Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 1

Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 1
64 SIÐUR B/ 252. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gróðurhúsa-áhrifin: Evrópuríki draga úr C02-framIeiðslu Genf. Reuter. RÍKI Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) komu sér í gær saman um stefnu á annarri alþjóðlegu loftslagsráðstefn- unni sem hefst í Genf í dag. Ríkin átján eru reiðubúin að hætta að auka framlciðslu koltvísýrings frá árinu 2000 til þess að verjast gróður- húsa-áhrifunum svokölluðu. Umhverfis- og orkumálaráðherrar ríkjanna átján tóku þessa ákvörðun á fundi í Genf í gær. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra sat fundinn fyrir íslands hönd. Samþykkt fundarins er í svipuðum dúr og ályktun EB sem gerð var í, Lúxemborg fyrir viku. Samkværrit henni verður aukning koltvísýringsframleiðslunnar stöðvuð í síðasta iági árið 2000. Eftir það verður dregið úr koltvísýringsfram- leiðslunni'smám saman. Mörg EB-ríki vildu að sú ákvörðun Landbúnaðarstyrkir: EB reynir að móta sameig- inlega stefnu að framleiðslan ykist ekki tæki gildi þegar í stað en Bretar og Spánverjar lögðust gegn því. Hinir síðarnefndu rökstuddu sína afstöðu með því að segja að þeir yrðu að fá tækifæri til að komast á sama stig iðnvæðingar og ríki norðar í álfunni. Málamiðlun náðist sem gefur minna iðnþróuðum ríkjum svigrúm til aukningar en á heildina litið á framleiðslan ekki að aukast frá því sem nú er því Þjóðveij- ar og Danir hafa upp á sitt eindæmi ákveðið að draga úr tilurð og fram- leiðslu koltvísýrings um 10% fram til aldamóta. Bandaríkin og Tyrkland eru nú einu aðildarríki Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) sem ekki hafa skuldbundið sig til að draga úr koltvísýringsframleiðslu. Búist er við miklum þrýstingi á Bandaríkin að ákveða slíkt á loftslagsráðstefnunni sem hefst í dag. Reuter Sorg í Moldovu Ættingjar fertugs Moldova, sem beið bana í bænum Dobossaríj í Dnestr-héraði í Moidavíu á föstudag, gráta yfir kistu hans í gær. Maðurinn lést er lögregla hóf skothríð til að binda enda á átök Moldova af rúmenskum uppruna og Rússa, er börðust fyrir sjálfstæðu lýðveldi rússneska minnihlutans í héraðinu. Stjórnvöld í Moldovu hafa skipað stríðandi fylkingum að afhenda vopn sín. Þúsundir Rúmena kröfðust þess á útifundum í Búkarest um helgina að Moskvustjórnin afsalaði sér yfirráðum í Moldovu. EB-ríki reyna að samræma stefnuna í gíslamálinu: Ferðir stjórnniálamamia til Bagdad sæta gagnrýni Samkomulag um yfirstjórn herja í Saudi-Arabíu Washington, Bagdad. Reuter. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Landbúnaðar- og viðskipta- ráðherrar Evrópubandalagsins (EB) gerðu í gær sjöundu til- raunina til að móta sameigin- lega stefnu bandalagsins í land- búnaðarmálum í viðræðum GATT, alþjóðasamkomulags um skatta og tollamál. Var þungt hljóð í samningamönnum í gær- kvöldi en búist við að fundað yrði fram á nótt. Bandaríkjamenn vilja að út- flutningsbætur verði skornar niður um 90% á næstu tíu árum og styrkir til bænda um 75%. Ásamt fleiri þjóðum telja þeir að geti EB-ríkin ekki sett fram sameigin- legar tillögur á GATT-fundinum, sem hefst í Genf í dag, séu viðræð- urnar í reynd úr sögunni. Frakkar beijast. hart gegn lækkun EB- styrkja og njóta þar stuðnings Þjóðveija. Utanríkisráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) komu saman á skyndifund i Róm í gær að til- lögu Þjóðverja til að ræða örlög vestrænna gísla í Irak. Hollensk- ir og belgískir ráðamenn hafa gagnrýnt ferðir stjórnmála- manna til Bagdads í því skyni að fá gísla lausa, telja að með þessu takist Saddam Hussein það ætlunarverk sitt að rjúfa sam- stöðu vestrænna þjóða. Willy Brandt, fyrrverandi kanslari V-Þýskalands, kom í gær til Bagdad í þessum erindagerðum. Brandt sagði við komuna til Bagdad að för hans væri „friðar- ferð“. Stjórnmálamenn frá ýmsum löndum, m.a. Anker