir. Maðurinn verður að
skilja nauðsyn þess að vinna í sam-
starfi við náttúruna. Hann verður
að stilla kröfum sínum í hóf og
nýta, en um leið vernda, gæði jarð-
ar til að tryggja áframhaldandi
tilveru sína og menningu. Tímum
rányrkjunnar verður að ljúka.
Sveitasælan í
Suður-Frakklandi
Á fögrum vordegi, miðvikudag-
inn 6. maí 1953, setti svissneski
listamaðurinn Jörg Miiller upp
málaratrönur skammt frá heimili
sínu í Suður-Frakklandi og málaði
mynd af sveitasælunni: Ávaxta-
trén að byija að blómgast, kýr á
beit, bóndi með plóginn og börn
að leik við friðsæla tjörn. Á næstu
tuttugu árum málaði hann mynd
af nákvæmlega sama stað, með
vissu millibili, og breytingarnar
sem urðu á þessu fagra umhverfi
vekja vissulega upp þá spurningu,
hvort þar hafi verið gengið til
góðs, götuna fram eftir veg ...? —
Síðasta myndin er máluð þriðju-
daginn 3. október 1972 og þá er
komin verslunarmiðstöð með til-
heyrandi hraðbrautum, þar sem
áður voru sveitabýli og akrar.
Höfundur þessarar greinar
rakst á myndirnar hjá dr. Brodda
Jóhannessyni, fyrrum skólastjóra
Kennaraskólans, en hann hefur
alla tíð verið mikill talsmaður nátt-
úraverndar. Dr. Broddi fékk
myndirnar hjá vini sínum dr. Ger-
hard Helmut Schwabe, sem var
ötull baráttumaður fyrir náttúru-
vernd og vann mikið og farsælt
starf í þágu umhverfisverndar víða
um heim. Dr. Schwabe, sem lést
á síðasta ári, var mikill Islandsvin-
ur og var meðal annars sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar.
Myndirnar, sem eru sjö talsins,
urðu kveikjan að þessum hugleið-
ingum, og eru nokkrar birtar hér
mönnum til umhugsunar.