Jörgensen frá Danmörku, hafa lýst yfir áhuga sínum á að fara til Bagdad eftir að Edward Heath, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, tókst að fá nær fjóra tugi Breta lausa. Þýsk stjórnvöld lýstu stuðningi við tilraun Brandts en mistókst að fá tvo aðra evrópska stjórnmálamenn til að fara með honum á fund íraksfor- seta. Talsmaður ítalska utanríkis- ráðuneytisins hafði í gær eftir Hans Dietrich-Genscher, utanríkisráð- herra Þýskalands, að Þjóðveijar hygðust virða þá ákvörðun EB að reyna ekki að semja við Iraka um lausn gísla. Ferð Brandts ætti að verða hin síðasta af slíku tagi. Yasuhiro Nakasone, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, er einnig í Bagdad vegna gislamálsins og segist vongóður um að fá nokkra tugi manna lausa. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið hefur ákveðið að kalla út þúsundir manna í varaliðinu til að styrkja liðsafla bardagasveita bandaríska landhersins í Saudi- Arabíu. Hingað til hefur aðeins verið kallað út varalið til þjónustu- starfa i liðinu s.s. eldamennsku og póstþjónustu. Flugvélamóðurskipið Midway, sem hefur 75 herflugvélar og fjölda eldflauga um borð, sigldi . í.gær.norður P.e.rsaflóa....... James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt á laugardag í átta daga ferð til nokkurra ríkja, þ.á m. í Mið-Austurlöndum, til við- ræðna við leiðtoga stuðningsríkja Bandaríkjamanna. Baker átti fund með furstanum af Kúvæt í gær og hvatti hinn síðarnefndi Bandaríkja- menn til að frelsa land sitt þegar í stað. Er Baker ræddi við Fahd, konung Saudi-Arabíu, náðist sam- komulag um sameiginlega yfir- stjórn heraflans í Saudi-Arabiu. Haldi bandarískir hermenn yfir landamærin inn á svæði fjandmann- anna munu þeir eingöngu lúta bandarískri yfirstjórn en árás verð- ur ekki gerð fyrr en eftir samráð æðstu ráðamanna ríkjanna tveggja. Stjórnvöld í Bagdad sögðu á sunnudag að umheimurinn ætti að gleyma öllum hugmyndum um end- urreisn furstadæmis í Kúvæt sem yrði íraskt hérað um alla framtíð. Margir fjölmiðlar í Saudi-Arabíu og fleiri löndum á svæðinu telja að stríð sé óumflýjanlegt. Sýrlendingar sendu í gær um 300 skriðdreka og þúsundir hermanna til Saudi- Arabiu til styrktar sýrlensku land- hersveitunum sem fyrir voru í landinu. Dagblað í Túnis hefur eftir Yass- er Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), að ef stríð bijótist út muni Saddam skjóta eld- flaugum með efna- og sýklavopnum á ísrael. ísraelsstjórn hefur þegar dreift 3,4 milljónum gasgríma til landsmanna. Barbara Cartland lýkur við 500. skáldsögu sína St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Rithöfundurinn Barbara Cartland hefur nýlega lokið við 500. skáldsögu sína. Sanikvæmt Heimsmetabók Guinness selst Barbara Cartland mest allra höfunda. Talið er að bækur hennar hafi selst í 500 niilljónuni eintaka á samanlagt 27 tungumálum. Cartland hyggst ekki setjast í helgan stein. Hún ætlar að slá met Ursulu Bloom, annars ástar- sagnahöfundar, en Bloom skrifaði 564 sögur um ævina. Cartland segir Bloom hafa svindlað; marg- ar sögur hennar séu örstuttar. Það eru litlar líkur til þess að bókmenntaritstjórar víðs vegar um heiminn geri mikið úr þessum viðburði, enda hvarflar ekki að höfundinum eða öðrum að bækur hennar hafi mikið bókmenntalegt gildi. 500. bókin kemur út í jan- úar næstkomandi. Cartland sem- er 89 ára gömul byijaði að skrifa árið 1923 og hefur engan bilbug látið á sér finna síðan. Nýja sagan heitir „Andi ástarinnar" og er 17. sagan sem hún lýkur við á þessu ári. Hún gerist á fyrstu áratugum síðustu aldar eins og fjölmargar af sögum hennar og er tileinkuð sagnfræðingnum Sir Arthur Bry- ant, sem er látinn. Cartland hyggst halda upp á tímamótin og þar sem hún lætur aldrei sjá sig opinberlega nema Hiarta er tromp bleikklædda verður verður flest annað einnig í bleiku, þ. á m. afmælistertan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.